Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 14
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Taf 1- og bridgeklúbburinn Sl. fimmtudag lauk svokölluð- um jólatvímenningi félagsins. Keppt var í tveimur 14 para riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill. Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 369 Ingvar Hauksson — Orwelle Utlay 267 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 358 B-riðill. Sveinn Sigurbergsson — Tryggvi Gíslason 370 Sigurður Ámundason — Ragnar Óskarsson 357 Guðrún Jörgensen — Bragi Jónsson 346 Spilamennska hefst á ný 4. janúar. Hefst þá aðalsveita- keppni félagsins. Öllum er heimil þátttaka. Spilað er í Domus Medica og hefst keppni kl. 19.30. Bridgefélag Reyðarfjarðar Lokið er meistaramóti BR 1978 í tvímenning. Spilaðar voru 5 umferðir og voru þátt- takendur 14 pör. 6 efstu pör: Hallgrímur — Kristján 928 Ásgeir — Þorsteinn 901 Friðjón — Jónas 837 Jón — Ólafía 836 Aðalsteinn — Sölvi 824 Einar — Hilmar 810 Bridge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Breiðfirðinga Áttunda umferð var spiluð á fimmtudaginn og spiluðu þá saman tvær efstu sveitirnar, sveit Ingibjargar Halldórsdótt- ur og sveit Hans Nielsens. Skiptu sveitirnar með sér stigunum bróðurlega. Sveit Ingibjargar hafði unnið alla sína leiki með 20 stigum til þessa. Röð efstu sveita: Ingibjargar Halldórsdóttur 150 Hans Nielsens 124 Elísar Helgasonar 117 Sigríðar Pálsdóttur 106 Óskars Þráinssonar 99 Magnúsar Björnssonar 98 Jóns Stefánssonar 81 Hreins Hjartarsonar 77 Sigríðar Guðmundsdóttur 69 Erlu Eyjólfsdóttur 67- Næst verður spilað 4. janúar 1979. Bridge í Hrunamanna- hreppi í Hrunamannahreppi er spil- að bridge á Flúðum einu sinni í viku, þ.e. á miðvikudagskvöld- um. Nú er nýlokið einmennings- keppni og urðu úrslit þessi. stig. 1. Jóhannes Sigmundsson 218 2. Karl Gunnlaugsson 207 3. Helgi Jónsson 200 4. Garðar Olgeirsson 197 5. Halldór Gestsson 193 Frá Bridgesambandi Reykjanes- umdæmis Sambandið hefir ákveðið keppnisdaga fyrir sveitakeppni í undanúrslitum fyrir íslands- mótið 1979. Undanrásin verður spiluð í' Stapa f Keflavik á einni helgi, dagana 13. og 14. janúar og hefst klukkan 12.30 stund- vfslega báða dagana. Spilaðir verða 16 spila leikir eftir Monrad-kerfi. 10 efstu sveitirnar spila til úrslita um þátttökurétt í íslandsmóti. Þátt- taka tilkynnist til stjórnar BRÚ. Stjórnina skipa: Gestur Auðuns- son formaður sími 2073, Birgir ísleifsson gjaldkeri sími 40596, Erla Sigurjónsdóttir ritari sími Ný húsgagnaverzlun Stálhúsgagnagerð Steinars h.f. opnaði 18. nóvcmber s.I. verslun undir heitinu „Húsgagnaland“ og er hún í Síðumúla 2. Verslunin mun bjóða upp á heimilishúsgögn og skólahúsgögn en auk þess lampa. Fyrirtækið mun fyrst og fremst selja eigin framleiðslu en einnig munu þeir selja framleiðslu annarra fyrir- tækja. Forstjóri Stálhúsgagnagerðar Steinars h.f. er Sigurbjörg Guðjónsdóttir en verslunarstjóri í Húsgagnalandi er Ásdís Marels- dóttir. Myndin sýnir hluta Húsgagnalands. BoskoafQðHi FRA LEIÐBEININGASTÖÐ HUSMÆÐRA Burt með stríðs- leik- föngin Nú eiga stríðsleikföngin að hverfa úr leikfangaverslunum. Konsumentverket hefur hafið umræður við leikfangascljend- ur um hvernig staðið skuli að þeim framkvæmdum. Fyrir þessi jól verða enn stríðsleik- föng á boðstólum. En sýnið í verki að þið viljið þau burt, kaupið engin stríðsleikfiing. Þannig hljóðar yfirskrift yfir grein sem birtist í jóla hefti „Rád & Rön“ sem Konsument- verket í Svíþjóð gefur út. Greinin birtist fremst í tímarit- inu, svo þetta er mál sem Konsumentverket leggur mikla áherslu á að hrinda í fram- kvæmd. I greininni segir að mörg samtök hafi árum saman barist gegn sölu á stríðsleikföngum. Menn hafa farið í kröfugöngu og dreift flugritum, en þeim hefur lítið orðið ágengt. Nú er svo En þá má nota prik eða kjamma fyrir byssu. Ef foreldrar gefa börnum sínum stríðsleikföng getur það í augum barna verið það sama og að fullorðna fólkið viðurkenni að stríð sé nauðsyn- legt fyrirbæri, segir í „Rád & Rön“. Hér má skjóta því inn að íslenska ríkið er eitt af þeim fáu ríkjum í heimi sem ekki skylda þegna sína til að gegna herþjón- ustu. Við höfum sannarlega ekki ástæðu til að eyða dýrmætum gjaldeyri í stríðsleikföng til þess að börnin okkar geti leikið stríð, enda erum við hreyknir af því að hafa engan íslenskan her. I Konsumentverket er talið að aðalatriðið sé að þau leikföng sem á einhvern hátt fegra stríðið og eru þar með nokkurs konar stríðsáróður, hverfi sem fyrst. Ogeðslegustu stríðsleikföng eru þegar horíin af markaðnum. T.d. eru myndir af særðum hermönnum ekki lengur fáan- legar og mjög lítið er um hríðskotabyssur og stríðsvagna í sænskum verzlunum. Nokkur stríðsleikföng sem börn geta sett saman sjálf eru þar á boðstólum og eru leikfangaseljendur og fulltrúar frá Konsumentverket að ræða, hvort slík leikföng séu stríðs- leikföng eða byggingaleikföng. Nefnd heur verið sett á laggirn- ar til þess að athuga hvað til er og ákveða hvað eiga að teljast stríðsleikföng. Þegar nefndin hefur skilað áliti, þá verða þau tekin af markaðnum. I Svíþjóð eru í gildi lög um óréttmæta viðskiptahætti. í þeim lögum eru m.a. ákvæði um að bannað sé að hafast nokkuð að sem er óhæfilegt gagnvart neytendum. Forstjórinn fyrir Konsumentverket er jafnframt umboðsmaður neytenda. Hann komi að fólki finnst að það sé varnarlaust gagnvart framboð- inu á þessum djöfullegu leik- föngum og þau spyrja: „Hvað er hægt að gera?“ Spurningunni var varpað fram í sænska þinginu og í vor sem leið ákvað þingið að gera eitthvað í málinu. Það fól Konsumentverket að hefja um- ræður við leikfangaframleiðend- ur og -seljendur um hvernig unnt væri að takmarka söluna á stríðsleikföngum. Sænsku þing- mennirnir gátu ekki komið sér saman um að banna sölu á stríðsleikföngum með öllu. Enda verður ekki unnt að banna börnum að leika stríð. Þau þurfa að veita hræðslu við stríð útrás með einhverju móti. heur vald til að ákveða, hvað er óhæfilegt gagnvart neytendum. Þegar leikfangaframleiðendur og -seljendur og forráðamenn frá Konsumverket hafa komið sér saman um stefnu varðandi stríðsleikföng hefur umboðs- maður neytenda vald til að framfylgja þeirri stefnu. Að lokum má minna á að norræna húsmæðrasambandið hefur skorað á alla félaga sína að kaupa ekki stríðsleikföng handa börnum. Slík leikföng leiða hugi barna á neiðkvæðar brautir og hvetja þau til að beita ofbeldi. Hlúið að jákvæð- um þroska barna með góðum leikföngum og Ieikaðstöðu segir í áskoruninni frá sambandinu. S.II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.