Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 3 Geir Hallgrimsson: Ríkisst j ór nin ber feigð- armerkin utan á sér Ólafur Jóhannesson: Fjárlög og tekjuöflun afgreidd fyrir jól Sighvatur Björgvinsson: Okkar frv. fyrst — síðan f járlög Geir Hallgrímsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær og spurðist fyrir um meðferð fjárlagafrumvarps og annarra stjórnarfrumvarpa í kjölfar samþykktar flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins í fyrrakvöld. ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði stefnt að því að afgreiða fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp fyrir jól. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði að þingmenn flokksins mundu haga sér í samræmi við samþykkt flokkstjórnarfundarins, sem leggur áherzlu á, að efnahagsfrumvarp Alþýðuflokksins verði samþykkt áður en fjárlagaafgreiðsla fer fram. Athygli vakti í þessum umræðum, að enginn Alþýðubandalagsmaður tók þátt í þeim. Síðar í umræðunum sagði Geir Hallgrímsson að stjórnin bæri feigðarmerkin utan á sér. Hér fer á eftir frásögn af þessum umræðumi Spurt um stjórnarfrum- vörp og vinnubrögð Geir Halljírímsson. formaður Sjálfstaeðisflokksins. kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær, og spurðist fyrir um starfstilhögun og meðferð stjórnarfrumvarps á Alþingi þá fáu daga, sem eftir lifðu starfstíma þingsins fyrir jólahlé. Þessi fyrirspurn væri ekki að óf.vrirsynju. Fréttir hefðu borizt af samþykkt flokk- stjórnar Alþýðuflokksins, þess efnis, að Alþýðuflokkurinn myndi ekki standa að samþykkt fjárlagafrumvarps ríkis- stjórnarinnar eða tekjuöflunar- frumvörpum hennar, sem væntanleg væru, nema áður — eða samhliða — yrði afgreitt sérfrumvarp þingflokks Alþýðu- flokksins um efnahagsmál. Boð- að hefði verið að 2. umræða um fjárlög yrði á morgun, en stjórnarandstaðan hefði enn ekki séð boðuð tekjufrumvörp, framkvæmdaáætlun eða láns- fjáráætlun, sem venja væri að fylgdi fjárlagafrumvarpi. Geir sagði spurningu sína tímabæra en kvaðst ekki myndi stuðla að töfum í þingstörfum. Fjárlög afgreidd fyrir jól eða áramót Ólafur Jóhannesson. forsætisráðherra. sagði stefnt að að afgreiða fjárlög fyrir jól og í síðasta lagi fyrir áramót. — 2. umræða um fjárlagafrumvarp verður á morgun (þ.e. í dag). Tekjuöflunarfrumvörp ríkÍB- stjórnar verða borin á borð þingmanna í dag. Stefnt er að því að afgreiða þau samhliða fjárlögum. Lánsfjáráætlun er í vinnslu, sagði ráðherra. Stefnt er að því að hún verði til fyrir jól, en ég þori ekki að staðhæfa að það takizt. Það hefur og áður skeð að hún hefur verið seinna á ferð en fjárlagaafgreiðsla, þótt slíkt sé ekki æskilegt. Skýrsla um láns- fjáráætlun kemur og ekki til afgreiðslu á þingi, heldur frum- vörp um lánsheimildir, sem væntanlega verða lögð fram fyrir jól. Ber feigðarmerkin utan á sér Geir Hallgrímsson (S) sagði eðlilegt, í framhaldi af svörum forsætisráðherra, að beina þeirri fyrirspurn til Sighvatar Björgvinssonar, formanns þing- flokks Alþýðuflokksins (í fjar- veru Benedikts Gröndals), hvort Alþýðuflokkurinn fallist á þá málsmeðferð, sem forsætisráð- herra hefði lýst. Það væri eðlileg spurning með hliðsjón á sam- þykkt flokksstjórnar Alþýðu- flokksins, sem fæli það í sér að stuðningur Alþýðuflokksins við fjárlagafrumvarpið væri skil- yrtur. Geir.taldi verkstjórn ríkis- stjórnarinnar, sem skylt væri að búa mál í hendur þingmönnum, þ.á.m. framkvæmda- og láns- fjáráætlanir og tekjufrumvörp samhliða fjárlögum, sem enn væru ókomin, með eindæmum lélega. Stjórnarandstaðan hefði sýnt fyllstu tillitsemi, þó hún hefði að sjálfsögðu komið á framfæri málefnalegri gagnrýni og eigin tillögugerð. Seinagang- ur mála ætti rætur í sundur- lyndi stjórnarflokkanna sjálfra. Þá gagnrýndi Geir tillögugerð um nýjar álögur á þjóðina, sem næmi milljörðum króna, án þess á samhliða lægi fyrir fram- kvæmda- eða lánsfjáráætlun. — Stjórnarflokkarnir hefðu haft 8 vikur til að semja um stjórnar- myndun og þrjá og hálfan mánuð í starfi en enn ekki komið sér saman um stefnu- mörkun til lausnar vandans í þjóðarbúinu. — Þvert á móti hefði stjórnin aukið á vandann, fyrst í september og nú aftur í desember, og væri hann nú fyrirferðarmeiri en nokkru sinnsi. Þjóðinni er ijóst að það er brotalöm á þessu stjórnar- samstarfi, sagði Geir Hall- grímsson, að lokum. Stjórnin ber feigðarmerkin utan á sér. Tefji ekki fjárlagaafgreiðslu Ólafur Jóhannesson. for sætisráðherra. tók enn til máls. — Sagði hann að Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, hefði kynnt ríkisstjórninni frumvarp Alþýðuflokksins og samþykkt flokksstjórnar nú í morgun (þ.e. í gærmorgun). Að sjálfsögðu þyrftu samstarfs- flokkarnir einhvern tíma til að kynna sér efnisatriði þess frum- varps, en það verður til áfram- haldandi meðferðar hjá ríkis- stjórninni. Frumvarpið er að verulegu leyti úrvinnsla stefnu- atriða, sem sett vóru í greinar- gerð með stjórnarfrumvarpi fyrr í þessum mánuði, og nú væri að lögum orðið. Mikil vinna hefði verið lögð í þetta frum- varp, sem að sjálfsögðu kemur að góðu gagni, en hafa verður í huga, að í samstarfi 3ja flokka verður niðurstaða að byggjast á málamiðlun. En allt horfir þetta til betri vegar, ef rétt er á málum haldið. Og þetta mál fær sína skoðun í ríkisstjórn. En Alþingi getur ekki frestað af- greiðslu fjárlaga né nauðsyn- legra tekjuöflunarfrumvarpa. Eðlilegt er, sagði forsætisráð- herra, að ríkisstjórn sæti gagn- rýni. En verkstjórn verður að meta með hliðsjón af þeim aðstæðum, sem hún er fram- kvæmd við. Ég skal ekkert fullyrða um lífdaga stjórnarinn- >ar. En þeir lifa stundum lengst sem með orðum eru vegnir. í samræmi viö sampykkt flokksráðs Sighvatur Björgvinsson (A) gerði grein fyrir aðdraganda og undirbúningi að samningu frumvarps, sem hann hefði lagt fram til kynningar í ríkisstjórn- inni um jafnvægisstefnu í efna- hagsmálum og samræmdar að- gerðir gegn verðbólgu. Frum- varp þetta væri b.vggt á stefnu- mörkun, sem fælist í greinar- gerð stjórnarfrumvarps, sem nú væri orðið að lögum, og allir stjórnarflokkarnir hefðu sam- þykkt. Þá kynnti Sighvatur flokksstjórnarsamþykkt Al- þýðuflokks, sem felur í sér samþykki á framangreindu frumvarpi, og leggur áherzlu á, að það verði samþykkt áður en frumvarp að fjárlögum og frum- vörp að tekjuöflun verði af- greidd, enda þurfi þá að sníða þessi frumvörp að stefnumótun í frumvarpi Alþýðuflokksins. Eðlilegt er, sagði Sighvatur, að samstarfsflokkar okkar gefi sér einhvern tíma til að skoða frumvarpið, en það hefur nú verið sent fjölmiðlum, ásamt greinargerð. Þingmenn Alþýðu- flokksins munu að sjálfsögðu haga sér í samræmi við sam- þykkt flokksstjórnarinnar. Jafnvel Oó hæfur maður leiöi hópinn Albert Guðmundsson (S) gagnrýndi skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar. Tekjuöflun- arfrumvörp stjórnarinnar væru fram komin með samþykki ráðherra Alþýðuflokksins. Vitn- aði Albert til orða Steingr. Hermannssonar, landbúnaðar- ráðherra, að þessi ríkisstjórn væri 16 flokka stjórn, 14 krata- þingmanna og 2ja samstarfs- flokka. Það ríkir upplausn í stjórnarliðinu, sagði Albert. Vinstristjórnar samstarfið hefur sýnt sig ófært, jafnvel, þó að hæfur maður hafi leitt hópinn. Svörin stangast á Geir Ilallgrímsson (S) sagðist skilja orð forsætisráðherra á þann veg, að frumvarp Alþýðu- fiokksins yrði hvorki afgreitt áður né samhliða tekjuöflunar- og fjárlagafrumvörpum. Það mætti skoða það síðar. Sighvat- ur Björgvinsson hafi hinsvegar staðið á flokksstjórnarsam- þ.vkkt Alþýðuflokks, þess efnis, að frumvarp flokksins þyrfti að afgreiða samhliða fjárlagafrum- varpi, enda þyrftu væntanleg fjárlög að taka xnið af stefnu- miðum í frumvarpinu. Hér fer eitthvað á mjlli mála. Þing og þjóð munu fylgjast af gaum- gæfni með framvindu skákar- innar á stjórnarheimilinu, sem þar er tefld meðan vandamálin hrannast upp, óleyst, í þjóðar- húskapnum. Alþýðuflokkurinn þríklofnaði 1 atkvæðagreiðslu á Alþingi VIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLU í neðri deild Alþingis í gær, þar sem verið var að afgreiða frum- varp til laga um kjaramál, gerðist það að þingflokkur Al- þýðuflokksins klofnaði í þrennnt í afstöðu sinni til breytingatil- lögu frá einum þingmanna flokksins. Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Breytingartillaga Jóhönnu var á þá leið, að eignaskattsauki komi ekki niður á fólki með lágar tekjur, þannig að allir sérskattaðir ein- staklingar með minna en eina milljón í vergar tekjur til skatts skyldu vera undanþegnir eigna- skattsauka. Samsköttuð hjón eða sambýlisfólk með lægri tekjur til skatts en fjórtán hundruð þúsund krónur skyldu einnig vera undan- þegnir tekjuskattsaukanum sem frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Við atkvæðagreiðslu um málið greiddu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins atkvæði með tillögu Jóhönnu, og það gerðu einnig eftirfarandi þingmenn Alþýðu- flokksins: Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir. Þing- menn Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði gegn breytingartillögu Jóhönnu, eg einnig eftirtaldir þingmenn Alþýðuflokksins: Finn- ur Torfi Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfa- son. Þrír þingmanna Alþýðu- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, þeir Árni Gunnarsson, Bragi Jósepsson og Gunnlaugur Stefánsson. Einn þingmanna Al- þýðuflokksins, Magnús II. Magnússon félagsmálaráðherra, var ekki viðstaddur atkvæða- greiðsluna. Breytingartillaga Jóhönnu Sig- urðardóttur var því felld með 20 atkvæðum gegn 16. Þrír sátu hjá og einn var fjarstaddur. Þingflokkur Alþýðuflokksins klofnaði því í þrennt í afstöðunni til tillögu eins þingmanna flokks- ins, auk þess sem einn var fjarstaddur! Sólheima- kerti á Lækjar- torgi í dag í DAG, laugardag, munu félagar í Lionsklúbbnum Ægi selja kerti til ágóða fyrir vistheimili vangefinna að Sólheimum í Grímsnesi. Salan fer fram á miðbæjar- markaðnum, Lækjartorgi, milli kl. 2 og 6. 011 kertin eru handunnin af vistfólkinu á Sólheimum og þau eru úr raunverulegu bývaxi, með hunangsilmi, og renna ekki. Ágóð- anum verður varið til að efla tómstundastarf fólksins að Sól- heimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.