Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Jón skarði Eftirfarandi þjódsaKa er úr safnriti Ólafs Davíðssonar, íslrnzkar þjóðsötfur, sem bor- steinn M. Jónsson hjó til prentunar og bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út. Á fyrra hluta þessarar aldar var sá maður til heimilis á Skörðugili (ytra, að mig minnir) á Langholti i Skagafirði, sem Jón hét Jónsson. Hann var ókvæntur og sjálfs sín, tók jafnan þátt í lestaferðum til Suðurlands og undir Jökul, var karlmenni að burðum og fríður ásýndum, enda gekk hann kven- fólki mjög í augu, og eru ekki allfáar sagnir um það og sumar hverjar ekki sem fríðastar. Jón var annars talinn viðsjálsgripur og ekki allur þar sem hann var séður; þótt margt ískyggilegt í fari hans, enda gaf hann sig lítt að mönnum og átti sárafáa vini. Einn aldavin átti hann þó, Tómas bónda . á Tunguhálsi, fremst í Tungusveit; sá bær er í Goðdalasókn. Jón var kallaður að auknefni „Skarði" eða Skörðugils-Jón, því að hann hafði verið þar lengstum ævinn- ar. Pjáður var hann ekki, en hest átti hann þó afar góðan, rauðskjóttan að lit, sem enn er kunnur í Skagafirði og kallaður var Skarða-Skjóni. Um hann og Jón var þetta kveðið: Þó(a IjAna þýða-stur þýtur um f róniA harða. < r hann Skjóni auðþekktur undfr Jóni Skarða. Þegar Jón var orðinn hniginn mjög að aldri og heilsu, söðlaði hann haust eitt Skjóna sinn, sem þá var á bezta reki, og reið í kynnisferð fram að Tunguhálsi til Tómasar vinar síns. Að skilnaði gefur hann Tómasi Skjóna, segist ekki þurfa að halda á honum lengur, en biður hann að ljá sér einhverja truntu til heimferðarinnar. Þetta þótti Tómasi undarlegt, en lætur þó til leiðast og þiggur Skjóna, en ljær honum gamla litförótta meri i staðinn. Þann skilmála setti Jón þó undir gjöfina, að enginn mætti koma á bak Skjóna, en ljær honum gamla litförótta meri í staðinn. Þann skilmála setti Jón þó undir gjöfina, að enginn mætti koma á bak Skjóna nema Tómas sjálfur — ella færi verr. Tómas heitir þessu, en Jón riður Litföru af stað heimieiðis. Á var hláka og haustmyrkur mikið. Um kvöldið kom vinnukona út í Krossanesi — yzta bæ í Vallhólmi — og sér Jón Skarða ríða um hlaðið út á við. Yrtust þau lítið eitt á, og talaði stúlkan um það, þegar inn kom, að undarlegt væri, að Jón skyldi ekki ríða Skjóna sínum. Eftir þetta fréttist ekkert til Jóns eða Litföru, hvernig sem leitað var, og þótti mönnum líklegast, að þau mundu hafa farizt bæði í Héraðsvötnunum og borizt til sjávar. Um vorið eftir, í leysingum mikium, var Ari læknir yngri Arason heim á leið til sín að Flugumýri austur yfir Hérðas- vötn, sem þá voru ófær. Perja var þá á Miðgrund austan vatna, en nú er hún á Völlum í Hólmi. Sigurður hét ferjumaður, bóndi á Miðgrund, harður maður og ófyrirleitinn; sagt var, meðal annars, að hann hafi tekið vettlinga og sokkaplögg af fólkí, sem ekki gat goldið honum fargjald í reiðu silfri. Kalt hafði löngum verið með honum og Skörðugils-Jóni. Ari fór á ferju yfir vötnin, og voru hestar hans látnir synda yfir þau nokkurn vegin beint yfir og voru þar söðlaðir og hestur Sigurðar. Sandbleytusíki var að austan- verðu, og riðu þeir Ari því fram um það eftir söndunum og ekki lengi, áður en þeir sáu lík, sandorpið, nokkru fyrir ofan vötnin. Ari fer af baki, sópar sandi af andlitinu á líkinu, og sjá þá báðir, að þetta muni vera Skörðugils-Jón. Sigurður fór ekki af baki, og spyr Ari hann þá í spaugi, hvort hann þekkti ekki þjóðtrúna um það, að menn eigi ævinlega að veita dauðum mönnum nábjargirnar, ef úti finnist, eða hgræða þeim eitt- hvað að minnsta kosti. Sigurður neitar þessu þverlega og heldur, að helvítið hann Skörðugils-Jón sé bezt kominn þar sem hann sé. Þeir Ari ríða svo heimleiðis af söndunum upp á grundina, en svo dettur Sigurður allt í einu af baki og er þá steindauður. Var þetta, eins og nærri má geta, kennt Skörðugils-Jóni, og þótti hann hafa borgað Sigurði illyrð- in ótæpilega. Nokkru seinna þetta vor (um 1860) átti presturinn í Goðdöl- um að vera tekinn til altaris af nábúa sínum prestinum á Mæli- felli, og fóru því allir til kirkju úr sókninni, sem vettlingi gátu valdið, til að hlýða á aðkomu- prestinn. Frá Tunguhálsi vildi hver maður fara nema Tómas bóndi, sem var veikur og rúm- fastur. Of fá hross voru á bænum handa öllum þeim, sem vildu, og lagði þó Tómas blátt bann fyrir, að nokkur riði Skjóna. Kona hans hélt, að það væri þá ekki hundrað í hætt- unni, en Tómas sat við sinn keyp. Það varð þó úr, að Skjóni var tekinn og settur undir einn af vinnumönnunum. En þegar úr hlaði var farið og hver búinn að lesa sitt faðirvor og vinnu- maðurinn eins og aðrir búinn að setja upp pottlokið, fannst honum ailt í einu eins og einhver kæmi aftan á sig á Skjóna, og sligaðist hesturinn undir eins og var þegar dauður. Þetta var innan túngarðs. Ekki þótti Tómasi bónda þetta hafa farið vonum framar, þegar honum var sagður dauði Skjóna, enda var það almannarómur að kenna þetta Skörðugils-Jóni. Jósef hét maður Grímsson, smiður bezti á gull og silfur, en fátækur mjög og hrossaketsæta. Hann bjó á Torfumýri við Flugumýri, eftir Jón, sem kall- aður var Torfumýrarskítur. Jósef fór til Tunguháls og fékk skrokkinn af Skjóna, en varð ekki mikið úr. Hann gat aðeins hagnýtt hausinn, en skrokkur- inn var annars allur svo blár og marinn, að hann var engum manni ætur. Sigríður hét ekkja Sigurðar á Miðgrund, sem fyrr er nefndur. Nokkrum árum seinna en þetta var (um 1870) fannst hún steindauð og stirnuð í garða- höfði með heyhneppi í fanginu. Hún hafði verið að gefa fé um vetur og orðið bráðkvödd, áður en hún hafði dreift hneppinu um garðann, og hafði féð etið nokkuð af því, þegar hún fannst. Sagt var af sumum, að eitthvað mundi þetta lát hafa orsakast af Skörðugils-Jóni. Seinna beí eif ei soxur heyrt saxðar af þewium Jóni. Eftir handriti Guðm. Þorlákiwonar cand. max. Jeanne Cordelier (þegarvoninein er eftir Gleóikona segirfrálíH ^ \ sinu ogumhverfi , ^ * ÍX' Sólin er ekki annað en orð Jeanne Cordelier. ÞEGAR VONIN EIN ER EFTIR Sigurður Pálsson þýddi. Iðunn 1978. Þegar vonin ein er eftir er ef til vill sérkennilegasta bókin í ár, bók sem lýsir lífi franskrar gleðikonu sem velur ekki venjulegustu leið vændiskonunnar þegar hún vill hætta, þeas. sjálfsmorð, heldur lífið og gerir sér grein fyrir að hún sjálf er það eina sem hún á eftir: Forn saga 1 nýrri gerð Per Olof Sundman. SAGAN UM SÁM Eiríkur Hreinn Finnbogason ís- lenzkaði. Almenna bókafélagið 1978. Þegar Beráttelsen om Sám kom út í Svíþjóð var skrifuð umsögn um bókina í Morgunblaðið (14. ágúst 1977) og er ekki ástæða til að endurtaka það sem þar var haldið fram þótt hún sé nú komin út í íslenskri þýðingu. Þrátt fyrir ágæta þýðingu Eiríks Hreins Finnbogasonar þyk- ir mér bókin skemmtilegri á frummálinu. Ef til vill eigum við ekki jafn auðvelt með að sætta okkur við hina djarflegu úrvinnslu höfundar á Hrafnkels sögu Freys- goða í íslenskri gerð? Sænskan veldur vissri fjarlægð sem fer sögunni og aðferðum hennar vel. Eins og mörgum mun vera kunnugt færir Per Olof Sundman persónur Hrafnkels sögu yfir til nútímans. I bókinni eru bílar fyrirferðarmiklir, nútímalegir búskaparhættir og streita tímans. Sagan gerist öðrum þræði í fornöldinni, til dæmis eru vopnin forn og hesturinn gegnir veiga- miklu hlutverki við hlið bílsins. Það ber að hafa í huga að við gerð sögunnar hefur Sundman tekið mið af kvikmyndalist; upphaflega var ætlun hans að skrifa kvik? myndahandrit, en sagan gerðist áleitin uns hún náði yfirhöndinni og skáldsagnahöfundurinn Sund- man hlýddi kallinu. Fyrir íslenska lesendur er það m.a. fróðlegt að að kynnast því hvernig merkur erlendur höfundur gerir sér mat úr fornri sögu og reynir að skrifa á nútímalegan hátt samkvæmt gamalli sagna- hefð. Hrafnkels saga hefur lengi verið Sundman ofarlega í huga, það vita íslenskir vinir hans, og það er út af fyrir sig listrænt afrek hvernig tengsl gamals og nýs verða að þekkilegri sögu í Sögunni um Sám. Eins og fram hefur komið leggur Per Olof Sundman ríka áherslu á þátt kvenna í Hrafnkels sögu. Einar hlýtur að falla fyrir öxi Hrafnkels vegna þess að hann ríður uppáhaldshesti hans Freyfaxa þvert ofan í vilja hús- bóndans. Einar nýtur ásta tveggja kvenna áður en hann deyr, Ásu sem er viðhald Hrafnkels, og Oddbjargar konu hans. Það er vegna þessa sem Einar er veginn; í Freyfaxa er fólgin kynferðisleg merking sem Sundman leitast við að túlka. Þessi óvænti þáttur Hrafnkels sögu gerir hana for- vitnilega þótt um hann megi vitaskuld deila eins og annað í Sögunni um Sám. Endursögn Sundmans á Hrafn- kels sögu eða hvað menn vilja kalla verk hans er aukin að mun. Bætt er við persónum og það sem einkennir frásagnarmátann er hve lengi er dvalist við ýmis smáatriði. Engu að síður er atburðarás hröð. Eins og sagt var í fyrrnefndum ritdómi um sænsku útgáfuna þá gæðir Sundman Söguna um Sám einkennilegum töfrum á mörkum raunsæis og ýkjukenndrar frá- sagnar. Tilgangur hans er sá að sýna að maðurinn er sjálfum sér líkur, maður er manni vargur jafnt nú sem fyrr á öldum. „Medea í miðjum hörmungunum" samanber Stendahl. Þessi bók sem er óvenjulegur mannlegur vitnisburður er skrifuð eins og þjálfaður rithöfundur sé að verki. Bókin er kaldhæðin, hvergi gætir sjálfsmeðaumkvunar. Hraði frásagnarinnar er mikill, byrji maður að lesa er erfitt að hætta þótt bókin sé löng. Þeir sem búast við að í þessari bók geti þeir lesið nákvæmar lýsingar á samförum, venjulegum losta og ýmsum afbrigðum kyn- lífsins, verða ef til vill fyrir vonbrigðum. En Jeanne Cordelier kemur víða við í bók sinni og gerir sér einkum far um að sýna niðurlægingu. Gleðikonurnar eru þrælar sem lögregla og melludólg- ar skiptast á um að leika grátt. Þær eru mikið barðar og oft svívirtar eins og vonska heimsins sé öll þeim að kenna. En þrátt fyrir ruddaskapinn er líka blíða í þessari bók, viðkvæmar tilfinning- ar sem að vísu mega sín lítils í þessu brennandi víti. Annar hluti bókarinnar hefst á þessum orðum: „Ég var líka einu sinni byrjandi. Að stunda vændi er eins og að þreyja endalausan vetur. Fyrst virðist það óhugsandi en með tímanum segir maður við sjálfa sig að sólin sé ekki annað en orð, sem mennirnir hafi fundið upp.“ Þýðing Sigurðar Pálssonar er á vönduðu máli, hvergi þvinguð, en hin trúverðugasta, Honum hefur tekist vel að ná eðlilegum frásagn- armáta Jeanne Cordeliers. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Bóndinn sem ekki komst til fyr- irheitna landsins Per Olof Sundman Gylfi Gröndah VONARLAND. Ævisaga Jóns frá Vogum. Setberg 1978. Vonarland er ævisaga Jóns Jónssonar frá Vogum (1829—1866) færð í listrænan búning af Gylfa Gröndal. Að Jóni látnum birtist sjálfsævisaga hans rituð á ensku í Reaser’s Magazine. Hún var gefin út 1966 hjá Isafold í takmörkuðu upplagi. Umsjónarmaður útgáf- unnar var Haraldur Hannesson og íylgdi hann henni úr hlaði með formála. í dagbókum Jóns er frásögn af undirbúningi Brasiliu- farar 1865, en ensku útgáfunni lýkur áður en hið fyrirheitna land Jóns frá Vogum og sveitunga hans kemur til sölu. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson sem ritaði Ævintýrið frá íslandi til Brasilíu (1938—’39) hefur stuðst við þessi dagbókar- brot og sama gerir vitanlega Gylfi Gröndal í Vonarlandi. Gylfi Gröndal hefur m.a. þetta að segja um bók sína: „Það er von höfundar, að saga hans sé í öllum höfuðdráttum sönn, þótt víða hafi verið getið í eyður, farið frjálslega með heimildir á nokkrum stöðum og fáeinum tilbúnum persónum skot- ið inn í. í bók sem þessari hlýtur túlkun atburða og persóna að vera meira og minna hugarsmíð. Efnið verðskuldar vissulega nákvæma og fræðilega umfjöllun, en sá er ekki tilgangur þessarar bókar. Hún er til orðin einfaldlega vegna þess, að höfundur gat ekki gleymt Voga- Jóni eftir að hafa lesið sjálfsævi- sögu hans á ensku — og langaði til að vekja athygli annarra á þessum hugljúfa og stórmerka manni." Jón frá Vogum leit aldrei Brasilíu þótt hann væri alráðinn í að flytja þangað og legði sitt af mörkum með að þýða leiðbeininga- bók útflutningsmanna eftir Hörmeier. Ekki tókst að útvega skip til fararinnar. Helstu leiðtog- ar útflytjenda, þeir Einar í Nesi og Jakob á Grímsstöðum, kunnu engin ráð til að standa við þau heit sem þeir höfðu gefið fólki. Eins og Jakob á Grímsstöðum segir í bréfi til Jóns frá Vogum höfðu menn selt búslóð sína og losað sig við jarðir og urðu að „þola vandræði og neyð ofan á þær þrengingar, sem fyrir eru í landinu". Jón lést úr taugaveiki 36 ára að aldri „í skjóli Jóhannesar bónda“ á Laxa- mýri, en þar hafði hann vetursetu og hugðist reyna að komast til Brasilíu að vori ásamt konu sinni og fimm ungum börnum. Ungur sigldi Jón til Kaup- mannahafnar og nam þar snikkaraiðn auk þess sem hann hóf enskunám og lá í bókum. Frásagnir Jóns frá Kaupmanna- hafnarárunum eru ekki þess eðlis að miklum tíðindum sæti, en þær eru þægilegur lestur. Jón er staddur í Kaupmannahöfn þegar Kristján áttundi fellur frá 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.