Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 Hafekip kærir fyrr- verandi forstjóra Rekstur fyrirtækisins endurskipulagður og hlutafjárútboð framundan MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skipafélaginu Hafskip h.f.i Stjórn Hafskips h.f. hefur í dag sent Rannsóknarlögreglu ríkisins kæru á hendur Magnúsi Magnús- syni, fyrrv. forstjóra félagsins, og óskað rannsóknar á samskiptum hans við það. Að ósk núverandi framkvæmda- stjóra félagsins hefur að undan- förnu farið fram úttekt á ýmsum bókhalds- og rekstrarþáttum félagsins. Við þá úttekt komu í ljós vafasöm atriði, er gáfu tilefni til sérstakrar rannsóknar af hálfu félagsins. Þeirri frumrannsókn er nú lokið að mestu leyti, og byggir stjórn félagsins kæru sína til Rannsóknarlögreglu ríkisins á henni. Er hér um að ræða meint fjármálamisferli, skjalafals, auk annarrar misbeitingar. Var svo komið, að stjórnendur félagsins Ferðamiðstöðin rekin áfram á ábyrgð stjórnar SKIPTAFUNDUR var haldinn í gær í gjaldþrotamáli Ferðamið- stöðvarinnar hf. Að sögn Unn- steins Beck skiptaráðanda var sú ákvörðun tekin á fundinum að ferðaskrifstofan starfaði áfram á ábyrgð stjórnarmanna eins og verið hefur si'ðan hún var tekin til gjtildþrotaskipta í október- mánuði s.l. mánuðir eftir þriðju og síðustu auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og rennur hann út 26. febrúar n.k. Þegar sá frestur er liðinn og fyrír liggur hve kröfur í búið eru háar verður hægt að taka afstöðu til beiðni eigenda fyrirtækisins. töldu sig, að ítarlega athuguðu máli, ekki eiga annarra kosta völ en að ofangreindum aðilum væri falin rannsókn þessa máls. Magnús Magnússon lét af störf- um forstjóra hjá félaginu í nóvem- ber 1977, en hefur átt sæti í stjórn félagsins. Stjórn félagsins og fram- kvæmdastjórar harma, að mál af þessu tagi skyldi koma til á vettvangi þess. Hinsvegar er vakin athyglf á því, að sú misbeiting, sem hér hefur átt sér stað, hefur ekki beinst að viðskiptamönnum félagsins, viðskiptabanka, né öðr- um samskiptaaðilum þess. Það eru þvi ekki utanaðkomandi aðilar, sem bera skertan hlut frá borði. Á þessu stigi verður þó ekki annað séð en að fjárhagslegir hagsmunir félagsins verði tryggðir í þessu máli. Á ýmsu hefur gengið með rekstur Hafskips h.f. á undanförn- um árum, og afkoma félagsins ekki verið sem skyldi. Undanfarin misseri hefur farið fram markviss úttekt á rekstri félagsins, sem leitt hefur af sér margvíslega endur- Stjórnarfrumvarp: Orkuskattur hækki í 19% Eins og fram hefur komið í Mbl. óskuðu eigendur Ferðamiðstöðvar- innar eftir því að gjaldþrotaskipt- in yrðu afturkölluð en ekki verður hægt að taka afstöðu til þeirrar beiðni fyrr en innköllunarfrestur er liðinn, að sögn Unnsteins Beck. Innköllunarfresturinn er 4 Bíll stór- skemmdur Vitni vantar í GÆRKVÖLDI klukkan rúmlega sjö var ekið á bifreiðina R-56676, sem er brúnsanseruð Mazda, 323, þar sem hún stóð fyrir utan Alaska í Breiðholti. Var vinstri hlið bifreiðarinnar stórskemmd. Sjónarvottar eru beðnir að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Fram er komið á Alþingi stjórnarfrumvarp um hækkun verðjöfnunargjalds á raforku. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þetta verðjöfnunargjald, sem bætist ofan á raforkuvcrð til notenda. hækki úr 13% — sem það nú cr í — í 19%. Hækkun þessi á að gefa 700 m. kr. tckjuaukningu á komandi ári. Samtals verður því þetta verð- jöfnunargjald 2.200 m. kr. það ár. Verðjöfnunargjaldi skal varið til að bæta fjárhag Rafmangsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. RARIK skal fá sem svarar 80% af þessum orkuskatti en Orkubú Vestfjarða 20%. í greinargerð með frumvarpinu er vakin athygli á „gífurlegum mun sem er á raforkuverði í landinu", sem bitni fyrst og fremst á viðskiptamönnum RARIKS og Orkubús Vestfjarða. „Þannig mun- ar nú 88% á raforkuverði skv. almennum heimilistaxta hjá Raf- magnsveitum ríkisins - og Rafmagnsveitu Reykjavíkur". í greinargerð kemur einnig fram á RARIK hafa um árbil átt í vaxandi fjárhagsörðugleikum, sem að hluta hafi verið mætt með skipulagningu. Hefur það starf skilað góðum árangri og lofar nú rekstur félagsins og afkoma góðu. Það er von stjórnar Hafskips h.f. og framkvæmdastjóra, að mál þetta fái hraða meðferð og að viðskiptamenn félagsins og aðrir samskiptaaðilar þess láti félagið, nú á viðkvæmum tíma, ekki gjalda þess að hafa gengið hreint til verks í máli þessu. Framvinda mála á íslenzka flutningamarkaðnum hefur verið slík, að nokkur ástæða er til að óttast, að erfitt verði að skapa það nauðsynlega jafnvægi og sam- keppnisfestu, sem er m.a. grund- völlur þess, að skipaflutningar og þjónusta fái notið sín og þróast með eðlilegum hætti hérlendis. Til að treysta samkeppnisað- stöðu minni skipafélaganna í viðleitni til aukins jafnvægis á markaðnum hefur stjórn Hafskips h.f. m.a. nýverið ritað stjórn Bifrastar h.f. bréf með ósk um viðræður um hugsanlegt samstarf félaganna. Félagið hvetur velunnara eðli- legra viðskiptahátta að halda vöku sinni og vekur í því sambandi m.a. athygli á, að það mun innan skamms hefja framkvæmd löngu ákveðins hlutafjárútboðs, tengt starfslegri sókn þess. INNLENT þessum orkuskatti en að hluta til með óhagstæðum lánum. Lána- byrðin hafi þannig vaxið ár frá ári og viðskiptaaðilar verið látnir axla hans með gjaldsjrárhækkunum umfram eðlilegar kostnaðar- hækkanir, eins og það er orðað í greinargerðinni. Þannig hafi skap- ast sá ójöfnuður í raforkuverði, sem nú ríki. Hækkun verð- jöfnunarskattsins á að draga úr annars „fyrirsjáanlegum gjald- skrárhækkunum vegna aukins tilkostnaðar á árinu 1979“. Frumvarpið, ef samþykkt verð- ur, felur í sér 19% verðjöfnunar- gjald á raforku til ársloka 1979. Jólatónleik- ar Tónlistar- skólans á sunnudag Tónlistarskólinn í Reykjavik gengst fyrir jólatónleikum í Bústaðakirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 5. Stjórnendur verða Mark Reedman, Marteinn Hung- er Friðriksson og nemendur úr tónmenntakennaradeild skólans. Hljómsveit skólans og kór skól- ans syngur. Meðal annars verða flutt verk eftir Scheidt og Gabrieli, sem málmblásarakvintett flytur, hljómsveitin leikur konsert eftir Hándel, einnig verða flutt verk eftir Pachabel, Morley, Weelkes, Walter, Eccard og kantata eftir Buxtehude fyrir kór, tvær fiðlur og basso continuo og loks serenade fyrir strengi eftir Elgar. Þá mun Edda Þórarinsdóttir flytja jóla- kvæði. BÍL fordæmir að Kjarvalsstaðir séu lánaðir meðan húsið er í banni EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Banda- lags íslenzkra listamanna í fyrra- kvöld og Thor Vilhjálmsson formaður bandalagsins bað Morgunblaðið um birtingu ái „Fundur stjórnar Bandalags íslenzkra listamanna ásamt for- mönnum aðildarfélaga, haldinn fimmtudaginn 14. 12. 1978, fordæmir að tveir meðlimir hús- stjórnar Kjarvalsstaða sem svo er nefnd, þau Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Davíð Oddsson, skuli upp á sitt eindæmi taka ákvarðanir um notkun hússins fneðan málið er á viðkvæmu samningsstigi og lána húsið til myndlistarsýningar meðan bann Félags íslenzkra myndlistarmanna stendur, stutt öðrum samtökum listamanna." Jólaguðsþjónusta enskumælandi manna JÓLAGUÐSÞJÓNUSTA ensku- mælandi manna i Reykjavík og nágrenni verður n.k. sunnudag. 17. desember. Hefst hún kl. 4 síðdegis og verður að venju í Ilallgrímskirkju. Síra Jakob Jónsson predikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.