Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 23 „Himnaríki má bíða” Sýningar heflast í Háskólabíói í kvöld HÁSKÓLABÍÓ hefur í kvöld sýningar á kvikmyndinni „líimnaríki má bíða“ (Heaven hwx«ob»*<*»wbeativ CWCTTID BV BtATTV ANO ÍUCR MC WTV * MMMOUMT nCTUB Can Wait). Þetta er bandarísk bíómynd byggð á leikriti Davids Gurshin, „Here Comes Mr. Jordan“, er var kvikmynd- að árið 1941. Framleiðandi, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar er . Warren Beatty en hann skrifaði einnig handritið ásamt Elaine May. Myndin er tekin hjá Paramount Picture Corp. í pana- vision og Movielab-litum. Aðalhlutverk ásamt Beatty , leika Julie Christie, James Mason, Charles Grodin, Dyan Cannon, Buck Henry, Vincent Gardenia og Jack Warden. Myndin var frumsýnd í Banda- ríkjunum í júlí í sumar og segir frá íþróttamanni sem verður fyrir því að deyja 50 árum fyrir tímann. Er það kemst upp, á að flytja hann til jarðar á ný en það er of seint, því búið er að brenna líkið. Er þá hafin leit að nýjum „bústaö" handa kappanum. Köku- og kertasala á útimarkaðnum FORELDRAFÉLAG skólalúðrasveitar Árbæjar og Breiðholts var stofnað nýlega. Tilgangur félagsins er að efla og styrkja starfsemi lúðrasveitarinnar en stjórnandi hennar er Ólafur L. Kristjánsson. Félagið mun hafa köku- og kertasölu í dag laugardag 16. desember, á útimarkaðnum á Lækjartorgi. Ef veður leyfir leikur lúðrasveitin jólalög. Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts ásamt stjórnanda. Hamrahlíðarkórinn á æfingu ásamt stjórnanda sínum. Vegna prófanna vantaði nokkra meðlimi. Ljósm. RAX. rijmjfjt,1, f%U *W' *X' > WáJ&H Wmm:' Jk m, Mf,* " ,. ýÆ itfna Mi MM JjÉ v.' ■ i* Ig i m í . i ^ S i 4\ Ljf ^mXz,m- Iík wœxm ■ .JWr 9 Hamrahlíðarkórinn gefur út plötu Hamrahlíðarkórinn hefur sent frá sér hljómplötu sem á eru jólalög og helgisöngvar. 21 lag er á plötunni þar af 6 orgelverk (forspil) eftir Bach leikin af Ilerði Áskelssyni. Stjórnandi kórsins er Þorgerð- ur Ingólfsdóttir. Platan var tekin upp í Háteigskirkju af Ríkisútvárpinu og eru upptökurnar safn frá síðustu tveimur árum. Mynd á plötuumslagi er eftir Barböru Árnason. Umslagið er fvöfalt og er þar að finna texta við flest öll lögin en nokkrir textanna eru samdir sérstaklega handa kórn- um. 3000 eintök af plötunni koma á markaðinn fyrir jólin og mun hvert þeirra kosta 5980 kr. út úr búð. Kórinn var stofnaður haustið 1967 á öðru starfsári Mennta- skólans við Hamrahlíð og hefur Þorgerður Ingólfsdóttir stjórn- að honum frá upphafi. Fyrstu árin söng kórinn á sjúkrahúsum og líknarstofnun- um og hefur þeirri hefð verið haldið síðan. Síðar hefur kórinn ferðast víða vegar um landið og einnig erlendis. Fyrsta utanför — jólálög og helgisöngvar kórsins var árið 1971 er haldið var á alþjóðlegt kórmót í Wales. Síðan hefur kórinn 5 sinnum haldið utan, síðast til Israels í fyrra. Kórnum hefur nú verið boðin þátttaka alþjóðasambandi æskulýðskóra, fyrstum íslenskra kóra. Næstu vekefni kórsins eru jólasöngur í Háteigskirkju á morgun og söngur við jólaguðs- þjónustu í sjónvarpssal á að- fangadag. I Hamrahlíðakórnum eru 54 nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. „Vitnað fyrir manninn,, — Fjölvi gefur út ritgerðir eftir Jón Óskar FJÖLVAÚTGÁFAN hefur sent á markaðinn nýja bók eftir Jón Óskar og nefnist hún „Vitnað fyrir manninn". ( tilkynningu frá útgáfunni segir m.a.i „Jón Óskar skáld, sem var fremst- ur í röð atómskáldanna, þegar þau voru að ryðja sér braut, hefur sent frá sér stórt ritgerðasafn, sem kallast Vitnað fyrir manninn. I því eru 19 ritgerðir og erindi, sem Jón Óskar samdi, þegar baráttan var hörðust og sótt var að atómskáldum úr öllum áttum og þeir máttu þola fordóma, misskilning og andúð. En nú hefur breyting orðið á, atóm- skáldskapurinn nýtur nú viðurkenn- ingar og þessar ritgerðir þar með orðnar að mikilvægum heimildum í íslenskum bókmenntum. Margar ritgerðanna eru vörn fyrir hinn nýja skáldskap og ádeila á hinn hefðbundna skáldskap, sem Jón Óskar taldi staðnaðan og steingerð- an. Sérstaklega eru athyglisverðar greinar hans er hann gerði uppreisn gegn Kristni Andréssyni. Athuga- semd við undarlega ritsmíð og Bókmenntir og kreddur." Ritgerðasafn þetta tengist minn- ingabókum Jóns Óskars. Af þeim eru komin út 5 bindi. Síðan kom út Borg drauma minna, en síðasta bindi þeirra er nú í smíðum. Bókin Vitnað fyrir manninn er gefin út af Fjölvaútgáfunni er myndskreytt, 190 bls. á stærð. Hún er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin í Örkinni." TWEED & AFTUR TWEED ADflmjon frá Kóróna BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.