Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 77 loftvarna, skjóta á milli flugvéla og gegn skriðdrekum), sem hún hefur heimilað sölu á. Lævísleg skilgreining. Sovétríkin eru nú svo miklu öflugri en Kína bæði í kjarnorku- vopnum og venjulegum vopnum, að þau þurfa ekki að óttast árás. En Sovétmenn telja það óvinar- bragð, ef Kínverjum er veitt aðstoð til hervæðingar, þessum Kínverjum, sem hafa afneitað arfleiðinni frá Mao, leggja höfuð- áherslu á endurreisn og umbætur í efnahagslífinu og ásaka Sovétríkin um stórveldadrauma. Beri maður saman samskipti austurs og vesturs eða Rússa og Bandaríkjamanna nú og á tímum Stalíns, má segja með nokkrum rökum, að ekki verði horfið frá slökunarstefnunni. Efnahags- tengslin, menningartengslin og stjórnmálatengslin eru orðin þess eðlis milli beggja hluta Evrópu, að hvorugur aðili hefur hug á að rjúfa þau. Salt 2-samningurinn vérður vafalaust undirritaður og sam- þykktur; jafnvel þótt ekki kæmi til þess, yrði slökunarstefnunni ekki kastað fyrir róða. Takist ekki samningar munu Sovétríkin og Bandaríkin varla eyða meira fé til langdrægra kjarnorkuvopna en þau mundu gera eftir gerð samn- ingsins. A þeim tímum þegar Brezhnev og Nixon féllust í faðma, 1972, var aldrei talið, þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar, að slökunarstefn- an útilokaði hugmyndafræðilega og pólitíska baráttu eða viðleitni Sovétríkjanna til að ná betri stöðu með einhliða aðgerðum. Sovétríkin gáfu Norður-Víetnömum þau vopn, sem þeir þurftu til að gera lokaárásina, reka smiðshöggið ■ á ósigur Suður-Víetnama. Slökunar- stefnan hefur breytt um yfirbragð vegna þeirra tveggja meginþátta, sem umbylta stöðu alþjóðamála en þeir eru: átök Kína og Sovét- ríkjanna, sem móta þróun mála í Asíu, og herveldi Sovétríkjanna, sem veldur áhyggjum í Washington. Sovétríkin halda áfram að her- væðast ár eftir ár, og ganga í því efni langtum lengra en nauðsyn- legt er til að róa þá, sem mestar áhyggjur hafa af öryggi landsins. Hvaða ályktun á að draga af þessari þróun? Má ætla, að hún miði að því að gerð verði stórárás, sem á svipstundu raskaði öllu jafnvægi í veröldinni? Ekkert bendir til þess. En Sovétríkin leggja sig fram um að geta beitt valdi sínu um víða veröld og láta það ráða úrslitum á þeim stöðum, sem eru innan áhrifasvæðis þeirra. Sovéskir leiðtogar halda í heiðri þær leikreglur, sem einkenndu fláttskap bolshevika fyrri tíma. Þeir hika ekki við, þegar þeir telja sér hag af því, að gera Banda- ríkjunum það ljóst, að tímarnir hafa breyst. Þeir leyfa sér við- brögð og tillöguflutning, sem þeir hefðu ekki þorað að hafa í frammi fyrir 10 árum. Þegar upplausnar- ástand ríkir í íran, minna þeir á herafla sinn við landamæri lands- ins. Mig 23-þoturnar koma í stað eldflauganna, sem fluttar voru á brott frá Kúbu 1962. Ef til vill er þeim einnig ætlað að aftra Jimmy Carter frá því að halda áfram leiknum við Kína. Á Vesturlöndum er ítekað æ ofan í æ, að hervald þýði ekki alltaf það sama og pólitísk áhrif — satt er það. Hins vegar væri rangt að viðurkenna ekki, að á komandi árum vega vopnin þungt á vogarskálinni. Mótmælir harðlega vísitöluskerðingu Stjórn Sambands íslenskra bankamanna: Ályktun stjórnar SÍB um kjaramál. 1. des. sl. gengu í gildi lög um tímabundnar ráðstafanir til við- náms gegn verðbólgu. Með lögum þessum er enn á ný gengið á gerða kjarasamninga með því að verð- bótum á laun er breytt. Má segja að hér sé um framhald efnahags- aðgerða frá 1. sept. að ræða. 1. Vísitöluþak 1. september. Samband íslenskra bankamanna mótmælti á sínum tíma harðlega skerðingu á verðbótum á laun með svonefndu vísitöluþaki. Vísitölu- skerðingin samkvæmt þakinu nær eingöngu til um V4 hluta banka- starfsmanna, flestra félagsmanna BHM og lítils hluta BSRB. Með þessum ráðstöfunum má ætla, að bönkunum séu sparaðar á annað hundrað millj. kr. í launagreiðslur á ári, og hið opinbera tapar a.m.k. 60% af þeirri upphæð í skatta- tekju. Trúi því hver sem vill, að þetta sé liður í lausn efnahags- vanda þjóðarinnar. 2. Samráð við aðila vinnumark- aðarins. Svonefnd samráð við aðila vinnumarkaðarins hafa ekki náð til Sambands ísl. bankamanna. Aðeins er haft samráð við „hina stóru", einfaldlega af því að ríkisstjórnin óttast samtakamátt þeirra. Bankamenn þurfa greini- lega að sýna samtakamátt sinn í verki til þess að vera taldir til aðila vinnumarkaðarins. 3. Lög um tímabundnar ráðstaf- anir til viðnáms gegn verðbólgu. Samkvæmt kjarasamningum SIB hefði átt að greiða rúmlega 14% verðbætur á laun 1. desember sl. Með framangreindum lögum eru verðbætur á laun takmark- aðar, þannig að aðeins eru greidd- ar 6,12% verðbætur. Er það gert með þrennu móti. í fyrsta lagi með niðurgreiðslu vöruverðs sem svarar 3% af verðbótavísitölu. Stjórn SÍB lítur svo á að hin útgreidda launafjár- hæð sé ekki aðalatriðið, heldur að kaupmáttur launa haldist. Til aukinna niðurgreiðslna þarf hins vegar auknar tekjur og ekki er enn ljóst, hvernig þeirra muni aflað, t.d. á hvern hátt þær muni leiða til aukinnar skattbyrði á félagsmenn SÍB almennt. Þetta leiðir einnig hugann að fyrirkomulagi skatta- kerfisins í heild og því skattaeftir- liti sem er þannig hagað að stór hópur manna í þjóðfélaginu leikur lausum hala og virðist hvergi fjár vant meðan launþegar bera skatt- byrði þeirra og borga niður neyslu þeirra á niðurgreiddum vörum. Minnir stjórn SIB hér á fyrri tillögur sínar í skattamálum. í öðru lagi er gert ráð fyrir, lækkun skatta á lágtekjufólki sem nemur 2% og þar á móti komi samsvarandi lækkun verðbótavísi- tölu. Rétt er að benda á, að hækkun beinna skatta hefur fram til þessa ekki 'haft áhrif á verðbótavísitölu. I þriðja lagi er gert ráð fyrir, að þrjú vísitölustig verði felld niður og á móti komi svokallaðar-félags- legar aðgerðir. Ekkert er vitað hvort eða á hvern hátt félagsmenn SIB muni njóta þeirra félagslegu ráðstafana sem um ræðir. Fyrr en svör fást við þeirri spurningu er erfitt að meta um hve mikla kjaraskerðingu er að ræða. SIB mun hins vegar óska eftir viðræðum við stjórnvöld til að kanna hvað raunverulega í þessum ráðstöfunum felst og hvert hlut- skipti félagsmanna SIB verður í því sambandi. Af því sem að ofan er rakið mótmælið SÍB nýjustu kjara- skerðingarlögum ríkisstjórnarinn- ar, enda verður ekki annað séð, en að í lögum þessum felist bein skerðing kaupmáttar fyrir félags- menn SÍB. Ekki er heldur með lögunum tekið á öðrum þáttum en kaupinu og eru aðrar aðgerðir sem ætlað er að vinna gegn verðbólgu óljósar og lítt mótaðar. Að lokum minnir stjórn SÍB á þá staðreynd, að vísitöluhækkun launa er ekki orsök verðbólgu, heldur afleiðing. Það eru aðrir aðilar en launþegar í landinu sem bera ábyrgð á og hafa hag af þeirri óðaverðbólgu sem hér hefur ríkt. Séð yfir Eyjabyggð frá Heimakletti. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Blik komið út í 33. sinn NÚ ER liðinn þriðjungur aldar síðan Blik kom út í fyrsta skipti. Þorsteinn Þ. Víglundsson — fyrr- um skólastjóri í Vestmannaeyjum — hefur ritstýrt því og borið af því veg og vanda frá upphafi. Upphaf- lega var þetta skýrsla um Gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum og ýmsir fróðleiksmolar með, en eftir því sem árin hafa liðið hefir efnið orðið fjölbreytilegra og því hefir heiti þess verið lengt og nefnt ársrit Vestmannaeyja og er það réttnefni. Ritstjórinn er nú orðinn aldinn að árum og býst við að hver árgangurinn geti orðið síðastur og því hefir hann hafist handa um að gera efnisskrá yfir ritið frá upphafi, en fyrri árgang- arnir eru löngu uppseldir, svo að öll nauðsyn er á því að slík efnisskrá sé fyrir hendi. Þessi árgangur er á þriðja hundrað síður prýddur fjölda mynda og efnið fjölbreytilegt. Hér verður ekki farið út í að telja það allt upp, en einn efnisflokkinn í ritinu get ég ekki látið hjá líða að geta um nokkrum orðum og það er minjaskrá byggðasafnsins í Eyj- um. Minjasafnið og sú innsýn sem það veitir í lífshætti horfinna kynslóða er ómetanleg og skráin um uppruna og sögu gripanna gerir hlutina enn forvitnilegri og brúar bilið milli samtímans og löngu liðinna tíma. Það er trú mín að Minjasafnið muni varðveita nafn Þorsteins Þ. Víglundssonar um mörg ókomin ár. Þó að ég geti hér sérstaklega um minjaskrána, þá er ekki þar með sagt að fleira sé ekki forvitnilegt í ritinu, því að þar er að finna fjöldamargt um atvinnusögu Vest- mannaeyja, húsanöfn í Vest- mannaeyjum og þar fram eftir götunum. Allt hefir þetta það meginmarkmið að bjarga frá gleymsku því sem gerðist fyrr og gerist nú. Þorsteinn Þ. Víglunds- son getur því tekið undir orð Jóns Þorkelssonar (Fornólfs) þegar hann lítur yfir farinn veg og leggur síðustu hönd á verk sitt: „... ég hef morrað mest við það/ að marka og draga á land,/ og koma því undan kólgu, svo/það kefði ekki allt í sand.“ A.K. Cleöileg jölagjöf Nú gefur Happdrætti Há- skólans þér kost á skemmti- legri og óvenjulegri jólagjöf ■ handa vinum og vanda.- mönnum. Þú getur fengið sérstakt* . ' gjafakort hjá næsta umboðsmanni HHÍ. Gjafa--- kortió er gefið út á nafn, erf eigandi þess getur svówáli$ sér mióa í HHÍ ’79 stráx hátíðar hjá hvaða umboðsv7 manni sem er! Gjafakort HHÍ getur óvaent orðið að gleóilegri jólagjpf, ef vinningur fellur á miðann, sem valinn er. . ■, Vinningur er alls ekki ólík • legur — vinningshlutfall HHÍ er það hæsta í heimi! HAPPDRÆTTI HASKOLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.