Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 8
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Árni Óla. EKKI EINLEIKIÐ. Setberg 1978. í þeim hluta Ekki einleikið sem Árni Óla nefnir Hugheimur og líf skýrir hann frá tilgangi bókar- innar: „Manninum hefur verið gefið mál til þess að hann geti kynnt öðrum hugsýnir og hugmyndir, og skýrt frá reynslu sinni. Það er því ein af skyldum þeim, sem skóli lífsins leggur honum á herðar, að segja frá því, sem hann hefir orðið var við utan þrívíddar, því allt slíkt getur flýtt fyrir skilningi manna á lögmálum lífsins. Þess vegna hefi ég ritað þessa bók.“ Það er margt í kringum okkur sem virðist ekki einleikið. Árna Utan Óla tekst að mínum dómi misjafn- lega að gera grein fyrir því. En margar frásagnir hans virðast styðja þann grun að „yfir oss“ sé „vakað". Reynslusögur úr einkalífi og myndir frá bernskustöðvum í Kelduhverfi eru til dæmis trúverð- ugar og flestar athyglisverðar. Lýsingar á óráði koma heim og saman við sögur margra sem hafa legið þungt haldnir. I veikindum er bilið milli raunveruleika og ímyndunar stutt og stundum ekki til. Þá er fyrst og fremst spurt um það hvort höfundi tekst að gæða frásagnir sínar lífi, gera þær þannig að maður nenni að lesa. Árni Óla er prýðilega ritfær eins og allir vita og það er ómaksins vert að fylgjast með honum í þessari bók eins og mörgum öðrum. Höfundar „dulrænna sagna“ eru oft gefnir fyrir ýkjur, en Árni Óla er meðal þeirra sem leita skynsamlegra skýringa. Árni skrifar í senn lifandi og fræðandi stíl. Skemmtilegast þótti mér að lesa fyrsta hluta bókarinnar. Furður æskunnar. Þetta eru minningar Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON bundnar Kelduhverfi eins og fyrr segir og fjalla m.a. um trúarllf, myrkfælni, draugagang, vofur, svipi, fylgjur, viðsjála staði, feigð- arboða, álfatrú, Grýlu og jóla- sveina. Árna Óla er til dæmis ljóst að ekki má rugla saman draugum og vofum og svipum. Vofur þóttu meinlausari en draugar. Svipur var eftir hvern mann og hver maður átti sína fylgju. Myrkfælni hefur löngum verið rík í íslend- ingum, en eins og Árni Óla bendir á er hún ekki „ótti við myrkrið sjálft, heldur það sem í myrkrinu býr.“ Ennfremur segir Árni: „Menn óttast ekki svo mjög að þessar verur (allskonar forynjur og illar vættir) ráðist á sig, heldur hitt, að þær geri sig sýnilegar." Árni óla Sú fullyrðing Árna Óla að jafnan sé skammt milli trúar og hjátrúar verður naumast hrakin. Keldhverfingar virðast hafa hald- ið fast í barnatrú sína um „voldugan höfðingja í manns- mynd, einhvers staðar úti í geimnum". Dulræn fyrirbrigði voru þeim einnig ofarlega í huga og fyrirferðarmeira var hið illa en hið góða eins og víðar. Kannski var ástæðan sú að „lúterska kirkjan lét sér ekki annt um að opna fyrir mönnum góðra vætta heim“ éins og Árni Óla kemst að orði. Mörgum mun þykja kaflinn í Strandarkirkju merkilegur. Árni var að flytja erindi í kirkjunni fyrir aldrað fólk úr Reykjavík þegar honum hvarf stund og staður og líkt og flaug aftur í tímann þar sem fram kom hver kynslóðin af annarri og ávarpaði hann. Þessu mætti líkja við langan draum sem dreymdur er á ör- stuttri stund. Með ekki einleikið hefur Árni Óla á hófstilitan hátt sagt lesend- um sínum frá því sem hann hefur lengi verið að velta fyrir sér og er honum ekki síst umhugsunaefni níræðum. Árna Óla er hér sem fyrrum lagið að halda athygli lesandans eins og góðum ritgerða- höfundi sæmir. Þessi bók er framlag til þess mikla safns um þjóðlegan fróðleik sem eykst ár frá ári og ekkert útlit er fyrir að dragist saman þótt tímarnir breytist. Til að mynda er sagt frá því í Ekki einleikið hvernig eitt af furðuverkum tækninnar verður að lúta í lægra haldi fyrir hinu óskilvitlega, því sem er utan þrívíddar. þrívíddar Mozart MOZART Höfunduri Nicholas Kenyon Teiknari. Peter Dcnnis Þýðing. Hulda Valtýsdóttir Setning. Prentsmiðjan Oddi hf Útgefandi. Almenna bókafélagið Undrabarn? Orð sem við notum um það sem við ekki skiljum. Þau fæðast alltaf annað slagið, eiga gáfur, sem öðrum tókst ekki að þjálfa upp á langri ævi, vekja því undrun og lotningu. Slíkum börn- um er okkur hollt að kynnast, því að þau varpa ljósi á, hvers mannkyn er megnugt, þá það rís hæst. Hvað valdi slíkum gáfum eru menn ekki á eitt sáttir, þrátt fyrir vísindaafrek tæknialdar, sumir tala um samruna vissra erfðaeiginleika, aðrir um endur- fæðingu hugsuða eða snillinga. Hér skal enginn dómur lagður á, hvort sé sennilegra, en undarlegt er að kynnast verum sem án fyrirhafnar ráða yfir tækni og þekking, sem venjulegu fólki aldrei tekst að ná, og „gáfuðustu" mönnum aðeins með áralangri ögun. Bókmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON Mozart var eitt slíkra barna. Stærðfræði og tónlist voru honum opnir heimar, jafnvel hljóðfæri sem hann aldrei hafði handleikið létu að vilja hans, „sungu" svo menn þóttust ekki hafa áður heyrt slíkt. Höfundur rekur sögu undra- barnsins mjög vel, kveikir lesand- anum þrá í brjósti að vita meir um þennan snilling, sem opnaði gleði- heim fyrir svo marga. Hann rekur vonir hans, sigra og vonbrigði. Þetta er því bók sem hverju hugsandi umgmenni verður kær- komin. Þó hefði eg kosið nánari skýr- ingar á því, um hvað verk Mozarts fjalla, hefði álitið að það hefði gætt bókina meira lífi. Margar myndir prýða bókina, nosturlega unnar, ekki ýkja faglegar en þó einkar snotrar. Hér er góð bók rétt fram, sem á það skilið að henni sé veitt athygli. Hafið þökk fyrir gott verk. un og allur frágangur með ágæt- um. Þökk fyrir skemmtilega bók. P.S! Við höfum orðið vör við, að eftir öll þau skrif, sem að undanförnu hafa birzt í blöðum um bók um Krist, að fólk á erfitt með að ná áttum. Þetta gengur svo langt jafnvel, að sjái það nafnið Jesús á titilsíðu, þá ýtir það bókinni frá sér, telur hana hina vanhelgu bók. Þetta er sárt, því ágætisbækur eru á boðstólum um meistarann frá Nazaret, bækur sem fengur væri að kæmust í hendur hugsandi unglinga. Við leyfum okkur að benda á ritdóm eftir Jóhann Hjálmarsson í Morgunblaðinu þann 8. des. s.l. um prýðisbók þessu til sönnunar. Haldi skrifin áfram, skorum við á menn að haga orðum sínum þannig, að fólki megi vera alveg ljóst við hvaða bók er átt. Moby MOBY DICK. Höfunduri llerman Melville, hér endursögn Eeva Liisa Jor. Þýðingr Andrés Indriðason. Teikningari Libico Maraja. Filmusetning og umbrotr Prent- stofa G. Benediktssonar. Prentunr Piero Dami, Editore á Ítalíu. Útgefandir Örn og Örlygur hf. Ein sagna útgáfunnar í flokkn- um Sígildar sögur með litmyndum. Þetta er bráðfalleg bók og afburða skemmtileg aflestrar. Akab, ein- fættur harðjaxl, drifinn áfram af hatri til þess er örkumlun hans olli, heldur úr höfn í leit að hefnd. Dick Til fylgdar við hann velst mislit hjörð, og meðal þeirra Ismael, sá er söguna segir. Frásögnin er hröð, spennu hlaðin og lífi gædd, svo að lesandanum berst seltuþefur að vitum. Hver er hann þessi Moby Dick, skelfir allra hvalveiðara, er hann risahveli eða skrattinn sjálfur? Hann drepur menn, molar skip og Akab dregur hann í djúpið. Hvað varð um skrímslið sjálft. Við því fæst ekki svar. Ismael kunni ekki þá sögu, er hann fannst örmagna, fljótandi á líkkistu vinar síns, Queequegs. Myndirnar eru sérlega vel gerð- ar, listamanns handbragð. Prent- Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Mennimir nota byssur Kristian Tellerupr Pési refur Þórhallur Þórhallsson íslenskaði. Myndir og útlitr Jan Clausen. Pési refur er fjölskyldusaga, sem byrjar þegar rebbahjónunum, foreldrum Péturs, fæðist' aðeins eitt afkvæmi. Rebbapabbi, sem fer að heiman til að afla fæðu, á von á því að fleiri yrðlingar verði komnir úr kviði rebbamömmu, er hann kemur heim aftur. En hann verður að sætta sig við að það er bara þessi eini yrðlingur „— bæði stór og klunnalegur". Og Mikael rebbi lætur ekkert á því bera hve honum þykir afkvæmi sitt „virkilega hallærislegt". Ekki fær Mikael refur að ráða nafni litla rebba. Hann vill láta hann heita Mikael, sem er ættar- nafnið, en móðirin, sem segir bjánalegt að allir heiti sama nafni, vill láta hann heita Pétur. Svo byrjar uppeldis- og baráttu- saga Péturs. Vernd foreldra, sem þó lofa Pésa að reka sig á, læra af reynslunni. Pési kemst fljótlega að því að baráttan við fæðuöflun er hörð og óvinir margir. Stærsti óvinurinn er maðurinn. Hann drepur með vopnum. Uglan gamla, góða er vinur fjölskyldunnar og úr trénu sínu leiðbeinir hún og varar við hættum. Pési vex upp, verður myndarref- ur sem tekur brátt þátt í að veiða mýs og héra, sem hvort tveggja er afbragðsmatur. Mesta lífsreynsla Pésa er þegar hann kemst í kynni við byssu mannsins — og er, óviljandi, búinn að setja föður sinn í lífshættu. Þegar Pési fer aleinn í veiðiferð og hittir Minnu tófu, verður allt „eitthvað seiðmagnað og spenn- andi“. Pési refur er bráðskemmti- leg bók af sínu tagi, sem gefur um leið gott tækifæri að ræða um baráttu þessa meðbróður mann- anna fyrir lífi sínu. Kápa er vönduð að frágangi og þegar slík hönnun er góð þykir mér hún skemmtileg fyrir yngstu lesendurna, ekki síst vegna þess hve miklu aoðveldara er þá fyrir litlar hendur að halda á bókinni án þess að hún skemmist. Eins og áður gefur A.B. ekki út barnabækur nema þær séu vand- aðar, og hæfi heilbrigðum hugsun- arhætti. Osvikinn ævintýrablær Ármann Kr. Einarssonr Ljáðu mér vængi Teikningar eftir Halldór Péturs- son Káputeikning Kristján Jónsson 2. útgáfa Bókaforlag Odds Björnssonar Akureyri 1978. Ljáðu mér vængi er ellefta bókin sem út er koniin af ritsafni hins þekkta barna- og unglinga- bókahöfundar Ármanns Kr. Ein- arssonar. Á þessu ári hlaut höfundur verðlaun Fræðsluráðs fyrir bók sína Ömmustelpu. Það er að bera í bakkafullan lækinn að rekja efni þessarar þekktu bókar, sem kom út fyrst fyrir mörgum árum og varð strax gey&ivinsæl eins og allar „Árna- bækur" Ármanns. En þær bækur hafa verið fluttar í útvarpi í leikritsformi hérlendis og erlendis. Þessar bækur eru þannig skrifaðar að þær standast samanburð við nýrri bókmenntir unglinga á nýjum tímum. Þær eru sagðar blátt áfram og fordómalaust og ævintýralegir atburðir notaðir til að auka spennu frásagnarinnar. Stílhreint mál og nákvæmni í framsetningu fylgjast að. Per- sóirusköpun er skýr og kynlegir kvistir eins og Olli ofviti og Gussi hreppsstjórasonur eru skemmti- legar manngerðir. Það er ástæðulaust að fjölyrða um þessa sígildu bók. Myndskreyting er með því besta sem gerist og allur frágangur til fyrirmyndar. Jason litli Jason í sumarleyfi Saga og myndirr Camilla Mickwits Þýðingr Njörður P. Njarðvík Útgefandir Bókaforlagið Saga Reykjavík 1978 Jason er þekktur hér úr barna- tímum sjónvarpsins. Þetta er dæmigerð myndabók — flanna- stórar myndir — lítill texti. En það er ekki sama hvernig og um hvað litlir textar eru sem fylgja stórum myndum. Jason gæti verið saga allra þeirra barna, sem búa í stórum fjölbýlishúsum, þar sem leiksvæðið er húsagarður að baki. Grár steinninn og öskutunnur. Þar sem hinn stóri viðburður dagsins fyrir lítinn dreng er gamla rúmið, sem einhver hefur hent þangað út. Það er þó hægt að hoppa svo hátt upp í rúminu að meira sést af himninum, sem er stærri en húsagarðurinn. En rúmið er tekið, og þá er lítið til að leika sér að. Nú er mamma komin í sumarfrí, en þá þarf hún að hamast við gluggaþvott og hús- verk. Svo kemur að því, að Jason fer í sumarfrí út í sveit með móður sinni. Þar er lítið gistihús með stórum stofum niðri og litlum herbergjum uppi. Jason getur séð hafið og ströndina út um gluggann sinn. En þegar fólkið er allt í setustofunni niðri, situr hver i sínu horni. Mamma prjónar. Jason leiðist, hann er einmana, bara tvær mannverur vilja leika við hann, en þær eru báðar svo undur litlar. En svo breytist allt, þegar fólkið fer að tala saman — vera saman, og Jason verður glaður. Þetta er ágætisbók, auk þess sem þýðingin er mjög vönduð. Jason á eflaust eftir að verða mörgum börnum til skemmtunar, svo auðskilin og létt er hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.