Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. desember Bls. 65-96 Með félögum í Stjömuskoðunarfélagi Seltjarnamess við stjömukíkinn í Valhúsaskóla Meðan ungir elskendur leiðast úti í nóttinni undir stjörnubjörtum himni, skotra ástföngnum augunum í átt til mánans eða skima eftir stjornuhrapi í von um að hitta á óskastundina, þá á allt öðrum stað — undir næsta dularfullu hvolfþaki ofan á Valhúsaskóla — eru einatt saman komnar fáeinar manneskjur og beina líka athygli sinni til himins. En það er í allt öðrum og óíómantískari tilgangi. þarna væru á ferðinni einhverjir af félögum í Stjörnuskoðarafélagi Seltjarnarness og bogra yfir stærsta og fullkomnasta stjörnukíki hér á landi, en hann hafa þeir sér til trausts og halds við þessar athuganir sínar. Og hvenær sem skýjafar eða dans norðurljósanna ekki byrgir sýn um óravíddir himingeimsins, beina þeir sjónaukanum út um skrítinn glugga hvolfþaksins. Þeir sitja þarna oftast löngum stundum, því að stjörnuskoðun er tímafrek og þolinmæðisvinna. Iðulega hlýtur athugandinn þó umbun erfiðis síns, því að stjörnuskoðarar leita líka óskastundar í bliki stjarna himinsins þótt þær kunni að vera annars eðlis en þær sem elskendurnir leita. En til að forðast allan misskilning þá skal tekið fram, að stjörnuskoðarar geta vafalaust einnig átt til rómantískar tilfinningar — þegar veður leyfir. Það var kvöld eitt í síðustu viku um það leyti sem Venusar- förin bandarísku voru að byrja að senda stórtíðindin frá þess- um nágranna okkar, að blaða- maður Morgunblaðsins lagði leið sína út í Valhúsaskóla og hitti að máli þrjá forsvarsmenn stjörnuskoðunarfélagsins — þá Grétar Ivarsson, Þorstein Guð- mundsson og Guðmund Arn- kelsson. Þeir eru reyndar nýlega teknir við stjórnartaumum í félaginu, allt ungir menn og háskólanemar — Grétar, for- maður félagsins, leggur stund á jarðfræði, Þorsteinn gjaldkeri á eðlisfræði og Guðmundur ritari á sálarfræði. I lítilli kytru undir pallinum sem sjónaukinn góði stendur á, hafa þeir komið upp svolítilli aðstöðu fyrir sig, og það var sest niður og í byrjun spurt um sögu félagsins. * Upphaf stjörnuskoöunar- félagsins „Stjörnuskoðunarfélag Sel- tjarnarness er stofnað hinn 1.. marz árið 1976 og þá beinlínis í kringum þennan sjónauka,“ segja þeir Grétar og Þorsteinn, sem báðir voru meðal stofnenda félagsins en Guðmundur gekk í það litlu síðar. „Tildrögin voru þau að Sigurður Arnason bygg- ingarmeistari, sem vann við smíði Valhúsaskólans og sjálfur er áhugamaður um stjörnu- fræði, fékk þá hugmynd að loftræsiturnarnir, sem ganga upp úr skólanum á fjórum stöðum, gæfu góða möguleika á að koma upp aðstöðu til stjörnu- skoðunar. Hann gekkst síðan fyrir því að keyptur var þessi stjörnUkíkir, gefinn skólanum og komið fyrir á einum turnin- um. Kíkirinn er þannig eign Valhúsaskóla en félagið annast rekstur hans og hefur alveg frjáls afnot af honum. Fyrst í stað stóðu menn við athuganir sínar þarna á berangri upp á þakinu en síðar var drifið í því að kaupa þetta hvolfþak frá útlöndum til að setja yfir kíkinn og þá varð þetta allt annað líf.“ Þeir þremenningarnir hafa það um kíkinn sjálfan að segja, að hann er 14 tommu spegilsjón- Lúgan hefur veriö opnuð og stóra stjörnukíkinum er beint til himins, en þar er lítið að sjá nema tunglið vaða í skýjum. Stjórn Stjörnuskoðunarfélagsins stendur við kíkinn f.v. Þorsteinn Guðmundsson, Guömundur Arnkelsson og Grétar ívarsson. Ljósm. Mbl. Rax auki — F 11 og mesta stækkun 650, brennivíddin 4 þúsund millimetrar. „Þessi sjónauki þjónar þörfum okkar hér alveg sæmilega, en auðvitað má alltaf kaupa fleiri fylgihluti til að auka möguleikana og eins myndavélar, svo sem sérsmiðað- ar þurrísmyndavélar og tæki til sólarathugana. Rétt er þó að geta þess að það er ekki stækkun sjónaukans sem skiptir mestu máli þegar rætt er um hversu stórir sjónaukar eru heldur hversu miklu ljósi þeir geta safnað og það veltur á stærð spegilsins. Mesta stækk- unin, sem þessi kíkir nær, er reyndar afskaplega lítið notuð.“ Akaflega misjafnt er hversu aðstaðan í Valhúsaskóla er nýtt að því er þeir Grétar, Þorsteinn og Guðmundur segja. „Aðallega eru það við strákarnir hérna sem stundum þetta nokkuð reglulega. Þetta tekur geysileg- an tima og þegar þess er gætt að veðráttan hér á Islandi ásamt norðurljósum er okkur stjörnu- skoðurum til töluverðra vand- ræða, þá verður eiginlega að nota hvert kvöld, sem gefst til skoðunar eða myndatöku. Þess vegna er líka eðlilegt að það séum fremur við þessir ungu og einhleypu heldur en fjölskyldu- fólkið, sen nennum að hlaupa til hvenær sem aðstæöur henta.“ í Stjörnuskoðunarfélagi Sel- tjarnarness eru nú 66 félags- menn, og þeir stjórnarmennirn- ir segja að af þeim hópi séu milli 10 og 15 manns sæmilega virkir. Þetta er mislitur hópur og að vísu ber mest á skólafólki — bæði úr háskólanum og mennta- skólunum en einnig ýmsir sem starfa á sviði raungreina, jarð- fræðingar, eðlisfræðingar og líffræðingar, veðurfræðingur að ógleymdum einum bónda í Biskupstungum og reykvískri húsmóður. Þremenningarnir eru þó síður en svo vondaufir, þótt félagið sé ekki fjölmennara en þetta, því að þeir segja greini- legt að áhugi fyrir stjörnufræði og stjörnuskoðun fari vaxandi og komi það fram í því að félagatalan hjá þeim aukist jafnt og þétt ár frá ári. Þetta þakka þeir m.a. aukinni kennslu í stjörnufræði innan mennta- skólanna og háskólans, auk þess sem félagið reynir sjálft í samræmi við stofnskrá sína að stuðla að auknum áhuga al- mennings á stjörnuathugunum og félagsmenn hafa farið með nemendur úr ýmsum skólum í skoðunarferð um himingeiminn úr stjörnukíkinum í Valhúsa- skóla. * Veðrið til trafala Veðurfarið setur iðulega strik í reikning stjörnuskoðara hér á landi, eins og áður hefur komið fram, og einnig geta skilyrði veriö mjög mismunandi milli ára af ýmsum ástæðum. „Maður minnist þess t.d. árið 1976 voru skilyrði til athugana héðan mjög góð og á þeim tíma, einkum i október og nóvember, lét blossastjarna í Litla refnum mikið á sér kræla,“ segir Grétar. „Þá höfðum við fimm félags- menn með okkur samvinnu um að fylgjast með stjörnu þessari og birtustigi hennar hvenær sem tækifæri gafst. Menn voru við þetta heima hjá sér með Guóaó á glugga himingeimsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.