Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 45 mynd má sjá kirkjuna á þeim stað sem hún var er bréfritari hefur sótt hana. Nú hefur hún verið færð ofar og gengur nú undir nafninu IR-húsið. • Reykvíkinga- félagið Varð fráfall þeirra ágætis- manna séra Bjarna Jónssonar dómprófasts hins snjalla húmorista sem kætti og gladdi alla sem í kringum hann voru og svo Hjartar heitins Hanssonar sem var formaður félagsins í mörg ár til þess að félagið var lagt niður? Fleiri ágætismenn gæti ég talið, t.d. Ólaf Thors sem flaut inn í félagið á konunni eins og hann orðaði það eitt sinn á fundi. Einkennilegt finnst mér að maður eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason sem var virtur af öllum landslýð fyrir gáfur og fyrirlestra skyldi leyfa andlát félagsins þó svo ég viti að hann er háaldraður maður. Margir ungir og vel skynsamir menn sem eru fæddir Reykvíkingar væru vel tiltækir til forystu í félaginu t.d. Birgir ísleifur Gunnarsson og fleiri og fleiri. Reykvíkingar, reisum Reyk- víkingafélagið við. Sveinn Sveinsson Sólvaliagötu 3. Þessir hringdu . . . • Morgun- pósturinn Mig langar aðeins að minnast á Morgunpóstinn. Hann er góð tilbreyting í dagskrá útvarpsins á morgnana því að ég get ekki vanið mig af því að vakna kl. 7 á morgnana þó fátt sé nú framund- an. Einn galli finnst mér þó vera á þessum þætti. Mér finnst vel mætti sleppa draumnum. Ég held að þeir séu engir draumamenn, ég tek nefnilega mark á draumum ef mér finnst eitthvert vit í þeim. Sólveig. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Ólympíumótinu í Buenos Aires um daginn kom þessi staða upp í skák hins nýbakaða rúm- enska stórmeistara Suba, sem hafði hvítt og átti leik, og Roos, Frakklandi. 21. Dxb4! — De5 (Eftir 21. ... Hxb4, 22. Hxc8+ - Ke7, 23. Bxb4+ - Kf6, 24. Bb2+ - Re5, 25. He8 vinnur hvítur auðveldlega) 22. Rd3 — Df6, 23. Bh3 og svartur gafst upp, enda standa öll spjót á honum. Samt sem áður tókst Frökkum að halda jöfnu við Rúmena, þar sem Giffard vann stórmeistarann Ciocaltea á öðru borði í aðeins 20 leikjum. • Latmæli Mér finnst það mjög óviðféldið þegar fullorðnir menn sem börn segja „úllingar“ í staðinn fyrir unglingar. Þetta er latmæli sem mér finnst ætti að reyna að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert erfiðara að bera orðin fram eins og á að gera það fyrir utan að það er ólíkt fallegra. Ilúsmóðir. • Þakkir Húsmóðir sú er samband hafði við Velvakanda vegna þess að henni fannst vanta nokkuð á að jólalög væru flutt í útvarpinu vildi koma á framfæri þökkum til útvarpsins fyrir að hafa tekið kvartanir hennar til greina. Að minnsta kosti sagði hún, að það væri farið að leika jólalög í hljóðvarpinu en samt var hún ekki alveg ánægð þar sem hún kvað það geta verið mun meira. „Sumum finnst ég ef til vill frek en svo mikið barn er ég, að mér satt að segja finnst ekki þurfa svona rétt fyrir jól að vera að leika lög sem hljóma í eyrum almenn- ings allt árið um kring. Því vil ég segja: „Meiri jólalög í útvarpið." HÖGNI HREKKVÍSI "ÍA/M HeFuHcfuehi riKtt 'oeen M.n!" Lífeyrissjóður Rafiðnaðarmanna auglýsir hér meö eftir umsóknum um fasteigna- veölán. Umsóknir skulu sendast stjórn sjóösins, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, á eyöublöö sem sjóöurinn lætur í té, eigi síöar en 30. desember n.k. Stjórn Lífeyrissjóðs Rafiónaöarmanna. Besta heimilishjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boróhald Úr ryöfríu stáli að innan Hæð 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiðsluskilmálar eða staðgreiðslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ við veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 Utsölustaöir DOMUS, LIVERPOOL og kaupfélögin um land allt Kantlímdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Hvítar plast hiflur 30 cm °9 50 cm öreiðar. Viöarþiljur í 7 viðartegundum spóna- plötur í 8 þykktum og 7 stæröum, rakavaröar, eld- varöar, spónlagöar, plast- lagöar í hvítu og viöarlit- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.