Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16
48 Vitaljósið á Stórhöföa lýsir langt á haf út. Stórhöföi er ósjaldan kögraður af brimi og þaö er eílíff hreyfing viö Höfö- ann, hreyfing öldu, vinda og fuglalífs. Höföinn er liðlega 100 metra hár og Þar stendur Stórhöföaviti sem veröur aö þola hvaö vályndust veöur á land- inu. En Þótt stundum mælist Þar 17 vindstig Þá er æói oft sem Þýð hafgol- an leikur Þar um og jafnvel eru Þar nokkrir logndagar á ári. Viö heim- sóttum Stórhöföa fyrir skömmu til Þess aó rabba viö Óskar Sigurösson vitavörö, en um langt árabil hefur hann í tóm- stundum merkt lunda í „Það Þágu vísindarannsókna. Alls hefur Óskar merkt um 40 Þúsund fugla og hvergi í heiminum hafa merkingar skilaö eins góöum árangri og miklum upplýsingum, en af Þeim 40 Þúsund fuglum sem Óskar hefur merkt hafa um 5000 náöst aftur, flest- ir í Eyjum. Vegna Þessara merkinga hafa fengist staöreyndir um ýmislegt í sambandi viö lundann, aldursskiptingu, dauös- föll, feröir og fleira. Þaö hefur til dæmis í fyrsta skipti vegna merkinga Óskars veriö hægt aö sanna aö unnt er aö aldursákvaröa lunda upp aö 5 ára aldri, en meöal- aldur lunda er talinn vera um 15 ár. Vitaö er um 25 ára gamla lunda í Stór- höföa, en líklega geta Þeir oröiö allt að 30—40 ára gamlir. Þá hefur Þaö einn- ig komiö í Ijós vegna merkinga Óskars aö lundi kemur ekki upp í byggö- ina fyrr en á ööru ári. Þá hafa lundar merktir í MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Stórhöfóa fundist víöa um heim og gefiö Þannig vísbendingar um feröalög prófastsins á erlendum vettvangi. Hefur merkt nær W þús. fugla „Ég er búinn aö merkja lunda síöan 1953, tæplega 32 þúsund fugla og auk þess liölega 5000 aöra fugla,“ sagöi Óskar þegar viö röbbuöum saman á skrifstofu hans í Stór- höföavita þar sem hann tekur veöur á þriggja klukkustunda fresti. „Þetta hefur þó minnkaö seinni árin,“ hélt hann áfram, „en er þó alltaf eitthvaö á hverju ári. „Meöal annarra tegunda sem hann hefur merkt eru álkur, hrossa- gaukar, þúfutittlingar, en þaö eru margar fuglateg- undir sem fara um höföann og má þar nefna skrofu, sjósvölu, súlu, gráhegra, urtönd, duggönd, æöar- fugl, fálka, smyril, tjald, Óskar Sigurðsson vitavörður f Stórhöföa heiðlóu, sandlóu, stelk, rauöbrysting, svartbak, silfurmáf, ritu, kríu, teistu, langvíu, skógarþröst, steindepil, maríuerlu, starra og snjótittling. Merkingar Óskars hafa leitt ýmislegt í Ijós Lundinn hefur aldrei ver- iö rannsakaöur í smáatrið- um en meö merkingum Óskars hefur fengist staö- festing á ýmsu sem lunda- veiöimenn hafa haldið fram um lundann og sitthvaö hefur komiö í Ijós sem ekki hefur áöur verið vitaö um. Áhugi á rannsóknum á lundanum hefur þó aukizt mjög og t.d. tóku Bretar upp stórfelldar merkingar, um 3000 fugla á ári, áriö 1975, en þeir gáfust upp á merkingunum í sumar vegna þess hve fáir fuglar skiluöu sér aftur. Einn lundi úr þessum brezku merkingum fannst þó í Stórhöföa s.l. sumar. Lundinn ,ferÖalangur“ þráttfyrir allt Lundar merktir í Stór- höföa hafa hins vegar fundizt t.d í Noregi þar sem 7 lundar hafa veiöst viö Lófót, í Finnlandi, Færeyj- um og Nýfundnalandi þar sem um 20 fuglar úr Stórhöföa hafa fundist og einn lundi úr Eyjum var gómaöur á Azóreyjum rétt sunnan viö 40. breiddar- gráöu. Lundar úr Stór- höföa hafa einnig fundist víöa innanlands svo sem í Papey, Ingólfshöföa, Mýr- dalnum, viö Faxaflóa, á Breiöafiröi og viö ísafjarð- ardjúp og Hornbjarg. Þaö er því Ijóst aö þaö er talsvert flökkueöli í lundan- um og meiri hreyfing milli staöa en margir hafa hald- iö, því vitaö er aö lundinn er ákaflega heimakær og kemur ár eftir ár í sömu holuna á vorin þegar hefja skal sumarbúskapinn. í Eyjum hafa einnig veiöst nokkrir lundar merktir í Breiöafiröi og Færeyjum. Þaö hefur einnig komiö í Ijós, aö lundinn er fljótur í feröum jafnvel milli heims-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.