Morgunblaðið - 21.12.1978, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
Sigurjón Jónsson:
Rannsóknamefnd Alþingis um
félagsyísindadeild háskólans
Nokkrar umræður hafa spunnizt
í blöðum út af greinum mínum
varðandi vinnubrögð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, er hann annaðist
svonefnda hlustendakönnun Ríkis-
útvarpsins og fékk í sinn hlut
nokkra tugi þúsunda, enda þótt
könnunin væri liður í kennslu hjá
svokallaðri „félagsvísindadeild“
(fínt skal það vera) háskólans. Ég
hefi á margan hátt orðið þess vár,
að greinarnar hafa vakið feikna
athygli út um allt land. Þá þótti
mönnum og mál til komið, að flett
væri ofan af vinnubrögðum þess
manns, sem að áliti gamals
starfsmanns alþingis hefur vaðið
þar og víðar uppi af mestri drýldni
og hroka (sbr. enn fremur ýmsa
sjónvarpsþætti), og sérlega óvönd-
uðu orðbragði um menn og málefni
(t.d. um forráðamenn Eimskips og
Loftleiða). Hefur og enginn orðið
til þess að reyna að verja vinnú-
brögð þingmannsins við áður-
nefnda hlustendakönnun, enda
óverjandi (tel hér ekki skýringar
fjármálastjóra útvarpsins, enda
sýnilega ekki gerðar með glöðu
geði, og kveðst hann ekki vera þar
neinn „apologizer"). — Svona í
framhjáhlaupi vildi ég mega
skjóta því inn hér, að í grein sinni í
Morgunblaðinu varð Pétri mínum
Péturssyni það á, að telja orðið
apologizer vera af engilsaxneskum
uppruna. Það mun vera rangt.
Orðið er af latneskum stofni, en er
komið inn í ýmis mál, þ.á m.
ensku.
Af framansögðum ástæðum geri
ég hér með að tillögu minni, að
flutt verði í sameinuðu þingi,
samkv. heimild í þingsköpum,
svohljóðandi tillaga:
Alþingi ályktar að kjósa sjö
manna rannsóknarnefnd, er taki
til athugunar, hvort félagsvísinda-
deild háskólans eða einstakir
starfsmenn hennar hafi oftar en
þegar er upplýst, tekið við sérstök-
um greiðslum frá opinberum
stofnunum eða einstökum fyrir-
tækjum, vegna kannanna eða
athugana, sem verið hafa liður í
námi og kennslu fyrrnefndrar
deildar. Þá fari og fram könnun á
því, hvort verk þau, er þar eru
unnin, séu að jafnaði á svo vondri
íslenzku, „að firnum og býsnum
sæti“, eins og komizt hefur verið
að orði í ritdómi, og jafnframt það
illa af hendi leyst, að líta verði á
þau sem „Víti til varnaðar“, eins og
þar er sagt. — Geta slík verk að
sjálfsögðu haft mjög slæm upp-
eldisáhrif á námsfólk.
Greinargerð: Komið hefur í ljós,
að einn af starfsmönnum félags-
vísindadeildar háskólans fékk
fyrir nokkrum árum greidda tugi
þúsunda króna fyrir svonefnda
hlustendakönnun, er þó var unnin
sem liður í námi þar og kennslu.
Mjög orkar tvímælis, hvort talizt
getur viðeigandi, að maður á
fullum launum hjá ríkisstofnun
taki þóknun frá annarri ríkis-
stofnun og/eða einstökum fyrir-
tækjum fyrir verkefni utan úr bæ
eða af landsbyggðinni, þegar
verkið er unnið sem liður í námi
eða kennslu, sem greidd er fullu og
ríflegu verði. Einkum verður slíkt
að teljast vafasamt, ef verkið er
illa unnið eða skilað á verra máli
en menn vita dæmi. Með tilvísun
til ritdóms dr. Halldórs Guðjóns-
sonar verður hér sýnt fram á,
hvernig verk þetta var af hendi
leyst:
„Fyrsti og augljósasti galli
skýrslunnar er sá, að hún er
naumast skrifuð á íslenzku, né
heldur á neinu máli, sem líkur eru
til að höfundar eða aðrir kunni. Ef
málið á skýrslunni er fyrir misk-
unnar sakir kallað íslenzka, þá er
það svo vond íslenzka, að firnum
og býsnum sætir. Það er varla
nokkur setning í skýrslunni, sem
telja má rétta.
Hér á eftir fara nokkur sýnis-
horn úr skýrslunni. Á blaðsíðu 55
stendur: „Þessar niðurstöður sýna,
að þjóðin gerir þá meiginkröfu til
sjónvarpsins, að það geri henni
dagamun, þegar hvílzt er frá
störfum." Á blaðsíðu 59 stendur:
„Einnig kjósa karlar föstudaginn
meira en konur.“ Á blaðsíðu 46
stendur: „Hvað Ensku knattspyrn-
una snertir, sker stundum hlust-
unin sig úr; hún er heldur hærri en
alltaf og oft til samans."
Ef til vill er ekki rétt að ætlast
til þess, að opinberar skýrslur sem
þessi séu að öllu leyti til fyrir-
myndar um íslenzkt mál, enda eru
gömul og ný fordæmi um hið
gagnstæða augljós öllum þeim
ógæfusömu mönnum, sem vel eru
lesnir í þessari ömurlegu bók-
menntagrein. En þeir, sem borga
vel fyrir gerð slíkra verka, eiga
kröfu á, að þau séu ekki svo illa
skrifuð að þau séu til athlægis og
skammar og valdi skyldulesendum
andlegum kvölum umfram þær,
sem efnið hlýtur að valda. En þótt
allar málvillur og ambögur skýrsl-
unnar væru leiðréttar væri hún
samt illa skrifuð, hún er illa
skipulögð, óskýr og orðmörg. Það
er til dæmis ómögulegt að finna
einstök efnisatriði án þess að lesa
skýrsluna alla, reyndar er líka
erfitt að finna einstök atriði að
lestrinum loknum, þau renna öl’
saman í graut. En þetta gerir nú
kannski ekkert til, líklega vill
enginn fletta upp í einstökum
efnisatriðum skýrslunnar.
Afburðamenn
og
örlagavaldar
Bárður Jakobsson skráði
AFBURÐAMENN
QG
ÖRLAGAVALDAR
AFBURÐAMENN
OG
QRLAGAVALDAR
/r»i«nm tuiiugu
MIKIIMENHH SÖGUUM*
KVIÞKTIIR TUTTUGU
MIKILMEHNA SÖGUNNOR
AFBURUAMENN
OG
ÖRLAGAVALDAR
ÆVIÞÆTTIR TUTTUGU MIKILMENNA
IS0GUNNAR
V og síöasta bindiö í þessum bóka-
flokki er komið út. Samtals hafa þá
birst 100 æviþættir manna sem
markaö hafa spor í sögunni og margir
veriö örlagavaldar í ýmsum efnum.
Þaö er ekki ofsagt aö þetta sé eigulegt
safn á hverju heimili, í senn skemmti-
legt og fræðandi.
Sem stendur eru öll bindin fáanleg
fyrir aöeins kr. 12.000.-, aö viöbættum
söluskatti, innbundin í snoturt band.
Ægisútgáfan.
í öðru lagi eru upplýsingar í
skýrslunni svo ónákvæmar að
óhugsanlegt væri að treysta þeim,
þótt þær þættu forvitnilegar.
Þetta stafar meðal annars af því,
að láðst hefur að geta þess, hvað
átt er við með ýmsum mikilvægum
en margræðum orðum og hugtök-
um. Sem dæmi má nefna, að það er
aldrei skýrt hvers konar fólk
tilheyrir þeirri stétt, sem í skýrsl-
unni er valið nafnið stjórnendur
og æðri menntunarstörf. Enn-
fremur hafa þau einkenni, sem
notuð eru til að flokka svarendur,
afar takmarkað félagsfræðilegt
gildi og flokkunareinkennin eiga
oft illa við spurningarnar.
Það er ómögulegt að ímynda sér
aðila, annan en Útvarpið, sem
þyrfti á upplýsingum skýrslunnar
að halda í einhverjum nytsamleg-
um tilgangi. Og skýrslan hefur
ekki heldur fræðilegt gildi eins og
næst verður að vikið.
Þriðji og versti galli skýrslunn-
ar er nefnilega sá, að hún hefur
varla nokkurt fræðilegt gildi nema
sem víti til varnaðar, og ber þar
margt til. Fyrst er það, að
könnunin miðaði ekki að neinu
fræðilegu marki, svo að upplýs-
ingasafnið er einna líkast
ósundurgreindum frímerkjasöfn-
um, sem byrjandi safnarar kaupa í
litlum umslögum hjá pröngurum."
Hér verður látið staðar numið
með tilvitnanir í ritdóm dr. H.G.
En minna má á, að vinnubrögð af
þessu tagi hafa þegar hlotið nafnið
„öldurhúsaspeki" og „grautargerð"
í munni fólks (sbr. grein, er birtist
nýlega í dagblaðinu). Vinnubrögð
af framansagðri gerð eru hvar-
vetna forkastanleg, en sérstaklega
ber að fordæma, ef vond verk eru
unnin í æðri menntastofnunum,
sem vera ættu öðrum til fyrir-
myndar að því er varðar vand-
virkni og óhlutdrægni. Þá gerir
alþýða manna og þær kröfur, að
þeir, sem þar veljast til starfa, séu
öðrum fyrirmynd um háttvísi og
siðgæði í orðum og athöfnum
(gerist t.a.m. ekki opinberir verj-
endur sænskra klámsagna), enda
hafa ýmsir þeirra mörg orð um
siðgæði annarra. Vonandi eru þar
ekki að störfum menn þeirrar
gerðar, sem sagt var frá í Þjóðvilj-
anum fyrir allmörgum árum, en
þar kom nefnilega frásögn af
manni, sem verið hafði við nám
erlendis; hitti þar landa sinn og
furðaði sig mjög á því, hvað
námsmaðurinn var framlágur að
morgni á öldurhúsi nokkru, en í
ljós kom, að hann hafði þá tekið