Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
25
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:
Sérstakar aðgerðir
í málefnum þroska-
heftra barna 1979
Á FUNDI borgarstjórnar í dag
verður tekin fyrir tillaga
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins þess efnis að Reykja-
Sídustu sölur
ytra fyrir jól
IIAFFARI frá Grundarfirði land-
aði rúmlega 43 tonnum af fiski í
Fleetwood í gar og fékk 18
milljónir króna fyrir aflann,
meðalverð 417 krónur. Þetta var
síðasta sala íslenzks fiskiskips
erlendis fyrir jól, en einhver skip
munu selja ytra milli jóla og
nýárs.
í fyrradag seldu tvö skip afla
sinn í Grimsby. Frigg landaði 70
tonnum og fékk 28,9 milljónir fyrir
aflann, meðalverð 413 krónur,
Sindri landaði 90 tonnum og fékk
35,7 milljónir, eðalverð 398 krónur.
víkurborg leggi á næsta ári
sérstaka áherzlu á aðgerðir í
málefnum þroskaheftra barna í
tilefni barnaársins 1979.
I tillögunni er meðal annars
gert ráð fyrir aðgerðum
varðandi dagvistun á almennum
dagvistunarstofnunum. í þessu
felst meðal annars sérþjálfun
fóstra, samræming á fóstru- og
þroskaþjálfanámi. í byrjun er
gert ráð fyrir vistun barna á
tilteknum dagvistunarstofnun-
um en síðar munu allar dag-
vistunarstofnanir taka við
börnunum. Tillagan gerir einnig
ráð fyrir aðstoð við foreldra
þroskaheftra barna varðandi
skammtímavistun svo að þeir
geti notið orlofs. Þá er og gert
ráð fyrir eflingu heimilishjálpar.
Tillaga sjálfstæðismanna er í
samræmi við samþykkt félags-
málaráðs, sem gerð var 1976.
Talsverðar skemmdir urðu á gluggaumhúnaði í setustofu í húsi aldraðra við Lönguhlið og hér hefur
smiður hafið lagfæringar, en skemmdir urðu einnig nokkrar af sóti.
Hugsanleg íkveikja í íbúð-
ÞORSKVEIÐIBANN hjá báta-
flotanum tók gildi í gær og
stendur það til áramóta. Á þessu
tímabili má hlutfall þorsks í
aflanum ekki fara yfir 15%, en
bátaflotinn verður að langmestu
leyti stopp fram yfir áramótin.
Hjá togaraflotanum var bannið
með þeim hætti að togurunum var
bannað að stunda þorskveiðar í
21 dag á tímabilinu frá 15.
nóvember til áramóta. Mjög er
misjafnt hvort togararnir hafa
lokið þessu banni og hvað þeir
hafa gert á banntimabilinu.
Margir togaranna fóru á aðrar
veiðar eins og ufsa, karfa, ýsu og
grálúðu og margir sigldu með
aflann. Einhver skipanna hafa
verið sett í klössun og önnur hafa
legið bundin við bryggju hluta
tímabilsins. Um hátíðarnar verða
sjómenn á togurum undir 500
tonnum í landi samkvæmt lögum,
en þar er kveðið á um að þrjá
sólarhringa yfir jólahátíðina skuli
þeir vera í landi. Stóru togararnir
geta hins vegar verið á veiðum
þennan tíma.
Þannig verða allir togarar Út-
gerðarfélags Akureyrar að veiðum
meira og minna yfir jólin að sögn
Vilhelms Þorsteinssonar. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hluti skipanna væri búinn
með þorskveiðibannið og hefðu
skipin farið á karfaveiðar, ufsa,
ýsu, grálúðu og steinbít. Akureyr-
artogararnir hefðu hins vegar ekki
siglt nemá tvisvar á þessu ári, einu
sinni til V-Þýzkalands og einu
sinni til Englands. Að öðru leyti
hefði afli skipanna verið unninn á
Akureyri. Aðspurður um hvernig
gengi að manna skipin yfir hátíð-
arnar, sagði Vilhelm að það væri
ekki vandamál. Hins vegar væri
það vandamál hversu mikið fram-
boð væri af mönnum á skipin og
væri það meira um þetta leyti árs
en yfirleitt á öðrum tíma ársins.
Það væri meðal annars vegna
skólafólks, sem vildi ná sér í
aukapening í jólafríi.
Jón Páll Halldórsson á ísafirði
sagði í samtali við Morgunblaðið
að flestir togaranna væru búnir
með um helming banntímans og
sagðist Jón Páll reikna með að
allur flotinn yrði inni um jól og
áramót. Hann sagði að undanfarið
hefði tíð verið erfið og því lítill afli
borizt á land. Atvinna hefði þó
verið nokkuð stöðug og dagvinna
regluleg í húsunum. Þó hefðu
dagpartar fallið úr í vinnu.
Jón Páll sagði að línubátunum
væru allar bjargir bannaðar fram
til áramóta. Enginn þeirra hefði
náð kauptryggingu í desember, en
til að ná henni þyrftu þeir 95 tonn.
Þeir hefðu hins vegar aflað frá 69
tonnum og upp í 74 tonn fram til
þess tíma er þorskveiðibannið tók
gildi.
Flakahækkunin ætti að
vega upp oliuverðhækkun
ÝTARLEGAR upplýsingar um
áhrif fiskverðshækkunar á
Bandarikjamarkaði á íslenzkt
efnahagslff liggja enn ekki fyrir,
en af þeim upplýsingum sem fyrir
liggja sýnist vera hækkun, sem
nemur 10 til 12% á allstórum
hluta freðfiskframleiðslunnar,
sem gæti verið miðað við
samsetningu framleiðslunnar f
fyrra á miili 35 og 40% af
heildartekjum fiskfrystingarinn-
ar. Það þýðir að þetta er 4 til 5%
hækkun á tekjum frystihúsanna
— sagði Jón Sigurðsson þjóð-
hagsstjóri í samtali við Morgun-
hlaðið í gær.
Jón kvað þessa hækkun að
sjálfsögðu vera kærkomna, en í því
sambandi kvaðst hann vilja minna
á, að flökin, sem nú hækka um 10
til 12% hafa ekki breyzt á
verðskrám í Bandaríkjunum í
meira en ár og því kvaðst hann
telja ólíklegt að verð á þeim
breyttist aftur á næstu misserum
og því sé hér í raun og veru
hækkunin fyrir árið sem í hönd
fer. I þjóðhagsspánni var áætlun
um 6% hækkun i erlendri mynt á
útflutningsvöruverði. Enn hefur
það ekki náðst fyrir freðfiskinn,
nema eitthvað fleira hækki og
koma þar til álita Rússlandsvið-
skiptin. Litlar líkur eru á að
blokkin hækki, þar sem síðasta
hækkun fól í sér hækkun á henni
eingöngu og flökin og flaka-
pakkarnir fylgdu ekki í kjölfarið.
Þó getur verið að þetta komi
eitthvað öðru vísi fram við
samsetningu framleiðslunnar
1978. Þetta munu þó vera fjár-
hæðir í námunda við 2'A til 3
milljarða króna á fob-verði á ári.
Er þetta með fyrirvara um að enn
liggur ekki fyrir nákvæm sundir-
liðun á samsetningu framleiðsl-
unnar í ár.
I framhaldi af þessu vildi Jón
minna á að nú síðustu daga hafa
borizt fréttir af hækkun olíuverðs.
Hækkun, sem OPEC-ráðherrarnir
tilkynntu, er að sögn sérfróðra að
hluta þegar komin fram í Rotter-
damskráningunni, sem okkar verð
á olíu er miðað við, enda hefur
ekki farið dult að þegar hefur
orðið hækkun á olíu. Olíuvöruinn-
flutningur Islendinga er mikill að
vöxtum, líklegast á milli 25 og 30
milljarðar á árinu 1978, þ.e.a.s.
heldur hærri fjárhæð en út-
flutningsverðlagið á flökum þeim,
sem hækkuðu nú.
Jón kvaðst ekki vilja gera úr
þessu nakvæmt dæmi, er Morgun-
blaðið spurði hann, hvort þessir
tveir liðir vægju hvor annan upp
efnahagslega hérlendis, en taldi
nauðsynlegt að menn skoðuðu
þessa fiskverðshækkun í ljósi
þessara staðreynda. Auðvitað hafa
viðskiptakjör okkar vænkazt, þar
sem við vissum um olíuverðs-
hækkunina fyrir nokkrum vikum
en þessa hækkun vissum við ekki
um fyrir víst fyrr en nú nýlega —
sagði Jón. Hann sagði að hann
teldi ekki að svo stöddu þessa
þróun rísa upp úr fyrri spám um
útflutningsverðlag, en hins vegar
sagðist hann telja að innflutnings-
verðlag vegna olíuverðbreyting-
anna sé frekar vanmetin í spám.
„Þetta er mjög mikilvæg verð-
breyting fyrir okkur, en þegar
maður lítur til innflutningsverð-
breytinga og til þess að þegar
hafði verið gert ráð fyrir
verðbreytingum, sem aldrei gerast
alveg jafnt, þá tel ég þetta ekki
vera neinn búhnykk, en velkomna
búbót,“ sagði Jón Sigurðsson.
Eitthvað á þessi breyting að
auðvelda ákvörðun fiskverðs, en í
því sambandi má minna á að
olíukostnaður er hærra hlutfall í
útgerðarskostnaðinum en í þjóðar-
búskapnum og gerir það málið
erfitt og er þetta því engin lausn
úr þeirri klípu, sem fiskverðs-
ákvörðun er í, þótt segja megi að
málið sé betur vaxið eftir en áður.
um aldraðra við Lönguhlíð
NOKKllIR vistmanna í dvalar-
hcimili aldraðra við Lönguhlíð
urðu varir við að citthvað
óvenjulegt var á seyði aðfarar-
nótt miðvikudagsins og í ljós
kom að eldur var laus í
gluggatjiildum í setustofu á
þriðju hæð hússins. Þrjátíu
vistmenn búa á hcimilinu. 26
konur og 4 karlar og sagði
húsvörðurinn Friðrik Ingþórs-
son að kona á þriðju hæðinni
hefði fyrst orðið vör við að
eitthvað torkennilegt væri á
ferðinni og þau húsvarðarhjón-
in hefðu einnig vaknað við
brothljóð og farið til að huga
að hvaðan það hefði komið.
— Þegar ég kom upp stigann
þá sá ég hvar konan kom á móti
okkur og spurði hvað um væri
að vera og hringdum þegar á
slökkviliðið sem kom eftir ör-
skamma stund. Maður með
reykgrímu var sendur í reykhaf-
ið, en hurðir inn á gangana voru
lokaðar svo og niður stigagang-
inn þannig að reykur barst ekki
um húsið út frá setustofunni,
sagði Friðrik. Mjög fljótt tókst
að slökkva eldinn, en skemmdir
urðu miklar á gluggatjöldum,
gluggakarmi og rúður brotnuðu.
Þá urðu veggir og loft svört af
sóti og senda verður öll húsgögn
María Magnúsdóttir var ein
þeirra er vaknaði við brothljóð.
Ljósm. Kristján.
í setustofunni í hreinsun, þannig
að tjónið er allmikið.
— Ég var nýlega sofnuð
þegar ég heyrði einhvern
hávaða, sagði María Magnús-
dóttir í samtali við Mbl., en
stundum kemur fyrir að hávaði
berst inn af götunni. Mér fannst
þó rétt að athuga nánar hvað
um væri að vera og fór því ofan
og þegar ég opna fram á gang sé
ég að ekkert ljós er þar sem er
þó yfirleitt og um leið heyri ég
að gengið er um og ég fékk að
vita að eldur væri laus í
setustofunni. Það kom strax í
ljós að ekkert hættulegt var á
ferðinni og enginn reykur barst
til okkar.
Friðrik Ingþórsson sagði að
talið væri að um íkveikju hefði
verið að ræða, einhver hlyti að
hafa komizt inní húsið og sett
eld í gluggatjöldin, því útilokað
væri að kveikt hefði verið í utan
frá. Friðrik sagði húsið vera
læst allan daginn, en hver og
einn vistmaður gæti opnað með
dyrasíma, og nefndi Friðrik að
neyðarútgangur í norðurenda
hússins hefði verið opinn sem
bent gæti til þess að þar hefði
einhver farið út. Reykskynjur-
um hefur verið komið fyrir alls
staðar í húsinu, en eftir var að
tengja þá.
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakar nú þetta meinta
íkveikjumál, en sem kunnugt er
hefur verið mikið um íkveikjur í
höfuðborginni að undanförnu og
a.m.k. tvisvar áður í haust hefur
verið reynt að kveikja í heil-
brigðisstofnunum, þ.e. í fæð-
ingadeild Landspítalans og
endurhæfingardeild Klepps-
spítala.
Aldrei meiri
ef tirspurn ef tir
skipsplássi en
um hátíðarnar