Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 vtie MORöUKz-n® KAfFINU * l ® on'íi____ GRANI GÖSLARI J J íjjf < 2\39 Hann vill fá að tala við lögfræðinginn sinn? Það verður að flytja hann til í starfi? Stundin okkar Mig langar til að gera að umtalsefni barnatíma sjónvarps- ins, Stundina okkar. Ég á lítinn son og þess vegna hef ég fylgst með mest öllu barnaefni sjón- varpsins síðast liðin ár og mér þykir það vægast sagt ömurleg reynsla. Stjórnendur þáttanna hafa verið hver öðrum lélegri, virðast ekki geta stunið upp nokkurri setningu án þess að lesa hvert orð af blöðum — og það með svo óeðlilegum framburði að vart er skiljanlegt — þótt skýrt sé talað. Sama gildir um flesta gesti þáttanna, t.d. hrútleiðinlegan upp- lestur þjóðháttafræðings nokkurs um mánaðanöfn núna nýlega. Það var því mikið gleðiefni 1 seinasta barnatíma þegar Ármann Kr. Einarsson sagði stutt ævintýri án þess að líta á blað og í næst seinasta barnatíma þegar Sigríður Hannesdóttir rabbaði við börnin, söng og trallaði hin eðlilegasta eins og hún hefði ekki hugmynd um sjónvarpsmyndavélina. Væri ekki hægt að fá svona fólk til að stjórna Stundinni okkar? Ef svo er ekki mætti núverandi stjórnandi gjarna hafa það í huga að börnum og öðrum finnst miklu skemmtilegra að fólk sé eðlilegt þótt það mismæli sig ef til vill á stundum. Einnig vildi ég koma þeirri spurningu á framfæri við sjón- varpið hvort það ætti þess nokk- urn kost að fá leigða bandarísku barnatímana „Sesame Street". Þessir þættir hafa vakið heimsat- hygli, ekki síst vegna ótvíræðs uppeldisgildis og verið þýddir á ýmis tungumál. Það væri efalaust vandaverk að þýða „Sesame Street" á íslensku svo vel færi. RB. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Enn lítum við á spil frá nýloknu Reykjavíkurmóti í tvf- menningi. Til tilbreytingar höfum við þau tvö og bæði eiga þau það sameiginlegt hve stutt er á milli góðrar einkunnar. meðal- lags og lélegrar. Fyrra spilið var eitt það mest umtalaða í keppninni. Látum nægja hendur austurs og vesturs, austur gaf og norður-3uður voru á hættu. Vestur Austur S. - S. Á9743 H. ÁD109873 H. K2 T. KD3 T. ÁG742 L. D82 L. 3 Áttum er hér snúið en algengt og eðlilegt var að reyna slemmu á þessar hendur. Norður hafði sagt lauf og í tígulslemmunni spilaði aftur laufi, trompað en suður trompaði betur — einn niður. En í hjartaslemmunni tók norður einnig fyrsta slag á lauf, spilaði aftur litnum og þeir sem trompuðu með tvistinum sluppu með einn niður. En á a.m.k. einu borðanna spilaði vestur sex hjörtu dobluð og redobluð. Hann tók út af fyrir sig réttan pól í hæðina þegar hann trompaði með kóngnum. Og réttilega áleit hann suður eiga þrjú tromp; svínaði því hjartatíu, norður fékk á gosann blankan og hann spilaði aftur laufi svo suður fékk trompslag eftir allt — tveir niður. Hitt spilið var á lægra sagnst.igi. Allir voru á hættu, austur gaf og opnaði á einu grandi og- fékk að spila það. COSPER COSPER. Allt í lagi vina. vestur á nesi! — Sú gamla er hjá henni frænku sinni Vestur S. KD53 H. 942 T. 82 L. 10863 Austur S. 1064 H. G1083 T. ÁK L. ÁDG2 Meðalskorin var eitt grand slétt unnið en toppurinn og botninn voru yfirslagurinn eða tígulbútur í norður-suður. Á tveim borðum tókst að ná yfirslagnum í grandinu. Suður spilaði út tíguldrottningu og næsti slagur fékkst á spaðakóng. Eðli- legt var að álíta suður með færri lauf en norður og því jafnvel rétt að spila næst lauftíu frá borðinu. Þetta reyndist rétt ályktað. Norður átti K954, suður því sjöið einspil og spaðaásinn rétt stað- settur gerði átta slagi auðvelda. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 9 hreint ekki heim og saman við það sem venjulega gerist þar. — Og hér komum við með Hoim la kni. Dyrnar fram í forstofuna voru opnaðar og andartak stóð kaldur dragsúgurinn inn í stoíuna. Stormurinn og rign- ingin úti yfirgnæfði í fáeinar sekúndur hljóðlegt snarkið í eldinum. síðan var útidyrunum lokað og herbergið var á ný hlýtt og verndandi. — Auðvitað hafði Holm læknir valið einmitt þetta kvöld til að fara í langan göngutúr. sagði frænka Mart- ins. Gitta. meðan hún kla-ddi sig úr blautri regnkápunni og kastaði henni fram í forstofuna til enn eins meðiims fjiilskyld- unnar. Lydiu Jörgensens. sem var um fertugt. Á milli þeirra stóð Ilolm gamli læknir og tók af sér trcfil og yfirhöfn og fyrsta hugsun Susanne var að það væri hreint óhugsandi að Holrn læknir og Herman Kelvin væru samstúdentar. Ilerman fra-ndi var að vísu digur og rauðbirkinn en aldur hans var óræður. en aftur á móti var Ilolm læknir allt að því gamall maður með ókyrra andlits- drætti. Hann gat kannski verið sextugur. eins og hún vissi að Ilorman var. en hann leit vissulega út fyrir að vera tíu árum eldri. Susanne hvarflaði augum ósjálfrátt aftur til fra-nku Martins sem var eins og fegurð- in og æskuhlóminn uppmálað- ur við hliðina á þreytulegum giimlum lækninum. Gitte var kannski ekki beinlínis fögur en hún hafði ákaflega lifandi andlit með skásett kattaraugu og freknur á nefinu og líkami hennar var grannur og þó undur kvenlegur. Og að baki Gittu og Holm lakni birtist svo Lydia Jiirgensen. Susanne hafði ekki áttað sig almennilega á því hvernig hún tengdist fjölskyld- unni. en hún var bersýnilega einhvers konar framka. Osjálf- rátt hugsaði Susanne að hún hlyti að vera fjarska fjarskyld þeim. því að ekki var minnsta svip að sjá milli Lydiu og annarra fjölskyldumeðlima. Hún var diikk yfirlitum með slétt hár og brún stór augu sem hún undir strikaði enn með grænum augnskuggum. Það var yfir fasi hennar einhver kuldi og Susanno gerði sér grein fyrir því á þossari stundu að annaðhvort vingaðist maður vel og dægilega við hana ellegar hún varð fjandi manns alla ævi. — Nú sjúkling'urinn hefur ekki alveg verið sleginn út. Holm gamli læknir lyfti tómu koníaksglasinu upp að ncfinu á sér og síðan fór hann æfðum höndum um kúluna á enninu. — Ekkert hrotið. Það er að minnsta kosti gott. tautaði hann og beindi Ijósinu að augunum á henni. — Allt í lagi hér. sagði hann og sneri sér sfðan að Martin. — Unnusta þín hefur fengið sla ma kúlu á ennið cins og sjá iná. en hún hefur ekki fongið snert af hcilahristing hvað þá meira. hyrjaði hann. — En hvað með manninn í skóginum? spurði Susanne. — Fyrst ég hef ekki einu sinni fengið heilahristing hlýtur þetta að vera rétt hjá mér að ég haíi séð mann ískóginum. Hraðma'lt sagði hún Ilolm lækni frá meðvitundarlausa manninum sem hún hafði ekið fram á. Gamli maðurinn horfði hugsi á hana. — Gæti þetta ekki hafa verið drukkinn maður. Það er varla um annað að ræða. sagði hann. — Það ga-ti líka verið maður sem Susanne hefði keyrt niður. heyrðist nú frá Gittu sem sat og hnipraði sig makindalega sam- an í sófanum. — Ilvað í ósköpunum mein- arðu með þessu? Martin. sem var að hella í glös handa þcim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.