Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Kosmos tilrauna- og vísindaleikföng Tilvalin jólagjöf fyrir börn jafnt og fulloröna LITLI RAFEINDAMAÐURINN sannkölluð könnunarferö í heim rafeindanna fyrir börn frá 8 til 16 ára aldurs. Fleiri en 30 áhugaveröar tilraunir úr rafeindafræöi, t.d. blikkljósgjafa, blómavökvunarvaka, keppnis- klukka og tveggja þrepa hljómplötumagnari. Kr. 8.731- RAFMAÐURINN fyrir börn frá 8 til 16 ára aldurs. Fleiri en 130i tilraunir úr rafmagnsfræöi, t.d. umferöarljós, hljóöauki, talsími, morstæki, rafmagnsbjalla og ýmiskonar hreyflar. Kr. 19.630.- RAFEINDAMAÐURINN XG fyrir alla frá 14 ára aldri. Yfir 80 teningar og tæki úr rafeindafræöi, meðal annars magnara, viötæki, viövörunar- tæki, innanhússími, mælitæki o.fl. Kr. 46.653- RAFEINDAMAÐURINN XS Yfir 50 viöbótareiningar og tæki úr magnara, viötækja og rafeindastýritæki o.fl. Kr. 23.933- LJÓSTÆKNIRINN fyrir alla frá 10 ára aldri. Yfir 100 tilraunir úr Ijósa, lita og linsufræöi, t.d. sjónauka meö 15 sinnum stækkun, vasasmásjá og 35 mm. reflexmyndavél meö normal og aödráttarlinsu. Kr. 29.929.- LOGIKUS fyrir alla frá 12 ára aldri. Yfir 60 teningar úr digital tölvutækninni, meöal annars tæki fyrir veöurspá, getraunir, fótboltaleiki lækningaspá o.fl. Kr. 29.888.- Tilraunarstöö og öll nauðsynleg efni og hlutir fylgja hverjum kassa. íslenzkur leiöarvísir f®st meö öllum tilrauna- kössunum. Meö Því aö eignast leikföng fró KOSMOS, fáiö pér ekki einungis leikföng, heldur öölist bér grundvallarpekkingu í tækninni. Kosmos er langstærsti framleiöandi í heiminum á tilrauna- og vísindaleikföngum og sala frá fyrirtækinu nær til allra heimsálfa. Læriö sjálff á skemmtilegan hátt — Munið Kosmos tilraunakassana. Fœst í eftirtöldum verslunum: Skákhúsiö, Laugavegi 46, s. 19786, Tómstunda- húsiö, Laugavegi 164, s. 21901, Sameind h.f., Grettisgötu 46, S. 21366. Sendum í póstkröfu um land allt. Heildverslun Austurbæjar I uuuu Smiöjuvegi 3, Kópavogi Einkaumboö á islandi. A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Róttæklingurinn Árni Berg- mann, ritstjóri Þjóðviljans, reit fyrir skömmu sunnudagspistil um bók Ólafs Björnssonar pró- sessors, Frjálshyggju og al- ræðishyggju. Viðbrögð hans við bókinni eru fróðleg, hann minn- ist af nokkurri skynsemi á mörg brýnustu úrlausnarefni nútíma- manna í pistli sínum, en ég verð þó að gera nokkrar athugasemd- ir við hann, draga enn fram aðalágreiningsefni stjórn- málanna. Fyrsta athugasemdin er sú, að Árni hafnar ekki með fram- bærilegum rökum kenningu Ólafs um andstæður stjórnmál- anna. Ólafur kennir, að and- stæðurnar séu sú skoðun, að einstaklingarnir eigi að velja þess). Hitt er annað mál, að markaðskerfið felur í sér „til- hneigingu til“ lýðræðis, því að einræðisstjórn (eins og í Chíle) hefur ríkisvaldið, en ekki hag- valdið, hún er einræðisstjórn, en ekki alræðisstjórn í fyllstu merkingu orðsins, hún hefur •ekki alla þræði þjóðlífsins í hendi sinni. Árni gerir ekki í pistli sínum nægilega skýran greinarmun á einræði eða „dictatorship" og alræði eða „totalitarianism". Einræðisstjórnir Spánar, Portúgals og Grikklands féllu vegna þess, en ekki þrátt fyrir það, að í þessum löndum var markaðskerfi; fleiri valdmiðjur voru til en ríkið, stjórnarand- stæðingum voru ekki allar (guðs, þjóðarinnar eða stéttar- innar). Önnur athugasemdin er sú, að Árni er ekki sjálfum sér sam- kvæmur, því að hann telur, að dreifing hagvaldsins sé nauðsynleg, en er þó ósammála Ólafi um það, að markaðskerfið sé skilyrði lýðræðis. Hann bendir einkum á stórfyrirtækin í löndum markaðskerfisins máli sínu til stuðnings, telur þau ólýðræðisleg. Það er rétt, að þau hafa mikið vald. En hvað ber að gera? Þjóðnýta þau? Er ekki betra, að hagvald í einhverri atvinnugrein dreifist á tíu stórfyrirtæki en að því sé öllu safnað að ríkinu? Þjóðnýting stórfyrirtækjanna er óskynsam- leg, því að einkarekstur er hagkvæmari en ríkisrekstur og lítil dreifing hagvalds betri en engin. Auðvitað verður að setja stórfyrirtækjunum reglur, reyna að tryggja, að þau misnoti ekki vald sitt. Öllu valdi fylgir hætta á misnotkun þess, eins og frjálslyndir menn hafa brýnt fyrir öðrum öldum saman, en róttæklingarnir sjaldan skilið. Leiða má þó rök að því, að róttæklingarnir geri of mikið úr valdi stórfyrirtækjanna á Vesturlöndum og of lítið úr valdi verkalýðsfélaganna. Sennilega er söfnun hagvalds að verkalýðsfélögunum enn hættu- legri en söfnun þess að stór- fyrirtækjunum. Þriðja athugasemdin er sú, að Árni gengur frá skipulagsvanda framleiðslunnar óleystum. Hann er.sammála Ólafi um það, að miðstjórnarkerfi Ráðstjórn- arríkjanna sé síður en svo til fyrirmyndar. Hann hafnar því. En hvað velur hann? „Sjálf- stjórn framleiðendanna“, svarar hann í pistlinum. En nokkrar ástæður eru til þess, að þetta svar Árna er í rauninni ekkert svar, leysir engan vanda. ATHUGASEMDIR VH) SUNNUDAGSPISTIL markmið sín sjálfir — þessi skoðun er „frjálshyggja" Ölafs — og hin, að einhverjir (kóngar, foringjar eða félagar) eigi að velja markmiðin fyrir þá í nafni eða af náð einhvers dularfulls eða yfirnáttúrulegs afls (guðs, þjóðarinnar eða stéttarinnar) — þessi skoðun er „alræðishyggja". Árni telur, að lítill sem enginn munur eigi að vera á stjórnar- farinu í Chile og á Kúbu samkvæmt þessari kenningu, en munurinn sé þó mikill. Hann bendir á það, að markaðskerfi (kapítalismi) sé í Chílé, en miðstjórnarkerfi (sósíalismi) á Kúbu, og minnir á þá kenningu Ólafs, að markaðskerfið sé skilyrði lýðræðis, en alls ekki sé þó lýðræði í Chíle. Hann bætir því við, að hafi „verið gert mikið átak“ á Kúbu og „tiltölulega mikill kjarajöfnuður" sé þar. Árni fellur í tvær gryfjur, er hann hafnar þessari kenningu, aðra gryfjuna rökfræðilega, hina síðferðilega. Rökfræðilega gryfjan er ruglandi (eða ekki nægilega skýr greinarmunur) Árna á nauðsynlegu og nægilegu skilyrði fyrir lýðræði. Ólafur kennir í bók sinni, að markaðskerfið sé nauðsynlegt skilyrði fyrir lýðræði, en ekki nægilegt. Þetta má orða svo, að markaðskerfi geti verið án lýðræðis (eins og í Chíle), en lýðræði ekki án markaðskerfis (enda hefur það hvergi verið án bjargir bannaðar, stjórnarand- staðan óx í skjóli markaðarins. En þær ríkisstjórnir, sem hafa bæði ríkisvaldið og hagvaldið (eins og á Kúbu og í Ráð- stjórnarríkjunum), eru alræðis- stjórnir, þær þrengja svo kosti stjórnarandstæðinga, að þeir verða ehgir, stjórnarandstæð- ingana kelur á berangrinum. Róttæklingurinn Trotzký átti við þetta, þegar hann sagði í bók sinni, Byltingunni svikinni. „í landi, þar sem ríkisstjórnin er eini atvinnurekandinn, hefur stjórnarandstaða í för með sér hægan hungurdauða." Siðferðilega gryfjan er sú afsökun einræðisstjórnarinnar á Kúbu, að hafi „verið gert mikið átak“ og komið á „tiltölu- lega miklum kjarajöfnuði" þar (sem ég efast reyndar um). Árni kennir með öðrum orðum, að tilgangurinn („kjarajöfnuður- inn“) helgi tækið (kúgunina). Ég hélt, að róttæklingarnir hefðu lært það af reynslu sinni á tuttugustu öldinni að afsaka ekki nútíðarkúgun með fram- tíðarsælu: Hafa þeir ekki gefið út nægilega margar innstæðu- lausar ávísanir á framtíðina? Maðurinn — einstaklingurinn af holdi og blóði — á að mínu mati og annarra frjálshyggjumanna að vera tilgangurinn, en ekki tæki í höndum þeirra, sem tala fyrir munn einhverra dular- fullra eða yfirnáttúrulegra afla í fyrsta lagi er ekki framleitt fyrir starfsmenn eða verkamenn fyrirtækjanna, heldur fyrir neytendur. Það er því eðlilegt, að neytendur ráði því, hvað sé framleitt og hvað ekki, og það gera þeir með því að velja úr vörum á markaðnum. Vöruval einstaklinganna á með öðrum orðum að vera leiðarljós fram- leiðslunnar. í öðru lagi eru hugmyndir Árna um rekstur fyrirtækja mjög óraunhæfar, fyrirtæki verða ekki rekin með orðum, heldur verkum, þau eru til framleiðslu, en ekki málfunda. Það er engin tilviljun, að allar tilraunir til „sjálfstjórnar framleiðendanna“ hafa mistek- izt. í þriðja lagi — og það skiptir mestu máli — er skipulagsvandi framleiðslunnar fremur sá að samhæfa ákvarðanir allra fram- leiðslu- og neyzlueininga at- vinnulífsins (og þær eru þús- undir þúsunda) en að taka ákvörðun í einhverri einni fram- leiðslueiningu, þannig að „sjálf- stjórn framleiðendanna" er eng- in lausn á honum. Tvær lausnir eru til á þessum skipulagsvanda, markaðskerfið og miðstjórnar- kerfið. Þær hafa báðar verið reyndar, markaðskerfið á ís- landi og í Bandaríkjunum, miðstjórnarkerfið á Kúbu og í Ráðstjórnarríkjunum. Og stað- festir reynslan ekki rök Ólafs?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.