Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Nýlega kom út bókin „Þannig er ég, viljirðu vita það“ eftir Guðmund Frímann, þar sem hann rekur bernsku- og æskuminningar sínar úr Langadal og frá Hvamms- tanga. Vegna útkomu bókarinnar óskaði fréttamaður Mbl. eftir að fá að ræða stuttlega við Guðmund, og varð hann góðfúslega við þeirri ósk. — Hvað varð til þess, að þú fórst að skrifa bókina? — Kveikjan að þessum endur- minningum var raunverulega þátturinn, sem ég samdi fyrir Erling Davíðsson í safnritið „Aldnir hafa orðið". Býsna margir þökkuðu mér fyrir þann þátt og eggjuðu mig á að halda áfram. Eg tók þessu heldur dauflega, en svo varð það nú samt úr, að ég fór að flingra svolítið meira við þetta. Svo var það í fyrravetur, að ég átti ósköp veraldleg viðskipti við Jóhannes Sigvaldason, sem nú er forstjóri Bókaútgáfunnar Ögurs. Þá virtist hann hafa fengið einhvern pata af því, að ég væri að skrifa þessar endurminningar, og spurði, hvort mig vantaði ekki útgefanda. Þar sem ég hef ekki vanist því á lífsleiðinni, að ég gæti vaðið inn til útgefanda og sagt við hann: „Hér er bók, sem þú gefur út skriðunni. Yfir fyrstu minningum mínum var alltaf eitthvert sólskin, aldrei öðruvísi en sólskin. Þó fannst mér alltaf skuggalegra norðan við bæinn, ekki veit ég, hvernig á því hefur staðið. Mér fannst alltaf sólskin sunnan við hann, • en eitthvað dimmt yfir norðrinu. — Nú yrkir þú mikið síðar um þitt fljót, Blöndu, og um lyng- brekkurnar og starmýrarnar. Hvenær ferðu að taka eftir þessum dásemdum í umhverfi þínu? — Það var mjög snemma, löngu áður en ég lét mér detta í hug að yrkja nokkuð um þær. Mér eru afar ríkar minningar um landar- eignina og ýmislegt í henni. Bræður niínir undrast, hve margt ég man. Landið orkaði svona fast á mig, án þess að ég gerði neitt til Wf Guðmundur Frímann „ Yfir minningum mín- um var alltafsólskin ” fyrir mig“, spurði ég varfærnis- lega, hvort hann væri í einhverjum slíkum útgáfuhugleiðingum. Hann gaf ekkert út á það. Um jólaleytið var ég búinn með helstu drögin að þessu, átti erindi til Jóhannesar og tók þá með mér handritið handa honum til að lesa um jólin, sagði svona í gamni, að hann gæfi þessi minningaslitur mín kannski út við hentugleika. „Tölum um alla út- gáfu bak jólum," sagði Jóhannes. Svo líður janúar. Þá hringir hann til mín og segir, að í ráði sé að stofna útgáfufélag og samþykkt hafi verið að taka þetta verk mitt sem fyrstu útgáfubókina. Eg varð auðvitað bæði glaður og undrandi og vona sannarlega, að þetta komi ekki í koll því ágæta fólki, sem að útgáfunni stendur. — Þú byrjar á að rekja fyrstu bernskuminningarnar, þín fyrstu kynni af heiminum. — Þó að ég segi nú í upphafi, að það sé víðs fjarri, að þetta sé nokkur ævisaga, — og það er það alls ekki, — þá vil ég ekki brjóta þá hefðbundnu regiu ævisögurit- ara að geta svolítið um upprunann. — Þú telur þá verk þitt allt eins sveitarsögu æskustöðvanna og sögu uppvaxtarára þinna. — Þegar litið er á bókina í heild, er hún það miklu frekar, það er rétt. Þegar ég byrjaði að skrifa þessar minningar, bjóst ég við, að þær næðu yfir miklu lengra tímabil úr ævi minni heldur en raun varð á. Þessi tími reyndist vera svo ævintýraríkur. I þessari bók kemst ég ekki jafnlangt og í hinum stutta þætti í „Aldnir hafa orðið". Þar endaði ég ekki fyrr en á Akureyri, fór að vísu greitt yfir síðasta kaflann, en nú kemst ég ekki nema frá Hvammi í Langadal og vestur í landnám Skinna-Bjarn- ar, höndlara og Hólmgarðsfara, við Miðfjörð. Nú segja margir, að ég eigi að halda áfram, en ég lofa litlu um það. Við sjáum nú til, hvernig þessari bók verður tekið. — Var ekki mikið sólskin í Langadal, þegar þú varst barn? — Jú, blessaður vertu, það var sólskin og heiðríkja yfir öllu. Fyrsta minning mín er frá því að ég var á öðru ári og varla rólfær. Eg var á balanum fyrir sunnan gamla bæinn í Hvammi og sá þá dökkklæddan mann koma sunnan tröðina heim að bænum, og hann var með eitthvað hvítt á bakinu. Síðar fékk ég staðfestingu á því, að þetta hefði verið faðir minn að koma með hveiti sunnan úr gamalli myllu, sem var suður á þess, ég lifði það einhvern veginn svona. — Þú segir, að þú skynjir svo mikið sólskin úr bcrnskunni. Náði það ekki líka til samtíðar- mannanna? Ég hef tekið eftir því, að þér liggur ákaflega vel orð til annars fólks. — Ég kynntist ekki öðru en úrvalsfólki, mér er óhætt að segja það. Vel getur verið, að þeir hafi átt eitthvað sökótt hver við annan, þessir karlar, en ég man aldrei eftir að hafa orðið fyrir slíku. Næstu nágrannar voru yndislega gott fólk, eins og kemur fram í bókinni. Þó að ég kalli einn kaflann „Frá vondu fólki og góðu í Langadal", geri ég það bara til þess að fá Langdælinga til að kaupa bókina, svo að þeir geti séð, hverjir þessir vondu menn hafi verið, en þeim gæti orðið leitar- drjúgt að þeim. — Var ekki eitthvað af sér- kennilegu fólki í sveitinni? — Jú, það var töluvert af því, en nú er það alveg úr sögunni, held ég. Ég gæti hugsað, að Manga gamla á Holtastöðum hafi verið einhver síðasti kynlegi kvisturinn, sem ég hef haft sagnir af. Mér fannst hún vera fjörgömul, þegar ég fór að heiman 1922, en hún er dáin fyrir ekki ýkja löngu, a.m.k. eftir að Héraðshælið tók til starfa. Hún mátti ekki heyra það nefnt að vera send þangað, það væri stórhættulegt, því að það væri ekki einleikið, hve margir dæju þar. En ég skrifa þarna heilan þátt um bernskuvin minn og vinnufélaga, neftóbaksfalsarann Bjössamína, sem mér þykir nú kannski vænst um af þáttunum í þessari skruddu. Það var mjög sérstæður maður, og ég held allir Langdælingar hafi þekkt hann betur en flesta aðra. Ég held líka, að ég hafi borið honum vel söguna og algerlega rétta. Ég sá ekkert undanfæri að skrifa um hann, af því að ég taldi víst, að enginn yrði til að skrifa Rœtt við Guðmund Frímann skáld um Bjössamína tóbaksfalsara nema ég. Svo voru þarna í dalnum margir aðrir brotamenn af ýmsu tagi svo sem peningafalsarar og aðrir snillingar af fyrsta klassa, sumir stórflinkir menn, komnir af galdrameisturum. — Hverjir voru nánustu vinir þínir í hópi jafnaldra? — Það voru leiksystkini mín á Móbergi, mikið úrvalslið, mörg ágætisbörn, og svo systkinin á Geitaskarði, líka úrvalsfólk. Þar var jafnaldra mín, Jóhanna, sem segir frá í kaflanum um öskutrogs- brúðkaupið, þar sem hún var brúður mín, og þar var Guðrún, einhver glæsilegasta kona, sem slitið hefur barnsskóm í Langadal, að ég tel, framúrskarandi að fegurð og manngæðum, og svo þeir bræður, Isleifur, síðar prófessor og Páll, sem var nú nánasti vinur minn. Við Páll stunduðum dálítið rjúpnaveiðar saman og einhvern grallaraskap. Hann er prýðis- drengur, sem ekki má vamm sitt vita í neinu frekar en systkin hans. Hann bjó um skeið í Glaumbæ í Langadal, en hefur nú lengi átt heima í Vestmannaeyjum. Hann er kvæntur Guðrúnu, dóttur Ara bónda á Móbergi, heiðursmanns. — Datt þér aldrei í hug að flendast í Langadal og gerast bóndi? — Nei, það datt engum í hug, að ég gæti orðið bóndi, maður, sem hafði ekki gaman af öðrum skepn- um en hundum og mislitum kindum, hann yrði aldrei mikill bógur. Ég var mikill hundavinur, það var alveg satt, eins og Hunda-Gunna á Stóru-Giljá. Ég var þó aldrei kallaður Hunda-Gvendur, það náði aldrei svo langt. En eftir að ég kom til Akureyrar, lét ég mig dreyma um það í n\örg ár að fá mér kindur, eins og konan mín getur borið um. — Vildirðu helst hafa þær mislitar? — Já, já, dálítið skrautlegar. Það fannst nú bændum ærið bjánalegt, en sögðu þó, að það gæti bent til þess, að ég fengi síðar á ævinni áhuga á einhverju lita- blandi, enda varð það. — Þú hefur líka fengist við að mála. — Ég gerði það dálítið á tíma- bili, en þetta voru engin málverk, því miður. Sumu fólki þótti myndirnar góðar, en þær voru það ekki, þær voru bölvuð skrípi. Nei, ég hef ekki gert neina mynd, sem ég er verulega ánægður með nema kannski tvær eða þrjár skissur, sem dóttir mín á og ég skammast mín ekki beinlínis fyrir, og svo teikninguna af Bjössamína, sem er í bókinni. Langdælingar eru fljótir að þekkja hann. Hún er alveg eins og hann var, blessaður karlinn. — Var lesið mikið í þinni sveit? — Það var að minnsta kosti lesið geysimikið á mínum bæ. En bókakosturinn var ekki mikill, en allt lesið, sem að kjafti kom. Við Jóhann bróðir minn, seíh var á líku reki og ég, aðeins yngri, lásum mikið og fyrir kom, að við lásum saman sömu bókina, því að lestr- arhraðinn var svipaður Við sváfum saman á tímabili, þegar við vorum stráklingar innan við fermingu. Oft þorðum við ekki að slökkva á olíutýrunni, sem við höfðum á rúmmaranum, fyrr en móðir okkar var komin á kreik, heldur lásum alla nóttina. Faðir okkar las geysilega mikið. Hann var alltaf lesandi, þegar hann var inni. Ég man aldrei eftir honum ólesandi. Hann las bæði illt og gott, var ekkert vandur að lesefni. Bækur fengum við lánaðar úr Lestrarfélaginu og hjá Pétri og Páli. Ég segi frá einum miklum bókamanni, sem var ættaður utan af Skagaströnd og gerðist vinnu- maður á Gunnsteinsstöðum í nokkur ár, Jóni Benediktssyni handahlaupsmeistara. Hann átti geysilega mikið af bókum. Ég fór stundum suður eftir til hans og kom með bækur heim í poka á bakinu. Sumt var hreinustu lygi- sögur og reyfarar af verstu tegund eins og Alfreð Dreyfus og Hinn óttalegi leyndardómur og viðlíka bókmenntir. Þá sagði pabbi: „Hvað, ætlarðu að fara að lesa þennan óþverra?" En svo var hann fyrsti maðurinn til að lesa þann hinn sama óþverra. Þetta var þó heldur andstætt hugvekjum sr. Páls Sigurðssonar, en það var hans trúarlega lesning. Hann hafði miklar mætur á frjáls- hyggjumanninum sr. Páli. — Fórstu ekki snentma að eignast bækur sjálfur? — Einn kaflinn í bókinni fjallar um tvo langdælska stórhöndlara, og annar þeirra var geysilegur bókamaður, Jakob B. Bjarnason, nú bóndi á Síðu í Refasveit. Hann var sílesandi, og hann lánaði okkur mikið bækur. Hann pantaði líka fyrir mig bækur frá Dan- mörku, eins og Ævintýri Stikils- berja-Finns. Eftir að Jakob var fluttur að Holtastaðakoti, seldi hann mér vorið 1914 Snæljós eftir Jakob Thorarensen. Það var merkilegur dagur. Þá var glaðasól- skin eins og alltaf var alla daga í Langadalnum, þegar ég var að alast upp. Ég hef verið 11 ára þarna. Snæljós kostuðu eina krónu og tíu aura í grænni kápu með rauðum ramma. Þetta var snemma vors og ég labbaði með bókina heim. Þegar ég kom í svokallaða sláttukinn fyrir sunnan Holtastaði, gat ég ekki stillt mig um að fara að lesa bókina og settist þaf í glóðheitan bollann með niðandi læki allt í kringum mig, læki, sem hvergi áttu að vera þarna nema bara rétt á vorin, meðan leysing var mest, þar voru engir lækir yfir hásumarið. Þetta var ákaflega rómantískt umhverfi, og ég komst í miklar lýriskar stemningar og las alla bókina. Það var ekki ósvipuð reynsla og þegar ég las Svartar fjaðrir eftir Davíð. Þær las ég um hávetur í gömlu baðstofunni í Hvammi, og mér fannst vera glaðasólskin úti. Þó var beljandi stórhríð á glugganum. En þarna í hvamminum las ég kverið aftur og aftur, og þetta var hreinasta opinberun. Og ég sá ekkert annað en Jakob Thor nokkur ár. Svo lærði ég þetta kver og fólk, sem kom heim og ég hafði veður af, að væri bokmenntalega sinnað, lét ekki í friði. Ég þurfti að lesa fyrir það Morðið á Jörfa, I hákarlalegum og öll þessi skaut- legu kvæði, hvort sem það vildi eða vildi ekki. — Hverjir urðu helst til að taka þátt í þcssari hrifningu þinni? — Halldór Halldórsson, sem kallaður var barnakennari, var t.a.m. ágætur hlustandi. Hann var sonur Halldórs Konráðssonar vef- ara og bónda á Móbergi, mikils sómamanns. Hann kom nokkuð oft að Hvammi og var eini maðurinn, sem fylgdist með mínum þroska- ferli og spurði alltaf, þegar hann kom, hvort ég hefði ekki eitthvað nýtt á prjónunum, og lét mig þá lesa fyrir sig. Ef ég hafði ekki Snæljós eða eitthvað eftir aðra, sem ég var hrifinn af sjálfur, lét ég hann heyra það, sem ég hafði fram að færa. — Hvenær byrjaðirðu að setja saman sjálfur? — Ég hef áreianlega verið orðinnn 12 eða 13 ára. Jóhann bróðir var orðinn talandi skáld tveimur eða þremur árum á undan mér, og er hann þó þremur árum yngri. Fyrst var ég að fikta við að búa til sögur, en reyndi varla við ljóðagerð fyrr en á Hvammstanga, þegar ég var 16 ára. Þó fór ég þangað með dálitla kompu með svona dóti og var að sýna kennara mínum. Ég hef alltaf átt bágt með að ríma, hef aldrei verið hagyrðingur eða kastað fram stökum, en reynt að ganga þannig frá kvæðum mínum, að þess gæti ekki. — Voru einhver skáld í sveit- inni, sm þú hafðir kynni af? — Ekki beint, en nokkrir voru baslhagir á stökur, en ég var örugglega langlélegastur í þeim hóp. Gísli Ólafsson frá Eiríks- stöðum var þar, landskunnur hagyrðingur, og var að reyna að fá mig til að búa til vísur, en það gekk ekki. — En samt kaustu fremur að yrkja ljóð og lagðir sagnagerð á hilluna í áratugi. — Já, mikil ósköp, ég er eins og sumir bændur, sem vilja ekki stunda blandaðan búskap, annað- hvort vilja þeir hafa fé eða kýr. Seinna steinhætti ég að yrkja kvæði og tók aftur til við sögurnar. Ég hef ekki ort kvæði síðan 1962. Þó að ég hafi ef til vill einhverja þörf fyrir það, getur maður ekki endalaust ort sér til hugarhægðar. Ég fann það vel, að ég var kominn út úr dæminu sem ljóðskáld, það var kominn allt annar heimur, allt annað sjónarsvið með tilliti til ljóðagerðar. Skáldin voru farin að leika sér að því að yrkja aftur- ábak, og ég gat ekki tekið þátt í því, ekki frekar en ég gat farið á skautum afturábak eins og Óskar á Móbergi. Hann var jafnfljótur á skautum afturábak og áfram, en ég gat bara dottið afturábak. _ i>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.