Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 GOD GJÖF SAMEINAR NYTSEMI OG FEGURD Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur- nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum, bökkum, vösum, og stjökum. Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið, veljið vörur frá Iittala. Orvalið hefur sjaldan verið fallegra. HÚSGflGnflVERSLlin KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870 Mysa í svaladrykki blönduð ávaxtasafa Um þaö bil 7 milljón lítrar af skyrmysu fara nú í súginn á ári hverju. Rannsóknir benda til, að miklir möguleikar séu á þvf að nýta a.m.k. hluta þessa magns í svaladrykki til manneldis, segir í nýútkominni skýrslu um rannsóknir sem unnar hafa verið af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Mjólkurbúi Flóamanna síðan sumarið 1977. Sér Rala um að mótji hugmyndir um samsetningu drykkjanna, prófanir á vörunni og efnagreiningar og hafa dr. Jón óttar Ragnarssoít matvælaefnafræðingur og Hannes Hafsteinsson matvælafræðingur haft umsjón með verkinu. Mjólkurbú Flóamanna sér um öflun mysu og mysuþykknis og vinnslu vörunnar og hafa Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri, Örn Vigfússon verkstjóri og Gissur Jenssen umsjón með því verki. Um steinefnamælingar og hvítumælingar sér Drek Mundel landbúnaðarefnafræðingur og aðstoðarfólk hans. Mysan sjálf er almennt álitin of þunn og súr. Hún var því þykkt með því að sía burtu hluta af vatninu með tækni, sem nefnd er öfug osmosa. Bestu drykkir fást ef 25% af vatninu eru síuð burtu og þykknið síðan blandað með hreinum ávaxtasafa í hlutföllunum 70:30, segir í skýrsl- unni. Besta raun gáfu appelsínu-, tómat-, vínberja-, ananas- og aprí- kósusafar. Epla- og perusafa var ekki hægt að nota. Einnig verður að taka tillit til þess að gæði safanna eru mjög misjöfn eftir framleiðend- um. Helstu vandamál við þessar rann- sóknir var myndun hvítra skyr- flekkja í mysunni, en þetta er verulegur útlitsgalli, Hægt er að hindra þetta með því að setja þykknið í gegnum skilvindu fyrir blöndun. Skyrmysa er lítið drukkin hér á landi nú, þótt neysla hafi aukist lítilleg að undanförnu, en hún var mikið notuð hér á landi fyr á árum sem svaladrykkur. Hún er nú talin of súr til neyslu, en þetta má lagfæra og virðast vera miklir möguleikar á að nýta hana í drykkjarvörur. Skyrmysan er séríslenzk afurð og koma erlendar rannsóknir ekki að neinu gagni við nýtingu hennar. 7 millj. lítrum fleygt Árlega er um 7 millj. lítrum af skyrmysu fleygt hérlendis, þar af um helmingnum frá Mjólkurbúi Flóa- manna og fara þar verulegar fjár- hæðir í súginn. í mysunni er um 4% lakosi og 0,7% steinefni, auk mikils magns af ýmsum B-vítamínum. Hér er því um mikið af næringarefnum að ræða, sem fleygt er árlega, eða um 270 tonn af mjókursykri, 42 tonn af hvítu, 8,8 tonn af kalki, 8,6 tonn af kalíum, 7,0 tonn af natrium og fosfór og 0,8 tonn af magníum. í skýrslunni segir: Með hliðsjón af öllum niðurstöðum þessarar rann- sóknar er ekkert því til fyrirstöðu, að hafin verði framleiðsla á drykkjum (70% þykkni, 15% appelsínusafi, 15% ananassafi) og e.t.v. öðrum drykk (70% þykkni, 30% tómatsafi). Einnig mætti reyna drykk með samsetningunni 70% þykkni og 30% appelsínusafi, þar sem sykri og sítrónsýru hefur verið bætt í. „í Þrastaskógi” — Ný barnabók Út er komin hjá Bókamiðstöðinni ný barnabók fyrir yngstu les- endurna >í Þrastaskógi“ eftir Sigríði Eyþórsdóttur. Þetta er fyrsta barnabókin af þremur, sem Bókamiðstöðin hyggst gefa út eftir Sigríði. Bókin er mikið myndskreytt og eru teikningarnar eftir Ólöfu Knudsen, kennara. „í Þrastaskógi" var upphaflega unnin fyrir sjónvarp og sýnd í „Stundinni okkar" árið 1973. Sigríður Eyþórsdóttir kennir börnum og unglingum leikræna tjáningu og leiklist. Hún starfaði m.a. í Barnaleikhús- inu — Leikfélagi Hafnarfjarðar í nokkur ár o.fl. og hefur núna umsjón með litla barnatímanum í útvarpi. Ólöf Knudsen er kennari við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hún hefur teiknað fyrir sjónvarp og myndskreytt bækur fyrir Ríkisút- gáfu námsbóka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.