Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 4
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Myndin sýnir hvað Pioncer fjölkönnuður tvö og Pioneer sporbrautarfari náigast Venus og hinn fyrrnefndi opnast og sendir hina litlu könnuði sína til jarðar. Ferdin til Venusar — ferd til fjár Þannig hugsa menn sér að einn af könnuðunum hafi komið niður á óvistlegt yfirborð Venusar. Máninn og Mars eru að baki og nú er það Venus, sem fær næstu vitjun bandarískrar tækniþekkingar. Geimförin Pioneer Venus 1 og 2 eru komin til Venusar — hið fyrra á braut um reikistjörnuna en hið síðara hefur þegar sent litla könnuði sína niður á yfirborð þessarar fögru en óvistlegu plánetu. Daglega berast nú myndir frá Venusi ásamt gífurlega mikilvægum upplýsingum, sem víst þykir að munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á hugmyndir vísindamanna um myndun reikistjarnanna í sólkerfinu. Þótt kostnaður við þessa geimferð Bandaríkjamanna nemi um 67 milljörðum króna eru vísindamenn í Bandaríkjun- um í engum vafa um, að þeim peningum sé vel varið og sú vitneskja sem þegar hefur feng- izt úr þessari geimferð styður það. Hér kemur einnig til að stjörnufræði á okkar tímum er að langmestu leyti byggð á athugunum frá jörðu og frá þeim sjónarhóli er margt sem augað glepur úti í himingeimn- um og villir sýn. í tækjum hafa stjörnufræð- ingar getað lesið margvíslegan fróðleik um upphaf himingeims- ins og leitað staðfestingar á fyrirbærum eins og svartholum og hlutum svo björtum að sólin okkar væri eins og lítil stjarna við dagrenningu í samanburði. Flestir virtustu jarðfræðingar veraldar eru líka reiðubúnir að játa hreinskilnislega, að ýmsar grundvallarkenningar þeirra og ályktanir um heimsfræðina kunni að vera rangar, svo að jafnvel megi búast við að þeir þurfi algjörlega að stokka upp spilin og endurskoða niðurstöð- ur sínar eftir því sem fleiri villur koma í ljós. Geimför á borð við þau sem nú hafa vitjað Venusar geta lagt þar lóð á vogarskálarnar. Þau geta fært okkur heim sanninn um það hversu einstök jörðin er meðal nágrannanna í þessum hluta alheimsins, hversu ólík hún er annars tiltölulega áþekk- um reikistjörnum á borð við Venus og Mars og hugsanlega gefið vísbendingu um það hversu samofin þau öfl eru sem blésu lífi á yfirborð jarðar. Fyrri geimferðir hafa leyst margar ráðgátur. Stærsti hluti tunglsins var jafnan hulin sjónum jarðarbúa allt þar til tunglferðir hófust. Vísindamenn höfðu séð einhverja litla afmarkaða fleti á yfirborði Mars, sem þeir fullyrtu að væru án vatns en geimferð á þessar slóðir leiddi í ljós skurði, sem allt benti til að myndaðir væru af vatni og ýmis merki um að gnægð vatns væri á Mars. Vísindamenn töldu að Merkúr hefði engin segulsvæði þar til geimfar flaug þar hjá og fann eitt slíkt. Og nú þegar eru farnar að berast upplýsingar frá Venusarförunum, sem virðast ætla að kollvarpa öllum kenn- ingum um Venus, hvernig reiki- stjarnan og í reynd allt þetta sólkerfi myndaðist. Fyrstu mælingar úr gufu- hvolfi Venusar benda til þess að þar sé mun meira af efninu argon-36 heldur en reiknað hafði verið með eða um 100 sinnum meira en í gufuhvolfi jarðarinnar og Mars. Efni þetta myndast hins vegar ekki eftir myndun reikistjörnunnar og hefði þess vegna átt að vera svipað að magni og hjá næstu nágrönnum. Geimfarið Pioneer Venus 1 hefur verið á ferð sinni frá Flórída frá því í maímánuði. Það er hlaðið margvíslegum tækjum, einkum til athugunar á andrúmslofti Venusar og veður- fari, enda er vonast til að farið hringsóli um reikistjörnuna í 8 mánuði og sendi heim fjórar ljósmyndir á dag af skýjalögun- um yfir yfirborði plánetunnar. Hinn 9. desember sl. sigldi svo Pioneer Venus 2 í kjölfar hins en það far hafði þá verið á ferðinni frá því í ágúst. Þegar farið nálgaðist Venus var því þannig fyrir komið að það opnaðist og stráði yfir plánet- una fjórum litlum könnuðum, sem um leið og þeir féllu í gegnum andrúmsloftið söfnuðu hinum margvíslegustu upplýs- ingum — tóku sýni úr andrúms- loftinu, mældu vindhraðann, könnuðu birtustig skýjanna og leituðu tveggja mikilvægra efna — súrefnis og vatns. Geysilegar annir voru í Ames-rannsókna- stöðinni í Moffet Field meðan allar þessar upplýsingar voru að berast þar inn á tölvukerfin en törnin virðist ætla að bera ríkulegan ávöxt. Vísindamenn gantast með það sín á milli að enda þótt þeir séu nú að fást við Venus verði ekki lengur sagt að þeir séu með jómfrú í höndunum. Frá árinu 1962 hafa í kringum 13 geimför kannað þessa reikistjörnu — ýmist um leið og flogið var hjá til annarra áfangastaða eða hreinlega til lendingar á yfir- borði plánetunar. Þrjár banda- rískar geimrannsóknastöðvar, hafa flogið þarna hjá hingað til og sjö sovézk geimför hafa fleytt kellingar á yfirborðinu. Fjögur þeirra þoldu nógu lengi brenn- andi hitann til að senda mikil- sverða fróðleiksmola um um- hverfið. Samkvæmt þeim á landslagið að vera tiltölulega hrjúft og tiltölulega laust við ryk með fölgulum skýjum sem talið var að væru úr brenni- steinssýru, og það eru einmitt þessi ský sem byrgja sýn frá jörðu en hleypa um leið sáralitlu ljósi að yfirborði Venusar. Það eru hraunmyndanir á yfirborð- inu og gígar sem loftsteinar hafa myndað en einnig hryggir sem benda til fjallamyndana. Það eru merki um undarlega vinda sem æða með um 350 km. hraða á klst. í efstu lögun skýjanna en gætir lítið eða ekkert á yfirborðinu. Venus hefur nú um skeið verið helzti vettvangur geimferða- kapphlaups Sovétmanna og Bandaríkjamanna, og hinir fyrrnefndu óneitanlega haft vinninginn. Venusförin eru hins vegar veruleg skraut fjöður fyrir bandaríska geimvísinda- menn, og könnuðirnir frá Ven- usi 2 munu sitja á yfirborði Venusar og senda mikilvæga vitneskju um plánetuna og allar aðstæður tveimur vikum fyrir komu tveggja sovézkra geim- fara, því að þau eru ekki væntanleg að Venusi fyrr en upp úr áramótum. Kortið sýnir hvernig Venus hlasir við í suðri á morgnana um þetta leyti árs. Tækni og þægindi til heimilisnota. Við bjóðum yður ábyggileg heimilistæki, sem byggja á áratuga tækniþróun SIEMENS verksmiðjanna. SIEMENS -heimilistækin sem endast SIEMENS sameinar gæði, endingu og smekklegt útlit. SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.