Morgunblaðið - 16.12.1978, Side 1

Morgunblaðið - 16.12.1978, Side 1
48 SÍÐUR 289. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ísrael-Egyptaland: Friður úr augsýn Bandarikjamenn hættir afskiptum í bili New York, London, Kaíro, Jerúsalem, 15 desember — AP-Reuter VONIR manna um að ísraelsmenn og Egyptar myndu undirrita friðarsamninga á næstu dögum urðu að engu i dag þegar ísraelska stjórnin hafnaði alfarið síðustu friðartillögum Bandaríkjamanna sem Egyptar höfðu fyrir sitt leyti samþykkt fyrr í vikunni. Tillögur þessar voru að mestu byggðar á samkomulaginu sem gert var í Camp David á dögunum. Menachem Begin forsætis- ráðherra ísraels hélt fund með fréttamönnum eftir ríkis- stjórnarfundinn í dag og sagði þar að samningur sá sem Egyptar hefðu fyrir sitt leyti samþykkt væri alls ekki sá samningur sem undirritaður var í Camp David, þar væri mikill munur á og lýsti Begin allri ábyrgð á þessum enda- lokum á hendur Egyptum. Bandarísk stjórnvöld lýstu yfir miklum vonbrigðum sínum strax og ljóst var um neitun Israelsmanna og haft var eftir háttsettum embættis- manni í ráðuneyti Carters að forsetinn myndi láta málið „rykfalla" áður en Bandaríkja- menn hæfust handa á ný við sáttastörf. Haft var eftir forsetanum að um þver- girðingshátt væri að ræða hjá Israelsmönnum. Þá lofaði hann Sadat forseta Egypta- lands mjög og sagði að hann hefði gengið eins langt og hægt var fyrir hönd Egypta. Haft var eftir Moshe Dayan utanríkisráðherra Israels í dag að ef hnútur sá er kominn væri í samningaviðræður ísraels- manna og Egypta yrði ekki leystur mjög fljótlega, mundu allir fyrri samningar ríkjanna falla um sjálft sig og byrja yrði alveg upp á nýtt. Dayan sagði ennfremur að sá möguleiki væri vissulega fyrir hendi að friðarsamningar yrðu hrein- lega aldrei undirritaðir milli ríkjanna og yrði þar um að kenna skilningsleysi Egypta. Ofeóknir á hendur Bahaitrúarmönraim Símamynd AP Jóhannes Páll páfi II hefur áunnið sér mikla lýðhylli á þeim stutta tíma sem hann hefur ríkt sem páfi í Vatíkaninu, leiðtogi 700 milljóna manna víðs vegar um heim. — Þessi mynd var tekin í Páfagarði þegar haldjn var þar messa undir berum himni. Það vakti gífurlega hrifningu þeirra fjölmörgu sem mættir voru þegar Jóhannes Páll hampaði ungu barni sem að honum var rétt. Var haft á orði að ýmsir íhaldsamir kirkju- höfðingjar kynnu nú að hneikslast en páfi er frægur fyrir að fara sínar eigin götur. Teheran. 15. desember. AP. Reuter. TALIÐ er að a.m.k. 42 hafi látið lífið í átökum milli stuðningsmanna og and- stæðinga keisarans víða í íran á síðasta sólarhring að því er fréttir í Teheran höfuðborg landsins herma í dag. í mörgum tilfellum skarst herinn í leikinn og er það í samræmi við nýyfir- lýsta stefnu stjórnvalda en þar segir að framvegis verði ekki tekið neinum vettlinga- tökum á andófsmönnum sem stofna til bardaga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu um 40 heittrúaðir Múhameðstrú- armenn hafa ráðist á þorp eitt þar sem íbúar eru allir Bahaitrúar og hafið skot- hríð. Þorpsbúar svöruðu í sömu mynt og þegar látum linnti lágu a.m.k. 8 í valnum og um 50 voru alvarlega særðir. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að Bahaiar hafi verið lagðir í einelti af Múhameðstrúar- mönnum og hafi þeir í mörgum tilfellum þurft að flýja heimili sín. Hækkun á olíu verður meiri en búist var við Abu Dhahi, 15. desember. AP. Reuter. AIIMED Zaki Yamani olíumálaráðherra Saudi Arabíu sagði á fundi með fréttamönnum í dag að olíuverð mundi hækka meira á næsta ári en gert hefði verið ráð fyrir vegna hins bágborna ástands í oh'uframleiðslu írana. Ráðherrann lagði þó hart að olíuframleiðslurikjum að halda oliuhækkuninni innan „skynsamlegra“ marka að því er fréttir í Abu Dhabi herma í dag. Þá kom það nokkuð á óvart á fundinum að Yamani sagði að hann byggist við að hækkun á olíu á næsta ári yrði á bilinu 10—15% en hann hefur til þessa sagt það skoðun sína að 7—8% hækkun væri algjört hámark. Irakar hafa þegar farið fram á að hækkunin verði a.m.k. 25% og í svipaðan streng hafa Lýbíumenn tekið. Þeir sem hafa hins vegar helzt verið talsmenn þess að hækkunin verði ekki nema 5—10% eru Kuwaitmenn og Saudi-Arabar. Endanleg ákvörðun um olíu- verðshækkun verður tekin á næstu dögum á fundi olíufram- leiðsluríkja OPEC sem haldinn verður í Abu Dhabi og hefst á morgun. í síðustu fréttum frá Abu Dhabi segir að Yamani hafi lýst því yfir að hann muni á fundinum berjast fyrir því að hækkunin verði aðeins 5%. Símamynd AP Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels lýsir því yfir að ísraelsmenn geti ekki samþykkt síðustu sáttatillögur Bandaríkja- manna sem Egyptar samþykktu í vikunni og sigldi málið þar með í strand. Bandaríkjamenn segjast munu láta málið „rykfalla" áður en þeir hefjast handa á ný við sáttatilraunir. Starfsemi SÞ lömuð New York, 15. des. AP. Reuter. ÖLL starfssemi Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna var lömuð í gærdag vcgna verkfalla starfsfólks. þar á meðal voru allir túlkar sam- takanna utan þeir sovésku í verkfalli, segir í frétt frá samtökunum. Fundi Allsherjarþingsins var frestað 45 mínútum eftir að hann átti að hefjast án þess að nokkuð væri gert, þar sem öll gögn vantaði og engir voru til að þýða umræður sem fram færu. Fundur var haldinn með öllum starfsmönnum samtak- anna sem eru um 5 þúsund þar sem kröfur þeirra voru kynntar en samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum er helzta krafa starfsmannanna sú að starfs- aðstaða verði verulega bætt. Irar verða með í EMS Dublin. 15. desember. AP Jack Lynch forsætisráðherra Irlands tilkvnnti á þingi f dag að Irum hefði snúist hugur og þeir ætluðu að taka þátt í hinu nýja gialdeyriskerii Evrópu EMS að því er fréttir frá Dublin f dag herma. , I kjölfar þessarar ákvörðunar íra standa Bretar einir landa í Efnahagsbandalaginu EBE utan við hið nýja gjaldeyriskerfi. — Telja Bretar sig munu tapa meiru en peir græða við þáttökuna þrátt fynr að yfirlýstur tilgangur með kerfinu sé að koma a meira iafnvægi í gjaldeyrismálum Evrópu. Ráðstefna EBE fagnaði ákvörðun Ira á fundi sínum í dag og sagði, jafnframt að með þattöku Ira mætti segja að pundið væri í óbeinum tengslum við hið nýja kerfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.