Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 41 Ævar R. Kvaran: Sálarrannsókn- arfélag íslands sexttu ára Einar H. Kvaran Haraldur Níelsson Þótt Sálarrannsóknafélagið gerði ekki frá upphafi þá kröfu til neins manns, sem kærir sig um að gerast félagi þess eða kynna sér skoðanir þess, að hann játi neinar sérstakar kenningar, hvorki um líf eftir dauðann né nokkuð annað, þá verður ekki gengið framhjá þeirri sannreynd, að stofnendur félagsins voru orðnir sann- færðir um að kenningin um líf að þessu loknu væri byggð á sannleika, áður en þeir stofnuðu það. Það rit sem vafalaust hafði mest áhrif á skáldið Einar H. Kvaran í þessu efni var áreiðan- lega rit F.W.H. Myers Persónuleiki mannsins og framlíf hans eftir dauðann. Bókin kom út tveim árum eftir lát höfundarins, en hann lést 1901. Hún mun því hafa verið tiltölulega nýútkomin, þegar Einar las hana um 1903. Bók þessi hefur hingað til verið talin sígilt verk í sálrænum rannsóknum, því höfundur hennar var einn af virtustu menntamönnum Bretlands og hafði hafið rannsóknir sinar þegar árið 1870. Hann var einn af aðalforgöngumönnum þeirra lærðu og virtu manna sem stofnuðu Brezka sálar- rannsóknafélagið 1882. Sökum þess álits sem Myers naut á Bretlandi sem hálærður og stórgáfaður maður, vakti þetta óvenjulega ritverk hans mikla athygli. Sennilega fyrir bein áhrif þessa ritverks skrifar Einar H. Kvaran svo grein í blað sitt Norðurland um ódauðleika sálarinnar og segir þar frá áðurnefndri bók. Arið 1915 flytur Einar svo fyrirlestur í Reykjavík sem bar nafnið Samband við framliðna menn. Og hann lætur ekki við það sitja, heldur stofnar félagsskap með fámennum hópi manna um tilraunir í þessu skyni. Sögðu gagnrýnendur þeirra, að aðalverkefnið væri hins vegar að vekja upp djöfla og púka og eitt dagblaðið í Reykja- vík kallaði þennan félagsskap „Draugafélagið". Ýmsum gáfuðum mönnum blöskraði þó þetta ofstæki og sú vanþekking sem það sýndi og snérust til liðs við Einar H. Kvaran. Lang- fremstur stuðningsmanna hans var þó prófessor í guðfræði við Háskóla íslands, Haraldur Nielsson, sem frægur varð fyrir frábæra íslenzka þýðingu á Biblíunni og þá ekki síður fyrir hrífandi prédikanir í Fríkirkjunni sem iðulega hafði ekki nægilegt húsrými fyrir áheyrendur hans. Þessir tveir menn, sem öll þjóðin virti fyrir gáfur, ritsnilld og ræðumennsku urðu stofnendur Sálar- rannsóknafélags íslands þann 19. desember 1918. Einar H. Kvaran var kosinn fyrsti forseti félagsins og Haraldur Nielsson, prófessor, varaforseti. Þessir snjöllu menn og góðu vinir urðu áhrifamestu og mikilhæfustu foringjar Sálarrannsóknafélagsins meðan þeir lifðu hér á meðal okkar. Haraldur lést 1928, en Einar 1938. Hann var í senn forseti félagsins og ritstjóri MORGUNS, sem félagið hóf útgáfu á 1920. Það varð gæfa þessa félags hve margir ritfærir og snjallir menn fluttu þar erindi og Sex bækur frá Hagprenti hf. Komnar eru út sex bækur frá Hagprenti hf.. ástarsagan Sayon- ara knattspyrnubækurnar Keppnisferðalagið og Knatt- spyrnufélagið United, og barna- og unglingabækurnar Benni í Indó-Kína, EIvis Karlsson og Shirley verður flugfreyja. Astarsagan Sayonara er eftir James A. Michener og segir m.a. svo á bókarkápu: Hún lýsir ástum bandarísks hermanns og japanskr- ar stúlku. Sögusviðið er vafið Kápumynd bókarinnar Sayonara. austurlenzkum ævintýraljóma og töfrum japanskrar menningar. Benni í Indó-Kína eftir Capt.W. E. Johns fjallar um ævintýri Benna og félaga hans þegar þeir eru að leita týndra leynilögreglu- manna í mörgum hættulegum flugferðum, baráttu við glæpa- menn og viðureign við málverka- þjófa og eltingarleik við njósnara, segir m.a. á bókarkápunni. Þetta er vasabrotsbók og svo er einnig um bækurnar Knattspyrnufélagið United og Keppnisferðalagið, báð- ar eftir Michael Hardcastle. Þetta eru fyrstu bækurnar í bókaflokki um knattspyrnu, þar sem m.a. er lýst áhuga brezkra drengja á atvinnumennsku í knattspyrnu. Shirley verður flugfreyja er einnig vasabrotsbók eftir Judith Dale og segir hún m.a. frá Shirley og Wendy vinkonu hennar í flug- freyjuskóla. Þá er komin út bókin Elvis Karlsson eftir Maria Gripe í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Á bókarkápu er vitnað til bréfs sem ungur lesandi hefur sent höfundi og sagt að hann lærði betur að hugsa af bókunum og þar segir einnig að fullorðnir ættu að lesa bækur hennar til að skilja hvernig börn hugsi. skrifuðu í tímaritið. Af þeim má nefna ljóðskáldið Jakob Jóh. Smára, séra Kristinn Daniels- son, Indriða Einarsson, leikrita- skáld, Séra Ragnar E. Kvaran, séra Jakob Jónsson, dr. theol., Guðmund Friðjónsson, skáld, Sigurð Kvaran, lækni, séra Svein Víking, að ógleymdum séra Jóni Auðuns, sem árum saman var forseti félagsins og ritstjóri MORGUNS. Það hefur frá upphafi verið tilgangur félagsins annars vegar, að ráða um tíma miðla, erlenda sem innlenda og annað fólk með eftirtektarverða sál- ræna hæfileika og gera tilraunir með því og svo hins vegar, að kynna almenningi niðurstöður af innlendum og erlendum rannsóknum á sálrænum fyrir- bærum. Þetta hefur verið gert með mánaðarlegum erindum og útgáfustarfsemi. Þótt leið forystumanna spiritismans á Islandi hafi verið brött og torsótt á stundum, þá hefur mikið áunnist. ísland telst nú til þeirra landa, þar sem skoðanir hans njóta einna mestrar virðingar meðal þjóða. Það eru að sjálfsögðu ekki einungis áhrif ritfærra manna, heldur fyrst og fremst, að ísland hefur iðulega haft á að skipa ómetanlegum miðlum. Þeir hafa með starfi sínu getað sannfært fjölda manna á persónulegan hátt á sambandsfundum bæði einkafundum og opinberum, því hér á landi hafa einnig verið haldnir opinberir skyggnilýs- ingafundir, sem fyllt hafa stærstu samkomuhús landsins og hafa sannfært enn fleiri. Starfsamastur þessara miðla hefur undanfarin fjörtíu ár verið Hafsteinn Björnsson, sem lést á s.l. ári, og er hans þegar þegar sárt saknað. Hann vakti athygli langt út fyrir landstein- ana fyrir óvenjulega hæfileika sína og var Ameríska sálar- rannsóknafélagið byrjað rannsóknir á hæfileikum hans, sem þegar þóttu mjög merki- legar, en ekki var lokið, þegar hann féll frá. En það er einmitt hið mikilvægasta, að hæfiléikar góðra miðla séu rannsakaðir á vísindalegan hátt af hlutlausum og velmenntuðum sér- fræðingum. CROWN Fyrir aðeins kr.,298.980.- Jóla tilboð Tæknilegar upplýsingar MAGNARI: 6—IC, 33, translstorar. 23 díóður, 70 múslkwött. (2x23 RMS) ÚTVARP: FM. LW. MW. SW. SEGULBAND: Hraðl 4,75 cm/sek. Tíönlsvörun venjul. kasettu er 40—8.000 Hz. Tíönlsvörun Cr02 kasettu er 40—12.000 Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2 rása sterío. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. HÁTALARAR: ( 20 cm bassahátalari af kónískri gerö. Miö og hátíönihátalari 7,7 cm af kónískri gerö. Tíönisvörun 40—20.000 Hz. PLÖTUSPILARI: Full stærö, allir hraöar, sjálfvirkur og handstýröur. Mótskautun og magnetiskur tónhaus. AUKAHLUTIR: Tveir hljóönemar. FM-loftnet. SW-loftnet. Ein Cr02 kasetta. BUÐIN -—/ Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.