Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 „brumukerrurnar" tilbúnar í flandrið við Sundahöfn. Grein: Árni Jahnsen Mf/ndir: Ragnar Axelsson tt ,, Allar tómstundir í tvö ár í viðgerð á bílnum” Við hittum þá 5 talsins og röbbuðum við þá um bflana þeirra. Þeir eiga það sameiginlegt þessir strákar að eiga allir bfla af tegundinni Ford Galaxie, árgerðirnar 1962, 1963 og 1964, og þeir hafa lagt mikla vinnu f að gera þessa bfla þannig að f dag eru þeir spegilfagrir og rennilegir þrátt fyrir aldurinn. Þeir sögðust ekki vera í neinum bflaklúbb enda væru þeir í ástandi sem mætti segja að væri mitt á milli Fornbflaklúbbsins og Kvartmfluklúbbsins. Þeim bar saman um að áhugi þeirra á þessum bflum væri vegna þess, að þeir væru sterkir og fallegir, hefðu í rauninni styrkleika eins og grindur í vörubflum og allt stál í þessum bflum væri tvöfalt miðað við það sem gerðist í dag. „Við vitum hvað við erum með í höndunum,“ sögðu þeir, „við erum búnir að fara yfir hvern krók og kima í þessum bflum og þekkjum þá.“ Þeir vinna að hverjum bfl hver í sínu horni ef svo má segja, en eru kunningjar vegna sameiginlegrar bflategunda. Þeim bar saman um að það væri mjög mikill áhugi á því að gera upp gamla bfla. Hér fara á eftir stutt samtöl við þá Fordfélaga. Rætt við eig- endur fimm glæstra Ford Galaxie bíla frá árunum 1962-1964 „Átti 4 stykki af Ford ’58 og 1 af ’57 gerð“ „Ég á FORD Galaxie 500 árgerð 1962, en ég keypti hann 1977,“ sagði Guðmundur Þór Ármannsson, „það má segja að ég hafi unnið í honum í eitt ár áður en hann komst ærlega á götuna og reyndar er það þannig með þessa bíla hérna, það hefur kostað lágmark 5—12 mánaða vinnu að gera þá úr garði. Ég keypti bílinn á 200 þús kr. og hef lagt í hann um 800 þús. og þetta er rétt byrjunin. Jú, þessi bíll er sá eini á landinu af þessari tegund, en hann kom til landsins 1976 frá Bandaríkjunum. Maður hefur þurft að vinna að endurnýjun hér og þar og ég á eftir að taka lakkið á honum í gegn, rétta og dudda við ýmisiegt innan í honum og ég ætla að eiga þennan bíl áfram. Það hefur ekki farið svo ýkja mikii vinna í þetta hjá mér, aðallega peningar, því það er allt svo dýrt í þetta.“ „Þú áttir safn af bílum um skeið?" „Það má segja það. Ég átti 5 bíla á einu bretti, fjögur stykki af Ford 1958 og einn Ford 1957 sem ég keypti fyrir eina flösku. Svo var mér gefinn Moskvitz, en ég lét nú Vöku hirða hann, maður gat ekki verið þekktur fyrir annað." Allar tómstundi í 2 ár í bílnum. „Þessi bíll hefur verið á íslandi frá 1968, en ég keypti hann fyrir tveimur árum, Ford Galaxie 500 XL 1963,“ sagði Skúli Skúlason um bíl sinn, gljáfægt hvítt tryllitæki. „Ég byrjaði að vinna í bílnum þegar ég keypti hann og í sumar komst hann í gagnið þannig að allar mínar tómstundir í tvö ár og ríflega það hafa farið í viðgerð á bílnum, nær öll kvöld og helgar. Ég keypti bílinn á 180 þús. kr., en hef lagt í hann um 1,6 millj. kr. Það má segja að ég hafi tekið allt í gegn i honum, en þó er ég ekki hættur því nú ætla ég að fara að hagræða og betrumbæta miðað við nýjustu tækni. Það eru tveir bílar af þessari tegund á landinu núna, en minn er með fullkomnari útbúnaði." 14 ára og alveg eins og nýr inginergur Bjarnason á ford Galaxie 500 árgerð 1964, en auk þess á hann Studebaker árgerð 1929 sem hann er aö gera upp ásamt Halldóri bróður sinum. „Ég keypti þennan bíl s.l. sumar á 300 þús. kr. og er búinn að leggja í hann um 1200 þús. kr. Þar af fóru 700 þús. kr. í ryðbætingu en ég lét hann á verkstæði til þess að fá það klárt og það tók 4 mánuði með sprautun og ýmsu fleira sem ég lét gera. Núna er bíllinn fullklár, alveg eins og nýr og með upphaflega áklæðinu en til skamms tíma hafði verið plastbrigði yfir öllu áklæðinu. Annars á ég einn annan bíl af þessari gerð til þess að hafa í varahluti. Ég keypti hann í ágúst s.l. á 30 þúsund krónur, alveg tóman, en flestir þessara bíla okkar hafa komið til landsins í gegnum Sölunefndina.“ „Að vera ekki eins og aðrir Halldór Kristófersson á bláan Ford Galaxie 1964, sem hann keypti fyrir tveimur árum. „Ég skipti á honum og Moskvitz og borgaði 150 þús. kr. á milli," sagði Halldór og ég hef siðan lagt í bílinn um 600 þús. kr. og vinnu í einn og hálfa'n mánuð ásamt bróður mínum á hverjum degi og langt fram á nótt. Þessi bíll hafði lent í krassi og því varð ég að kaupa megnið af öðrum bíl í varahluti. Það voru til í landinu þrír bilar af þessari gerð en ég reif sem sagt einn til þess að koma þessum heim og saman þannig að nú eru þeir tveir til. Nú á ég aðeins eftir að klæða sætin á bílnum og síðan á hann að vera klár til notkunar i lotu næstu fimm árin, en mér finnst alveg nóg að gera upp einn svona bíl.“ „Þetta er þá engin árátta hjá þér eins og sumum sem taka hálfa ævina í að gera bíla upp?“ „Nei áráttan hjá mér liggur í því að vera ekki eins og aðrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.