Morgunblaðið - 21.12.1978, Page 1

Morgunblaðið - 21.12.1978, Page 1
48 SÍÐUR 293. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Prentsmiöja Morgunblaósins. Járnbraut- arslys við Brighton Brighton, Englandi, 20. des. AP. Reuter. TVÆR íarþegalestir rákust á skammt fyrir utan Brighton á Suður-Englandi í morgun og er talið að þrjátfu manns að minnsta kosti hafi slasast. Ekki ber fregn- um saman um hversu margir hafi látizt, ýmist talað um að tveir eða fimm hafi dáið. Areksturinn varð skammt frá Patcham, um 8 km norður af Brighton. Samkvæmt fréttum munu um 150 manns hafa verið í lestunum. Talið er að lestin sem á undan fór hafi numið staðar til að bíða ljósaskipta og hafi þá hin lestin komið að og lent á henni. Lestar- stjóri aftari lestarinnar var í hópi þeirra sem biðu bana. Fyrstu stúdentarnir voru útskrifaðir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholtí í gær og var myndin tekin við þá athöfn. Sjá frásögn á bls. 22. Ljósn’ Mbl Kris,inn Fangelsun Indiru vekur reiði: Allt logar í óeirðum þúsundir handteknir í gær og nokkrir létust Nýju Delhi, 20. des. AP. Reuter. GEYSILEG fjöldamótmæli vegna fangelsunar Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra. voru á mörgum stöðum í landinu í gær og mögnuðust óeirðirnar heldur er á daginn leið. Fjórir létust þegar lögregla skaut að hópi æstra stuðningsmanna Indiru í Bangalore og þúsundir voru handteknar hér og hvar, meðal annars í Madras. Bombay og Hyderabad. Arizona Tuccson. Arizona ?0. des. Reuter EKKI er vitað hversu margir hafa drukknað í Tuccson í Arizona en stíflugarður brast þar f gærkvöldi eftir að miklar rigningar höfðu verið linnulaust í þrjá daga. Björgunarþyrlur voru sendar á vettvang en allt var óljóst um manntjón í kvöld. Þessar miklu og sjaldgæfu rigningar í þessu eyðimerkurríki hafa valdið flóðum víðar í Arizona og þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín. I Tuccson er og búizt við að í ljós komi að miklar eignaskemmdir hafi einnig orðið. Spáö var áframhaldandi rigningu á þessum slóðum. 15 milljón ára nashyrningur fannst í Kína Peking, 20. des. Reuter. KÍNVERSKIR fornleifafræðingar hafa fundið mjög heillega beina- grind af hornlausum nashyrningi sem lifað hefur fyrir fimmtán milijónum ára. Sömuleiðis er hermt að steingerv- ingar af tveimur fuglum af áður óþekktri tegund hafi fundizt á svipuðum slóðum. Þetta var í austurhluta Shantunghéraðs. Á þessu svæði var hitabeltisloftslag fyrir milljónum ára. Aður hafa fundizt þar ýmsir steingervingar af dýrum og jurtum að því er frétta- stofan sagði. Flugvél af gerðinni Boeing 737 frá Air India með 126 mönnum innanborðs var rænt á leið frá Delhi til Kalkútta og látin lenda í hinni heilögu borg Varansi. Far- þegi sem slapp þar frá borði skýrði frá því að ræningjarnir krefðust þess að Indira Gandhi yrði látin laus skilmálalaust og þeir fengju að halda blaðamannafund með helztu ráðamönnum þar sem þeir kynntu málstað sinn. I símtali mun sama krafa hafa verið sett fram til forráðamanna Air India. I kvöld voru hermenn á leiðinni til Varansa og var ekki vitað hvort ætlunin væri að reyna að gera áhlaup á vélina. í Bangalore fór allt í bál og brand síðdegis og munu einna hörðust átök hafa orðið þar. Fjöldi manna fór um götur borgarinnar, lét öllum illum látum, grýtti bíla og strætisvagna og reyndi að kveikja í húsum. Þar voru hand- teknir um 4 þúsund menn. Víða þar sem mótmælafundir voru haldnir hleypti lögreglan af skotvopnum upp í loftið til að reyna að hafa stjórn á hópunum og sums staðar var gripið til þess að beita táragasi. í Nagpur dreifði lögreglan til dæmis mannfjölda sem ófriðlega lét með því að skjóta af byssum upp í loftið. Félagar úr Congressflokki Indiru hafa skipulagt setumót- mæli í báðum deildum indverska þingsins. Tólf félagar eru í hungurverkfalli og sitja í innri forsal Neðri deildarinnar og sextán hafa byrjað setumótmæli í efri deild. Krefjast þeir rannsókn- ar á spillingarkærum sem bornar hafa verið fram á hendur syni Desai, Kanti Desai. Félagar í flokki Indiru hafa og tilkynnt að þeir hafi ákveðið að Tel Aviv, Jerúsalcm, Tyre. Líhanon. 20. des. AP — Reuter TALSMAÐUR ísraelsku stjórnar innar greindi frá því í kvöld að Moshe Dayan utanríkisráðherra og Mustapha Khalil. forsætisráðherra. | gangast fyrir fjöldagöngu til heimilis Desai. í Kalkútta kom og til alvarlegra átaka og var þar kveikt í strætis- vögnum og flutningatækjum. Nokkrir lögreglumenn særðust. Víða var verzlunum lokað í borg- um þar sem mest var reiðin og menn lögðu víða niður vinnu í verksmiðjum og úti á ökrunum til að taka þátt í fundum til stuðnings Indiru Gandhi. Egyptalands, mundu að öllum líkindum hittast um eða fyrir helgina og í sumum fregnum sagði að fundurinn yrði á morgun, fimmtudag. Er líklegt að fundur þeirra verði í Briissel. Þráðurinn verður tekinn upp að ný ju Átök í Teheran í gær 102 frammámenn hafa flutt gjaldeyri úr landi upp á síðkastid Tehcran, 20. des. — Reuter IIERMENN flykktust á Bazaar- svæðið í Teheran í dag til að dreifa örgum mannfjölda sem hafði kastað lögreglumanni fram af svölum svo að hann hlaut bana af og skorið cyra af öðrum áður en hann gat bjargað sér á flótta. Lögreglumaðurinn sem lézt hafði áður skotið tvo kaupmenn til hana. Sjónarvottar segja að tildrög hafí verið slík að um eitt hundrað kaupmenn hafi safnast saman við Bazaarsvæðið og haft uppi hróp gegn keisaranum. Einhver þeirra hafi þótzt þekkja tvo lögreglu- menn i hópnum, hafi þeir gert aðsúg að þeim, höggvið eyrað af öðrum, en hinn forðað sér inn í verzlun, skotið þar tvo kaupmenn og hlaupið upp stiga. Múgur og margmenni fór á eftir honum og hafði engar vöflur á, heldur varpaði lögreglumanninum út af svölunum með greindum afleið- ingum. Bazaarsvæðið hefur verið algerlega lokað síðan um síðustu helgi en ætlunin hafði verið að opna að minnsta kosti nokkrar verzlananna í dag. Af því varð ekki. Örstuttu síðar komu hermenn vopnaðir vélbyssum og rifflum á vettvang og dreifðist þá mannfjöldinn von bráðar. Við háskólann í Teheran kom einnig til nokkurra átaka í dag og voru hermenn þar á verði. Skólinn hefur verið lokaður sl. 6 vikur. Saksóknari Irans birti í dag lista yfir 102 þekkta aðila, þar á meðal eru tveir systursynir keis- arans, sem flutt hafa gjaldeyri úr landi þessa síðustu mánuði, sem ólgan hafur verið hvað mest. Hægagangsaðgerðir eru enn við olíuframleiðsluna og var dags- framleiðslan í dag um 56% af því sem eðlilegt er. Heimildir nánar keisaranum sögðu að hann hefði áætlun á prjónum sem myndi fara langt með að leysa vanda landsins, en að líkindum yrði áætlunin ekki end- anlega fullgerð fyrr en eftir 10 daga eða svo. Staðfest hefur verið að þessum fundi hafi verið komið á fyrir meðalgöngu Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og er líka vitað að Bandaríkjastjórn hefur kappsamlega reynt að leita leiða til að þráðurinn yrði tekinn upp að nýju. Dayan fór í dag til Genfar að sitja SALT-ráðstefnu og mun þar meðal annars hitta Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna. Við brottförina kvaðst Dayan ekki hafa nein áform á prjónunum um að hitta egypska ráðamenn, en nokkru eftir að Dayan var farinn birti talsmaður stjórnarinnar ofangreindar fréttir. Fyrr í dag gerðu ísraelskar orrustuvélar árás á þrjár stöðvar PLO í S-Líbanon. Óvíst er um mannfall. Eru þetta hefndaraðgerðir vegna þriggja sprengjuárása sem PLO hefur staðið að í austurhluta Jerúsalem, tvær í dag við Jaffa og Herodes-hlið og slösuðust margir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.