Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Ég veit eitt land Bolli Gústavsson í Laufásii FJÖGUR SKÁLD í FÖR MEÐ PRESTI. Bragi Sigurjónsson Iljörtur Pálsson Ileiðrekur Guðmundsson. Kristján frá Djúpalæk. Bókaútgáfan Skjaldborg 1978. í Forspjalli þessarar bókar segir séra Bolli Gústavsson í Laufási: „I barnæsku var mér innrætt mikil virðing fyrir skáldum og verkum þeirra. Duldist mér ekki, að listamenn fóru ógjarnan troðnar slóðir og voru margir gæddir þeirri opinskáu einlægni, sem gerði þá litríkari og forvitnilegri en annað fólk. Þessi bernskuáhrif eiga nokkurn þátt í ferðalagi mínu með fjórum skáldum". Ég hygg að þessi bók Bolla Gústavssonar muni auka skilning á skáldum og skáldskap. Skáldin fjögur sem kynnt eru eiga það sameiginlegt að búa á Akureyri eða hafa búið þar einhvern tíma. Þau eru fulltrúar skálda sem bundin eru íslenskri náttúru traustum böndum, einkum sveita- lífi. Flest þeirra eru af hefðbundn- um skóla í skáldskap þótt brugðið hafi á leik einstaka sinnum í anda nýrrar ljóðlistar. Nokkra sérstöðu hefur Hjörtur Pálsson. Hann er yngstur og þótt hann hafi ort lengi hafa aðeins komið frá honum tvær ljóðabækur. Hann er því ekki mótað skáld með sama hætti og hin þrjú, þeir Bragi Sigurjónsson, Heiðrekur Guðmundsson og Krist- ján frá Djúpalæk. Það er athyglisvert að þau skáld sem fjórmenningarnir hrífast hvað mest af hafa öll ort sveitinni lof og dýrð, í verkum þeirra birtist eftirsjá eftir liðnum tíma og íslenska ljóðhefð forsmá þau ekki, að minnsta kosti ekki alveg. Bragi Sigurjónsson metur mikils Guð- mund Böðvarsson, Hjörtur Páls- son Hannes Pétursson, Heiðrekur Guðmundsson Olaf Jóhann Sig- urðsson og Kristján frá Djúpalæk Jóhannes úr Kötlum. Hjörtur Pálsson lýsir því hve þrúgaður hann hafi eitt sinn verið eftir prófannir og vinnu. Hann er á gangi á Skúlagötunni og „þá er Litlu myndaba‘kurnar> Sæfinnur sjóræningi og fíllinn. Sæfinnur sjóræningi og gim- steinninn. Sæfinnur sjóræningi og nýja skipið. Sæfinnur sjóræningi og fjár- sjóðurinn. IIöfundur> John Ryan. Þýðingi Loftur Guðmundsson. Filmusetningi Prcntstofa G. Benediktssonar. Prentuni Collins í Bretlandi. Útgefandii Örn og Örlygur. Bðkmenntir eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON Ævintýri í myrkrinu Höfunduri Jane Carruth. Myndskreytingi Tony Hutchings. Þýðingi Andrés Indriðason. Setningi Prentstofa G. Benedikts- sonar. Prentun og bandi í Júgóslaviu. Útgefandii Örn og Örlygur. Þetta er myndhefti í bókaflokki sem ber nafnið Allt í lagi bók. Sagan segir frá litlum snáða, Anga, sem hræddist einveruna og myrkrið, þegar hann var settur í ból á kvöldin. Svo er það eitt sinn, þegar Angi er að elta gjörðina sína, að Hrekkur rænir hann henni. Angi vill verja sitt, en í Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON birtan skyndilega svo óumræði- lega falleg, hún er svo óvenjuleg, að undrum sætir“. Hann yrkir þá á örskammri stundu eftirfarandi ljóð sem vel getur staðið sem dæmi um viðhorf skáldanna fjögurra til landsins, hvernig þau í senn játa því ást sína og sækja til þess þrótt: Eg veit eitt land er ég vakna til ég veit eitt land er ég sofna til um ævi. Iðar jörð undir iljum mér örfínt regn strýkur vanga mér á vori. Allt svo biátt fyrir augum mér angan lyngs fyrir vitum mér á sumri. Hrynja lauf fyrir hlustum mér hvfsla vindar f eyru mér á hausti. BÓKIN UM JÓN Á AKRI 199 bls. Hersteinn Pálsson bjó til pr. Skuggsjá. 1978. Jón Pálmason var lengi í tölu svipmestu alþingismanna. Hann sat á þingi í þrjátíu ár, var fyrst kosinn á þing 1933, lengi forseti sameinaðs þings, allra síðustu árin varamaður. Jón Pálmason var borinn og barnfæddur húnvetning- ur, gerðist ungur bóndi í heima- högum og bjó þar búi sínu meðan aldur og heilsa leyfði og átti þar heima til æviloka. Þegar Jón var fyrst kosinn á þing var Alþingi sannkallað bændaþing. Sakir hefð- ar var þá litið á bændastéttina sem forystustétt í þjóðfélaginu enda þótt þá þegar væri tekið að fækka í sveitunum en Reykjavík orðin borg með rösklega þrjátíu þúsund íbúa. Tveir flokkar börðust um atkvæði bænda: Framsóknar- Þetta eru örstuttar myndasögur, vasabækur, sem eiga það sam- eiginlegt að vera gerðar eftir brezkum sjónvarpsþáttum; það einnig að vera allar eftir sama höfund; og í þeim öllum eru það Sæfinnur og Tumi sem stika sviðið sem aðalhetjur. Loftur hefir þýtt þær listavel. Myndirnar eru fjörlegar, líklega stæling á sögupersónum þáttanna, veit það þó ekki, hefi aldrei séð þá. Komi þættirnir hingað verða bækur þessar sjónvarpsáhorfend- um kærkomnar, og þó svo verði ekki, þá standa þær einar sér vel fyrir því að veita gleði þeim, er njóta sjóræningjasagna og anda þeirra. Stuttar bækur fyrir stutt fólk. Prentun góð og frágangur allur. ákafanum týnir hann áttum og verður að gista skóginn dimma, hrollvekjandi nótt. Hann sér skrímsli og forynjur, unz þreytan yfirbugar hann. Kátur finnur hann og hjálpar honum heim, og sýnir honum, að það var aðeins þekkingarleysi hans sjálfs er ógnunum olli. í myrkrinu er það aðeins ótti okkar sjálfra, sem skelfingu veldur. Myndirnar eru listavel gerðar og börn hafa ánægju af að skoða þær. Þýðing Andrésar Indriðasonar er mjög góð. Prentun og allur frágangur afbragðsgóður. Þökk fyrir frá litlum snáða og lítilli hnátu, sem enn hræðast myrkrið. Sindrar mjöll fyrir sjónum mér synitur hríð fyrir eyrum mér á vetri. Landið vakir í vitund mér vatriía og gröfi þú býrð í mér. Bragi Sigurjónsson lætur hug- ann reika um heiðalönd bernsk- unnar. I honum á heiðin „ítök rík til hinztu stundar“. Heiðrekur Guðmundsson yrkir í fallegu kvæði sem nefnist Kaldavermsl um þá lind sem „á eina djúpa æð, sem ekki hefur lokast nokkru sinni". Með skírskotunum til náttúrunnar hefur Heiðreki tekist í þessu kvæði að túlka mannleg sannindi á eftirtektarverðan hátt. í snjöllu kvæði sem minnir á Guðmund Böðvarsson yrkir Krisf- ján frá Djúpalæk um hófsóley sem honum þótti „snemma fegurst blóma": „Ég blessa þig systir, brýni ljáinn og byrja að slá“. Að vonum verður skáldum tíð- rætt um uppruna sinn, enda er það að skapi Bolla Gústavssonar. Þeir hafa líka margt að segja um skáldskap, eigin ljóð og annarra. Jón á Akri flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn. Baráttan milli þessara flokka var þá ótrúlega hörð. Þess gætir víða í stuttri en afar greinagóðri ævisögu Jóns sem Matthias Johannessen skráði og prentuð er fremst í þessari bók. Menn litu til síns flokks með óblandinni aðdáun en fundu andstæðingunum flest til foráttu. Andblærinn lýsti sér meðal annars í eftirfarandi atviki sem Jón greinir svo frá: »Sumarið 1931 kom til mín að Akri góður vinur minn, en ein- dreginn Framsóknarmaður. Sagði hann m.a.: »Nú er ég reglulega ánægður með pólitíkina.« »Og hvers vegna?« spyr ég. »Af því að nú eru allir beztu menn landsins komnir í ríkisstjórn.« Það voru þeir Tryggvi Þórhallsson, Jónas Þórir S. Guðbergssom Tóta tíkarspeni Teikningan Hlynur Orn Þórisson. Kristinn Rúnar Þórisson Almenna bókafélagið 1978. íslensk barnasaga, skemmtilega myndskreytt af íslenskum drengj- um. Og þótt hinar ágætu myndir taki nokkurt rúm í bókinni skyggja þær ekki á textann, sem er unninn af vandvirkni og næmri þekkingu á atferli barna. Tóta litla og Gunnar eru í feluleik, þgar hún tekur húfuna af honum og hleypur burtu með hana. Gunnar kallar á eftir henni — „Tóta tíkarspeni, Tóta tíkarspeni! Þú ert líka alltaf að stríða." Tóta hleypur áfram með röndóttu prjónahúfuna hans Gunnars. Hlær og dansar af lifsgleði, sem önugir vegfarendur skynja ekki í erli dagsins. Og þeir eiga nóg af ónotalegum athuga- semdum — annað ekki. Tóta verður þreytt — sest undir tré. Sumir rekja fremur raunalega sögu um skort á viðurkenningu. Heiðreki Guðmundssyni verður tíðrætt um ofurvald gagnrýninnar sem hann kveðst hafa orðið fyrir barðinu á. Kristján frá Djúpalæk lætur nægja að segja að gagnrýnin sé „á ákaflega lágu stigi". Bragi Sigurjónsson og Hjörtur Pálsson virðast aftur á móti sáttir við þær viðtökur sem þeir hafa fengið. Um stjórnmál er nokkuð rætt. Einkum vekur forvitni það sem Kristján frá Djúpalæk hefur að segja, en hann hefur löngum verið maður efans þótt hann hafi átt sér óskaveröld þar sem Stalín var helsta hugarfóstrið uns hann féll af stalli. Um gamlan baráttufélaga í verkalýðshreyfingunni fyrir norðan sem nú er í sviðsljósi fyrir bækur sínar kemst Kristján þann- ig að orði: „Ég hygg nú, að hann hafi eins og ég og fleiri misskilið kommúnismann að því leyti, að hann trúði því og trúir því víst enn, að kommúnistar vilji vinna að Jónsson og Asgeir Ásgeirsson. Ég hef oft síðan hugsað um þessi orð vinar míns, því ekki var þess langt að bíða, að allir þessir menn væru farnir úr Framsóknarflokknum, flæmdir þaðan burt. Þarf frekari vitna við?« spyr Jón að lokum. En þrátt fyrir hatrammar deilur innanhéraðs og utan eignaðist Jón Pálmason marga vini í andstæð- ingahópi. Einn þeirra var Guð- mundur Jónsson í Ási. Hafði Jón þó gert honum hvorki meira né minna en fella föður hans er Jón var fyrst kosinn á þing ’33. Guðmundur er höfundur eins þáttarins í þessari bók (þeir eru alls fimmtán auk ævisögunnar) og segir þar meðal annars: »Ég er þess fullviss, að það var Jóni mikill styrkur í hinum pólitísku átökum, hvað hann kunni vel að umgangast menn, hvort heldur var um að ræða samherja hans eða andstæðinga. Ég held að hann hafi alls ekki gert sér mannamun í sambandi við fyrir- greiðslu við menn útávið.« Vinur minn Jón á Akri heitir þáttur eftir Guðrúnu P. Helga- dóttur. Hún lýsir Jóni svo í fáum orðum: »Hann var skemmtilegur, gamansamur og góðgjarn, en mest met ég Jón á Akri fyrir það, hve hann var einlægur og traustur vinur vina sinna« Gunnar Thoroddsen segir svo frá fyrstu kosningu Jóns: »Sigur bóndans á Akri, sem aldrei hafði Þórir S. Guðbergsson Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR Bolli Gústavsson í Laufási. því, að gera fólkið hamingjusamt, en ekki loka það inni á geðveikra- hælum". Þessi för Bolla Gústavssonar og fjórmenninganna hefur að mínu mati tekist vel. Ógetið er teikninga Bolla, en eftir þeim að dæma er ljóst að honum fer sífellt fram í listinni. Hér eru margar vel gerðar mannamyndir. Og myndir úr íslenskri náttúru sýna næmleik og innlifun listamannsins þótt ekki séu þær allar jafnvel heppnaðar. Ég nefni einkum blýantsteikningu á bls. 55: „Kambfellshnjúkur teygar af lindum himinsins og skilur á milli Timburvalladals og Hjaltadals." Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON áður boðið sig fram til þings, þótti með stórtíðindum.« Jón Pálmason þótti skemmtileg- ur samkvæmismaður. »Eins og þeir vita, sem þekktu Jón Pálma- son,« segir Ágúst Þorvaldsson (andstæðingur Jóns á þingi) »þá var hann gleðimaður og naut sín mjög vel í mannfagnaði. Honum þótti þá gott og gaman að fá sér í staupinu. Þoldi hann vel vín og varð aldrei, svo ég viti, fyrir því að lúta í lægra haldi fyrir Bakkusi. Sjálfur var hann örlátur veitandi og gestrisinn vel.« Jón Pálmason hafði ekki metnað til að láta kalla sig skáld en var ágætur hagyrðingur. »Hagmælska Jóns og rímleikni var með ólíkind- um,« segir Gunnar Thoroddsen. »Engan mann hef ég þekkt jafn- skjótan að koma saman vísum.« Nú eru liðin fimmtán ár frá því að Jón Pálmason hvarf alfarið af Alþingi og fimm ár síðan hann lést. Og níræður hefði Jón orðið á þessu ári ef hann hefði lifað, fæddur 1888. Hæfir því vel að þessi minningabók skuli nú gefin út. Á eftir textanum fer eins konar fjölskyldualbúm. Öll er bókin vönduð og því verðug minning þessa mæta manns. Vindurinn tekur húfuna hans Gunnars —. Höfundur teflir á skilningsrík- an, varfærinn hátt fram sam- bandsleysi barnsins við þá full- orðnu. Löngun þess til að skilja og vera skilið af öðrum. Hann vekur athygli á frjórri þögninni og mikilvægi þess að hlusta. Bók Þóris S. Guðbergssonar hlýtur að vekja foreldra til hugsunar um svo ótal marga þætti í uppeldi barnsins. Hún bendir á þræði sem duldir liggja milli barna og fullorðinna og allt liggur við að þeir þræðir slitni ekki. Samvinna föður og drengja er eitt útaf fyrir sig ærið íhugunar- efni þeim foreldrum, sem einn góðan veðurdag vakna til vitundar um að ókunnur unglingur deilir heimilislífinu með þeim — ungl- ingur sem samt er hold af þeirra holdi og blóð af þeirra blóði. Það er ónotalegt að hrökkva upp við slíkan veruleika. Ég tel bók Þóris S. Guðbergs- sonar eiga er.indi við alla. Litlu myndabækumar Ævintýri í myrkrinu Höfðíngi í sjón og raun Ef þú aðeins hlustar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.