Morgunblaðið - 21.12.1978, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
FJÖLBRAUTASKÓLINN í
Breiðholti brautskráði í gær
sína íyrstu stúdenta. Einnig
voru fyrstu sveinarnir sem
brautskrást án þess að hafa
verið á samningi hjá meistara
útskrifaðir frá skólanum í
gær.
Brautskráningarathöfnin
fór fram í Bústaðakirkju og
hófst með ræðu skólameistara
Guðmundar Sveinssonar.
Guðmundur sagði m.a. að
hrautskráning þessi markaði
tímamót í sögu skólans og
hoðaði jafnframt nýja tíma.
I ræðu skólameistara kom
það fram að 1120 nemendur
voru skráðir við skólann í
upphafi starfsársins í septem-
ber síðast liðnum. Nú við lok
haustannar eru 950 nemendur
við skólann en 140 nýir nem-
endur koma í skólann við
upphaf vorannar.
64 nemendur útskrifuðust
Fyrstu stúdentarnir og
sveinamir frá Fjölbrauta-
skólanum i Breiðholti
Helga María Karls-
dóttir hlaut hæstu
einkunn á stúdents-
prófi Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti. Hér
tekur hún við verð-
launum fyrir námsár-
angur úr hendi skóla-
meistarans Guðmund-
ar Sveinssonar.
ingunni söng Ingveldur
Hjaltested nokkur lög við
undirleik Guðna Þ. Guðnason-
ar organleikara kirkjunnar.
Að því loknu voru flutt ávörp.
Ingi Þór Hermannsson for-
maður nemendafélags Fjöl-
brautaskóla Breiðholts talaði
fyrir hönd nemenda og þakk-
aði þeim sem útskrifuðust
störf í þágu félagsins.
Matthías Á. Guðmundsson
talaði fyrir hönd þeirra er
útskrifuðust og Ármann
Ólafsson talaði af hálfu kenn-
ara og starfsfólks skólans. Að
lokum ávarpaði Guðmundur
Sveinsson nemendurna sem
útskrifuðust.
— Sveinar útskrifaðir i fyrsta
skipti án þess að hafa verið
á samningi hjá meistara
frá Fjölbrautaskólanum í gær,
þar af 7 sveinar í húsasmíði og
21 stúdent á þremur náms-
sviðum. 10 stúdentar útskrif-
uðust í almennu bóknámi, 8 á
heilsugæslu- og sjúkraliða-
braut, 7 á heilbrigðissviði og 4
á viðskiptasviði.
Frá öðrum deildum skólans
útskrifuðust: 1 á listasviði, 2 á
uppeldissviði, 16 nemendur
með almennt verslunarpróf, 4
með sérhæft verslunarpróf ög
4 útskrifuðust úr rafvirkja-
námi en eiga eftir menntun
hjá meistara.
Skólameistari sagði að stað-
ið hefði verið við það sem lofað
hefði verið er skólinn tók til
starfa haustið 1975. í fyrstu
hefði því verið lofað að veita
nemendum hæfni og færni,
veita þeim nám sem gerði
þeim kleift að fá rétindi á sviði
heilbrigðis- og viðskiptaþjón-
ustu og í þriðja lagi að
brautskrá stúdenta á öllum
námsbrautum.
„Fátt hefur hvatt nemendur
eins til dáða og hrakspár og
sögur um svik skólans við þá
og brautskráningin í dag mun
verða til þess að hrekja þessu
baktali," sagði Guðmundur.
Er skólameistari hafði lokið
tali sínu afhenti hann próf-
skírteini. Bestum árangri á
stúdentsprófi á almennu bók-
námssviði náði Helga María
Karlsdóttir, hún lauk 138
einingum og hlaut 379 stig. Á
heilbrigðisviði náði Laufey
Oddsdóttir bestum árangri,
hún lauk 133 einingum og
hlaut 242 stig.
Að lokinni skírteinaafhend-
Fyrstu sveinarnir sem brautskráðir eru án þess að hafa verið á samningi hjá meistara.
Myndir Kristinn.
I hjólastól en
lauk menntaskóla-
námiá3i ári
— og varð 3. hæstur á lokaprófi
JÓHANN Pétur Sveinsson var
meðal þeirra stúdenta senj
útskrifuðust frá Mennta-
skólanum í Ilamrahlíð i gær.
Jóhann er 19 ára og lauk hann
námi sínu á 3Vi ári en hanp er
fatlaður og er í hjójastól.
Er Jóhann var spurður að því
hvernig gengið hefði að sækja
skólann vegna fötlunarinnar
sagði hann það hafa gengið
tiltölulega vel og kvað hann
skólafélaga sína hafa verið mjög
hjálplega.
Jóhann sem stundaði nám á
félagsfræðisviði var 3. hæstur á
lokaprófi við skólann og hefur
hann í hyggju að setjast í
Háskólann næsta ár.
„Ég hef ekki ákveðið enn hvað
ég mun leggja stund á. Ætli það
verði ekki annað hvort lögfræði
eða viðskiptafræði," sagði Jóhann.
Jóhann er frá Varmalæk í
Skagafirði en hann býr í húsi
Sjálfsbjargar við Hátún. í gær
héldu íbúar hússins honum
veglega og fjölmenna veislu og
fékk Jóhann fjölda gjafa í tilefni
dagsins.
„Ég vildi fá að koma fram
þökkum til allra þeirra sem hafa
stutt mig gegnum menntaskóla-
árin og til hússins fyrir þessa
veislu, ég hef átt mjög skemmti-
legan dag hér,“ sagði Jóhann að
lokum.
Jóhann ásamt forcldrum sínum. Svcini Jóhannssyni og Ilcrdísi
Björnsdóttur. Mynd Kristinn.
Jólavaka í
Dómkirkjunni
JÓLAVAKA verður í Dóm-
kirkjunni næstkomandi
föstudagskvöld klukkan 22:10
og er hún í umsjá Kristilegra
skólasamtaka og Kristilegs
stúdentafélags.
Á dagskrá vökunnar
verður m.a. helgileikur, 2
sönghópar koma fram,
almennur söngur og síð^n
eins konar spurningaþáttur
þar sem þátttakendur fjalla
um viðhorf sitt til jólanna og
boðskapar þeirra. Gert er ráð
fyrir að dagskráin standi yfir
í 45 mínútur og segja
aðstandendur dagskrárinnar
að þarna gefist fólki tækifæri
til að staldra við að lokinni
verslunarferð til að hugleiða
það sem framundan er áður
en jólahelgin gengur í garð.