Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Vitaljósið á Stórhöföa lýsir langt á haf út. Stórhöfði er ósjaldan kögraöur af brimi og Það er eilíf hreyfing við Höfð- ann, hreyfing öidu, vinda og fuglalífs. Höfðinn er liðlega 100 metra hár og bar stendur Stórhöfðaviti sem verður að bola hvað vályndust veður á land- inu. En bótt stundum mælist bar 17 vindstig bá er æði oft sem býð hafgol- an leikur bar um og jafnvel eru bar nokkrir logndagar á ári. Við heim- sóttum Stórhöföa fyrir skömmu til bess að rabba við Óskar Sigurðsson vitavörð, en um langt árabil hefur hann í tóm- stundum merkt lunda í „Það bágu vísindarannsókna. Alls hefur Óskar merkt um 40 búsund fugla og hvergi í heiminum hafa merkingar skilað eins góöum árangri og miklum upplýsingum, en af beim 40 búsund fuglum sem Óskar hefur merkt hafa um 5000 náðst aftur, flest- ir í Eyjum. Vegna Þessara merkinga hafa fengist staöreyndir um ýmislegt í sambandi við lundann, aldursskiptingu, dauðs- föll, ferðir og fleira. bað hefur til dæmis í fyrsta skipti vegna merkinga Óskars verið hægt að sanna að unnt er að aldursákvarða lunda upp að 5 ára aldri, en meðal- aldur lunda er talinn vera um 15 ár. Vitað er um 25 ára gamla lunda í Stór- höfða, en líklega geta beir orðið allt að 30—40 ára gamlir. Þá hefur pað einn- ig komið í Ijós vegna merkinga Óskars að lundi kemur ekki upp í byggð- ina fyrr en á öðru ári. Þá hafa lundar merktir í Stórhöfða fundist víða um heim og gefið bannig vísbendíngar um ferðalög prófastsins á erlendum vettvangi. Hefur merkt nær 40 þús. fugla „Ég er búinn aö merkja lunda síöan 1953, tæplega 32 þúsund fugla og auk þess liðlega 5000 aðra fugla," sagöi Óskar þegar viö röbbuöum saman á skrifstofu hans í Stór- höföavita þar sem hann tekur veður á þriggja klukkustunda fresti. „Þetta hefur þó minnkað seinni árin," hélt hann áfram, „en er þó alltaf eitthvaö á hverju ári. „Meöal annarra tegunda sem hann hefur merkt eru álkur, hrossa- gaukar, þúfutittlingar, en það eru margar fuglateg- undir sem fara um höföann og má þar nefna skrofu, sjósvölu, súlu, gráhegra, urtönd, duggönd, æöar- fugl, fálka, smyril, tjald, Óskar Sigurösson vitavörður í Stórhöfða heiðlóu, sandlóu, stelk, rauöbrysting, svartbak, silfurmáf, ritu, kríu, teistu, langvíu, skógarþröst, steindépil, maríuerlu, starra og snjótittling. Sauðfé gengur í Stórhöfða, enda kjarnagróður í fæði. Merkingar Óskars hafa leitt ýmislegt % Ijós Lundinn hefur aldrei ver- iö rannsakaður í smáatriö- um en með merkingum Óskars hefur fengist stað- festing á ýmsu sem lunda- veiöimenn hafa haldið fram um lundann og sitthvaö hefur komið í Ijós sem ekki hefur áöur verið vitað um. Áhugi á rannsóknum á lundanum hefur þó aukizt mjög og t.d. tóku Bretar upp stórfelldar merkingar, um 3000 fugla á ári, áriö 1975, en þeir gáfust upp á merkingunum í sumar vegna þess hve fáir fugiar skiluðu sér aftur. Einn lundi úr þessum brezku merkingum fannst þó í Stórhöföa s.l. sumar. Lundinn ,ferdalangur" þráttfyrir allt Lundar merktir í Stór- höföa hafa hins vegar fundizt t.d í Noregi þar sem 7 lundar hafa veiöst viö Lófót, í Finnlandi, Færeyj- um og Nýfundnalandi þar sem um 20 fuglar úr Stórhöfða hafa fundist og einn lundi úr Eyjum var gómaður á Azóreyjum rétt sunnan viö 40. breiddar- gráöu. Lundar úr Stór- höföa hafa einnig fundist víöa innanlands svo sem í Papey, Ingólfshöfða, Mýr- dalnum, við Faxaflóa, á Breiðafirði og viö ísafjarö- ardjúp og Hornbjarg. Þaö er því Ijóst að þaö er talsvert flökkueðli í lundan- um og meiri hreyfing milli staöa en margir hafa hald- iö, því vitað er aö lundinn er ákaflega heimakær og kemur ár eftir ár í sömu holuna á vorin þegar hefja skal sumarbúskapinn. í Eyjum hafa einnig veiöst nokkrir lundar merktir í Breiðafirði og Færeyjum. Þaö hefur einnig komiö í Ijós, aö lundinn er fljótur í feröum jafnvel milli heims- Fjölbreyttur gróður er í Höfðanum, en Þarna eru tvær heimasætur að spóka sig í ilmandi hvönninni. miiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.