Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
Hluti af myndum scm hanga
uppi i vinnustofu Halldórs. en
Fjóla er þarna með myndir af
Kristjáni Eldjárn og Jónasi
Arnasyni.
Sýnir
Karikatura
o g
frummyndir
Halldórs
Péturssonar
„Erfitt að hýsa alla þessa kalla“
Halldór Pétursson list-
málari skildi eftir sík
þúsundir mynda sem
hann hafði teiknað af
mönnum úr þjóðlífi
landsins á undanförnum áratug-
um. Sumar þessara mynda eru
skissur sem hann teiknaði eftir
minni, hann teiknaði mikið eftir
sjónvarpinu og síðan fullgerði
hann margar þessara mynda í
karikaturstíl og nú hefur ekkja
Halldórs, Fjóla Sigmundsdóttir,
komið hluta af þessum myndum
fyrir í vinnustofu listamannsins
að Drápuhlíð 11 og mun hún
hafa opið hús þar daglega til
jóla milli kl. 12.30—2 daglega og
frá kl. 6—7, en þessar myndir
eru til sölu og eru þar á ferð
margir þjóðkunnir menn. Þá
mun Fjóla einnig hafa til sýnis
að Drápuhlíð 11 hluta af and-
litsmyndasafni Halldórs og
nokkrar styttur af víkingum og
hestum Halldórs eru til sölu í
vinnustofunni.
„Eg vona að fólk hafi áhuga á
að fá þessar myndir af vinum og
kunningjum," sagði Fjóla, „og
ætla ég að hafa hér möppur með
ljósmyndum sem fólk hefur átt
hér jafnvel áratugum saman eða
frá 30 ára tímabili sem Halldór
teiknaði þúsundir manna og í
þessum möppum eru einnig
handrit að ýmsu sem snerti
starf Halldórs í myndskreyting-
um, m.a. mikið af hestavísum.
Fólk getur því sótt þessar
Ijósmyndir hingað um leið og
það getur skoðað teikningarnar.
Ef fólk sýnir áhuga á myndun-
um sem eru á boðstólum þá er
mögulegt að ég haldi þessu
áfram, því hjá mér eru möppur
með morgum þúsundum mynda
af íslenzku fólki sem Halldór
teiknaði og það er erfitt að hýsa
alla þessa kalla, þeir taka mikið
pláss. M.a. eru hér nokkur
hundruð myndir af leikurum frá
síðustu áratugunum og þettd
eru bæði svarthvítar myndir og
litmyndir, en síðasta bókin sem
út kom með verkum Halldórs
áður en hann lézt var einmitt
litmyndabókin Helgi skoðar
heiminn. Halldór gerði þann
myndaflokk árið 1975 og þegar
kom að útgáfu í bók var ákveðið
að fá Njörð P. Njarðvík til þess
að gera bókartexta með mynd-
unum. Venjulega var Halldór
fenginn til þess að myndskreyta
bækur, en Helgi skoðar heiminn
varð til með hinni aðferðinni,
j).e. Halldór teiknaði myndasögu
sem síðan var settur texti við.“
- á.j.
Fjóla með víkinga og hestastyttur Halldórs. Ljósmynd Mbl. Efst er sjálfsmynd af llalldóri ungum, en fyrir neðan eru
Emilía. Þorsteinn Erlingsson og Ólafur Thors. Þessar myndir eru
málaðar í litum.
Sýnishorn af karikaturmyndum Halldórs sem nú eru til sýnis að Drápuhlíð II.