Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 47 Akureyrarþór tók forystunaí 2.deild ÞÓR FRÁ Akureyri náöi íoryst- unni í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik. er þeir sigruðu erkifjendurna KA fyrir norðan í gærkveldi. Upphaflega átti leikur þessi að fara fram í kvöld, en hann var færður fram. Þór vann sigur í gær- kveldi. skoraði 16 mörk gegn 13 mörkum KA. Staðan f hálfleik var 9—6 fyrir Þór. Leikurinn var mjög jafn framan af og tölur allar jafnar upp í 6—6. En Þórsarar skoruðu 3 síðustu mörkin í hálfleiknum og síðan það fyrsta í síðari hálfleik. Virtist forystan vera örugg. Svo var þó eigi og þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka, hafði KA-mönnum tekist að jafna leikinn, 12—12. Þá seig hins vegar á ógæfuhlið- ina á nýjan leik og Þórsarar tryggðu sér sigur með góðum lokakafla. Lokatölur sem fyrr segir, 16—13 fyrir Þór. Leikurinn var hinn harðasti og 7 leikmenn voru reknir af leikvelli, 3 frá KA og 4 frá Þór. Markverðirnir Gauti hjá KA og Ragnar hjá Þór áttu báðir mjög góðan leik, einnig þeir Gunnar Gíslason og Þorleifur Ananías- son hjá KA og Sigtryggur og Árni hjá Þór. Flest mörk skoruðu fyrir Þór, Stórleikur í Eyjum STORLEIKUR fer fram í hand- knattleik í Vestmannaéyjum. Þar leika í 1. umferð bikarkeppni HSI, lið Þórs og Týs, og hefst leikurinn klukkan 13.15. Bæði eiga félögin sterkum liðum á að skipa. Þórarar eru enn ósigraðir í 2. deild og eru þar meðal efstu liða. Týrarar eru hins vegar í 3. deild, en eru þar með eitt sterkasta liðið og hafa til þessa unnið alla leiki sína. Er sýnt, að annað hvort Þór eða Týr eru dæmdir til að tapa sínum fyrsta leik á vetrinum. þeir Sigtryggur (7 mörk) og Arnar (4 mörk), en Þorleifur Ananíasson og Jóhann Einars- son skoruðu mest fyrir KA, þrjú stykki hvor. Körfubolti um helgina: Aðeins einn leik- ur AÐEINS einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Hann fer fram í Hagaskólanum á sunnudaginn og hefst klukkan 15.00. Þá mætast KR og Þór og með fullri virðingu fyrir Þórsurum, hljóta KR-ingar að teljast sigurstranglegri. Þór vann þó síðasta leik sinn í mótinu, sem sýnir að liðið er svo sem til alls líklegt ef það á góðan dag. Leik ÍR og ÍS, sem vera átti í dag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. jkf jof jmr Ærjm Handbolti um helgina: ^ Lítiö um | að vera ! Ef frá eru' taldir landsleikir íslands og Danmerkur er harla lítið um að vera í handboltanum m hérlendis um helgina, aðeins |JI fáeinir leikir í 2. deild kvenna og 3. V deild karla. Lítum á dagskrána: Laugardagur 16. desember Njarðvík 2. deild kvenna ÍBK- ^ UMFG klukkan 13.00. Njarðvík 3. J deild karla ÍBK—UBK klukkan M 14.00. Varmá 3. deild karla UMFA- ^ UMFN klukkan 14.00. ^ Sunnudagur 17. desember W Seltjarnarnes 3. deild karla Grótta — ÍA klukkan 15.00. ^ imrútllrU Stewart úr leik í bili ÍR-ingurinn Paul Stewart fer þcssa dagana leiðar sinnar á hækjum. með annan fótinn innpakkaðan í gifs. Eins og frá var skýrt, meiddist hann norður á Akureyri um síðustu helgi og í ljós kom síðan, að blætt hafði inn á lið hjá honum. Óvíst er með öllu, hvenær Stewart muni vera búinn að ná sér, en næst eiga IR-ingar að leika í úrvals- deildinni 4. janúar næstkomandi. • Gunnar Eggertsson formaður Ármanns, afhjúpar minningar- skjöldinn. Glímufélagió Ármann 90 ára GLÍMUFÉLAGIÐ Ármann átti 90 ára afmæli í gær. í tilefni dagsins var afhjúpaður minning- arskjöldur um félagið á þeim stað sem það var stofnað. Var það á vallgrónu túni þar sem nú stendur Stjörnubíó og var minn- ingarskjöldurinn hengdur á hlið hússins. Það var Gunnar Eggertsson formaður Ármanns sem afhjúp- aði minningarskjöldinn. Það voru þeir Pétur Jónsson blikksmiður og Helgi Hjálmarsson prestaskólanemi sem gengust fyrir stofnun félagsins 15. des. 1888 á túnbletti, sem fenginn hafði verið hjá Guðlaugi sýslumanni Guðmundssyni sem átti hentugan túnblett vestan Rauðarár. Tekið var til við glímu, en milli lota kvaddi Pétur sér hljóðs og bar undir glímumenn hvórt eigi skyldu þeir stofna með sér félag. Var það samþykkt. Pétur valdi því nafn og stakk upp á nafninu Ármanni. Var það samþykkt með margföldu húrrahrópi — Ármann. Hvaðan var nafnið fengið? Pétur Jónsson var fæddur og uppalinn -í Þing- vallasveit og mun honum hafa verið kær vættin Ármann sem bjó í Ármannsfelli norðan Þingvalla og er hugnæm saga, sem greinir frá hetjudáðum í leikjum á Hofmannaflöt og mun án efa hafa verið Pétri kær. Sagan greinir frá bónda sem Ármann mætti er hann leitaði sér búsetu, en bóndinn á að hafa þekkt til Ármanns og mælt: „Þú færir heill“. Þessa mun Pétur hafa minnst við nafngiftina: „Þú færir heill“. I dag er 30 manna félag um eina íþrótt orðið félag rúmlega 3000 kvenna og karla sem iðka á þess vegum 10 íþróttagreinar og iðk- unarstaður er eigi einn Skellur, túnflöt við Rauðará, heldur dreif- ast þeir um fjallasvæði, laugar, hús, velli og bátanaust. Völl á félagið og íþróttahús í smíöum, skíðalyftur og skála og starfrækir einnig heilsuræktar- stöð. Austurstræti 22, sími frá skiptiborði 28155____@@@

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.