Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 57 Helmingur til 2/3 telja dagvistun æskilega í NÝÚTKOMINNI skýrslu um könnun á jafnréttismálum í fjórum kaupstöðum er kafli um afstöðu svarenda til dagvistunar- mála og ástand þeirra f kaupstöð- unum fjórum. Fjöldi svarenda, sem eiga börn á eða við það að ná dagvistunaraidri eru frá 44,8% og til 47%. I kaflanum kemur m.a. fram álit á dagvistun. Þar kemur m.a. fram, að tæp 32% til 37% karla í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi telja dagvistun ótvírætt æskilega, en hins vegar 53% karla á Neskaupstað eða allt að 20% fleiri en á hinum stöðunum. Hlutfallslega flestir, sem telja dagvistun æskilega með fyrirvör- um eru úr hópi karla í Garðabæ eða rúml. 28%, en fæstir í Neskaupstað rúmlega 12%. í Garðabæ álíta rúm 18% karla dagvistun óæskilega og er það hæsta hlutfallið, lægsta er 5,5% í Norðfirði, en í Kópavogi eru 15% og Hafnarfirði 9% þeirrar skoðun- ar. Viðhorf kvenna um þetta í bæjunum fjórum sýnir að hlut- fallslega stærsti hópur kvenna sem ótrírætt telur dagvistun æskilega er á Neskaupstað eða 47% kvenna þar, en það er heldur lægra hlutfall en meðal karlanna. Tæplega 35% kvenna í Kópavogi er þeirra skoðunar og 32% bæði í Hafnarfirði og Garðabæ. í Garða- bæ eru hins vegar hlutfallsléga flestar af þeim, sem telja dagvist- un æskilega með fyrirvörum af ýmsu tagi, eða rúm 38%. í Hafnarfirði eru þær sem þetta viðhorf hafa rúm 33%, í Kópavogi tæp 29% og á Neskaupstað eru þær tæp 26%. Rúm 10% kvenna í Hafnarfirði telja dagvistun alfarið óæskilega, 9,5% í Garðabæ og 9% í Kópavogi, en aðeins 4% i Neskaup- stað. Samantekið má segja að almennt séu viðhorf til dagvistun- ar heldur jákvæð, þannig er frá helmingi upp í % karla og kvenna, sem telja dagvistun annað hvort ótvírætt æskilega eða æskilega með fyrirvörum. 56% hjá afa og ömmu Athyglisvert er það að þar sem dagvistun er útbreiddust, á Nes- kaupstað, eru viðhorfin til hennar langjákvæðust. Þegar spurt er um það hvað hindri dagvistun, þá krossa yfir 54% í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði við svarið „Vantar pláss". En enginn í Neskaupstað. 14% af börnum svarenda í Kópavogi eru í gæslu í heimahúsum gegn greiðslu, 8,3% og 5,1% í Hafnarfirði og Garðabæ, en í Neskaupstað 1,4%. Af þeim börnum, sem ekki njóta dagvistunar meðan mæður þeirra eru í tekjuaflandi vinnu, eru í Kópavogi 56% hjá afa og ömmu sinni, en 25% í Garðabæ, en þar eru 33% þeirra í umsjá eldri systkina, á móti 19,7% í Kópavogi. Margt fleira fróðlegt er í þessum Lítíðtíl beggja hliða Landsleikir í handknattleik Danirnir koma ÍSLAND — DANMÖRK í Laugardalshöll í kvöld sunnudag kl. 21.00 og annaö kvöld mánudag kl. 21.00 ALLIR í HÖLLINA — HVETJUM ÍSLAND TIL SIGURS. — ÁFRAM ÍSLAND. Forsala aögöngumiöa hefst í Laugardalshöll kl. 13 í dag. Ólahir H. Jón*«on leikur med landsllöinu eftlr 1 árs fjarveru. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVFG b6 LAUGAVEG 20a Sim. Ira skiplihorði 2RISS Sidney Sheldon Það er engin tilviljun, að skáldsagan fram yfir miönœtti eftir Sidney Sheldon varð metsölubók um allan heim, því Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandi að lesand- inn stendur því sem næst á öndinni þegar hámark- inu er náð.... Þessir sérstæðu hæfileik- ar Sheldons njóta sín vel í nýju skáldsögunni hans „ANDLIT í SPEGLINUM", því hér heldur hann spennunni líka fram á síð- ustu blaðsíðu. Þetta er sagan um Toby Temple, skemmtilegasta, auðug- asta og dáðasta gaman- leikara sem um getur. En þrátt fyrir sjónvarps- og kvikmyndafrægð, auð og völd, þá er Toby mjög ein- mana . . . þar til hann kynnist Jill Castle, hinni fögru og ómótstæðilegu ungu leikkonu sem dreymir um stjörnufrægð í kvikmyndum — en býr yfir ægilegu leyndarmáli. Ástin blossar upp, sam- band þeirra verður æ ástríðuþrungnara, en hver verða viðbrögðin þegar hið ægilega leyndarmál kemur fram í dagsljósið? Þessi ástarsaga er þrung- in hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra söguloka. Verö kr. 6.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.