Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 „Frædingar fá á baukinn” Andsvar og skilgreining Fyrir skömmu leit ég pistil hér í blaðið, er ég nefndi „Myndlistarvettvang" og vék m.a. að „listsagnfræðingum". Ég set þetta nafn vísvitandi innan gæsalappa, þar sem menn virð- ast loks hafa komist að þeirri niðurstöðu, að „listfræðingur" er misvísandi þýðing á orðinu „Kunsthistoriker". Það mætti einnig nota hér þýðinguna „listsögufræðingur", eins og Valtýr Pétursson hefur bent á, en hins vegar finnst mér „mynd- listarfræðingur" langsótt og þvæld skilgreining. Kemur þá nafnið „sjónmenntafræðingur" allt eins upp í hugann! — Það er næsta erfitt að skilja af hverju viðkomandi vilja hér sverja af sér sagnfræðiheitið. Til eru margvíslegar tegundir af listsagnfræðingum, og menn geta allt eins hlotið þessa nafnbót fyrir að hafa tekið próf á afmörkuðu sviði fornrar kirkjulistar ekki síður en nútímalistar Þá er námið mjög mismunandi eftir löndum, — víða er þetta einstefnu- bóknám en annars staðar er það orðin skylda að stunda verklegt nám í 1—2 ár a.m.k. Vex þeirri tilhög- un æ meira fylgi í heiminum í dag og það er eðlileg þróun, því að skapandi listamenn hafa löngum litið þá hornauga, sem eru „eingöngu bóklærðir". Þetta er hliðstæð þróun og t.d. í húsagerðarlist, þar sem stöð- ugt er lögð meiri áherzla á form- og listrænan þroska, því að hér voru menn komnir á villigötur — menn voru farnir að líta á arkitektúr sem tækni- fræðinám eingöngu — lífvana háskólafag með afleiðingum sem sjá má allt um kring. — Nákvæmlega sama þörf knýr háskóla til að gera meiri verk- legar kröfur en áður til þeirra, er leggja stund á listsagnfræði. Menn taki hér eftir því, að það eru yfirleitt bóknámsháskólar, er útskrifa listfræðinga og tækniháskólar arkitekta — hin fagurfræðilega, lífræna og formræna kennd vill þá ósjaldan verða útundan. Arki- tektar og listsagnfræðingar verða oft kenningasmiðir, — þeir detta á eitthvað ákveðið form og gerast áróðursmenn þess, — stundum er það jafnvel einlit þjóðfélagsfræði. Fátt er ömurlegra í nútímanum en að koma í stöðluð íbúðarhverfi, sem virðast vera dauðhreinsuð af öllu mannlegu, eða á list- sýningar, þar sem hið sama er upp á teningnum. Gestinum er þá jafnvel sagt hvernig hann eigi að hugsa. Þegar fræðimennskan á þess- um sviðum er orðin svo alger og stöðluð að engir nema skjalfest- ir fræðingar fá að móta hús og engir nema listsagnfræðingar að ráða húsum myndlistar- manna, þykir mörgum í óefni komið. Til að forðast mis- skilning, skal þess getið, að skapandi húsameistari, list- sagnfræðingur og hönnuður eru jafn sjaldgæft fyrirbæri og próflærðir menn eru algengt fyrirbæri. í listiðnaði eru það t.d. örfáir hugmyndasmiðir sem móta hugmyndirnar (sumir ófaglærðir) en þúsundir faglærðra er vinna eftir hug- myndunum. Enginn er hér að vanmeta menntun í hinum ýmsu fræði- greinum og menntunar geta menn aflað sér á margan hátt í skóla og utan skóla, en þegar menn líta á ofurvald og hroka „fræðinga“ í dag, spyrja margir í einfeldni sinni: „Hvernig komst mannkynið af án slíkra manna í milljónir ára?“ Enginn er hér heldur að halda fram sjálfsmenntun frekar en skólamenntun, en markviss sjálfsmenntun getur einnig orðið gagnmenntun, svo sem dæmin sanna. Hvernig víkur því við, að margir nafntoguðustu húsa- meistarar aldarinnar svo sem Mies van der Rohe, Le Corbusier m.a. voru ekki háskólalærðir og þannig engir skjalfestir „fræðingar" á sínu sviði? — Hvernig víkur því við, að ýmsir nafnkenndustu rök- fræðingar í myndlist í gegnum aldirnar voru ekki menntaðir sem „fræðingar"? Hvernig víkur því við, að fjölmargir prófessor- ar við listaháskóla hafa aldrei stigið fæti inn fyrir dyr slíkra stofnana sem nemendur? — A að löggilda öll skapandi fræði svo algjörlega, að sérnámið beri sjálfstætt framtak skapandi hugsunar ofurliði? — Loka hverri smugu fyrir öllum öðrum möguleikum? ... Nú býst ég við, að flestir aðrir en harðsoðnir „fræðingar" svari þessari spurningu neitandi — fróðleikur teljist gildur, hvórt sem háskólastimpill fylgi hon- um eður ei. Það liggur beinast við að tengja og samræma þetta tvennt, tæknimenntun og skap- andi hugsun. Walter Gropius réð til sín hóp skapandi lista- manna, er hann stofnaði Bauhaus-skólann, — hann vissi, hvert hann var að fara. — Þegar fræðingarnir rísa upp við minnsta tilefni, t.d. þegar þeir eru leiðréttir af grófum villum eða fljótfærnis- legum og vanhugsuðum skrifum, — og hrópa, að þeir séu vanmetnir og ofsóttir, þá vaða þeir í villu og svíma. Menn vilja einungis mótmæla þeim háska- lega misskilningi, að skólanám og fræðiheiti gefi þeim alfarið vit og rétt fram yfir alla aðra menn til að dæma. Á nákvæm- lega sama hátt og enginn verður listamaður með því einu að ganga í Listaháskóla, verður enginn gildur listsagnfræðingur á fræðititlinum einum. I báðum tilvikum eru menn óskrifað blað, þar til athafna þeirra sér stað á sjálfstæðum vettvangi. — Sumt er nefnilega ekki hægt að kenna, því að hjartað hefur sínar ástæður og sín rök, sem heili og vit fá ekki alltaf skilið né skilgreint. Af framanskráðu má öllum vera það ljóst, að hér er því ekki til að dreifa, að menn séu á móti fræðimennsku og störfum að menningarmálum, heldur þeim „fræðingum" einum, er álíta, að þeim séu allir vegir færir í skjóli fræðititilsins, að þeim sé allt leyfilegt, — einnig að brengla staðreyndir. Sem betur fer mun engum bókmenntafræðingi enn þá hugkvæmst að hlaupa yfir heila kynslóð skálda og rithöf- unda í skrifum sínum og engan reykvískan tónlistargagnrýn- anda veit ég hafa skrifað um hljómleika á Akureyri, sem viðkomandi hlustaði ekki á. Sök mín er vafalaust sú að vera svo íhaldssamur að skilja ekki slíka hugmyndafræðilega nýsköpun í vinnubrögðum ... Mestu varðar að meta alla gilda fræðimennsku, hvort sem hún kemur frá háskólalærðum manni eða er sprottin af innri þörf til átaka á hinum ýmsu sviðum. Meta allt, sem vel er gert, hvaðan sem það kemur. Mér þætti það frumlegt ef ég ætti allt í einu að dæma myndlistarsýningar með hlið- sjón af skólanámi viðkomandi en ekki myndunum sjálfum!. — Fyrir skömmu rakst ég á viðtal við fyrrum safnstjóra Stedjelik Museum í Amsterdam, W.J. Sandberg, í tilefni. átt- ræðisafmælis hans. Viðtalið birtist í Politiken og er eftir Malin Lindgren, vel kunna blaðakonu. Þar komu fram ýmsar athyglisverðar skoðanir og leyfði ég mér að reifa ýmsar þeirra í fyrrnefndum mynd- listarvettvangi mínum. Sand- berg var ekki lærður maður í listsagnfræði, þ.e. ekki skjalfestur „fræðingur“, en þó hámenntaður á þeim sviðum og hafði til að bera óvenjulega þefvísi við öflun listaverka að safni sínu, — slíkt er ekki hægt að kenna í skólum. Sandberg Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON notaði þefvísi sína óspart við öflun listaverka til safnsins, þrátt fyrir að gerð voru hróp að honum og þá ekki sízt af löggiltum „fræðingum". Honum er það að þakka, að safnið á ótrúlegt safn mynda eftir ýmsa höfuðsnillinga aldarinnar. Picasso var svo hrifinn af honum, að hann seldi safninu stóra og góða mynd fyrir lítinn pening. Safnið á einstakt yfirlit yfir feril Kasimir Malevitsj og Cobra-hópin, — allt Willem Jacob Sandberg að þakka. Þennan mann prýddi sem sagt fleira en skipulagsgáfan ein og ekki er rétt að telja hann „stórkostlega undantekningu frá reglunni", eins og menningarritstjóri Dagblaðsins gerði á dögunum. Hann um- turnaðist allur, er ég leyfði mér að vitna í djúpa speki Sand- bergs, og sá í þeirri bíræfni minni, „annarlegar kenndir, íhaldssemi, vanmáttarkennd, o.fl. — o.fl.“ — Það er, sem fyrri daginn, flest rangt, og í stílinn fært, er hann eignar mér í þeirri grein sinni, en hvorki hann né aðrir listsagnfræðingar skulu fá mig til að smitast af útúr- snúningaveiki þeirri, sem þeir virðast alteknir af. Ég hef hér gert grein fyrir skoðunum mín- um, og þær koma einnig jafn- óðum fram í skrifum mínum hér í blaðinu og tel óþarft að svara „fiðringi fræðinganna" framvegis. Ég þakka bara fyrir mig... Minnumst þess, sem ritað var: „Fólk sem regla er ekki til, heldur er sérhver maður undantekning frá reglu. í sífellu er verið að rcka sig á þá þversagnafullu staðreynd að allt sem kallast undantekning í mannlegu lífi er regla og öll regla er undantekning. Sér- hver maður cr undantekning frá öðrum mönnum“ (II.K.L.)... Þér ættuð að borða minna Platan þrumu- góö NYJA PLATAN LOKSINS KOMIN OG HEITIR Tiú eft tfocta d ycdutH 6jol 14 ný og gömul lög í nýrri útsetningu Poul Godske. Haukur er aldeilis í essinu sínu Barnakór Snælandsskóla í Kópavogi aöstoöar í laginu Nú er Gyða á gulum kjót Faxafón_ sími 30863

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.