Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 1
Föstudagur 22. desember Bls. 49-80 Jóhanna Kristjónsdóttir: ÞAÐ VAR úrkalt og napurt að stíga út úr ílugvélinni á Mehrabad velliíTeheran eftir hlýjuna í Indlandi. Okkur hafði verið sagt að við svala mætti búast á þessum árstíma, en ekki gerði ég mér þó grein fyrir að ég myndi ganga inn í íslenzkt nóvemberveður. Teheran stendur mjög hátt eða um 4000 fet yfir sjávarmál og nyrztu úthverfin klífa allt upp í 6 þús. fet. Iran: Fyrri grein Þegar við komum inn í flu'g- stöðvarbygginguna fer ekki hjá því að athygli okkar sé vakin á ungri stúlku. Hún hafði setið hið næsta mér í vélinni frá Delhi og látið lítið fara fyrir sér allan þann tíma. Nú brestur hún í ofboðslegan grát, grípur höndum fyrir andlit sitt, reikar í spori og rífur hár sitt. Innan stundar var hún umkringd einum tíu ættingjum og velunnur- um sem höfðu sýnilega fengið leyfi til að koma inn í salinn að frejsta þess að hughreysta hina harm- þrungnu. Um þetta snerist nú allt um hríð og öll syfja rann af og jafnvel kuldahrollur gleymdist. Öðru hverju gerði konan hlé á þessum háværa gráti, en tók svo til að nýju, ef áhugi og samúð ættingjanna virtist eitthvað dvína. Ég spurði nærstaddan vörð að því hvað hefði í ósköpunum komið fyrir. Hann sagði mér grafalvar- Iegur að hún væri að koma í heimsókn til foreldra sinna og maðurinn hennar hefði ekki haft efni á að skreppa með ... Svona inni verður ekki eins míkið vart við berangurslegt umhverfið. Og alls staðar er verið að byggja; stóra kassa og alla eins. Upp á fimmtán eða tuttugu hæðir. Verið getur að einhvern tíma verði öll þessi nýju hverfi komin með svip og karakter, en það mun taka sinn tíma og meira að segja í eldri hverfunum fannst mér borgin hafa litla skírskotun til gests sem kom þó jákvæður og eftir- væntingarfullur. Ekki hafði ég endilega gert ráð fyrir því að Teheran væri rómantísk borg, til þess er hún alltof ung að árum, en mér hefur fundizt listfengi Persa það næmt að þeir hlytu að geta teiknað og byggt falleg hús. I borginni eru þó vissulega fallegar byggingar innan um, einkum undurtignarlegar moskur, m.a. keisaramoskan. Allt slíkt, öll söfn, kvikmyndahús og flest veitingahús, margar búðir og bankar var harðlokað vegna ótryggs ástands. Páfuglskrúnan er upprunalega Tyllt niður tá í Teheran geta tilfinningaríkar verur sýnt mikil viðbrögð við því sem öðrum finnst fátt um. Þegar út úr flugstöðvarbygging- unni kom gat á að líta hundruð ef ekki þúsundir manna á ferli og klukkan ekki átta að írönskum tíma, allir höfðu hátt og ærsluðust og lögregluþjónar og hermenn með kylfur ellegar byssu við belti á hverju strái. Líkast til er bara byltingin að byrja og ég kem rétt mátulega hugsa ég si svona með mér og hugðist nú gefa gaum að öllu, skotraði augunum sitt á hvað og lá við ég væri byrjuð að skipuleggja hvernig ég ætti að bera mig að því að koma heims- fréttunum áleiðis á Morgunblaðið. En svo gerðist ekki neitt og þegar við fórum að setja okkur inn í málin virtist allt þetta fólk þarna í þeim tilgangi einum að fylgja vinum á flugvöllinn og taka á móti öðrum. Við fengum þessa niður- stöðu okkar staðfesta þegar við hittum ræðismann íslands í íran, Claes Mellegard. Hann segir að sá Persi komi ekki frá útlöndum né bregði sér bæjarleið að ekki flykkist honum til fylgdar þrjátíu eða fjörutíu ættingjar og hafa allir uppi mikil hljóð til að láta í ljós tilfinningar sínar, til gleði eða sorgar. Teheran er hrá borg og ekki sjarmerandi við stutt kynni. Hún stendur úti í miðri eyðimörkinni en nær alla leið að rótum Elburz- fjalla, sem voru þessa daga hvít niður í miðjar hlíðar. I miðborg- Farah Diba. Landar hennar meta hana mikils. komin frá Indlandi, enda páfugl- inn fugl Indlands. Ég hafði séð staðinn í Rauða virkinu í Delhi þar sem kórónan hafði staðið unz hinn óskammfeilni Nadir keisari hafði hana á braut með sér 1739, en um þær mundir hersat Nadir Delhi. Indverjar hafa aldrei fyrirgefið Persum þennan krúnustuld. Teheran hefur verið höfuðborg frá því Agha Mohammed Khan ákvað að svo skyldi vera 1785, en það er þó varla fyrr en á allra síðustu áratugum að þessi mikli vöxtur hefur hlaupið í borgina og nú búa þar um 3,5 milljónir manna. Margar ef ekki allar aðrar Risastór mynd af trúarleiðtoganum Aytullah Khomeiny borin í fjöldagbngu. Þótt póstkortaútgáfa sé ekki fjölbreytt í íran um þessar mundir var þó hægt að fá þetta gæðakort af krónprinsi landsins. persneskar stórborgir taka Teher- an fram að fegurð er mér sagt og Isfahan einna undursamlegust. Þessa daga sem ég dvaldi í landinu var vitaskuld ógerningur að komast þangað; það var með ærnum erfiðismunum sem maður komst leiðar sinnar í Teheran einni og eru þó stór svæði hennar lokuð og afgirt eins og áður hefur komið fram. Sú spurning er flestum hug- leikin hverjar verði lyktir á þessum hrikalegu óeirðum í landinu: hefur keisarinn það af að sitja? Ég sá hér í blaði um daginn að hann gerðist æ valtari. Ég hygg aftur á móti að keisarinn hafi síðustu vikur treyst sig verulega í sessi. Þeir sem ég ræddi við í Iran í sl. mánuði voru allir á því að þó svo að deilt væri á keisarann fyrir margt myndi verða ógæfa Irans og þjóðarinnar ef hann hrektist frá völdum: „íran verður eyðilagt — verður annað Líbanon." And- stæðingar keisarans eru sundraðir og enginn er sjálfsagður arftaki hans. Krónprinsinn er óskrifað blað með öllu, á hann hefur aldrei reynt til eins né neins, svo að hann yrði aldrei annað en brúða ( höndum hinna stríðandi afla ef faðir hans léti honum eftir krún- una, eins og rætt var um á tímabili. Útlagatrúarleiðtoginn Khomeiny hefur ekki þann óbrigðula stuðning sem fjölmiðlar í ýmsum löndum vilja vera láta. Hann er orðinn aldraður maður og þykir mörgum sem hann gerist gamlaður. Ofstæki hans sem allt Sjá nœstu síðu \tu J „Mætum öll viö bankabrennuna milli 8—10 í kvöld" segir stundum í orðsendingum mótmælamanna — „Væri öffugsnúið aö ffara aldir afftur í tímann..." — Alls staöar veriö að byggja — stóra kassa og alla eins — Khomeiny nýtur ekki Þess óbrigðula stuðnings sem fjölmiðlar í útlöndum ffjölyrða um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.