Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulttrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakiö. Ríkisstjórn í uppnámi Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins, sem haldinn var í fyrrakvöld lagði áherzlu á, að Alþýðuflokkurinn mundi ekki standa að afgreiðslu fjárlaga og tekjuöflunarfrumvarpa í því sambandi, nema Alþingi hefði fyrst lögfest lagafrumvarp, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú kynnt og fjallar um ýmsa þætti efnahagsmála. Frumvarp þetta fjallar m.a. um fjárlagaafgreiðslu og er því ljóst, að samþykkt þess mundi þýða umtalsverðar 'breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eins og það liggur nú fyrir. Á Alþingi í gær lýsti Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra yfir því, að ráðherrar Alþýðuflokksins hefðu þegar samþykkt þá málsmeðferð að a|greiða fjárlög og tekjuöflunarfrumvörp fyrir jól og yrði engin breyting á því. Jafnframt gæti ríkisstjórnin tekið frumvarp Alþýðuflokksins til skoðunar, eða eins og hann komst að orði í samtali við Mbl., að það mundi létta störfin eftir áramót. A Alþingí í gær iýsti Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins hins vegar yfir því, að þingmenn Alþýðuflokksins mundu standa við samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins. Staðan er því þessi: Ólafur Jóhannesson segir að fjárlög og ný skattheimta verði samþykkt fyrir jól. Sighvatur Björgvinsson lætur að því liggja, að þetta verði ekki samþykkt, nema efnahagsfrumvarp Alþýðuflokksins verði samþykkt fyrst. Alþýðubandalagsmenn þegja vandlega. Það hefur orðið stöðugt ljósara á síðustu vikum, að sundrungin innan stjórnarflokkanna er svo almenn og skoðanamunur mikill, að ríkisstjórnin er í raun óstarfhæf. Alþýðuflokkurinn vill stefna í allt aðra átt heldur en Alþýðubandalagið. Ólafi Jóhannessyni er bersýnilega nákvæmlega sama, hvert er stefnt, svo lengi sem hann sjálfur situr undir stýri, og minnir það á ummæli Lloyds Georges, fyrrum forsætisráðherra Breta, sem eru eitthvað á þessa leið: Það skiptir engu máli, hvert vagninn fer, ef ég er ekillinn! Ríkisstjórnin er ekki starfhæf. Hún getur ekki komið sér saman um, hvort hún ætlar að afgreiða fjárlög, fyrir jól eða ekki. Hún er lömuð. Hún getur engar ákvarðanir tekið, sem máli skipta. Atburðarásin hefur líka leitt í ljós mjög verulegan klofning innan Alþýðuflokksins. Ráðherrar flokksins hafa bersýnilega mikinn áhuga á því að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram. Þeir eru tilbúnir til þess að leggja mikið í sölurnar til þess að svo geti orðið. Innan þingflokks og flokksstjórnar Alþýðuflokksins er hins vegar áhrifamikill hópur, sem frá upphafi hefur verið andvígur þessu stjórnarsamstarfi. Þessi hópur varð undir, þegar samþykkt var að taka þátt í núverandi ríkisstjórn. Þessi hópur varð hins vegar ofan á á flokksstjórnarfundinum í fyrrakvöld. Enginn veit hvað gerist næst, en þjóðin fylgist af vaxandi undrun með því, sem gerist á Alþingi íslendinga og í ríkisstjórn landsins, ef ríkisstjórn skyldi kalla. Meðan allt er í uppnámi í stjórnarherbúðum bíða óleyst vandamál hins vegar úrlausnar. Kaus að beygja sig undir okið og þeygja Eins og Morgunblaðið hefur sýnt fram á hvað eftir annað, mótast stefna borgarstjórnarmeirihlutans af því sem Alþýðubandalagið vill. Með frekju og yfirgangi hefur því tekizt að þröngva horgarfulltrúum Framsóknar- og Alþýðuflokks til þess að samþykkja óheyrilegar skattaálögur bæði á einstaklinga og atvinnurekstur. Óg þótt svo virðist á stundum sem Alþýðubandalagið hafi látið undan síga í minni háttar málum, getur alveg eins farið svo, að það snúizt öndvert við eftir á <}g spilli framgangi viðkomandi máls. Birgir Isleifur Gunnarsson vék að þessu í grein sinni í Morgunblaðinu, þar sem hann segir m.a. „En þeim Alþýðubandalags- mönnum nægir ekki að þvinga fram sír.a stefnu í ráðum og nefndum. Ef þeim finnst nauðsyn til bera, þá hika þeir ekki við að niðurlægja og lítilsvirða samstarfsmennina úr hinum flokkunum. Gott dæmi um það er afgreiðsla borgarstjórnar á þeirri samþykkt hafnarstjórnar að úthluta Eimskipafélagi íslands viðbótarlóð í Sundahöfn. Björgvin Guðmundsson, formaður hafnarstjórnar, lagði mikla vinnu í það mál og fékk það samþykkt í hafnarstjórn að úthlutun færi fram. Sjálfur taldi hann að samkomulag hefði komizt á milli vinstri flokkanna um afgreiðslu málsins og að Sigurjón Pétursson myndi tryggja að við samkomulagið yrði staðið. Fullur trúnaðartrausts á samstarfsaðilum brá Björgvin sér til útlanda, þegar málið átti að afgreiðast í borgarstjórn. Það óvænta gerðist að allir fulltrúar Alþýðubandalagsins snerust gegn málinu og var það fellt í borgarstjórn. Enginn vafi er á því, að Björgvin Guðmundsson taldi þetta svik í samstarfinu. Hann kaus þó að beygja sig undir okið og þegja.“ Frumvarp Alþýðuflokksins, sem lagt var fyrir ríkisstjórnina: Gerir ráð fyrir 5% kaupgjalds- hækkun 1. marz, en síðan 4% Flokksstjórnin leggur áherzlu á að frumvarpið verði afgreitt á undan fjárlagafrumvarpinu RÁÐHERRAR Alþýðuflokksins lögðu í gærmorgun fram á ríkisstjórnarfundi frumvarp til laga um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Jafnframt lögðu ráðherrarnir fram ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokksins, sem samþykkt var á fundinum í fyrrinótt, þar sem segir að hún „leggur áherzlu á, að núverandi stjórnarflokkar afgreiði frumvarp þessa efnis áður en fjárlagafrumvarp og lánsfjáráætlun verður afgreitt og að fjárlagafrumvarpið og lánsfjáráætlunin verði síðan sniðið að þessu frumvarpi.“ Flokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins, sem hófst klukkan 20.30 í fyrrakvöld stóð til klukkan 01,30. Á fundinum voru kynnt frumvörp- in tvö, fjárlagafrumvarpið og frumvarp Alþýðuflokksins um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum. Á fundinum urðu talsverðar deilur um það, hvort tengja ætti frumvarp flokksins fjárlagafrum- varpinu og sýndist þar sitt hverj- um. Andstæðingar þess voru einkum Magnús Magnússon, ráð- herra, Eiður Guðnason og Eggert G. Þorsteinsson. Tillaga þess efnis að frumvörpin yrðu ekki tengd var felld með 27 atkvæðum gegn 18. Endanleg ályktun fundarins, þar sem lagt var til að ekki yrði gengið frá fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrr en efnahagsstefna í anda jafnvægisstefnufrumvarpsins hefði verið mörkuð, var síðan samþykkt með svipuðum atkvæða- Frumvarp Alþýðuflokksins er í 29 greinum, 10 köflum með grein- argerð og athugasemdum við einstakar greinar þess. í fyrstu grein segir að ríkisstjórn sé skylt að skera niður rekstrargjöld allra ríkisstofnana, sem svarar þremur af hundraði frá því sem þau verða ákveðin í fjárlögum 1979 og í 2. grein er lagt til að dregið verði úr opinberri fjárfestingu, sem nemur 10 af hundraði frá því sem gilti í fjárfestingarheimildum ríkis og ríkisstofnana á árinu 1979. Þá er samkvæmt 3. grein skylt að halda heildartekjum og heildarútgjöld- um ríkisbúskaparins innan marka 30 af hundraði af vergri þjóðarframleiðslu á árunum 1979 og 1980. Þá verði einnig óheimilt að niðurgreiða verð afurða meira en svo að útsöluverð til neytenda verði lægra en sem svarar verði til framleiðenda og á árunum 1980 og 1981 skal óheimilt að hækka heildarfjárveitingu til niður- greiðslna frá því sem ákveðið er í fjárlögum ársins 1979. Loks segir í 5. grein að með tilliti til sérstakrar skattlagningar verðbólgugróða, skuli stjórnvöld á árunum 1979 og 1980 láta kanna eignamyndun einstaklinga og fyrirtækja í skjóli verðbólgu undanfarinna ára. í öðrum kafla lagafrumvarpsins er fjallað um fjárfestingastjórn og lánsfjáráætlun og er þar lagt á ríkisstjórn að gera árlega heildar- áætlun um fjárfestingu þjóðarbús- ins og leggja fyrir Alþing jafn- hliða fjárlögum og lánsfjáráætlun. Lánsfjáráætlun skal miðast við að heildarfjárfesting þjóðarbúsins haldist innan marka 24,5% vergr- ar þjóðarframleiðslu á árinu 1979 og skal fjárfestingunni beint í framleiðniaukandi aðgerðir í at- vinnulífi landsmanna. Utlánareglur fjárfestingasjóða, sem byggt hafa á sjálfvirkum útlánum sem hundraðshluta af framkvæmdakostnaði, skulu af- numdar eigi síðar en 1. júní 1979 og skuli nýjar útlánareglur settar í samráði við sjóðsstjórnirnar og skulu þær taka tillit til arðsemi- sjónarmiða. Lagaákvæði um fram- lög úr ríkissjóði eftir sjálfvirkum reglum skulu falla úr gildi og jafnframt verði markmið, skipulag og starfshættir fjárfestingalána- sjóða teknir til endurskoðunar. Þá skulu erlendar lántökur opinberra aðila og stofnlánasjóða umfram heimildir í lögum, sem staðfesta lánsfjáráætlun 1979 og 1980, óheimilar. Þá skal í upphafi hvers árs setja fram áætlun um lántöku- heimildir einkaaðila erlendis, sem langlánanefnd á vegum viðskipta- ráðuneytisins skal framfylgja. Þriðji kafli frumvarpsins fjallar um kjarasáttmála og samkvæmt honum skal ríkisstjórnin þegar í stað hefja viðræður við sámtök launafólks um kjarasáttmála, þar sem leitazt verði eftir að ná samkomulagi um að peninga- launahækkanir verði ekki meiri en 5% í lok fyrsta ársfjórðungs 1979 og 4% í lok hvers síðari ársfjórð- ungs það ár, þó þannig að mæli verðbótavísitalan meiri hækkun en nemur ofangreindum hundraðs- hlutum, skal mismun mætt með sérotökum kaupauka á lægstu laun. Þá er rætt um að koma á samkomulagi um heildarendur- skoðun á gerð kjarasamninga í því skyni að einfalda það kerfi og samræma. í fjórða kafla frumvarpsins er rætt um verðlagsmál og að fleiri vörutegundir verði settar undir hámarksverðákvæði og er verðlagsnefnd heimilt að ákveða hámarksverð þannig að aðlögun verðlags vegna uppsafnaðara verðhækkunartilefna eigi sér stað. Þá er framleiðsluráði land- búnaðarins óheimilt að heimila meiri hækkanir en 4% í lok fyrsta ársfjórðungs og eigi meiri en 3% í lok hvers hinna síðari. I fimmta kafla frumvarpsins um peningamál segir að aukning peningamagns megi ekki fara fram úr 24% yfir árið og samsvar- andi markmið fyrir 1980 eigi að vera milli 18 og 20%. Þá skuli bindiskylda innlánsstofnana hækka í 40%, raunvextir eiga að vera jákvæðir. Sjötti kafli frumvarpsins fjallar um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. Skylt er að ávaxta innstæður hans í gjaldeyri. Frumvarpið gefur sjávarútvegsráðherra heimild til þess að ákveða að hækka afgjalds- hlutfall í allt að 90% af verð- hækkun. I sjöunda kafla laganna, sem fjallar um vinnumarkaðsmál er lagt til að sett verði á stofn á vegum félagsmálaráðuneytisins upplýsinga- og vinnumiðlunar- skrifstofa fyrir allt landið. Þá er gert ráð fyrir að frumvarpinu, ef það verður að lögum, verði fylgt með reglugerð um nánari fram- kvæmd laganna. Næstsíðasti kafli laganna er svo um niðurfellingu skyldu ríkissjóðs til þess að inna af hendi fjárframlög til ákveðinna sjóða og verkefna, og að jafnframt renni markaðir tekjustofnar þeirra í ríkissjóð. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögin taki gildi 31. desember 1978 eða eigi síðar en fyrir afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1979. Loðnuafurðir 16% af öll- um vöruútflutningi ársins Loðnuaflinn um ein milljón lesta er loðnubann gekk í gildi Tveir bátar kærðir fyrir að vera of lengi við veiðarnar LOÐNUVEIÐITÍMABILINU lauk á þessu ári á miðnætti í fyrrinótt og hafa íslendingar veitt á árinu um 965 þúsund tonn af loðnu á miðum hér við land. Að auki fengu Færeyingar heimild til að veiða hér síðasta vetur og veiddu þeir rúm 35 þúsund tonn, þannig að loðnuaflinn á íslands- miðum nemur alveg um einni milljón lesta. Utflutningsverðmæti loðnuafl- ans á árinu nemur um 26—27 milljörðum króna, en skiptaverð- mæti útgerða og til áhafna skip- anna um 13 milljörðum. Á sumar- og haustvertíðinni varð útflutn- ingsverðmætið um 15.5 milljarðar króna. Reikna má með að verð- mæti útflutnings loðnumjöls og lýsis nemi um 20% af útflutningi sjávarafurða á árinu og um 16% af öllum vöruútflutningi lands- manna. Þessar tölur verður að taka með fyrirvara, þar sem nákvæmar skýrslur liggja ekki fyrir og þá ekki heldur tölur um afla báta á sumar- og haustvertíð-. inni, en varla skeikar miklu í þessum tölum. Sigurður RE var aflahæst þeirra 54 skipa, sem voru á loðnuveiðun- um með 21.208 lestir, en nokkur skipanna voru aðeins í stuttan tíma við veiðarnar. Leyfi til loðnuveiðanna í sumar var gefið 15. júlí og þann 17. júlí tilkynntu 5 bátar um afla. Er loðnubannið gekk í gildi í fyrrinótt voru nokkrir bátar að veiðum og eftir nóttina tilkynntu fimm þeirra um afla. Má því segja að sjómennirnir hafi sumir hverjir verið að fram á síðustu mínútu og einhverjir þeirra sennilega lengur. Varðskip kom að 2 loðnuskipum, Pétri Jónssyni og Sæbergi SU, að veiðum milli klukkan 4 og 6 í gærmorgun um 45 sjómílur norð- vestur af Straumnesi. Skipstjórum þessara skipa var tilkynnt að Landhelgisgæzlan áliti að skipin væru á ólöglegum veiðum og þeir yrðu kærðir. Áð sögn Landhelgis- gæzlunnar ætluðu bæði skipin til Hafnarfjarðar og hefur bæjar- fógetanum þar verið send skýrsla um málið. Fimm skip tilkynntu um afla í fyrrinótt og voru það Pétur Jónsson með 580 tonn, Náttfari með 530, Ársæll 350, Huginn 250 og Sæbærg með 150 lestir. Á árinu voru það 16 skip, sem fengu meira en 21 þúsund lestir af loðnu og voru Börkur frá Neskaup- stað og Gísli Árni langhæst í þessum flokki, en Sigurður RE, sem fékk mestan afla í sumar og haust, var í fyrravetur frá veiðum vegna bilana. Eftirtalin skip fluttu mestan loðnuafla á land á árinu: Vetur Sumar/ Haust Samtals Börkur 16.689 16.377 33.066 Gísli Árni 15.627 16.424 32.051 Pétur Jónsson 14.288 14.564 28.752 Víkingur 12.755 14.252 27.007 Örn 15.617 10.061 25.678 Albert 11.763 12.965 24.728 Loftur Baldvinss. 9.850 14.328 24.178 Skarðsvík 10.446 13.530 23.976 Hilmir 10.880 12.982 23.772 Súlan 11.202 12.451 23.653 Hákon 9.493 13.954 23.447 Huginn 11.062 12.380 23.442 Hrafn 10.255 12.461 22.716 Gýgja 10.883 11.241 22.124 Gullberg 11.611 10.014 21.625 Sigurður 21.208 21.208 Birgir ísl. Gunnarsson: Vinstri meirihlutinn hefur ekkert gert í atvinnumálum í apríl s.l. var samþykkt í borgarstjórn ítarleg stefnuskrá í atvinnumálum Reykvíkinga. Stefnuskrá þessi var gerð fyrir frumkvæði sjálfstæðismanna í borgarstjórn. I henni var fjallað um marga þætti atvinnumála, smáa og stóra, sem allir miðuðu að því að örva atvinnulíf í Reykjavík, ekki sízt á sviði framleiðslugreina. Ágreiningur var um þessi mál í borgarstjórn, einkum milli sjálfstæðismanna og Alþýðu- bandalagsins, en þeir síðar- nefndu lögðu fyrst og fremst áherzlu á ýmis sósíalistisk úrræði. Vildu þeir að borgin sjálf tæki þátt í atvinnurekstri í ríkari mæli eða settu einka- aðilum ýmis skilyrði. Við sjálf- stæðismenn vildum örva einstaklingana til framtaks í sem ríkustum mæli og töldum að borgin hefði til þess ýmis ráð. Lokakafli stefnuskrárinnar fjallaði um 10 atriði, sem koma ættu til framkvæmda þegar á þessu ári. Efnislega var ekki mikill ágreiningur um þau að öðru leyti en því, að vinstri flokkarnir í borgarstjórn réðust af hörku á okkur sjálfstæðis- menn fyrir það að ætla að gera allt of lítið á þessu ári. Um- ræður um það voru áberandi í kosningabaráttunni og í sjón- varpsumræðunum laugardaginn fyrir borgarstjórnarkosningar töldu fulltrúar vinstri flokkanna það bera vott um áhugaleysi okkar sjálfstæðismanna á at- vinnumálum, að ekki væri gert ráð fyrir meiri aðgerðum á árinu. Með þessar umræður í huga hefði mátt halda að vinstri menn myndu snúa sér af alefli að því að framkvæma þetta lítilræði. Maður hefði haldið að áhugi þeirra næði lengra en að tala fram að kosningum. Þar sem árið er senn á enda bar ég fram fyrirspurn á síðasta borgarstjórnarfundi um það, hvað liði framkvæmd þeirra 10 atriða, sem borgarstjórn í apríl samþykkti að framkvæma- á Ekkert gert Sigurjón Pétursson varð fyrir svörum og í svari hans kom fram að nánast ekkert hefur verið gert. Fæst þeirra atriða höfðu í för með sér útgjöld fyrir borgarsjóð. Það sem fyrst og fremst þurfti var áhugi á málinu. Sá áhugi virðist hafa fallið niður eftir kosningar. Hér skulu nefnd nokkur dæmi úr þessum 10 atriðum. Efla átti starf borgarinnar á sviði at- vinnumála, styrkja hagfræði- deild til þeirra verkefna og sjá henni fyrir nauðsynlegri starfs- aðstöðu. Hagfræðideild átti að leggja starfsáætlun fyrir borgarráð eigi síðar en 1. júlí s.l. Upplýst var að borgarhag- fræðingur hafði skilað starfs- áætlun á réttum tíma, en hún síðan lögð til hliðar og ekki fengist rædd í borgarráði. Veita átti styrk úr Fram- kvæmdasjóði Reykjavíkur- borgar til rannsóknar á nýiðnaðartækifærum í Reykja- vík. Var sérstök fjárveiting 20 millj. króna ætluð í þessu skyni. Ekkert hafði verið gert í þessu, engin tilraun gerð til að semja reglur um úthlutunina og því síður að auglýst hefði verið íftir umsóknum um styrki. Endurskoðun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að því er tæki til gjaldtaxta at- vinnulífsins átti að vera lokið fyrir 1. nóvember. Því er ekki lokið. Taka átti í notkun kælda fiskmóttöku í Bakkaskemmum fyrir útgerðarfyrirtæki í Reykjavík. Enn vantar kæli- tækin. Reysa átti viðgerðarhús á Ægisgarði. Það hefur ekki enn séð dagsins ljós. Taka átti á árinu ákvörðun um Iðngarða í Reykjavík og leggja fram greinargerð um staðarval, skipulagningu, leigu- kjöt og annað rekstrarfyrir- komulag. Ekkert hefur verið gert í því. í alla lóðarsamninga um iðnaðarhúsnæði átti að taka ákvæði, sem tryggðu að húsnæðið yrði ekki tekið til annarra nota nema með sam- þykki borgarráðs. Það hefur ekki verið gert. Koma átti á samstarfi Reykjavíkurborgar og samtaka iðnaðarins um innkaup og fram- kvæmdir borgarinnar. Því sam- starfi hefur enn ekki verið komið á. Eina atriðið af þessum tíu, sem komizt hefur í framkvæmd er að hagkvæmnisathugun, sem fram hefur farið á vegum hafnarinnar um staðsetningu skipaviðgerðarstöðvar, er lokið. Ekkert annað hefur verið gert. Af þessu má ljóst vera að öll stóru orðin, sem vinstri menn höfðu uppi fyrir kosningar um eflingu atvinnulífs, eru mark- leysa ein. Þeir hafa engan áhuga sýnt á þessum málum eftir kosningar. Friðrik Ólafsson forseti Fide: Vona að Korchnoi-málið komi ekki til kasta dómstólanna — hefur leitað til stjórnvalda vegna Fide-skrifstofu hér á landi „Korchnoi hefur stefnt forseta Fide og jafnframt Karpov og verður málið tekið fyrir í Amsterdam 7. marz næstkomandi, ef Korchnoi gerir sig ekki ánægðan með endanlega afgreiðslu Fide á máli hans. Það hefur verið gengið frá því að fá hollenzkan lögfræðing til að fara með málið fyrir Fide, ef til kemur sem ég vona að ekki verði. Það er allt annað en þægilegt að fá svona mál í arf, því að ég hefði heldur kosið að geta gefið mig óskiptan að þeim f jölmörgu málum, sem fyrir liggja, og þeirri uppbyggingu, sem ég hef áhuga á að beita mér fyrir“, sagði Friðrik ólafsson forseti Fide í samtali við Mbl. í gær, en Friðrik er nú nýkominn úr sinni fyrstu heimsókn sem forseti Alþjóðaskáksambandsins til skrifstofu sambandsins í Amsterdam. „Megintilgangurinn með þess- ari ferð okkar Sveins Jónssonar gjaldkera sambandsins var ann- ars vegar að samræma rekstur skrifstofunnar í Amsterdam og þeirrar skrifstofu, sem verður hér heima, og hins vegar er gjaldkerinn ábyrgur fyrir fjár- málum sambandsins, þannig að það er mikilvægt að hann geri sér góða grein fyrir því hvernig staðið er að fjármálum Fide og því hvort einhverra úrbóta er þar þörf. Ég held að árangurinn af þessari ferð hafi verið allgóð- ur, að minnsta kosti tel ég að við höfum gert okkur grein fyrir því í aðalatriðum, hvernig bezt er að haga starfseminni, þannig að ekki komi að sök þótt unnið sé í tveimur löndum. Það er ljóst að fyrsta kastið er ekki ástæða til að gera neinar stórbreytingar á daglegum rekstri skrifstofunnar í Amster- dam. Vissir þættir, sem nú falla undir þá skrifstofu, koma heim til okkar í framtíðinni, en þennan flutning er rétt að framkvæma í áföngum þannig að engin truflun verði á starf- seminni og heldur ekki ef og þegar að því kæmi að starfsemin yrði flutt hingað til lands.“ — Ertu búinn að fá skrifstofu fyrir Fide hér á landi? „Ég hef leitað til stjórnvalda vegna þess máls og ég vona að það verði leyst sem fyrst svo að starfsemin geti komizt í fullan gang.“ — Hafa einhver ferðalög þín sem forseta Fide verið ákveðin? „Mér er það mikið kappsmál að hefjast handa við að koma hugmyndum mínum í fram- kvæmd, eftir því sem tækifæri bjóðast til. Ég álít það mjög mikilvægan þátt forsetastarfs- ins að komast í persónulegt samband við forystumenn skák- sambanda til að kynnast sjónar- miðum þeirra og afla mér Friðrik Óiafsson þekkingar á vandamálum viðkomandi skáksambanda til að komast að raun um hvernig Fide getur bezt veitt aðstoð sína. I leiðinni hefði ég svo áhuga á að reyna að glæða skilning stjórn- valda á gildi skákarinnar. Eftir forsetakjörið í Buenos Aires átti ég viðræður við fjölmarga aðila um samvinnu Fide og skáksambanda þeirra. Þessar viðræður voru mjög gagnlegar og vinsamlegar og ég varð þess áþreifanlega var að hugmyndir mínar um uppbygg- ingu skákstarfsins féllu þeim vel í geð og þá auðvitað sérstaklega fulltrúa þeirra landa, þar sem skákin er skammt á veg komin. Mér hafa borizt fjölmörg heim- boð: frá Asíu, Afríku og víðar og þar á meðal frá fjölmörgum skáksamböndum sem ekki studdu mig á kosningunum. Ég hef ekki gert neina ferðaáætlun ennþá, þannig að það er of snemmt að segja eitthvað ákveð- ið í þeim efnum.“ — Heldur þú að baráttan um forsetaembættið eigi eftir að verða þér einhver fjötur um fót? „Ég held ekki. Eins og ég sagði áðan átti ég mjög vinsamlegar viðræður við fulltrúa ýmissa skáksambanda sem ekki studdu mig til forsetastarfsins, þannig að ég er mjög bjartsýnn um að takast megi að halda friðinn innan Alþjóðaskáksambandsins. Þá átti ég mjög gagnlegar viðræður við fulltrúa sovézka skáksambandsins og þeir hafa farið þess á leit við mig að ég heimsæki Sovétríkin við fyrsta tækifæri til frekari viðræðna." — Þegar framboð þitt var tilkynnt léztu þau orð falla að stjórnmálin hefðu um of sett sitt mark á starfsemi Fide. Heldur þú að stjórnmálin eigi eftir að gera þér erfitt fyrir? „Auðvitað er alltaf hægt að búast við því að pólitíkin skjóti upp kollinum hér eftir sem hingað til. Ég vona hins vegar að ég beri gæfu til að bregðast rétt við henni og leysa málin á viðunandi hátt. Það er ennþá mín skoðun að skákin eigi ekki að vera auka- atriði í starfsemi Fide.“ Morgunblaðið mun á þriðju- daginn birta viðtal við Friðrik Ólafsson, þar sem hann gerir grein fyrir tillögum sínum varð- andi hugmyndir sem hann setti fram á Fide-þinginu í Buenos Aires um útbreiðslu skáklistar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.