Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Laugarásbíót Jaws II, am. 1978. Þriðjudaginn 19. des. mun Laugarásbíó hefja sýningar á jólamynd sinni í ár, sem er framhald (eða endurtekning) á þeirri vin- sælu mynd, Okindin. Leik- stjóri í þetta sinn er þó ekki Steven Spielberg heldur Jeannot Szwarc, en myndin er byggð á sömu persónum og Peter Benchley skóp í Ókindinni. Ray Scheider leikur hér aftur sitt fyrra hlutverk, lögreglustjórann í sama ferðamannaþorpinu og baðstrandarlífinu er enn á ný ógnað af annarri ókind. Barnamynd/íslenskt nmhverfi Háskólabíói Heaven Can Wait Am, 1978. Gerð eftir sögu Harry Segall um íþróttamanninn, sem af misgáningi var færður of snemma til himna. Hann neitar þessum mistökum og segist alls ekki vera dauður og er þá reynt að leiðrétta þessi mistök, með því að finna honum annan likama á jörðu niðri. Líkami hans sjálfs hafði þá þegar verið brenndur. — Áður hefur verið gerð kvikmynd eftir þessari sömu sögu, árið 1941, og hét hún Here comes Mr. Jordan. Höfundar nýja handritsins eru þau Elaine May og Warren Beatty, en Beatty er einnig leikstjóri ásamt Buck Henry (báðir leikstýra hér í fyrsta sinn). Bróðir minn, Ljónshjarta, sænsk, 1978. Leikstjórii Olle Hellbom. Gerð eftir sögu Astrid Lindgren. Barnamyndir hafa öðru hvoru verið til umræðu, og þá sérstaklega hversu lítið væri sýnt af góðum barnamyndum í íslenskum kvikmyndahús- um. í viðtali við Mbl. þriðjud. 12. des. kvörtuðu þrír af forráðamönnum kvikmynda- húsanna yfir því, að jafnvel þótt þeir tækju barnamyndir til sýninga, þá væri bara enginn áhugi á þeim, og nefndu máli sínu til stuðn- ings eitt dæmi, um myndina Tom Sawyer. Það er vissu- lega rétt, að það myndaúrval, sem börnum er boðið upp á, er áhyggjuefni. Einnig mun vera nokkuð til í því, að góðar barnamyndir liggja ekki á lausu og að auki mun það ekki óalgengt, að barnamynd, sem þykir góð í sínu heima- landi, er lítt skiljanleg börn- um af öðrum þjóðernum. En þótt báðir aðilar hafi þannig nokkuð til síns máls, eru þeir jafnframt sekir um nokkra vanrækslu. Hingað hafa bor- ist öðru hvoru nokkrar viðun- andi barnamyndir en fæstar hafa hlotið verulega aðsókn. Áhorfendahópurinn bregst og gagnrýnin á hið lélega barnamyndaúrval er þar með orðin hjáróma. En hvers vegna bregst þessi hópur, þegar ný barnamynd kemur til landsins? Ef til vill er því ekki einu um að kenna, að þeim finnist þessar myndir leiðinlegar, eins og kemur fram í fyrrnefndu viðtali, heldur getur þarna einnig verið um að kenna sofanda- hætti kvikmyndahúsanna. I stað þess að lauma þessum myndum inn á þrjú-sýningu umyrðalaust, eins og gert hefur verið, þá er nauðsyn- legt fyrir viðkomandi kvik- myndahús að hagnýta sér fjölmiðla með fyrirfram kynningu á myndinni og umtali, sem næði til foreldr- anna. Gott dæmi um svona óundirbúna sýningu á nýrri barnamynd er einmitt Bróðir minn, Ljónshjarta, sem var Um sætagjald og mynda- hallæri — einföld lausn í ágætu og tímahæru viðtali í Mbl. 12. des. sl. við 3 stjórnarmenn Félags kvikmyndahúseigenda komu fram ýmsar gagn- legar upplýsingar og skoðanir. Þó var þar að finna tvennt, sem mér þykir vert að gera frekar að umtalsefni. í fyrsta lagi er það sú yfirlýsing, að kvikmynda- framleiðslan hafi dregist svo saman, að kvikmyndahúsin hafi neyðst til að sýna fleiri lélegar myndir en áður. Það mun vera rétt, að þau dreifingarfyrirtæki, sem kvikmyndahúsin hér heima eru í tengslum við, hafa færri, myndir til dreifingar en áður, en hins vegar segir það ekkert um myndaúrval annarra fyrirtækja. Sjálfsagt er að þakka það sem vel er gfert, m.a. þá afstöðu, að reyna eftir megni að halda lélegustu klámmyndunum utan íslenskrar landhelgi. Hins vegar er margt annað klám en saklausar kynlífs- lýsingar og í þeim flokki eru margar ótrúlega vondar myndir, yfirfullar af ofbeldi og blóði, en þessar myndir eru því miður oft verulegur hluti þessara lélegu mynda, sem minnst var á hér að framan. Það hljómar óneitanlega dálítið ankanna- lega, að níu kvikmyndahús á íslandi, sem sýna rúmlega 200 myndir á ári skuli kvarta yfir myndahallæri, þegar þúsundir kvikmynda eru framleiddar árlega. Það sem hér vantar er aðeins meiri víðsýni, út fyrir ameríska einkavininn, sem hefur færri myndir að bjóða en áður. Það er ljóst af afstöðu kvik- myndahúseigenda gegn klámmyndunum, að mynda- valið er aðeins spurning um afstöðu og að það má bæta þetta myndaval ef viljinn er fyrir hendi. I öðru lagi er það sætagjaldið, sem er kvik- myndahúseigendum þyrnir í auga og ég er fyllilega sammála þeim, að þessi skattheimta er algjörlega út í hött. Hins vegar er til einföld leið til að laga þessi tvö atriði, sem ég hef gert hér að umtalsefni, myndahallærið og sætagjaldið. í stað þess að sætagjaldið renni til borgar- innar á það að renna í hinn nýstofnaða kvikmyndasjóð. Með aðstoð þessara peninga er hægt að leggja grundvöll að innlendri kvikmyndagerð, og íslenskar kvikmyndir koma þá til móts við að minnka þetta myndahallæri, sem kvikmyndahúsin kvarta yfir, auk þess sem ein íslensk kvikmynd mundi sennilega jafnast á við 5 eða 6 lélegar erlendar myndir hvað aðsókn snertir. SSP. Bróöir minn Ijónshjarta Bröderna '"'""'’K LEJONHJAKTA Kn filnibersittelse i , * ASTRII) PT" undc;rkn Kegi OI.I.K HRI.I.IIOM Sænsk úrvals mynd, sagan eftir Astrid Lindgren var Ie6in í útvarpi 1977. Myndin er aö hluta tekin á íslandi. Sýnd kl. 3. frumsýnd sunnud. 10. des., að vísu kl. 3., á hinum dæmi- gerða barnamyndatíma, en ekkert annað í auglýsingu á myndinni benti sérstaklega til þess, að hér væri um barnamynd að ræða, aðeins vísað til þess, að sagan hefði verið lesin í útvarpi í fyrra og að nokkur atriði væru tekin á íslandi. Ef til vill er þetta efni þekktara en ég geri mér fyllilega grein fyrir, en nokk- ur umfjöllun um myndina fyrirfram hefði varla verið verri. Erfitt er að spá um það, hvernig myndin muni falla íslenskum ungmennum, þrátt fyrir það, að hér er um mjög góða mynd að ræða. Myndin byrjar mjög rólega, með lýsingu á umhverfi þeirra bræðra, Jóhanns og Karls, á veikindum Karls, sem munu draga hann til dauða og sögum Jóhanns um ævintýra- landið Nangijala, þar sem Karl litli muni leika sér, eftir að hann deyr. Örlögin haga því þó þannig, að Jóhann deyr á undan og í banaleg- unni dreymir Karl um endur- fundi við Jóhann í Nangijala — eða fer hann þangað um leið og hann deyr? Þeirri spurningu er • látið ósvarað, enda skiptir hún litlu hér. Mestur hluti myndarinnar gerist síðan í ævintýra- landinu Nangijala, en í þessu ævintýralandi, eins og öllum klassískum ævintýralöndum stendur yfir barátta milli góðs og ills. Bræðurnir gerast helstu baráttumenn hinna góðu afla og sigra að lokum — þó sigurinn sé tvíræður. Tæknilega hefur Svíum tekist hér allvel upp, mynda- takan ber yfirleitt keim ævintýranna, þó að setja megi út á einstaka atriði eins og málaðan bakgrunn, frem- ur ótrúlegt skrímsli og ís- lenskan hest, sem verður á einu andartaki að sænskum hesti. Það er ef til vill táknrænt, að íslenskt lands- lag er fengið að láni til að mynda umhverfi hinna illu afla í Nangijala, þar býr Þengill hinn illi og svörtu riddararnir hans, skrýmslið Katla og þar eru sjóðandi hverir og fordæðu fljót. Þó að íslensku atriðin væru flest mjög vel kvikmynduð var það fyrst hér, að ég hætti að lifa mig inn í frásögnina, sem hafði þó tekist fram til þessa. Skyndilega stendur maður frammi fyrir sínu eigin landslagi, stöðum, þar sem maður hefur sjálfur verið og blekkingavefurinn, sem áður hefur verið ofinn með óþekktu umhverfi, hrynur bókstaflega fyrir framan mann. Það er hreint ekki hægt að trúa á riddara í svörtum klæðum og drengi í ævintýrabúningum spranga um þetta þekkta landslag. Áð sjálfsögðu vekur þetta aðeins þessa tilfinningu hjá mér sem íslendingi og sennilega eru þetta mjög trúverðug atriði erlendis. Hins vegar leiðir þessi niðurstaða óhjákvæmilega til þeirra hugleiðinga, hvort þetta sé ekki meiri-háttar vandamál, t.d. þegar við ætlum sjálfir að nota þetta land fyrir fornar hetjur í litklæðum. Ef við þekkjum landslagið, þá hreinlega trúum við ekki á þennan leikaraskap og það stendur í vegi fyrir því, að við getum lifað okkur inn í viðkomandi frásögn. Um- hverfið myndar þá sjónræn- an varnarvegg gegn þeirri blekkingu, sem kvikmyndinni er nauðsynleg í þessum tilvikum, til að fá áhorfand- ann til að trúa skilyrðislaust. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.