Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Saga spikmna Guðbrandur Maunússoni SAGA SPILANNA. Ágrip. 175 bls. Útg.. Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Siglufirði 1978. »SÁ, SEM hefur gaman af söfnun, hefur einnig gaman af að vita eitthvað um hlutina,« segir höfundur þessarar bókar. Höfund- urinn, Guðbrandur Magnússon, hefur unnið stórmikið starf með samantekt og útgáfu þessa rits. Að baki því hlýtur að liggja margra ára vinna, athugun, íhugun og grúsk. Þarna eru kaflar um spil hinna ýmsu þjóða heims, japönsk spil, indversk, ítölsk, frönsk, ensk, þýsk og svo framvegis, en lengsti kaflinn er sem að líkum lætur um íslensk spil. Þó flest okkar hafi haft spil fyrir augunum frá bernsku og fleira fólk uni sér við spila- mennsku en nokkra aðra dægra- dvöl hefur víst fæstum orðið hugsað til þess hvar og hvernig þessi mjög svo útbreidda skemmt- un muni upprunin og hvernig hún hafi borist hingað til okkar. Höfundur þessa rits segir í inn- gangi að mikið hafi »verið skrifað legra virðist vera að kalla þetta sortir og táknin, sem á spilunum eru, þá sortamerki.« Eins og fyrr segir er greint hér ýtarlegast frá íslenskum spilum. Rifjast þá ýmislegt upp. Hver man ekki t.d. fornmannaspilin? »... teiknaði Tryggvi Magnússon þessi spil fyrir Magnús Kjaran. Þau komu út árið 1930 og voru meðal annars seld á Alþingishátíðinni á Þingvöllum.« Fornmannaspilin þekkja víst flestir sem eitthvað hafa handleikið spil. En þarna ber fyrir augu á litmyndum í réttri stærð ýmis önnur spil sem að, minnsta kosti undirritaður minn- Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON »Eimskipafélagsspil«, »áburðar- spil«, »cement- og olíuspik, »Land- smiðjuspik og »Lýsis & mjöls h.f. spik, að ógleymdum »Loftleiða- spilum«, þó nú væri! Spil af þessu tagi munu fyrirtæki jafnan hafa látið prenta handa viðskiptavinum og munu þau því vart hafa sést á almennum markaði. Til að mynda segir Guðbrandur um áburðarspil- in: »Á árunum fyrir 1930 flutti Garðar Gíslason inn þýskan áburð... Mér var sagt, að spil þessi hafi verið látin fylgja sem gjöf með áburðarpöntunum til ýmissa heimila á Suðurlands- undirlendi um eða upp úr 1925.« í raun og veru er þessi bók óþrjótandi fróðleiksuppspretta um spil af hvers konar tagi. Höfundur gerir skilmerkilega grein fyrir heimildum þeim, sem hann hefur notað sér, og vilji einhver vita meira fylgir ýtarleg bókaskrá. Efninu hefur höfundur raðað svo skipulega — bæði texta og mynda- efni — að ekki verður á betra kosið. Svona bók hefur ekki verið gefin út hérlendis áður og þess verður vafalaust langt að bíða að önnur slík sjái dagsins ljós. GUÐBRANDUR MAGNÚSSON SAGA SPILANNA um það, hvar spilin muni fyrst hafa komið til sögunnar.« Og hann lætur ekki dragast að upplýsa okkur að »þrátt fyrir mikla leit og rannsóknir hér að lútandi, er það allt i óvissu.« Guðbrandur hyllist til að rekja uppruna spilanna til særinga og spámennsku. Hingað til lands telur Guðbrandur að spil hafi borist »snemma á 16. öld, eða jafnvel fyrr.« Nokkuð höfum við verið á eftir nágrönnum okkar að taka upp þessa skemmtun þar eð fullyrt er, segir Guðbrandur, að spil hafi t.d. orðið algeng í Englandi »á tímabilinu frá 1400-1463.« Einn kaflinn í bókinni heitir Sortamerkin. Þar segir: »Hér á landi er oft talað um lit í spilum og að fylgja lit. Er þá átt við hinar fjórar mismunandi sortir spil- anna: Hjarta, spaða. tígul og lauf. Raunar er hér aðeins um tvo liti að ræða, rauðan og svartan. Að tala um lit í spilum svona almennt, nær þess vegna alls ekki því sem hér er um að ræða. Miklu heppi- ist ekki að hafa augum litið fyrr (sem er nú kannski lítið að marka). Þarna eru t.d. pólitísk spil þar sem þeir deila laufkóngi, Hermann Jónasson og Jón Árna- son. Laufagosa í sama spili skreyta myndir af þeim Páli Zóphóníassyni og Guðbrandi Magnússyni. Og á tígulkónginum eru tveir stórkratar fyrri tíðar, þeir Emil Jónsson og Haraldur Guðmundsson. Vafalaust gæti eldri kynslóðin þegið að spila á þessa stórkarla sem settu svo mjög svip á þjóðlífið fyrir nokkrum áratugum. En það tækifæri mun ekki gefast því Guðbrandur fræðir okkur á að »toppmannaspilin«, eins og hann kallar þessi spil, séu teiknuð af Tryggva Magnússyni eins og forn- mannaspilin en hafi raunar aldrei verið gefin út. Segir Guðbrandur að ekki hafi vantað »nema herslu- muninn, að verkinu yrði lokið. Á jókernum átti að vera Jónas frá Hriflu, en af honum er engin »skissa«, því miður.« Þarna er líka getið um »rammíslensku spilin«, sem Lovísa Matthíasdóttir teikn- aði, »geysis-spilin«, sem Eggert Guðmundsson teiknaði, og »goðaspilin«, sem Sigurlínni Pétursson teiknaði. Ennfremur segir þarna frá »þjóðsagnaspilun- um« sem Ásta Sigurðardóttir teiknaði. »Ásta mun,« segir Guð- brandur, »hafa haft mikinn hug á að láta prenta þessi spil en entist ekki aldur til.« En hér er ekki aðeins fjallað um þá hlið spilanna sem að spila- manninum snýr heldur einnig bökin og þá kemur á daginn að ýmis fyrirtæki hafa keypt erlend- ar myndgerðir og látið prenta auglýsingar á bökin. Þannig eru til Fóstrur í Kópavogi segja allar upp ALLAR 18 fastráðnar fóstrur við dagvistunarstofnanir barna í Kópavogi haía sagt upp störfum miðað við síðustu mánaðamót vegna óánægju með skipun þeirra í launaflokk. Að því er Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, tjáði Mbl. vilja fóstrurnar fá ^ja flokka hækkun. Þær hafa um langt skeið borið sig saman við almenna kennara en telja að í undanförnum samningsgerðum hafi mjóg á starf þeirra hallað við röðun í launa- flokka. Björgvin sagði, að erfitt væri um samninga þessa stundina því að langt væri liðið á samningstíma- bilið en samningstímabilið ætti að renna út í vor. Uppsagnir fóstr- anna miðuðust við 1. marz svo að nokkur tími væri til stefnu til að reyna að finna lausn á þessu máli. í Kópavogi eru 3 leikskólar starfandi og 2 dagheimili. Hver segir aó góösaumavel þurfi aóveradýr? Sumir segja að það besta sé ávallt ódýrast. Hjá Pfaff höfum við sannað þetta ár eftir ár. Dorina 75 frá Pfaff er bæði góð og ódýr. Dorina 75 saumavélin saumar bæði hnappagöt og festir tölur á flíkur, auk þess sem hún er með zik-zak, teygjanlegan saum, blindsaum og “overlock.” Dorina 75 er ein af hinum fjölmörgu Pfaff saumavélum, sem nýtur góðs af framleiðslutækni Pfaff verksmiðjanna, en Pfaff hefur verið viðurkennt gæðamerki á Islandi í bráðum 50 ár. Dorina 75 er skrásett vörumerki Pfaff. VERSLUNIN PFAFF Skólavöröustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.