Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Svartkla^dd kona — cn kann.ski í gallabuxum innan undir... miðast við það að færa íran aldir aftur í tímann í öllu tilliti er varla eftirsóknarvert ef á herti. „Bílstjórinn minn á íbúð, lita- sjónvarp og bíl,“ sagði ræðis- maðurinn við mig. „Hann á tvö börn og konu, sem að vísu klæðist svörtu skikkjunni stundum. En hún er kannski í gallabuxum og leðurstígvélum undir skikkjunni... Hún vill áreiðan- lega ekki glata þeim réttindum sem konur hafa öðlast hér á þessum síðustu tímum. Það er ekki í samræmi við takt tuttugustu aldar að snúa við og ganga aftur á bak.“ Annar maður, af erlendu bergi brotinn sagði að stundum væri athyglisvert að fylgjast með því þegar væri verið að undirbúa mótmælaaðgerðir. Boð væru látin út ganga: „Kveikjum í þessum banka í kvöld. Mætið öll stundvís- lega kl. 8. Öllu lokið kl. 10.“ Því að klukkan tíu er kannski eitthvað í sjónvarpinu sem fólk vill horfa á. Svo mæta allir á réttum stað og tíma og skemmta sér dátt við að brenna bankann og kasta grjóti og steyta hnefa og blaki enginn við þeim er vísast að allir séu horfnir á braut kl. 10. Um daginn kom hann þar að sem verið var að brenna banka. Hann bjóst við ráðist yrði gegn honum af því þeir máttu sjá hann væri útlendingur. En þar eö hann talar málið * reiprennandi skrúfaði hann niður gluggann og spurði hvernig gengi. Þeir hlógu dátt og sögðu allt vera svo ljómandi skemmtilegt og síðan viku þeir kurteislega til hliðar svo aö hann gæti komizt hjá. Svona frásagnir gætu auðvitað verið ágætar, ef ekki yrði að taka þá staðreynd með í reikninginn að menn hafa tugum og hundruðum saman látið lífið í bardögum við lögreglu og her. Það fer af grínið þegar það er sett inn í myndina. | Það sem er að gerast í Iran, þessu mikilvæga landi Asíu, er mikill og ólýsanlegur harmleikur og umfram annað ruglingslegur. 1 Hatrammar deilur geisa og þar er heitt í kolunum og hvaðeina getur gerzt. Spurningin er bara hvenær úrslitahríðin verður. Og hvernig hún endi. Sumir spá því að keisarinn verði að hrökklast frá völdum, en það breytir því ekki að það veit enginn hvað við tekur eftir að slíkt hefði gerzt. Menn rifja upp atburðina sem urðu í þessu landi fyrir aldarfjórðungi, þegar Mossadeq og keisarinn áttust við með þeim afleiðingum að keisarinn varð að flýja úr landi með konu sinni. Tveimur dögum seinna var Mossadeq bylt úr sessi og keisarinn sneri aftur hylltur af því sama fólki og nokkra mánuði á undan hafði haft sem hæst í gagnrýni á hann og mótmælaað- gerðum. Sú saga verður rifjuð upp í seinni Iransgreininni. h.k. Ræðismaður íslands í íran er Claes Mellegard. sænskur að uppruna. en fæddur í íran. Menntun sína hiaut hann í Svíþjóð, en fluttist síðan „heim“ aftur, giftist íranskri konu og telur rætur sínar vera þar í landi. ÞRJAR KUNNAR HESTAKONUR Á LANDSMÓTI — Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. Kristján Einarsson einn landsmótsdaginn í sumar á Þingvöllum en þessir þrír kunnu knapar voru þá að þjálfa hesta sína fyrir dóm í klárhestakeppni mótsins. Þær eru talið frá vinstri María Þórarinsdóttir í Ilveragerði á Kjarna frá Kjarnholtum, Sigurbjörg Jóhanncsdóttir, Kröggólfsstöðum, á Stíganda frá Ilátúni og Rosemarie Þorleifsdóttir, V-Geldingaholti, á Háleggi frá Stóru-Mástungu II. 15 milljón króna hagn- aður af Landsmótinu HEILDARVELTA Landsmóts hestamanna á Þingvöllum í sumar varð um 46 milljónir króna, að sögn Péturs Hjálmars- sonar, framkvæmda- stjóra mótsins, en á árs- þingi Landssambands hestamannafélaga í Hestar umsjón TRYGGVI GUNNARSSON haust gerði Pétur nokkra grein fyrir fjárhagsaf- komu mótsins. Endanleg- um frágangi á reikning- um mótsins er ekki lokið en gert er ráð fyrir að hagnaður af mótinu verði um 15 milljónir króna að viðbættum endurgreidd- um löggæzlukostnaði og Fjórðungs- mót á Vind- heimamelum IIESTAMENN á Norðurlandi hafa ákveðið að halda fjórð- ungsmót á Vindheimamelum í Skagafirði næsta sumar og verður það haldið helgina 30. júní og 1. júlí. Sem kunnugt er var sumarið 1976 bæði haldið fjórðungsmót á Norðurlandi og Suðurlandi en ekki er búist við að sunnlendingar óski eftir því að halda fjórðungsmót næsta sumar enda var landsmót haldið í fjórðungnum sl. sumar. I samræmi við samþykkt síðasta ársþings LII hefur stjórn Landssambandsins ákveðið að semja um kauptaxta við tamningamenn og þá sem annast reiðkennslu hjá aðildar- félögunum. Er ætlunin að hefja þessa samninga á næstunni og hefur stjórnin óskað eftir tilnefning- um frá Hestamannafélögunum veitingagjaldi en það nemur 2 milljónum króna. Framkvæmdanefnd mótsins hefur þegar greitt til þeirra hestamannafélaga, sem stóðu að framkvæmd mótsins, 13,5 millj- ónir króna. Og að sögn Péturs er þarna um að ræða greiðslu að upphæð 1 milljón króna á hvert hestamannafélag, sem skiptist þannig, að 500 þúsund voru greidd í peningum og aðrar 500 þúsund krónur í minjagripum, sem framleiddir voru til sölu á Landsmótinu. A ársþingi L.H. afhenti formaður framkvæmda- nefndar mótsins, Bergur Magnússon, stjórn Landssam- bandsins 500 þúsund krónur sem ágóðahlut LH af mótinu. Eins og getið var um hér að framan hefur mótið ekki enn fengið endurgreiddan hluta rík- isins í löggæzlukostnaði á Landsmótinu en alls nam sá kostnaður tæpum 5 milljónum króna. Ekki er vitað hvað endurgreiðsla ríkisins verður mikill hluti þessa kostnaðar. Þá hafa þeir aðilar, sem buðu í veitingaleyfi á mótinu og fengu það, fram til þessa neitað að greiða það gjald, sem fyrirfram hafði verið samið um að þeir greiddu, en samkvæmt samn- ingnum skyldu veitingakaup- endurnir, Hótel Valhöll, greiða 2 milljónir króna væru mótsgestir 12 þúsund eða fleiri. Kröfðust veitingakaupendur þess, að sannað yrði að mótsgestir hefðu verið fleiri en 12 þúsund. Fór málið fyrir dómstólana og var þar dæmt að veitingakaupendur skyldu greiða mótinu þessar 2 milljónir króna ásamt vöxtum. Stærstu kostnaðarliðir við framkvæmd Landsmótsins voru undirbúningur mótssvæðisins, Fáki, Gusti og Herði um menn í nefndina en af hálfu stjórnar- innar annast þessa samnings- gerð Haraldur Sveinsson og Pétur Hjálmsson. Fæstar tamningastöðvanna eru teknar til starfa en hjá þeim, sem þegar hafa hafið starfsemi sína, er tamningargjald ásamt fóðri fyrir hest á mánuði frá 40 þúsund krónum upp í rúmar 50 þúsund. gerð áhorfendasvæðis, lagfær- ing á vatnsveitu og flutningur á dómpall og nam kostnaður við þessar framkvæmdir um 10 milljónum króna. Þá má nefna að kostnaður við verðlaun og veðlaunagripi á mótinu, sem framkvæmdanefndin greiddi, nam 1,3 milljónum. Stærstu tekjuliðir mótsins voru aðgangs- eyrir en hann nam tæplega 28 milljónum króna en aðrar tekj- ur mótsins voru af minjagripa- sölu, happdrætti og dansleikja- haldi en tekjur af dansleikjun- um urðu rúmar 2 milljónir króna. Eldri blöð Hestsins okkarend- urprentuð Á næsta ári kemur út 20. árgangur tímarits Landssam- bands hestamannafélaga. Ilesturinn okkar, og hefur ritnefnd blaðsins í tilefni af þessum tímamótum ákveðið að hefjast handa við að láta endurprenta þá árganga blaðsins, sem nú eru til þurrð- ar gengnir. Auk þess hefur verið óskað eftir því við stjórnir hesta- mannafélaganna að þær geri átak í söfnun nýrra áskrifenda að blaðinu og hvetji félaga sína til að senda blaðinu efni til birtingar. Þegar er hafin endur- prentun á fimm fyrstu árgöng- um Hestsins okkar og er vonast til að unnt verði að afgreiða þá til þeirra, sem óska að kaupa þá, fljótlega eftir áramót. Ekki hefur verið ákveðið hvert sölu- verð á þessum endurprentuðu blöðum verður en þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá fornbókasölum í Reykjavík, er mikil eftirspurn eftir blöðum af Hestinum okkar. Nefndu þeir að allir árgangarnir í heild væru seldir á yfir 100 þúsund krónur. Flest tölublöð af fyrstu árgöngum Hestsins okkar eru nú ekki lengur fáanlegir hjá afgreiðslu blaðsins og af seinni árgöngunum eru mörg tölúblöð þrotin eða á þrotum. Gert er ráð fyrir að endurprenta þau blöð sem ekki eru lengur til í áföngum, þannig að innan ekki! margra ára verði hægt að fá öll tölublöð Hestsins okkar fram að þessu í heild. Semja við tamninga- menn og reiðkennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.