Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 ÖGUR - nýtt útgáíu- fyrirtæki á Akureyri Akureyri, 8. desember. NÝTT bókaútgáfufyrir- tæki var stofnað á Akur- eyri í sumar og hiaut nafnið „Bókaútgáfan Ög- ur“. Ilér er um hlutafélag að ræða, og framkvæmda- stjóri er Jóhannes Sig- valdason, forstöðumaður Rannsóknastofu Norður- lands. Aðrir hluthafar eru ættingjar hans, vensla- menn og samverkamenn. Bókaútgáfan Ögur gefur út 2 bækur fyrir þessi jól. Önnur er smásagnasafn eftir Ólaf Jónsson fræðimann og fyrrum búnaðar- ráðunaut ög heitir „Stripl í Paradís", 175 blaðsíður að stærð. Hún er samnefnd einni af smásög- unum í bókinni, en alls eru sögurnar 10. Aður hafa birst eftir Ólaf skáldsagan „Öræfaglettur" og kvæðabókin „Fjöllin blá“, en auk þess hin merku fræðirit „Ódáða- hraun I —III“, „Skriðufjöll og snjóflóð I—11“ og „Berghlaup" og sjálfsaevisaga hans, „A tveimur jafnfljótum". Hin bókin er „Þannig er ég, viljirðu vita það“ eftir Guðmund Frímann skáld. Þar ritar Guðmundur „ósamstæða minn- ingaþætti um lifandi menn og dauða", eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann lýsir samtíð sinni og samtíðarmönnum, allt frá því er hann man fyrst eftir sér heima í Hvammi í Langadal og þar til er hann fer á skóla á Hvammstanga rúmlega tvítugur. Hann segir aðeins óbeint frá sjálfum sér, meir frá öðrum, en á þann hátt, að af því má nokkuð kynnast höfundi. Kveikjan að bókinni er samtals- þáttur við hann í safnritinu „Aldnir hafa orðið“ eftir Erling Davíðsson. Guðmundur er þjóð- kunnur fyrir ljóð sín og sögur, en hér treður hann að nokkru nýjar brautir. Bókin er um 300 blaðsíður að stærð. Sv.P. KJARNAFJÍÍLSKYLDAN A Toshiba Japan er stærsti framieiðandí heims á rafeindatækjum. Úr ótrúlegum fjölda Toshiba hljómflutningssamstæða höfum viö valið pessa kjarnafjölskyldu — Hér býðst pér mest fyrir aurinn. Toshiba SM 3600 Stereo samstæða meö Dolby. Stórfallegt hljómflutningstæki fyrir þá sem gera kröfur. Útvarpstæki með lang-, mið-, stutt- og FM bylgju. 65 Watta magnari. Plötuspilari meö reimdrifnum disk og vökvalyftum arm. Magnetísk Pickering hljóödós eftir vali (ekki í veröi). Stereo Cassettutæki meö Dolby. 2 upptökumælar. Hátalarar eftir vali (ekki í verði). Toshiba SM 3100 Stereo samstæða Upplagt tæki fyrir þá sem vilja fullkomna samstæðu á góðu verði. Útvarp með lang-, miö- og FM bylgju. Magnari 40 wött. Plötuspilari meö reimdrifnum disk og vökvalyftum arm. Magnetísk Pickering hljóödós eftir vali (ekki í veröi). Stereo Cassettutæki meö 2 upptökumælum. 2 stórir hátalarar meö bassa og diskanthátölurum. EINAR FARESTVEIT A CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A. SÍMI16995. Toshiba SM 2700 Stereo samstæða Bráöfallegt stereotæki á einstöku veröi. Tæki sem allir ráöa viö. Útvarpstækl meö lang-, miö- og FM bylgju. Magnari 28 wött. Plötuspilari meö góöum 28 sm. disk. Ceramisk hljóödós. 2 hátalarar meö bæöi bassa og hátiönihátölurum. Árs abyrgð — Greiðsluskilmálar. Sendum gegn kröfu. SM 3600 Verð kr. 378.000.- án hát. og hijóödósar SM 3100 Verð kr. 317.850 - án hljóðd. SM 2700 Verð kr. 222.300 - með hát.og hljóðdós Útsölustaðir: Akranes: Bjarg hf. Borgarnes Kaupf. Borgf. ísafj: Verzl Straumur. Bolungarv.: Verzl. EG. Hvammstangi: Verzl. V.S.P. Blönduós: Kaupfélag. A. Hún. Sauöórkrókur: Kaupf. Skagf. Akureyrl: N/teruhús Kea Hljómver HF. Húsavfk: Kaupfélag Þirsg. Egilsstaöir: Kaupfél Héraösb. Ólafsfjöröur: Verzl. Valberg. Siglufjöröur: Gestur Fanndal. Hornafjöröur: KASK. Hvolsvöllur: Kaupfél. Rang. Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavík: Husg. Uuus. Holl ráð fyrir viðvaninga Góður undirbúningur Ef þú ætlar að halda matarveizlu fyrir (jölda manns verður pú að undirbúa veizluna vel til bess að hún heppnist. Og á pað sérstaklega við um pá, sem eru ekki vanir að halda matarveizlur. Ef undirbúningurinn er góður, getur maður slappað vel af áður en gestirnir koma. Skrifaðu niður allt sem parf að kaupa og skiptu innkaupunum a.m.k. i tvennt. í fyrstu innkaupunum eru t.d. gosdrykkir, niðursuðurdósir og allt sem geymist vel. I öðrum innkaupum t.d. frosið kjöt, ef pú ert meö djúpfrysti, og svo í priðja lagi allt sem verður að vera alveg ferskt eins og t.d. brauð, grænmeti, rjómi o.s.frv. Hér koma svo nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. 1) Bjóddu gestunum með góðum fyrirvara, sérstaklega ef pað er fyrir stórhátíðir eins og t.d. jólín pegar allir eru uppteknir. 2) Ákveddu hvað á að vera á boöstólnum, forréttur, aðalréttur eftirréttur, hvaö á aó drekka með matnum og hvort pú ætlar að bjóða upp á eitthvað seinna um daginn eða kvöldið. 3) Meö hverju ætlarðu að skreyta borðið? 4) Athugaðu hvort dúkar séu hreinir og í lagi. 5) Gerðu innkaupalista. 6) Athugaðu, hvort pú parft að fá eitthvaö lánað, s.s. glös, hnífapör, diska. 7) Gerðu eínungis daglega hreingerningu, en geymdu stórhreingerninguna par til eftir veizluna. 8) Athugaóu hvort purfi að pússa silfur. Hafðu blómavasa tilbúna, ef einhver gestanna kæmi með blóm. 9) Athugaðu baðherbergiö. Vantar sápu, klósettpappír eða handklæði? 10) Mundu eftir að hafa pláss í fataskápunum fyrir yfirhafnir gestanna. 11) Allan mat sem pú getur undirbúið daginn áður skaltu gera. 12) Legðu á borö daginn fyrir veizluna eöa snemma samdægurs. Gleymdu ekki salti og pípar og borðkortum, ef pau eíga að vera. 13) K Ef pessi atriðí eru höfð í huga ættu húsráðendur að geta tekið rólegir og afslappaóir á móti gestum sínum. Hvernig á að raða borðgestum niöur? Þegarveriö er aö ákveða sætaröðun á gestunum skal haft í huga að reyna að láta pá sem hafa svipuð áhugamál sitja saman: Hjón eiga ekki að sitja saman, en aftur á móti á trúlofað par að sitja saman, aö vísu er pað gömul venja sem oft er gengiö framhjá í dag. Gesti sem maöur vill heiðra sérstaklega á aö láta fá sæti sem næst húsmóður eða húsbónda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.