Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Það getur verið eríitt að ganga á fund forstjórans. Hvernig er það. Ertu enn að fara að gifta þig? Hringdu nú fyrst f lögguna! Svo máttu hringja í vinkonur þínar. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ef til vill verða lesendur hissa þegar þeir líta á spilin í úrspils- æfingu þessarar viku. Fyrir hendi virðist vera of mikið af slögum. En er það ekki einmitt þannig stundum og þó tapast spilin. Suður er gjafari. Norður S. ÁDG2 H. 984 T. 6542 L. G2 Suður S. K H. ÁK5 T. ÁDIO L. ÁKD543 COSPER Gvöð. — Hér á ekki að máta fötin! Viðbótarskatturinn Þó að nokkuð sé liðið frá því lögin um viðbótarskattana voru sett vildi ég spyrja þá sem lögin settu hvort ætlunin hafi ekki verið að skattarnir kæmu eingöngu á háar tekjur? Eg spyr af því ég fékk viðbótar- skatt en taldi mig þó hafa fremur lágar tekjur. Það er erfitt að miða sjálfan sig við aðra því að maður hefur ekki aðgang að gögnum þess efnis að þau sýni tekjur viðkom- andi eða annað sem áhrif hefur á skattlagningu. Þó veit ég um einn sem hefði átt að greiða sama skatt og ég. Hann hafði talsvert hærri tekjur en ég en slapp þó við viðbótarskattinn. Hann er togara- sjómaður en ég ræ einn á báti mínum. Nú veit ég að þið segið: þarna kemur skýringin, þú hefur auðvitað svikið svo mikið undan skatti. Það er rétt að fyrningar sem einn ágætur þingmaður talaði svo oft um sem „lögleg skattsvik" voru felldar niður og var því eðlilegt að skattleggj^þá upphæð en varla þó með neinum refsiskatti þar sem um „lögleg skattsvik" var að ræða. Annað sem mig minnir að hann hafi talað um var óhóflegur vaxtafrádráttur. En það var ekki um neinn vaxtafrádrátt að ræða hjá mér. En það er af skattinum að segja að hann var hærri en öll fyrninga- upphæðin. Ef ég felldi niður allan frádrátt á sjávarútvegsskýrslu og allan frádrátt á framtalsskýrslu og hækkaði tekjur mínar sem því nemur næði ég þó ekki að hafa jafn miklar tekjur og sá maður sem ég miðaði mig við. Hann hefði samt sem áður haft hærri tekjur á þinggjaldaseðli sínum. Á álagningarseðli vegna 4. kafla bráðabirgðalaga nr. 96/1978 eru mér reiknuð laun af atvinnu- rekstri 1.736.000 kr. Það sem fram yfir er er skattlagt. Ef ég skil skýringarnar rétt sem fylgja „Fjólur — mm ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddí Án sagna frá andstæðingunum þarf suður að stýra úrspilinu í sex gröndum og fær út hjartadrottn- ingu. Hvernig getur hann tryggt tólf slagi? Er ekki slagatalningin í lagi? Jú, jú, suður á alla slagina þrettán nema því aðeins, að laufin fimm, sem vantar, séu öll á annarri hendinni. En jafnvel þó svo væri gæti hann gefið einn laufslag og unnið spilið þrátt fyrir þessa slæmu legu. Þetta þýðir að taka verður á spaðakónginn áður en laufi er spilað á gosann en einmitt þá gæti komið í ljós, að austur átti ekki til lauf. I þeirri stöðu yrði ekki um annað að ræða en taka spaðaslagina en því fylgir sú hætta, að ekki mættu vera á sömu hendi 5 lauf og 5 spaðar. I þessu tilfelli á hendi vesturs. Sú lega kæmi í ljós þegar síðasti spaða- slagurinn væri tekinn og yrði þá að láta lauf af hendinni. Og tígulsvíning gæfi þá 50% mögu- leika til að vinna spilið. En það var ekki ætlast til neins hálfkáks í þetta sinn. Suður átti að tryggja tólf slagi, sem var auðvelt. Taka útspilið, síðan spaðakóng og spila þá lágu laufi frá báðum höndum. Vörnin má fá þennan slag en þá eru líka hinir slagirnir tólf hundöruggir og allar frekari umhugsanir og svíningar óþarfar. 13 sjerrí sem eins konar sátta- drvkk. Í tiieíni kvöldverðarins hafði Gitta íarið úr gallabuxunum og var klædd bláum angórakjól og þessi klæðnaður varð til að hún líktist enn meira velviljuðum verðlaunaketti. Við hlið hennar var Lydia. vel snyrt. tignarleg og yfir henni stóisk og þekkileg ró. Hún var klædd grænum þröngum flauelskjól svo að vöxturinn naut sín mætavel og Susanne tók eítir því hve hún hafði undur fagra húð. Það var eins og hún evddi hálfu árinu undir suðrænni sól. Lydia vann á borgarskrifstofunni í Ála- borg og ók þangað dag hvern í bfl. Að nafninu til vegna þess að henni fannst gaman að aka i bfl. en samkva-mt því, sem Martin sagði. vegna þess að hún var langtum nær Jasper Bang þegar hún var á Eikarmosaba*. Susanne skildi ósköp vel að Lydia va>ri hrifin af Jasper. Ilún gat ekki neitað því að hann var óvenjulega heillandi í framkomu og mjög trúlegt var að þau va>ru á svipuðum aldri. — Og nú langar mig til að heyra um dauða manninn á veginum. Það var Gitta sem greip fram í þegar Martin var að spyrja hana hvort hún hefði getað hvflzt dálítið. — Ég veit auðvitað ekki hvort hann var dáinn ... byrjaði Susanne. — Vitleysa. auðvitað var hann dauður. sagði Gitta. — Sagan þín hljómaði ótrúlega. en nú hef ég fengið að vita að þú varst slegin niður í alvöru og þá er ég reiðubúin að trúa öllu. — Láttu nú Susanne í friði. Það var Magna frænka sem reyndi að dreifa huga þeirra frá þessu sama óhugnanlega sjónarhorni. Magna frænka í níðþröngum fjóiubláum knippiingakjól og þrátt fyrir að líkamsvöxtur hennar hæfði nú ekki iM'inlínis slfkum kjól var hún þó alténd Magna frænka sem bjó yfir ákveðnum virðuleika og persónutöfrum. Susanne tók eftir því og brosti með sjálfri sér að konfektaskj- an var nú horfin en þess í stað hafði hún hjá sér líkjörsglas. — Ekki aðeins var hann dáinn. heldur þykist ég meira að segja vita hver hann var. greip Gitta fram í fyrir henni. — Hann er þessi dularfulli maður sem kom síðdegis í dag að spyrja tim Holm bekni. Hún leik sigrihrósandi í kringum sig. — Þið getið bara séð. Ég sit niðri í keramikverksta'ðinu mínu í kjallaranum. en það er samt sem áður ég sem veit hvað er að gerast í kringum okkur. Susanne leit ósjálfrátt á Holm lækni. Gamli maðurinn var svo veiklulegur að það var ekki fráleitt hann þyrfti sjálf- ur á laknishjálp að halda. Herman og Martin komu bersýnilega auga á þetta líka. því að báðir risu á fætur og stefndu að vfnskápnum. þar sem flöskur stóðu í löngum röðum. Ilerman frændi varð fyrri til og hellti géiðum slurk í glasið og rétti sínum gamla vini. en Martin lét fallast á ný niður í sófann við hlið Susanne. — Sjúklingurinn sá var nú ekki dauðveikur, svaraði Ilolm læknir en engum duldist að rödd hans skalf. — Það var engin ha-tta á að hann hnigi niður dauður úti á þjóðvegin- um. — Hann hefur bara oðið svona glaður að heyra að það amaði ekkert að honum. að hann hefur drukkið sig auga- fullan. sagði Gitta. — Svo hefur hann dottið á hausinn og svo... — Vitleysa er þetta. Gitta. Við höfum orðið sammála um að Susanne hafi ekki séð neinn látinn mann. Hún hefur hitt fullan mann á þjóðveginum og hefur ekið út í skurð til að forðast að aka á hann ... það !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.