Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 53 sem von er á barni er í vissum skilningi aðventa“ Góðir kirkjugestir, Það eru mér forréttindi að vera hér í kvöld, á merkum tímafnótum (kirkjan 30 ára), á merkri stundu, í húsi sem að nafni og starfi til er helgað minningu manns, er gaf þjóð sinni og eftirlifandi kyn- slóðum ófyrnanlegan arf. Hver sú þjóð, sem slíka andans menn hefur átt, á og eignast, er rík, þótt hún sé fátæk. Guð gefi, að 'mörg verði þau heimili til sjávar og sveita í náinni framtíð úti um víða veröld, sem ala slíka menn og konur. Þegar ég var beðin um að koma hingað og segja nokkur orð urðu viðbrögð mín þau, að það gæti ég ekki vegna þess, að ég vissi ekki hvað óg ætti helzt að segja. En því ráðaleysi mínu var bjargað með einni setningu ... ár barnsins er framundan! Já, það er rétt, börn eru mér kær, ég elska börn, en — hver gerir það ekki? Hvers vegna ár bárnsins. Okkur verður e.t.v. fyrst hugsað til barnanna úti í hinum stóra heimi, sem deyja úr hungri og alls konar örbyrgð. Já, okkur ber að hugsa til þeirra og gera allt fyrir þau sem í okkar valdi stendur ... en börn allsnægtanna, börnin okkar, hvað með þau? Öll vera barnsins frá getnaði til brottfarar af þessum heimi hvílir á höndum hinna fullorðnu. Varnarleysi þess er algjört. Gifta þess og gæfa byggist að mestu á því, hvað hinir fullorðnu aðhafast eða aðhafast ekki. Það eru hinir fullorðnu, sem eru fyrirmyndin með orðum sínum og athöfnum heima og að heiman, örlagavaldið til heilla eða óheilla og það eru hinir fullorðnu, sem meitla og móta sálarleir barnsins, sem að sjálfsögðu er mismunandi þjáll í meðhöndlun og að efni til. Sú mótun- ræður úrslitum í viðureign þeirra við lífið, hvort sem það verður langt eða stutt. Þess vegna hlýtur forsenda þess að árangur náist á ári barnsins að vera sú, að hinir fullorðnu þekki sinn vitjunartíma. Foreldrafræðsla í átt til þess, sem lög gera ráð fyrir, er stutt komin á íslandi, enda hefur velmegunarþjóðfélagið hér, eins og víða annars staðar lagt megin- áherzlu á að mennta þegna sina fyrir vinnumarkaðinn og þannig hefur sú stofnun sem veigamest er allra stofnana, orðið harkalega útundan. Til þess að stofna heimili þarf engin próf, hvorki í einu né neinu, enda virðist sem fáir álíti sig þurfa hagsmuna að gæta þar, eða gæta hagsmuna þeirra, sem verst verða úti í þeirri stofnun ef illa tekst til, þ.e. börnin fædd eða ófædd. Eftir því sem árin líða og breytingar verða meiri á lífsvenj- um fólks frá því sem áður var, verður þörfin fyrir menntun til handa verðandi foreldrum brýnni af mörgum og eðlilegum ástæðum. Ef foreldrarnir hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að takast á við vandamálin, sem hljóta að koma upp í sambúð og við uppeldi barna, er ekki von á góðu eða að þeir hafi takmarkaða eða jafnvel enga þekkingu á hvernig beri að mæta hinum ýmsu þörfum barns- ins, andlegum og líkamlegum, né veita barninu öryggiskennd, sem er því svo mikilvæg, er alvara á ferð. Ef ekki tekst að skapa öryggiskennd hjá barninu á fyrstu æviárum þess stoðar lítið alAt það, sem e.t.v. verður hlutskipti ein- staklingsins. Til þess að geta orðið góðir uppalendur þurfa börnin, ungling- ar og verðandi foreldrar að fá fræðslu, ekki sízt frá eigin heimili. Þau verða að vita, hvað fjölskyldu- líf er, hvað smábarn er, hvers smábarnið þarfnast, hvernig það þroskast og einnig hvaða kröfu sá verður að gera til sjálfs sín, sem eignast barn. Að stofna til fjölskyldulífs og barneigna áður en maður er tilbúinn tii þess er ill meðferð á sjálfum sér, en hitt er þó öllu verra að fleiri líða þar undir. Þegar á heildina er litið, verða foreldrarnir stöðugt yngri og þar með eru afar og ömmur kornungt fólk, margt af því upptekið við hin ýmsu störf samfélagsins úti á opnum vinnumarkaði og gefa því ekki þann stuðning, sem áður var, þegar heimilið var stærra og vinnandi framleiðslustofnun, ekki einangrað fyrirbæri eins og nú er. Nýlega heyrði ég hugljúfa sögu eftir Selmu Lagerlöf, þar sem hún rifjar upp minninguna um ömmu sína, og það þegar þær tvær einar áttu saman aðfangadagskvöld, þegar allir hinir fóru til aftan- söngs. Selma var aðeins 5 ára gömul — en minningin um ömm- una, lífsfyllingin, öryggið, sem samfélagið við hana veitti entist barninu allt lífið. Litla, fallega jólasagan hennar ömmu varð meistaraverk í höndum ömmu- barnsins til ánægju fyrir komandi kynslóðir, þá sem kunna að meta hana. Slíkt er nú að mestu liðin tíð, því langafar og langömmur, þótt enn séu á góðum aldri, eru í miklum meirihluta lokuð inni á stofnunum eða einangruð í sínu horni og þar með sú uppsprettulind þolinmæði, víðsýni og speki, sem löng ævi hefur yfir að ráða einnig einangrað fyrirbæri til mikils tjóns fyrir alla, ekki sízt börnin, sem annars hefðu notið góðs af. Og einnig til tjóns fyrir þá, sem þannig innilokast frá tækifærinú til að tjá sig, til að gefa og auðga anda sinn og annarra. Þrátt fyrir aukna velmegun og aukna félags- lega aðstoð, sem veitt er í því skyni að auka öryggi borgarans, virðist óöryggi fólks á öllum aldri aukast með hverjum degi sem líður og sálræn vandamál barna virðast vera að vaxa okkur upp yfir höfuð, ef þau hafa ekki þegar gert það. Hulda Jensdóttir í fyrradag sá ég auglýsingu í blaði, sém sagði: „Allur ágóði rennur til stofnsjóðs meðferðar- heimilis fyrir geðveik börn“. Það rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Eru börn geðveik? Hvers vegna eru börn geðveik? Eg spurði lækna og sálfræðinga hvers vegna. Flestir sögðu: „Við vitum það ekki“. Sum börn virðast fædd geðveik, þótt um það sé deilt. Aðrir svöruðu því til, að umhverfi og uppeldi barnanna ættu mesta sök. Þannig er það, ekkert er fullvíst eða algjört. En staðreyndirnar tala. Okkar andsvar við hjálparkallinu hlýtur að vera að leggja af mörkum af yfirfljótandi veraldarauði okkar og allsnægtum, til þeirra sem þegar þjást og svo hitt, að standa ekki hjá aðgerðarlaus. A seinni árum hafa augu þeirra, sem við fæðingarhjálp starfa, opnazt fyrir mikilvægi þess, að foreldrar fái fræðslu um meðgöngu og fæðingu og að börn fæðist við sem eðlilegastar aðstæður, fái manneskjulega og kærleiksríka meðhöndlun frá fyrstu byrjun, komist sem allra fyrst í snertingu við móður sína og séu sem allra minnst frá henni tekin. Rannsóknir gerðar víða um heim benda til að þetta sé barninu fyrir beztu og stuðli að hamingju þess og velferð. Næsta skrefið í lífi barnsins er, að móðirin, foreldrarnir eða sá sem á að annast uppeldi þess viti einhver deili á meðferð kornabarnsins og í framhaldi af því umvefji það eðlilegum kærleika, kærleika í jafnvægi. Ef móðirin er útivinnandi ber vandinn fljótt að dyrum. Brátt er launaði frítíminn á enda og vinnan kallar. Stundum nauðsyn, stundum alls ekki nauðsyn. Og svo hefst píslarganga barnsins frá Heródesi til Pílatusar. Úr fasta svefni er það tekið úr hlýja rúminu sínu. Tíminn líður og litla barnið stækkar. Teppið dugir ekki lengur á morgnana, nú þarf að tosast í föt í svefnrofanum. Ef til vill vaknar það ekki almennilega fyrr en setið er mitt í hópi annarra barna, sem e.t.v. gráta hvert í kapp við annað. — Harður heimur í velferð. Sum þessara barna fara aftur af stað í aðra vist um hádegið. Seint og síðar meir kemur mamma eða pabbi og oft hefur svefninn lokað brá áður en komizt er heim í rúmið sitt góða. Og enn byrjar nýr dagur í langri geymslu, því mamma og pabbi þurftu að sinna einhverju öðru. Að barn er á framfærslu stofnunar jafnvel allt frá því kl. hálfátta að morgni til hálfsex að kvöldi innan um fjölda barna — slík dæmi eru til — er vítavert og illur leikur, sem okkur er byggjum kristið samfélag, ber skylda til að stöðva. Öllum er ljóst, að 4—5 klst. dvöl á stofnun, hversu góð sem hún er, er hámark. Háværu raddirnar um barna- heimilin sem blessun fyrir börnin og réttmæt krafa þeim til handa, hafa blindað okkur. Börnin krefj- ast ekki barnaheimila, það gera aðrir, en þau eiga kröfu á foreldra sína, að þeir skapi þeim griðastað, þar sem þau fá að þroskast í friði. Ekki velmegunarheimili, sem krefst þess að pabbi og mamma vinni alltof langan vinnudagt heldur heimili, þar sem ást, umhyggja, tillitsemi, snerting, er í fyrirrúmi og þátttaka í hinu daglega — að vera saman. Hvenær á barnið, sem er að heiman mestan hluta dagsins, að kynnast foreldrum sínum? Hvernær á það að þvo upp með pabba eða mömmu, skúra gólfin, búa um rúmin og sýsla við þetta og hitt, sem börnin elska? Hvenær eiga þau að læra að taka til hendinni? Enginn misskilji orð mín. Börn hafa gott af að koma stund úr degi inn á góða stofnun í góðar hendur, og mæður þeirra hafa einnig gott af hluta úr degi utan heimilisins, tala nú ekki um til að sinna hugðarefnum, hvort sem þau eru launuð eða ekki. Það er dýrt að reka barnaheimili og dagvistunar- stofnanir, ekki aðeins peningalega, heldur vegna þeirra verðmæta, sem fara forgörðum í lítilli sál, sem vantar snertingu og ást, og er ofboðið vegna of langra fjarvista frá heimili sínu og ástvinum. Góðir áheyrendur, ég efast ekki um, að mörg ykkar hugsa sem svo: Erindi Huldu Jensdóttur á að- ventukvöldi í Hallgrímskirkju Það er þó ekki hið versta, sem getur komið fyrir lítið barn að dvelja langan dag í góðum fóstur- höndum. Sum heimili eru ekki svo beysin. — Jú, það er rétt, því miður. Sú sorglega staðreynd verður víst ávallt fyrir hendi. Harðstjórn, óregla, vitsmunaleg takmörkun, bláfátækt með öllum sínum hryggilegu afleiðingum — en hitt eru eigi að síður staðreynd- ir, að mörg þeirra barna, sem eru alvarlega skemmd tilfinningalega og umhverfislega, koma frá svo- kölluðum „góðum heimilum", þar sem matur er yfirfljótandi, föt langt fram yfir þarfir, og gnægð óþurftarleikfanga úr alls konar gerviefnum fylla jafnvel heilu herbergin. En þrátt fyrir allt þetta eru börnin vansæl og vannærð. Hvers vegna? ~ Aldrei verða öll vandamál leyst. Ég veit einnig fullvel um einstæðu foreldrana, sem hafa ekki í annað hús að venda — en oft spyr ég sjálfa mig, væri ekki ódýrara fyrir samfélagið að styrkja þá foreldra, svo þeir gætu unnið styttri vinnu- dag. Ég veit einnig fullvel um foreldrana, menntaða og ómennt- aða sem hafa takmarkaðan áhuga fyrir því að vera heima með börnunum sínum. Einnig þar gæti samfélagið komið inn á annan veg en nú er gert. Og svo eru það foreldrarnir sem óviljandi hafa borizt með straumnum, en vita fullvel, að fyrsta skylda þeirra eru börnin þeirra. Fyrir þá gæti samfélagið gert marga hluti, t.d. með sveigjanlegum vinnutíma og ýmsu öðru. Þessa daga bíðum við jóla. Við undirbúum komu þeirra og mót- töku þeirrar gjafar sem í þeim felst. Barnið sem fæddist á jólum og óx að vizku og náð hjá Guði og mönnum, lærði við móðurkné, hin eilífu sannindi, og upplifði dásemdir sköpunarverksins í óspilltri náttúru Guðs. Leiðandi föðurhönd kenndi því heiðarlegt handverk. Vinnustaður foreldr anna og verksvið þeirra var barninu ekki lokaður heimur. I einfaldleik hins daglega lífs og í náinni snertingu við það var grundvöllur lagður að mannlífs- fegurð, sem aldrei hér á jörð hefur fegurra verið. Það var sterkur ungur maður, sem lagði til atlögu við lífið, maður sem markaði spor til gæfu fyrir komandi kynslóðir um alla eilífð. Er til betri og giftudrýgri uppeldisaðferð? Sagan um Jesúbarnið er ekki ævintýri. I hvert sinn, sem von er á barni er í vissum skilningi aðventa. I hverju barni sem fæðist er guðs- neistinn. Sagan um Jesú og lífsviðhorf hans eru hverju barni í blóð borin. En við lifum í vondum heimi hinna fullorðnu. Jafnvel á Islandi eru lágkúrulegar sálir, sem blekkja á sér heimildir með virðulegum menningarnöfnum og slá um sig glærum gervifjöðrum menntunar á vegum æðstu menntastofnunar landsins, eins og við heyrðum um Ríkisútvarpið á fullveldisdaginn sl. föstudag. Slíkir þola ekki fegurð þess mannlífs, sem gæti breytt þessum heimi í paradís fyrir börn og fullorðna. Eins og slíkum er sameiginlegt, er stórmennskan ekki meiri en sú, að ráðizt er á garðinn þar sem hann er lægstur, þ.e. börnin. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Megi árið 1979 gefa þeim meiri innsýn í sköpunarverk Guðs og undurfagurt og eftir- sóknarvert líf jólabarnsins. Megi það einnig gefa þeim foreldra sína aftur betur en nú er, skapa dýpri tengsl og meira öryggi í öryggis- litlum eða öryggislausum heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.