Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
33
Norrænt þing
um heilsugæslu
fyrirtækja
sögn hans Guði í nytjahlut, og
Teilhard de Chardin, sem er
spámaður nokkurra nútíma-
manna. Og hann deilir á þá, sem
trúa á valdið, þjóðernis-sam-
hyggjumenn (fasista) og bylt-
ingar-samhyggjumenn
(kommúnista).
Vestræna lýðræðisskipulagið
á fleiri óvini að sögn Johnsons.
Þeir Heimspekingar, sem stíga
út úr raunveruleikanum inn í
hugveruleikann, missa allt sam-
batíd við iðandi mannlífið, eru
ekki vinir þess. Johnson deilir á
Ludwig Wittgenstein, en læri-
sveinar hans fást fremur við það
að greina hugtök en að glima við
vanda mannanna í heiminum,
heimspeki þeirra er innantóm
véfréttarspeki. Þeir, sem stunda
gervivísindi, eru óvinir þess.
Hann tekur undir kenningu
Karls R. Poppers, kunnasta
vísindaheimspekings samtím-
ans, um þær ströngu kröfur,
sem gera verði til kenningu, til
þess að þær teljist vísindalegar.
Hann deilir á tvo áhrifamikla
gervivísindamenn, Marshall
McLuhan og Herbert Marcuse,
og á þá fjölmennu söfnuði, sem
kenna sig við gervivísindamenn-
ina Marx eða Freud, en þeir
kunna skýringar á öllu og engu.
Óvini skipulagsins er einkum
að finna í háskólunum að sögn
Johnsons. Þeir eru „Vinstrifas-
istar“, ungir, róttækir kennarar
og nemar, margir í „félags-
vísindum", sem eru i flestu
gervivísindi. Þeir fela það ekki,
að þeir stefna að því að ná valdi
á háskólunum og nota þá til þess
að fella skipulagið, bæði siða-
kerfið og stjórnkerfið. Johnson
bendir á það, að róttæklingarnir
reyna að hræða hófsama
háskólamenn frá gagnrýni með
ofsókn í ræðu og riti (en
íslenzkir háskólamenn eru eins
sekir um hræðslugæði og brezk-
ir). Og þeir stefna líka að því að
ná valdi á barna- og unglinga-
skólum, innræta nemum hatur á
markaðskerfinu, skopast að
kristinni trú, gera lítið úr
vestrænu lýðræði.
Johnson telur hættulegastan
þann missi borgaralegs mæli-
kvarða, sem hefur orðið á
Vesturlöndum vegna almennrar
lausungar, verðbólgu og of-
sköttunar, en hún kemur eink-
um niður á millistéttinni. Þeir,
sem boða siðferðilega afstæðis-
kenningu, eru óvinir skipulags-
ins, þeir afsaka alla glæpi,
kenna, að þeir, sem séu geðveik-
ir, séu heilbrigðir, og hinir, sem
séu heilbrigðir, séu geðveikir.
Johnson deilir á Michel
Foucault, R.D. Laing og Claude
Lévi-Strauss, sem hafa ráðist á
hinar gömlu og góðu borgara-
legu dygðir í nafni gervivísinda
sinna. En verstu afkvæmi af-
stæðiskenningarinnar eru
hryðjuverkamennirnir, „hinir
helteknu". Johnson deilir á
Jean-Paul Sartre og Herbert
Marcuse, sem eru heimspekileg-
ir málflutningsmenn hryðju-
verkamannanna, lærisveinar
þýsku heimspekinganna Hegels
og Marx, þeir boða ofbeldi í
nafni skynseminnar. Hann skor-
ar að bókarlokum á vestræna
menn að muna það, að menning-
in sé „skynsamleg leit að
sannleikanum innan reglukerf-
is“ og að einstaklingsfrelsið sé
frumskilyrði fyrir öllum fram-
förum.
Johnson kemur víða við í
bókinni, og ég hef aðeins nefnt
nokkur viðfangsefni hans, og tek
undir það, sem leikskáldið Tom
Stoppard reit um hana í Times
Literary Supplementr „Johnson
er bæði víðlesinn sagnfræðingur
og ágætur blaðamaður. Hann er
menntamaður, sem berst gegn
rökhatri, og siðapostuli, sem
berst gegn afstæðiskenningu.
Sagnfræðileg; vel skrifuð og
skýrleg gagnrýni ráðvilltrar
aldar okkar hlaut að verða til,
þegar allt þetta kom saman í
einum manni og hún er bókin
Óvinir skipulagsins.“
NORRÆNT þing um heilsugæslu
fyrirtækja var haldið í Svíþjóð
5.-7. júní síðastliðinn. Gestgjafi
var sænska atvinnuverndarstofn-
unin og var forstjóri hennar
forseti þingsins sem haldið var á
ráðstefnuhóteli sænska alþýðu-
sambandsins í Táljöviken
skammt frá Stokkhólmi.
A -þinginu var fjallað um heilsu-
gæslu fyrirtækja á Norðurlöndum
og áunna reynslu með tilliti til
framtíðarskipulags innan hvers
lands en einnig með hliðsjón af
samnorrænum vinnumarkaði.
Þingið sátu fulltrúar aðila vinnu-
markaðarins, eftirlitsstofnana,
læknafélaga, ráðuneyta og fleiri
aðila frá Danmörku, Finnlandi,
Islandi, Noregi og Svíþjóð, auk
fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar.
Af hálfu Islands sóttu þingið:
Barði Friðriksson, Guðjón Jóns-
son, Hrafn V. Friðriksson, Júlíus
Kr. Valdimarsson og Ólafur H.
Oddsson. Umsjón með þátttöku af
íslands hálfu hafði Hrafn V.
Friðriksson sem einnig flutti
framsöguerindi um skipan heilsu-
gæslu fyrirtækja á Islandi og
eftirlits með aðbúnaði, hollustu-
háttum og öryggi á vinnustöðum
og tók þátt í pallborðsumræðum.
Norræna ráðherranefndin
styrkti þingið fjárhagslega en
ákvörðun um að halda norrænt
þing um heilsugæslu fyrirtækja
var tekin í Norrænu embættis-
mannanefndinni sem fjallar um
vjnnuverndarmálefni á fundi
hennar í Kaupmannahöfn 12. okt.
1977. Fulltrúi íslands í embættis-
mannanefndinni er Hallgrímur
Dalberg ráðuneytisstjóri í félags-
málaráðuneytinu.
TilGtssemi
kostar
ekkert
Ragnar Þorstcinsson
þau yrðu hjón. Denni hefur
gjarnan viljað gerast sjómaður, en
auðugir og ráðríkir foreldrar hafa
þvingað hann inn á aðrar brautir.
En þar eð Silja tekur ekki í mál að
ganga í hjónaband fyrr en hún
hafi náð því takmarki sínu og að
komast í fremstu röð skipstjóra á
hinum sívaxandi fiskiflota og
Denni stundi áfram nám sitt,
fyllist hann meiri og meiri
óánægju og afbrýðisemi, og þegar
þar er komið, aö hún er orðin
skipstjóri, fréttir hún það, að hann
sé hættur að sinna náminu og
haldi sig í hópi slarkara og
lauslátra kvenna. Það verða henni
svo gleðitíðindi, þegar hún kemur
úr Þýzkalandsförinni, að hann er
orðinn háseti á einum af hinum
stóru skuttogurum og hefur unnið
þar björgunarafrek.
Eg læt svo lesandann einan um
að fá vitneskju um það, hvernig
örlögin spinna þráð mjög spenn-
andi atburða, sem leiða til sam-
funda og sátta þeirra Daníels
Daníelssonar og Silju Örlygsdótt-
ur. Ýmsum kann að þykja sú
atburðarás með nokkrum ólíkind-
um, en af kunnáttusemi um
björgunartækni og sjómennsku er
frá henni sagt.
A þessum tímum bölsýni í
íslenzkum sagnaskáldskap mun
það gleðja margan lesanda, hve
sagan „fer vel.“ Og ég er einn í
þeirra hópi, þar eð ég tel mig eiga
lífinu margt gott að launa. En
fullmikils sætleika þykir mér
kenna í viðtali þeirra Silju og
Denna undir sögulokin.
... En hvað sem því líður er
sagan öll vel og skemmtilega
skrifuð og kynnir sjómennsku
okkar tíma allrækilega. Svo er nú
það, að í henni felst slíkur
kvenréttindaáróður, að mér þætti
vel til fallið, að hinn sjötugi
höfundur væri kosinn heiðurs-
félagi þeirra samtaka, sem kenna
sig við rauða sokka!
Guðmundur Gíslason
Hagalin
XK=3>IK~ XK— -----------—xir---H$e—.MV
XK
>ÍK
f r i i Bókaverztun, Austurstræti 10
/o 3 / O / O Bókaútgáfa, Þingholtsstræti 5
VILLIGÆSIRNAR
Þessi metsölubók fjallar um
valdatafl í Afríku og mála-
liða, sem ráðnir eru til þess
að bjarga fyrrverandi forseta
úr klóm þess nýja. Þessir
menn hafa það eitt sameigin-
legt að berjast fyrir borgun.
N ú hefur kvikmynd verið gerð
eftir sögunni, og er hún
væntanleg til landsins bráð-
lega.
Antony Trew
Skipalestin
=XIC
3UC
IX tc
SKIPALESTIN
Það er langt liðið á árið I944.
Síðasti vetur stríðsins fer í
hönd. Kafbátar Þjóðveija hafa
goldið mikið afhroð í Atlants-
hafi, en hxttan er þó engan
veginn hjá liðin.
Bókin segir frá skipalest á lcið
til Murmansk og þeim hætt-
um og hörmungum, sem af
henni leiða. Hún er rituð
af næmum skilningi á lífi
þeirra manna, sem tóku þátt í
þessum hildarleik.
IX K----XKZ
TtK---^
■ýóów_£2
ZájZSS-2J
m
Lítil og lipur
er Kodak A-1
vasamyndavélin
Það fer ekki mikið fyrir henni,
en þú getur tekið skemmtilegar myndir
á hana til ánægju fyrir sjálfan þig og fjölskylduna.
Lítið inn — við
erum á 3 stöðum
í borginni,
Verð kr. 8.550.—
Vélin er í fallegum jólaumbúðum
og fylgir með 20 mynda filma og taska.
Skemmtileg gjöf í jólapakkann.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI — GLÆSIBÆ —