Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 15. DESEMBER 1978 51 Ráðstefna sjálfstæðismanna: Vinmimarkaðuriiin verður að laga sig að þörfum fjölskyldunnar rYR|n J^| | Á ráðstefnu Landssambands Sjálfstæðiskvenna og Hvatar í Reykjavík, um vinnumarkaðinn og fjölskylduna. sem haldin var 18. nóvember, skiptu ráðstefnu- gestir sér í þrjá vinnuhópa. Einn hópurinn fjallaði um' fjölskyld- una og fyrirvinnuna. Þegar gerð var grein fyrir niðurstöðum vinnuhópanna. skilaði sá vinnu- hópur eftirfarandi niðurstöðui 1. Fjölskyldan hefir ótvírætt gildi sem skjöldur og skjól ein- staklingsins. Sambúðarformið skiptir ekki öllu máli heldur inntak þess. Fjölskyldunni er ekki þvingað upp á okkur, heldur er hún eðlislægt félagslegt fyrirbæri, sem er einstaklingnum nauðsynlegt til halds og trausts. 2. Fjölskyldan er eining þar sem uppeldi barna fer fram en er jafnframt athvarf fyrir alla fjöl- skylduna og ómissandi vettvangur fyrir tengsl ættliða. Samhengi kynslóðanna er þjóðarnauðsyn. Fjölskyldubönd eru sterkari hér á landi en víða annars staðar og leggja ber áherzlu á að varðveita þann þátt þjóðfélagsins. 3. Fjölskyldan í dag er að komast í þrot vegna ósveigjanleika vinnumarkaðarins gagnvart þörf- um fjölskyldunnar. Þetta gæti leitt okkur í þjóðfélagslega blind- götu. Fólk getur ekki gert allt í senn: svarað óbilgjörnum kröfum vinnumarkaðarins, ræktað upp nýja kynslóð og þar með endurnýj- að vinnuaflið og um leið haldið uppi lífrænu og þjóðlegu fjöl- skyldulífi. — Vinnumarkaðurinn verður í auknum mæli að laga sig að þörfum fjölskyldunnar. 4. Alþingi og stjórnvöld verða að standa fyrir aðgerðum, sem stuðla að valfrelsi til atvinnuþátt- töku og taka í því tilliti jafnt tillit til föður og móður. Valkostir verða að vera fyrir hendi bæði gagnvart þátttöku í atvinnulífinu og heimilisstörfum, sem væru jafn- aðlaðandi báðum kynjum. Það skal vera uppeldislegt markmið, að hver einstaklingur verði fær um að standa á eigin fótum í öllu tilliti en samfélaginu ber skylda til að taka tillit til þeirra hópa, sem vanhæfir eru í lífsbaráttunni fyrir ein- hverra hluta sakir. Leggja ber áherzlu á nauðsyn þess, að konur jafnt sem karlar Vinnutíminn styttist og takmarkist við dagvinnu afli sér starfsmenntunar, sem er forsenda þéss, að einstaklingurinn geti orðið sjálfbjarga. 5. Sérstaklega skal bent á vanda ungs fólks, sem þarf að sinna bæði uppeldishlutverki og koma undir sig fótum efnahagslega á sama tíma, t.d. koma sér upp þaki yfir höfuðið. Hér þarf að koma meira til móts við unga foreldra, ekki hvað sízt með velferð barnsins fyrir augum. Aukið rými á dag- vistunarheimilum og hagstæðari húsnæðislán vega hér þungt á metunum. (ljósm. SÍKurKeir). Þau eru mörg handtökin samfara fiskveiðunum og á þessari mynd frá Vestmannaeyjahöfn sést skipstjórinn grípa í að bæta nótina. Frá ráðstefnu um vinnumarkaðinn og fjölskylduna RÁÐSTEFNA Landssambands sjálístæðiskvenna og Hvatar í líeykjavík 18. nóv. sem fjallaði um „Vinnumarkaðinn og fjöl- skylduna" skiptist í þrjá umræðu- hópa. sem tóku fyrir meginþætti viðfangsefnisinsi 1. Sveigjan- legan vinnutíma. 2. Vinnuálag—yfirvinnu. Er vinnu- þrælkun á íslandi? 3. Fjölskyldan og fyrirvinnan. Vinnuhóparnir skiluðu niðurstöðum. Fer hér á eftir niðurstaða tveggja þeirra fyrstu. en þess þriðja er getið í annarri frétt. Ráðstefnan samþykkti eftirfar- andi ályktun frá vinnuhópi um sveigjanlegan vinnutíma: „Ráð- stefna Landssambands sjálf- stæðiskvenna og Hvatar í Reykja- vík um vinnumarkaðinn og fjöl- skylduna bendir á, að reynsla þeirra, sem reynt hafa sveigjan- legan vinnutíma hérlendis og erlendis, sé mjög góð og telur Fyrsta tölu- blað Tæknivísis Byggingatæknifræðinemar á þriðja ári hafa gcíið út blað, Tæknivísi, en með útgáfunni segir ritnefnd stefnt að tvennu. afla fjár til kynnisferðar þriðja árs nemenda til Bandarikjanna og stuðla að umræðu um málefni hyggingariðnaðarins. Efni biaðsins er þetta: Kristján Kristjánsson byggingatæknifræð- ingur skrifar um byggingarsam- vinnufélög, Ríkharður Kristjáns- son verkfræðingur um sprungu- myndun í steypu, Jón Sigurjónsson verkfræðingur um einangrunar- gler, Edgar Guðmundsson verk- fræðingur um trjákenndar plötur og Guðmundur Halldórsson verk- fræðingur skrifar um einangrun húsa. Þá er í blaðinu viðtal við Sigurjón Pétursson, forseta borg- arstjórnar um horfur í byggingar- iðnaði og úr Nýjum þjóðmálum er tekin upp grein: Gölluð möl og sandur sprengja hús í Reykjavík og nágrenni. Tæknivísir er 32 blaðsíður að stærð. brýna þörf á að gefa þessu máli meiri gaum. Jafnframt er bent á þýðingu þess að fólki sé gefinn kostur á hiutastörfum, einkum með tilliti til þeirra, sem ekki eiga kost á að vinna fullan vinnudag utan heimilis eða hafa skerta starfs- orku. Beinir ráðstefnan þeirri áskorun til samtaka launþega og vinnuveit- enda, svo og til einstakra fyrir- tækja og starfsfólks þeirra, að þeir beiti sér fyrir þessari vinnutilhög- un.“ Umræðuhópur II, sem fjallaði um vinnuálag og yfirvinnu, svo og spurninguna um vinnuþrælkun, kómst að eftirfarandi niðurstöðu: „Umræðuhópurinn álítur a„ stefna beri að styttingu vinnu- tímans í það horf, að hann takmarkist almennt við dagvinnu- tímann. Leiðir að því marki séu m.a.: 1. Dagvinnulaun verði hækkuð m.a. á kostnað yfir- og nætur vinnu og með framleiðniaukandi aðgerðum. 2. Hömlur verði settar á vinnu- tímalengd, þegar unnið er í tímavinnu annars vegar og þegar unnið er eftir afkastahvetjandi launakerfum hins vegar. 3. Til þess að ná þessum mark- miðum verði stóraukin aðstoð til framleiðniaukandi aðgerða í þeim atvinnugreinum, sem búa við lengstan vinnutíma. 4. Samvinna og samráð verði tekið upp milli samtaka aðila fiskvinnslu og útgerðar, sjómanna og verkafólks, um frekara skipulag veiða og vinnslu þess afla, sem. hæfilegt þykir að fiska við strend- ur landsins á hverjum tíma. 5. Nauðsynlegt er, að aðilar vinnumarkaðarins, ásamt sveitar- félögum og ríkisvaldi, beittu sér fyrir aðgerðum til þess að stuðla að betri nýtingu þess vinnuafls, sem getur og vill taka þátt í atvinnulífinu en af ýmsum ástæðum hefir ekki átt þess kost. Má þar til nefna hreyfihamlað fólk og þá, sem búa við skerta starfs- orku, einstæða foreldra og aðra hópa, sem ekki nýtast sem skyldi í atvinnulífinu." Rauö U.S.A. deliclus epli kg. Kr. 330 18 kg. kassar 5.300 Bananar „Dolg“ kg- 371 10 kg. kassar 3.000. Frönsk delicius epli kg- 451 18 kg. kassar 5.300 Argentinskar appelsínur kg- 415 18 kg. kassar 5.600 Spánskar sítrónur kg- 508 16 kg. kassar 6.300 Jaffa grape verö ókomiö (mánud ) Honduras grape frugte kg. 560 15 kg. kassar mm 5.580 Afríkönsk blá vfnber kg- 1.394 4,5—5 kg. kassar 4.690 Spönsk græn vfnber kg. 1.330 4,5 kg. kassar 4.600 ftalskar mandarínur kg. 556 10 kg. kassar 3.898 Spánskar klementínur kg 588 10 kg. kassar 4.290 Spánskar melónur grænar kg. 832 10 kg. kassar 5.800 ítalskar perur kg. 775 11 kg. kassar 6.455 Nýr ananas „Dolg“ kg- 568 19 kg. kassar 7.900 Avocadó kg. 4.366 2,5 kg. kassar 8.790 Opið til kl. 7 íkvöld Ofl ámorgun laugardag tilkl.8. Grænmeti: Tómatar ■ Hvítkál - Rauókál — Rauðbeður- Gulrófur — Blómkál — Gulrætur — Salathausar - CtúinoAlio oietvistnja Laukur — Sveppir — Paprika — Piparrót — Sellerí — nrtSDii Lækjarveri, Laugalæk 2. simi 3 50 20 mm MBBUi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.