Morgunblaðið - 21.12.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
19
Halldór Jónsson:
Eru Islend-
ingar úr leik
við Hrauneyja-
fossvirkiun?
Ríkisstjórn íslands hefur
nú birt skattafyrirætlanir
sínar. Tekjuskattar félaga
hækka í 65% eins og við var
að búast í vinstri stjórn. 2%
nýbyggingagjald er fundið
upp. Eignaskattur félaga
hækkar 100%. Flýtifyrningar
eru takmarkaðar við 2% á ári
í stað 6% á ári í 5 ár, sem kom
í stað 30% fyrninga einu sinni
þar áður. Verðstuðulsfyrning
er lögð niður, en hún var
tilraun skattayfirvalda til
þess að viðurkenna að hér
væri verðbólga.
Við byggingu Hrauneyja-
fossvirkjunar var útboðið
haft þannig, að verkinu var
skipt niður í smærri einingar.
Þetta var gert til þess að
íslenzk verktakafyrirtæki
gætu boðið í framkvæmdirn-
ar. En upphæð verktrygginga
er takmarkandi við stærð
þeirra verka, sem íslenzk
verðbólgufyrirtæki geta boðið
í, þó hin verklega geta sé
langt þar fram yfir.
Ég hef verið að kynna mér
hluta af útboðsgögnum þeim,
er varða steypuframleiðslu til
virkjunarinnar. Verkið er
aðgengilegt og auðvelt fyrir
íslenzkt fyrirtæki að fram-
kvæma tæknilega séð. En
þarna kemur hins vegar ann-
að til sögunnar, sem mun
gera það að verkum að verkið
verður líklega unnið af
erlendum skattþegni, sem
hefur íslendinga í vinnu.
Hvað veldur?
Til þessara framkvæmda
þarf að kaupa inn tæki fyrir
hundruð milljóna króna.
Erlendur verktaki, sem byði í
verkið, getur í flestum tilfell-
um reiknað með því að geta
afskrifað tæki þessi á verk-
inu, sem tekur 2 ár. Enda
mætti þetta teljast eðlilegt,
þar sem óvíst væri að tækin
fengju verkeíni áfram. Sam-
kvæmt þeim skattalögum sem
við höfðum síðast, þá gat
íslenzkt fyrirtæki afskrifað
42% af tækjum á 2 árum auk
verðstuðulsfyrningar, sem
gat numið um 9%, eða sam-
tals um 51%. Hvernig menn
hugsuðu sér að ná inn 49%,
sem á vantar, var svo vanda-
mál út af fyrir sig^ í því
fjármagnshallæri sem hér er
orðið. Það var hins vegar
einsætt, að íslenzkt fyrirtæki
varð að leggja 105 milljónir
ofan á verkið fyrir hverjar
100 milljónir sem lagðar eru í
tæki þegar tekjuskatturinn
var 53%, meðan erlent fyrir-
tæki gat sloppið með núll
vegna raunhæfra afskrifta-
laga í heimalandi sínu, svo
ekki var það glæsilegt. En
lengi getur vont versnað.
Nú mun tekjuskatturinn
hækka í 65% og fyrningar
verða mest 34% á 2 árum. Nú
þarf að fjármagna 66% af
Halldór Jónsson
verðmæti tækjanna í stað
49%. 35% aukning á einni
nóttu. Nú þarf íslenzkt fyrir-
tæki að leggja 195 milljónir
ofan á verkið fyrir hverjar
100 milljónir sem lagðar eru í
tæki til verksins. Og þar með
erum við farin að eygja
aðstöðumuninn. Islenzkt fyr-
irtæki sér fram á að þurfa að
bjóða kannski 600 milljónum
hærra í verkið, en ef því væri
heimilt að afskrifa á sam-
bærilegan hátt við erlend
félög. Og þetta er bara við
núverandi aðstæður. Hver
veit hvaða reglur gilda næsta
ár? Fýsir nokkurt íslenzkt
fyrirtæki að hætta lífi sínu
með því að bjóða í þessa
framkvæmd, eigandi það á
hættu að verða gjaldþrota
þegar alþingismönnum dettur
í hug að breyta spilareglunum
næst og þá eins afturábak
sem áfram. Því vandi ríkis-
sjóðs er óleystur og í stað
65% tekjuskatta geta eins
komið 100% eða 200%. Svo
það er líklega bezt að halda að .
sér höndum.
Guðmundur J. er búinn að
lýsa afstöðu Alþýðubanda-
lagsins til þess konar skatt-
lagningar fyrirtækja í sjón-
varpi. Hann vorkennir þeim
ekkert að borga. Engan þarf
að undra afstöðu byltingar-
manna því það er yfirlýst
markmið komnúnista að koll-
varpa því þjóðskipulagi sem
við nú búum við. Lenin
ráðlagði lærisveinum sínum
að eyðileggja peningakerfi
landa þeirra sem fengist var
við hverju sinni í þágu
byltingarinnar. Því eru allar
efnahagsmála-tillögur komm-
únista eitraðar og hafa við
núverandi kerfi þveröfugan
tilgang við það sem þeir halda
fram, sbr. tillögur um lækkun
vaxta til þess að draga úr
verðbólgu og efla sparnað,
skattlagningu fyrirtækja til
þess að efla hag launþega og
halda uppi atvinnu.
En eru þetta aðferðir Al-
þýðuflokksins og Framsókn-
arflokksins til þess að skapa
íslenzkum atvinnuvegum
jafnræði við erlenda? Hvert
er hið leiðandi afl í ríkis-
stjórn íslands núna?
17. 12.1978.
Halldór Jónsson. verkfr.
Jón Helgason
Rautt í sárið
Þetta er bók fagurkerans á sviði skáldskapar og telst til
bókmenntalegra tíðinda. Hér má lesa um Ingvar
Ingvarsson og dætur hans, Bjögga í Folaldinu og
brúarmennina í Árvogum, frúna í Miklagerði og leiðina í
Munaðarnes, konuna, sem beið
eftir bréfi frá Boston, litlu
stúlkuna, sem fékk púpu í
sálina, postulínskoppin á Flat-
ey og slysatilburðinn í Kaup-
mannahöfn og loks Sigvalda
garðmeistara, dásemdina rauð-
hærðu og austanstrákinn.
Kautt í sárið eru listilega
sagðar sögur á fögru, kjarn-
miklu máli, enda er Jón Helga-
son landskunnur frásagnar-
snillingur.
Fyrri sagnasöfn Jóns erui
Maðkar í mysunni, Steinar í
brauðinu og Orðspor í götu.
Jóhannes Helgi
Skálateigsstrákurinn
heldur sínu striki
Þorleifur Jónsson dregur hvergi af
sér í frásögn sinni. Svið minninga
hans spannar allt ísland, 70 kaflar
um menn og málefni, þar á meðal
þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra
framámenn, en einkum þó það, sem
mestu varðar, alþýðu manna, fs-
lenzkan aðal til sjós og lands.
Þorleifur kemur vel til skila stjórn-
málaafskiptum sfnum og viðskiptum
við höfuðf jendurna. krata og
templara. Hann er tæpitungulaus og
hreinskilinn og rammíslenzkur andi
litar frásögnina frá upphafi til loka.
Skálateigsstrákurinn Þorleifur
Jónsson er margfróður og afspyrnu
skemmtilegur.
Hver sem les frásögn hans verður
margs vfsari um mannlíf á íslandi á
öldinni, sem nú er að lfða.
.
mmmt
Magnús Magnússon
Upprisa
alþingismanna
Voru þingmenn meiri skörung-
ar og reisn Alþingis meiri fyrr
en nú? Upprisa alþingismanna
svarar þessu að nokkru, en þar
er að finna mannlýsingar 55
alþingismanna og ráðherra,
eftir háðfuglinn Magnús Storm.
Þessar mannlýsingar hans ein-
kennast af fjörlegum stfl og
fullkomnu valdi á kjarngóðu,
hnökralausu máli og margar
eru þær stórsnjallar, einkum
hvað varðar hið broslega í fari
viðkomandi. Bregður þá fyrir á
stundum uáiniu h.einlegri
haíðni.
Magnús Stormur bjó Upprisu
alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur
mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess
bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti.