Morgunblaðið - 21.12.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 21.12.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 13 Alþingi: óperuflutning- ur áhugafólks Undanfarnar fjórar vikur hefur undirritaður viðað að sér dag- blaðameti um óperuflutning á íslandi — bæði aflað tölulegra upplýsinga, sem og kynnt sér persónuleg viðhorf manna — með það að markmiði að lýsa stöðu þessa göfuga listforms í menningarlífi okkar, eða stöðu- leysi. Greinaflokkurinn, alls átta þættir, er nú tilbúinn til prentunar. í þessum frétta- leiðöngrum, þar sem margt áhrifamikilla manna var heimsótt, var á stundum tekið hraustlega til orða, eins og koma mun í ljós þegar jólaholskeflan er riðin yfir, og Morgunblaðið snýr sér aftur að tónlistarpólitíkinni! Skilningur á óperulist, þessu vandræðabarni okkar, er yfirleitt takmarkaður. Það veit sá sem hefur vísvitandi kynnt sér land- læg viðhorf, rætt við háa sem lága, leika og lærða. Tortryggni einkennir afstöðu flestra. Vegna þessa kom það undirrituðum þægilega á óvart, er hann las þá tónlistarsögulegu tímamótafrétt í Morgunblaði gærdagsins, að vort háa Alþingi hefði fyrirvaralaust tekið óperuflutning til umræðu og samþykkt með nær öllum greidd- um atkvæðum breytingartillögu frú Ragnhildar Helgadóttur við leiklistarlögin honum lútandi. Tillaga Ragnhildar gerir ráð fyrir, að óperustarfsemi áhuga- fólks sé metin að jöfnu við starfsemi áhugaleikfélaga í landinu að hún njóti fyrirgreiðslu opinberra aðila. Þetta eru gleði- fregnir í kjölfar þeirra menningarlegu staðvinda er und- irritaður hefur haft í fangið að undanförnu við samningu greina- flokks um óperuflutning á Islandi. Þeir vindar blása ýmist í nasir eða á nasavængi; eru margir óhag- stæðir óperunni. Það er góðs viti, að alþingismenn okkar ,sem fæstir eru sérmenntaðir fagurfræðingar, skuli almennt þeirrar skoðunar að lífið sé annað og meira en eintómur saltfiskur. Við þessi alþingistíðindi, sem duttu ofan í morgunkaffibolla tónlistarunnenda allra var rokið út í myrkrið, skundað til fundar við Ragnhildi Helgadóttur. Blaða- maður sagðist vilja vita sann- leikann í þessum ótrúlega máli, helst tafarlaust. Ragnhildur varð fúslega við þeirri beiðni, og fer upplýsing hennar hér á eftir. Ragnhildur kvaðst gleðjast yfir áhuga blaðamanns og annarra sagðist. eins hafa búist við skömmum fyrir að „trufla" störf þingsins með svo „hégómlegu" hjali. Hún sagðist reyndar hafa orðað óperuflutning í ræðustól á þingi veturinn 1957—8, í formi þingsályktunartillögu, er veita átti Þjóðleikhúsinu heimild til að fastráða hóp einsöngvara. En þingmenn voru ekki á þeim buxunum. Tæpum tuttugu árum síðar var áþekk heimild sett í lög um Þjóðleikhús, en þó með ýmsum skilyrðum, sem enn eru óviðráðan- leg. . Ragnhildur bætir við: „Þessa dagana er svo verið að ræða ýmis ákvæði leiklistarlaganna (nr. 33 frá 12. maí 1977), m.a. til að nýta heimildir er felast í lögunum til styrktar leiklistarstarfsemi áhugafólks. Vegna þessa ráðgaðist ég við Þuríði Pálsdóttur fulltrúa í Þjóðleikhúsráði, vitandi að óperu- flutningur ætti erfitt uppdráttar | Rætt við Pfjl| Ragnhildi " w Helgadóttur alþingismann J3U Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON hjá okkur þrátt fyrir einlægan áhuga einsöngvara. I umræðum okkar Þuríðar kviknaði hugmynd- in að breytingartillögunni sem samþykkt var í efri deild í gær. Ég vona að neðri deild verði henni einnig hliðholl. Við eigum svo marga hæfileikaríka og menntaða einsöngvara sem lítið hafa við að vera. Þetta gæfi þeim nokkurn meðbyr." Ragnhildur var spurð hvort samþykkt þessara laga gæti latt Þjóðleikhúsið til að rétta hlut einsöngvara, að þetta yrði eins konar bráðabirgðalausn: „Mér dettur það ekki í hug. Þvert í mót ætti Þjóðleikhúsið að líta á þetta sem hvatningu. Þörf fyrir vand- aðan óperuflutning er fyrir hendi eftir sem áður. Þótt leiklistarfélög áhugafólks fái styrk þýðir það ekki að Þjóðleikhúsið eigi að leggja upp laupana. Sama gildir um óperuflutning. Flest öndvegis- verk óperubókmennta hafa ekki heyrst hér, og svo eigum við tónskáld sem eru vís til alls ekki síður en innlendir leikrita- höfundar. Það verður að myndast olnboga- rými fyrir óperuna í íslensku leiklistarlífi". Nokkrir kennarar og nemendur Söngskólans í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.