Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 6
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 # „Það sem sungið er verður að klæða söngvarann “ Rætt við Ingveldi Hjaltested söngkonu „Ingveldur Hjaltested hefur stórkostlega rödd. Söngsaga hennar er merkileg og í rauninni táknræn fyrir flesta okkar söngvara.“ Þannig m.a. eru ummæli Jóns Ásgeirssonar tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins eftir tónleika sem Ingveldur hélt í október s.l. hjá Tónlistarfélagi Reykjavíkur og endurtók 28. nóvember í Kópavogi. „Ég held raunar að ég hafi orðið mest undrandi sjálf þegar dómarnir um tónleikana birtust í blöðunum,“ sagði Ingveldur. „Það lá raunar við að ég gengi með veggjum fyrstu dagana á eftir. Ætli ég hafi ekki orðið hálffeimin vegna alls þessa hróss sem ég fékk,“ bætti hún við og brosti. Aðeins söngkona „Ég byrjaði sem eihsönf?vari ellefu ára með barnakórnum Sólskinsdeildinni. Ég man að ég söng t.d. Ökuljóð, sem Stefán íslandi gerði hvað þekktast. Einu sinni varð ég það fræg að ég söng ásamt Pétri A. Jónssyni heitnum á skemmtun sem haldin var í Gamla bíói fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þá var ég mjög lítil vexti — eins og ég er stór núna. Annars held ég að ég hafi sungið meira og minna frá því ég var tveggja ára gömul. Þá kunni ég alla jólasálmana sem sungnir voru heima og ég var mjög ung þegar ég ákvað að verða söngkona. Á þeim árum kom ekkert annað til greina. Ekki skorti bjartsýnina. En margt fer öðru vísi en ætlað er.“ Og Ingveldur hélt áfram: „Ég fór í Leiklistarskóla Lárus- ar Pálssonar áður en ég fór út í söngnámið. Það var nefnilega ætlunin að verða óperusöngkona. Leikiistarskólinn átti að vera liður í undirbúningnum. Það var í þeim skóla að ég kynntist verðandi manninum mínum, Einari Þ. Einarssyni. sem næstu árin á eftir lék með Leikfélagi Reykjavíkur meðan ég eignaðist tvo drengi með stuttu millibili. Um svipað leyti var Þjóðleikhús- kórinn stofnaður og varð ég ein af stofnendunum. Einnig réðst ég í söngnám til austurríska söngvar- ans Vincenzoi Demezt sem þá var nýkominn til landsins og varð seinna landskunnur undir nafninu Sigurður Franzson. Hjá honum var ég í fjögur eða fimm ár með smáhvíldum þó því ég eignaðist tvö börn til viðbótar á þeim tíma.“ Nú stendur Ingveldur, eða Inga eins og hún er kölluð í daglega lífinu, á fætur og fer fram í eldhús að hella upp á könnuna. Hún gefur sér þó tíma á meðan hún lagar kaffið að líta inn í stofuna og segir kankvíslega: „Ég má til með að segja þér það til gamans, að mér var um þetta leyti boðið í heils árs frítt söngnám til Ítalíu. Auðvitað gat ekkert orðið af því með fjögur smábörn á heimilinu." Og Inga hélt áfram eftir að búið var að skenkja í bollana: „Eftir að Sigurður fluttist til Akureyrar var ég við nám hjá Maríu Markan í tvö ár. Að þeim árum loknum fór ég til London á sumarnámskeið í Guild Hall School of Music and Drama. Eftir heimkomuna frá Bretlandi flutti ég ásamt fleirum undir stjórn Jóns Stefánssonar organleikara kant- tötu eftir J.S. Bach. Verð ég alltaf þakklát Jóni fyrir það tækifæri sem hann gaf mér þarna þar sem þetta var í fyrsta skipti sem mér gafst tækifæri til að syngja við undirleik hljómsveitar sem ein- söngvari. Næstu tvö árin söng maður svo við öll tækifæri sem til féllu. Og síðan hætti ég öllum söng í fimm ár. Ástæðan, fyrir því var að börnin voru að komast á unglings- árin, öll í skóla, og meira þurfti til en tvær hendur önnuðu. Ég fór smám saman að vínna utan heimilisins uns ég hóf fullt starf hjá Iðnaðarbankanum í Hafnar- firði þar sem ég er enn.“ Tekið aftur til viö námið Eftir að hafa spjallað saman um heima og geima yfir kaffinu tókum við aftur til við sönginn og Inga hélt áfram: Ingveldur Hjaltested söngkona og bankastarfsmaður. „Ég hafði lært á orgel og píanó þegar ég var ung. Er Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður var gert ráð fyrir að nemendur legðu stund á hljóðfæraleik jafnhliða söng- náminu við skólann. Þarna sá ég mér því leik á borði að halda áfram þar sem frá var horfið við píanóleikinn á unga aldri jafn- framt því sem aftur yrði tekið upp söngnamið sem nú hafði verið hvílt um árabil. Því miður gat ég ekki verið þarna í skólanum nema eitt ár vegna starfsins. En svo atvikaðist þannig, að ég fór út til Múnchen. Prófessor Hanne Blaschke var hér með söngnámskeið og hvatti hann mig mjög til frekara náms. Ég fór til Þýskalands vorið eftir að ég hætti í Söngskólanum og hugmyndin var að ég yrði þar í eitt ár. Ég kom þó fljótlega heim aftur. Ástæðan var sú að áður en ég fór utan hafði ég sungið til reynslu hlutverk Micha- elu í óperunni Carmen sem í ráði var að flytja að hausti í Þjóðleik- húsinu. Éftir tveggja mánaða dvöl ytra barst mér síðan bréf um að mér byðist hlutverkið. Það, ásamt heimþránni, varð söngnáminu yfirsterkara svo úr varð að ég tók hlutverkið og fór heim. Ég sé nú samt dálítið eftir því að hafa horfið heim svo fljótt en það bætir upp að óperan var færð upp hér fyrir jólin og það var alveg geysilega gaman að taka þátt í flutningi hennar. Sýningum á Carmen lauk undir vorið og þá ráðlagði Sigríður Ella Magnúsdóttir mér að fara út til Ghent í Belgíu á námskeið í ljóðasöng hjá Erik Verba. Það var bara mánuður til stefnu en samt ákvað ég að fara þótt ég yrði að læra 25 ljóð á þeim tíma og þurfti helst að flytja þau á þýsku til að öðlast inngrip í námsefnið. Það reyndist ansi erfitt, því máttu trúa,“ sagði Inga og brosti í kampinn. „Ég hafði afskaplega mikið gagn af veru minni í Belgíu, — sérstak- lega eftir að ég kom heim. Þá gat ég farið að íhuga það í rólegheitum og tileinkað mér það sem ég hafði lært þennan sumarfrísmánuð minn á námskeiðinu ytra.“ „Synd að hér skuli ekki vera flutt eitt _______ðperuverk é ári“________ Tónleikar Ingveldar hjá Tónlist- arfélaginu voru fyrstu sjálfstæðu tónleikar hennar. Hún hafði áður sungið ásamt Garðari Cortes á Háskólatónleikum. Nú spurði ég Ingu hvað henni þætti ánægjulegast við það að syngja. Hún svaraði ákveðið: „Mesta ánægjan við að syngja er að hrífa fólk, gefa því eitthvað af sjálfri sér. Ef það tekst er maður alsæll." Nú beinist talið að óperuflutn- ingi hérlendis. „Mér finnst virkileg synd að hér skuli ekki vera færð upp ópera á hverju ári, eða að minnsta kosti óperutónleikar með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Við eigum þó tónlistarfólk til þess. Og eru ekki Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljóm- Ingveldur ásamt Sigurveigu systur sinni í söngleiknum Nituuch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.