Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 39 Aðventu- kvöld í Bústaða- kirkju Samkór Rangæinga og séra Halldór Gunnarsson, Holti undir Eyjafjöllum, standa fyrir aðventukvöldi í Bústaðakirkju í Reykja- vík í kvöld 16. desember og hefst það kl. 21. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Eyþór Stefánsson, Friðrik Bjarnason, Jón Ásgeirsson og Sigvalda Kaldalóns. Einnig mun kórinn flytja nokkur erlend verk. Stjórnandi kórsins er Friðrik Guðni Þorleifsson en einsöngvarar eru Guðrún Ásbjörnsdóttir, Gunn- ar Marmundsson og Sigríður Sigurðardóttir. Undirleikari er Anna Magnúsdóttir. Séra Halldór Gunnarsson flytur hugvekju á aðventukvöldinu og annast hann einnig ritningarlest- ur. Matar- og kaffisett á mjög hagstæöu veröi. Opið til 10 í kvöld. HAGKAUP Herrasloppar og -jakkar Glæsilegt úrval af velor, ullar og frotte herrasloppum. GEísIP H Snilldarverk nútíma heimsbókmennta í afbragðsþýðingum Fjandinn hleypur í Gamalíel Hundrað ára einsemd Smásagnasfan Williams Heihesen Þar segir frá Atlöntu Mírmanns og Ribolt lækni — íslendingnum Baltazar Njálssyni, Einari Ben og jómfrú Maríu — Leó og stúlkunni hans — Gamalíel og konunni hans, Sexu — þar segir frá miðpunkti heimsins og Pardísarlundum — garðinum brjálæðingsins og mánagyðjunni Astarte — Kaupmannahöfn. Leith, Vancouver og furðurheimi bernskunnar í Tíngísalandi þar sem Talalok konungur ræður löndum í Krafti skáldgáfu sinnar. Og mörgu öðru. Það er William Heinesen sem segir frá og Þorgeir Þorgeirsson sem þýðir. Skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn Cabríel Garcia Marques í þýðingu Guðbergs Bergssonar Hundrað ára einsemd er ættarsaga sem tekur yfir heila öld, frá því nýr heimur er numinn og þangað til hann líður undir lok. Líf þjóðanna er brætt inn í athafnir þessarar fjölskyldu, hugsjónir hennar, afrek og spaugilegir hættir þeytast um spjöld sögunnar í sögulegum harmleik byltinga, bjargráða kanans í bananavöllum og syndaflóði ástarinnar. Hundrað ára einsemd hefur verið nefnd mesta stórvirki rómanskra bókmennta á þessari öld. Mál og menning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.