Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 ^slandsmetið í 50m jafhað ^ GUÐLAUGUR Þorsteinsson spretthlaupari úr ÍR jafnaði íslandsitietið ! i' 50 metra hiaupi innanhúss á móti í Baldurshaganum í fyrrakvöld með því að hljóta tímann 5.7 sekúndur. Annar í hlaupinu var Hjörtur Gíslason KA sem setti persónulegt met. en hann hljóp á 6.0 sek. Helga Halldórsdóttir KR sigraði í kvennaflokki, hljóp á 6,6 sekúnd- Guðlaugur Þorsteinsson er ört vaxandi spretthlaupari. Hann hljóp 100 metra á 11,1 sekúndu og 200 metra á 22,5 sekúndum utan- húss í sumar. Það sem af er vetri hefur Guðlaúgur æft vel og samvizkusamlega, og segja fróð- ustu menn að hann sé líklegur til afreka á hlaupabrautinni næsta sumar. Lr....... Hótel Borg í fararbroddi í hálfa öld Jólastemming á Borginni Nú eru allir í jólaskapi á Hótel Borg, enda jólablær yfir öllu. Kynnum t.d. jólaplötu Brunaliösins: „Með eld í hjarta“, sem út kom fyrir skömmu. Leikum einnig besta lag Boney M. tll þessa aö okkar dómi, „Mary’s boy Child“ Einnig höfum viö allar litlar plötur sem fást á íslandi. Kvöldverður framreiddur frá kl. 18.00, og viö mælum með okk- ar Ijúffenga jólaglöggi Hraðborðið í í hádeginu stendur enn til boöa, enda girnilegt og hag- kvæmt. Diskótekið Dísa, plötukynnir Óskar Karlsson Muniö snyrtilega klæðnaðinn og Mary’s boy child — Jesus Christ — was born on Christmans day...“ — syngur Boney M. flokkurinn í nýja jólalaginu sínu: „Mary’s boy child / Oh my Lord“. 20 ára aldurstakmarkið. ©2 Sími 11440 Hótel Borg Sími 11440 fjölbreyttari tónlist & e ólafur Jónsson hefur sjaldan verið betri en í vetur. Hann og Axel eiga stóran þátt í velgengni Dankersen í vetur. - Gunnar Einarsson markvörður leikur báða landsleikina á móti Dönum. Gunnar hefur átt góða leiki í vetur með liði sínu, Arhus KFUM. hann ætti að þekkja þær vel, skyttur Dananna. e Axel Axclsson en oftast áður. Tekst að leggja danskinn að velli í landsleikjunum? ÍSLENDINGAR leika tvo landsleiki í handknattleik við Dani á sunnudag og mánudag. Leikurinn á sunnudagskvöldið hefst kl. 21.00 og einnig á mánudagskvöld. Forsala aðgöngumiða á leikina verður í Laugardalshöllinni og hefst kl. 13.00 á sunnudag. íslendingar hafa leikið 23 leiki við Dani í handknattleik. unnið 4. gert eitt jafntefli og tapað 18. Markatalan er 422—361 Dönum í vil. Það er því kominn tími til að laga stöðuna og vonandi tekst að velgja Dönum undir uggum í þessum tveimur Icikjum sem framundan eru. Leikir þessir eru liður í undir- búningi Islendinga fyrir B-keppn- ina á Spáni í ,febrúar. I íslenska landsliðinu verða þrír leikmenn frá erlendum félögum, þeir Axel Axelsson, Olafur Jónsson og Gunnar Einarsson. Liðið er skipað nokkuð leikreyndum mönnum og takist því vel upp ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að leggja danskinn að velli. , Einn nýliði er í liðinu, Atli Hilmarsson, ungur og efnilegur leikmaður sem tekið hefur miklum framförum i vetur. Rétt er að benda fólki á að koma tímanlega í höllina bæði kvöldin til að forðast þrengsli. Og munum að öflug hvatningarhróp geta riðið baggamuninn. þr. Nægir Víkingum eitt mark VÍKINGAR leika síðari leik sinn við sænsku bikarmeistarana Ystad á morgun og fer leikurinn fram í Österporthallen í Ystad klukkan 16.30 að staðartíma. Leikur þessi er liður í annarri umferð keppninnar. Víkingar komust léttilega í 2. umferð, þurftu ekki að leika einn einasta íeik. Þeir sátu hjá. meðan aðrir bitust um lausu sætin. Róðurinn verður ugglaust erfið- ur hjá Víkingum. Þeir unnu að vísu Svíana, en aðeins með einu marki, 24—23, og Ystad er talið mikið „heimalið", þ.e.a.s. yfirleitt mun sterkara heima en úti. Svíarnir ráða sér vart fyrir kæti yfir árangri sínum, að tapa aðeins með einu marki. Þeirra skærasta stjarna, Basti Rasmussen, lét hafa það eftir sér, að þetta væri næstum eins og sigur í þeirra augum. Það er lítil hætta á að leikmenn Ystad vanmeti Víking- ana, en slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Þeir hafa þegar séð hvers Víkingar eru megnugir og vita mæta vel að hverju þeir eru að ganga, því bera vitni ummæli Svíanna í sænskum blöðum. Eins og vænta mátti skrifuðu og skröfuðu sænsku blöðin allmikið um Evrópuleikinn. Þau eru sam- mála um ýmsa hluti, eins og t.d. sigurlíkur Ystad, þó að Víkingar^ séu á annarri skoðun að sjálf- sögðu. Öll blöðin, sem Mbl. komst yfir, voru einnig sammála um, að Víkingarnir sýndu betri teik en þeir höfðu reiknað með, þrátt fyrir að frændur vorir reikni yfirleitt með hörkuleikjum gegn Islending- um. Einn sænsku fréttamannanna tók svo djúpt í árinni að segja, að hann hefði varla séð betri sóknar- leik hjá félagsliði en þann sem Víkingur sýndi fyrstu 15 mínútur leiksins. Önnur blöð segja, að Víkingar leiki dæmigerðan pólsk- an handknattleik. Tompson kosinn E]B]E1E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]S]E]G]E]E]G]B]E]E]E]E]G]S1G]G1B]E]G][31 011 Oll 01 Munið grillbarinn á 2. hæð. Brimkló 01 01 01 01 gi Snyrtilegur klæönaður gj Opið 9—2 í kvöld. b|u|bHa)b|l3H3|ElE]E]E]E]E]E]ElE1E]E]E|blb|E]l3]t3]Li]E]Lilt3]ElElEilEl og diskótek. § Samtök íþróttafréttaritara á Bretlandscyjum kusu nýverið tugþrautarmanninn Daley Thompson iþróttamann ársins á Bretlandseyjum. Hinn tuttugu ára gamli blökku- maður vann gull á síðustu sam- veldisleikum og var síðan í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu síðastliðið sumar. Hinn 16 ára gamla sunddrottn- ing Breta, Sharon Davies, sem vann tvö gull á OI í Montreal, var kosin íþróttakona ársins. í flokkaíþróttum var Liverpool að sjálfsögðu fyrir valinu. Liðið varð Evrópumeistari í knatt- spyrnu tvö síðustu keppnistímabil- in og er sem stendur efsta liðið í 1. deildinni í Englandi. Alþjóðasam- tök íþróttafréttaritara, kusu Liverpool besta knattspyrnulið heims fyrir frammistöðuna síðasta keppnistímabil. Víkingur AÐALFUNDUR Badmintondeild- ar Víkings veröur haldinn þriðju- daginn 19. þessa mánaðar í Félagsheimili Víkings við Hæðar- garð. Fundurinn hefst klukkan 20.30, fundarefni venjuleg aðal- fundarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.