Morgunblaðið - 20.12.1978, Side 1

Morgunblaðið - 20.12.1978, Side 1
Miðvikudagur 20. desember Bls. 33—64 Kafli úr bók Per Olof Sundmans Per Oloí Sundman, f. 1922, er einn aí kunnustu nútímahöíundum Svía. Skáldsögur hans — í senn raunsæjar og táknsæjar — hafa ávallt vakið mikla athygli og árið 1968 hlaut Sundman bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Loftsiglinguna sem komið hefur út á íslenzku. Sundman er þingmaður fyrir sænska miðflokkinn (Centerpartiet) og er mikill áhugamaður um norræna samvinnu. Hann er gagnkunnugur íslandi og íslending- um og hefur ferðazt víðsvegar um landið, bæði um sveitir og öræfi. Sagan um Sám er Hrafnkels saga Freysgoða aukin að persónum og atburðum og færð í nútímagervi. Sundman segir sjálfur um þetta verk í greinargerð fyrir bókinnu „Ég hef reynt í verkinu að fylgja atburðarás Hrafnkelssögu. Skáldsaga mín er túlkun. Ég veit ekki hvort ég hef gert söguna ljósari eða margslungnari. Skáldsaga mín gerist á okkar tímum og þó ekki algerlega í nútímanum. Landslagið er íslenzkt, en þó er þetta ekki ísland. Hinar flóknu réttarreglur, sem setja merki sín á deilur Hrafnkels og Sáms, voru í gildi á Þjóðveldistímum íslendinga fyrir þúsund árum. Nú á tímum eru þær í gildi í 'öðrum löndum, þó að yfir það sé breitt fyrir áhrif frá vestrænum réttarhugmyndum.u Hér birtist inngangskafli bókarinnar. Þýðandi. Um landið og landslagið Þetta land er eyland og liggur langt úti í hafi. Attin er þar oftast vestlæg eða norðvestlæg. Loftið er mjög tært. Samgöngur þangað eru með skipum eða flugvélum. Landsmenn búa flestir úti við strendurnar. Land er þar grösugt og kýr og hross í högum. Dalir eigi síður grösugir teygja sig alllangt inn í landið milli heiða og fjalla. Sauðfé í landinu er fimm sinnum fleira en mannfólkið. Það heldur sig í fjallahlíðum og uppi á heiðum. Féð er ekki kröfuhart. Það eins og 'forðast gróskumikil beitilönd og unir betur rýrum gróðri og hörðu og gisnu grasi. Það er ullarmikið og lætur sér á sama standa kulda, rigningar eða storma. Vor og haust bítur það á móti vindinum, heita sumardaga snýr það sér undan golunni og lætur hana blása inn í þétta ullina. Það liggur jórtrandi uppi á hæðunum og horfir yfir dali og undirlendi. Manni sýnist það vera að hugsa. Einnig ærnar eru hyrndar. Og fyrir kemur að hrútarnir séu prýddir fjórum hornum. Er talið að ferhyrnt fé sé hvergi að finna nema á þessari eyju. Þegar innar kemur í landið, eyna, verða einkum fyrir fjöll, sandur og hraun. Þar er fjöldi eldfjalla; þau geta sýnzt dauð, fljótt á litið — en svo er þó ekki, þau eru einungis að hvíla sig. Þeir sem búa í grendinni vita hvernig því er varið. Öldum saman gerist kannski ekki neitt. En svo skeður undrið — eldgígur vaknar til lífsins eða steindumbur fjallshryggur opnast í mikilli sprungu sem spýr upp mistri af ösku og reyk. Hraunrennslið getur lagt í eyði jarðir og þorp. Vikur- og öskufall getur eytt beitilönd tíuþúsund nautgripa og hundraðþúsund sauðfjár. Tímann má telja í árum. En það má einnig telja hann í ættliðum. Enginn hefur náð svo fimmtán ára aldri í þessu landi, ap hann hafi ekki lifað að minnsta kosti eitt eldgos. Víða vellur heitt vatn út úr klettum eða upp úr jörðu. Sú var tíðin að þetta heita vatn var ekki notað til annars en baða sig í því og til að þvó úr því þvott. Nú hafa þeir lært að nýta það á marga vegu. Mikil auðæfi eru fólgin í heitu vatni. Landið er mjög norðarlega. Bjart er þar á sumrin, en veturnir eru dimmir og norðvestanstormur- inn ískaldur. Síðveturinn og haust- ið eru lengstu árstíðirnar. Strendurnar eru skornar með djúpum víkum og fjörðum. Gróskumikil sléttlendin eru grafin sundur af fljótum með síbreytilegu vatnsrennsli. Þetta eru jökulár. Meira en tuttugu jöklar eru í landinu og sumir geysimiklir. Víöátta þeirra er skynjanleg, hana má sjá við góð veðurskilyrði og einnig mæla hana í erfiðis- og áreynsludögum við að komast yfir þá. En íslagið skynjum við ekki. Hver getur ímyndað sér íslag í fimm hundruð metra þykkum íshjálmi? Hvað þá ef hann er enn þykkari. Vegirnir með ströndinni eru langir; þeir verða að þræða inn fyrir firðina og út fyrir nesin. Inn í dalina liggja blindvegir. Suma vetur leggst hafís að þeim ströndum sem næstar eru ís- hafinu. I slíkum árum verða útmánuðirnir sérlega langir. Borið Per Olof Sundman hefur við að ísbirnir gengju á land af ísnum og dræpu fénað; meira að segja er sagt að konur og börn hafi lent í klónum á þeim. Þessir gestir eru einu fjórfættu rándýrin ef frá eru taldir mórauðir og hvítir refir, og þá þarf ekki að telja því að þeir eru svo smávaxnir að þeir geta ekki einu sinni ráðið niðurlögum lambs. Það er óráðin gáta hvernig þeir draga fram lífið, nema þann stutta tíma þegar fuglarnir annast afkvæmi sín í fjöllum og mýrum, heiðum og móum. Þetta er friðsælt eyland. Engir snákar, engir eitraðir smákrabbar. Þarna eru engin skordýr sem stinga, engar býflug- ur, engar hunangsflugur, engir geitungar né hestaflugur. A stöku stað eru mýflugur, en það klæjar ekki undan biti þeirra. Þarna eru ekki einu sinni maurar. Ekki heldur brenninetlur né þistlar. Rósarunnar hafa verið fluttir inn frá suðlægari löndum; rósirnar virðast kunna vel við sig. Ein- kennilegt er að rósirnar í þessu landi glata þyrnum sínum — eða eru rósir kannski réttar þannig? Vissulega friðsælt eyland. Rottur hafa gengið á land af skipum og hafa aukið kyn sitt. Plága hafa þær þó aldrei orðið. Þær eru smávaxnar eins og tófan. Auðvelt er að eyða þeim ef menn kæra sig um. Þær skríða ekki í felur og þær fá opin sár á fæturna. Valurinn er fallegasti fuglinn. Hann getur svifið hátt í lofti tímum saman áður en hann stingur sér eins og elding niður að bráð sinni. Nei, hrafninn er fallegri — blásvartur á fjaðrir, blásvart nef, glóandi augu. Gult og óutreiknan- legt er augnaráð hans þegar hann situr árla morguns saddur og sæll hjá sorphaugi einhvers býlissins eða þorpsins. Því er haldið fram að unnt sé að temja hrafninn. Fjarstæða. Það er hrafninn sem er temjarinn. Þarna situr hann á öxl þinni, varkár, borar ekki klónum undir viðbeinið, strýkur hausnum við kinn þína, nartar með nefinu kringum eyrað. Það ert ekki þú sem ert hans húsbóndi, hann er húsbóndi þinn. Sannarlega er þetta friðsælt eyland. Samt eru margir drepnir. Einnig blá augu geta haft gula slikju. Hér er enginn skógur. Þetta sem þeir kalla skóg er aðeins birki- kjarr, reyni- eða víðikjarr, ekki einu sinni mannhæðarhátt. Nóg er af bláberjum og kræki- berjum. Bjarnarber eru hér engin og hvorki múltuber né hindber. (Eiríkur Hreinn Finnbogason þýddi.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.