Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 „í sveiflunni milli tveggja and- stæðra tíða” Ólafur Jóhann Sitjurósson. VIKKI 00 VÖTN. Mál ok menninK. — Reykjavík 1978. Mér var óblandin ánægja aö frétta það, að íslenzkt skáld hefði loks hlotið hin árlegu veittu Norðurlandaverðlaun, og ég varð síður eh svo hissa á því, að Ölafur Jóhann hlaut þau sem ljóðskáld. Ég hafði þá fyrir löngu gert mér grein fyrir, að hann hefði hlotið sess í hópi beztu ljóðskálda okkar, enda flest það bezta ljóðrænt sem hann Kafði ritað í óbundnu máli. Þá gladdi það mig, þegar ég komst að raun um, að skáldsaga hans, Hreiðrið, hafði í danskri þýðingu hlotið lofsamlega dóma, enda hafði ég hrifizt svo af þeirri sögu, að ég hafði getið hennar að góðu, bæði í háskólafyrirlestri og í umsögn í Morgunblaðinu. Lof danskra ritdómara og verðiauna- veitingin varð mér og gleðilegur Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN vottur þess, að nú væru stefnumót- andi bókmenntamenn á Norður- löndum teknir á ný að átta sig á því að siðræn og öllum skynsöm- um mönnum skiljanleg skáldskap- arleg tjáning væri að minnsta kosti ekki síður æskileg og lofsverð en klæmin lágkúra og andkanna- leg stertimennska í stíl og málfari. Fyrirsögn þessa greinárkorns er ijóðlína úr fyrsta kvæðinu í bókinni. Og vissuleg er hún sannmæli um afstöðu skáldsins andspænis mengun hugarfars, lífshátta og íslenzkrar náttúru — og þá ekki síður gagnvart þeim öfgum, sem eru einkennandi fyrir þá formbyltingarmenn í skáld- skap, sem virðast fyrst og fremst yrkja fjarstæðukenndar rímleysur til þess að tolla í erlendri tízku. Sjálfur notar hann ávallt ljóðstafi og í fjölmörgum kvæðanna einnig endarím. Það fegursta í þessari bók — eins og raunar öðrum kvæðabók- um skáldsins — er ljóðin, sem sprottin eru af hinni djúpu og grómlausu innlifun hans í dásemd- ir íslenzkrar náttúru. Sorfinn steinn á eyri hefur sína eldfornu sögu að segja, talar sínu máli engu síður en ilmgróður jarðar, þröstur á kvisti og svanur á vatni eða á flugi. Hvergi í þessum ljóðum virðist mér koma eins ljóst og lífrænt fram samruni sálar skáldsins við dásemdir láðs og lagar, lofts og uppheima og i ijóðinu Flug vatnsins. Á sölnuðu túninu heima stendur hann eitt haustkvöld. Það er tunglskin, og hann hlustar í leiðslu; „0 hvílíkur söngur á vogum, ó hvílíkar raddir að flétta kynlega tóna.“ Og svo: _Ék v cit ekki hversu lenKÍ pk Iokk við hlustir í loKni ok stillu þessa haustmilda kvðlds, í birtu skjaldarins bleika við Seyðishóla sem haðar nakin kjörrin. vatnið ok enKÍn. En snöKKÍeKa lyftist hver vænKur á vfkum ok ál sem verði þeir allir að KeKna dulinni skipan — hver væiiKur. hver tónn. Á KÚninu fer um mÍK skjálfti því tiifrum sleKÍnn finnst mér að vatnið rísi með hylji sína ok voKa í súlu af sönK við sameininK hundrað radda — að skýlausu boði hins leynda sprota. Ok hefjist á hvítum va'nKÍuiii til himinskauta í tunKlsljósi ok st/irnudýrð." Það ætti svo engum að koma á óvart, þótt hinn næmgeðja unn- andi fagurrar náttúru og fagurs mannlífs, tekji sér skylt að segja þjóð sinni til syndanna, þá er honum þykir sitthvað benda til þess, að í óefni sé komið í því, sem mestu varðar; manndómi og sannnri menningu. Það gerir hann líka í fleiri en einu ljóði í þessari bók, en harðast sveiflar hann svipunni í kvæðinu Úr kjörbúð. Þar býður vissuiega válegur tíðar- andi vöru sína, andi óhófs og ofgnóttar, andi hóglífis og tildurs, andi æsilegs og brenglaðs kynlífs, Ölafur Jóhann Sigurðsson andi afglapa og öskurapa í tali og tónum. Þar segir meðal annars svo: _Ék Kef þér allt sem önd þín kann aÖ þarfnast. myndskreytt fræðirit um fyrsta flokks Ketnaðarvarnir, fjölbreyttar samfarir, fóstureyðingartækni. ok bækur með sögum eftir bersöjfla metsöluhöfunda. sem lýsa út í æsar launung og töfrum rekkjunnar .. I bókarlok segir skáldið meðal annars: „Sumum kann að virðast að útgáfa þessarar bókar stangist á við yfirlýsingu mína aftan við kvæðakverið Að brunnum, sem út kom í nóvember 1974. Því er þá til að svara í fyrsta lagi, að mér finnst ég aldrei vera einráður um það hvort eða hvenær ég yrki. í annan stað lærði ég ungur þá kenningu, að sjaldan biðu haust- verk til batnaðar, og að lokinni . nokkurri íhugun afréð ég að fara eftir henni í þessum útgáfumálum, hvað sem liði fyrirheiti mínu 1974 um langa þögn.“ Ég hygg, að skáldið og sannir íslenzkir ljóðvinir megi una vel við, að hann virti fyrirheitið að vettugi. Og ég tek svo undir við hann, þar sem hann segir svo í lokaerindi næstsíðasta kvæðisins í þessari bók: _En því hef éK kveðið þannÍK á stjarnlausri nóttu hinnar þrautslæKU vélar. að éK er farinn að óttast um fólkið. um drenKÍnn, um blómið á bakka fljótsins sem blöð sfn teyKÍr móti eilífu ljósi, — farinn að spyrja hvort enKÍnn sé óhultur lenKur ok um mÍK læsist KeÍKur við marKt f senn.“ MÆLXKERFIÐ MÆLIKERIÐ Gamansaga fyrir börn og unglinga. Höfundun Indriði Úlfsson Mvndiri Bjarni Jónsson Prentun og bandi Prcntsmiðja Björns Jónssonar. Útgáfai Bókaútgáfan Skjaldborg. Þetta er bráðskemmtileg bók, sem gerist í Fagrastræti á Islandi, nánar tiltekið á suðurhorni þess, í götunni milli söluturnsins og ísbúðarinnar. Þar lifir allra gjörvilegasta fólk, sem leggur metnað sinn í að fegra og snyrta umhverfi sitt. Verst, hvað margt frumlegt hefir verið dregið heim í garða, gamalt véladrasl úr tún- jöðrum bændabýla er orðið slík almennings eign, að sómakært fólk verður að leggjast undir voðir, t.þ.a. finna eitthvað frumlegt og öfundsvert í garðinn. Það tekst þó Pálu Jónasar, hún lætur færa til sín kláðabaðker, og skipar Jónasi sínum að koma djásninu fyrir. Sögu-Gunna og háðfuglinn Jöri verða til þess að breyta þessari „lúsagildru" í eitt mesta jafn- Bðkmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON réttistákn sem um getur. Og af því kemur nafn bókarinnar: MælÍT kerið. Nú fleira merkilegt skeður í Fagrastræti. Jörundur kallinn eignast í happdrætti eyju fyrir vestan og mikið er um dýrðir, þegar hann tekur við þessari eign sinni. Happdrættið má ekki missa af auglýsingu. En síðan kemur höfuðverkurinn. Jöri hefir ekki efni á að nýta eign sína, heldur ekki að halda henni, það gerir skatturinn (þið munið sögusviðið er ísland). Hann selur því eyna og öll „húsin" fyrir hjólhýsi og tíu kíló af reyktum silungi. Líklega eru til bændur, sem ekki hafa verið svona heppnir. í hjólhýsinu er síðan haldið í útilegu, t.þ.a. njóta nátturunnar í nuddi við annað hjólhýsi á „friðsælum" stað. Nú, ævintýrunum lýkur svo á komu furðufugls í Fagrastræti. Hann er að viða að sér efni í bók um ísland, skoðar því það mark- verðasta, blá, græn hús, og á „gáfulegar" samræður við fólk á förnum vegi. Minnti mig óhugnan- lega á útvarpsfyrirlestra, sem sumir okkar landanna telja nauðsynlega, eftir utanreisur, um efnið: Kartöfluupptekt á Spáni, eða Svona er gert við skóhæla í Höfn. Myndir Bjarna mjög góðar, sumar frábærar, t.d. bls. 51. Próförk kæruleysislega lesin, vill- ur alltof margar. Prentun góð. Skemmtileg bók sem vekur til umhugsunar. Lilli klif urmús LILLI KLIFURMÚS og hin dýrin í Hálsaskógi. Höfunduri Thorbjörn Egner. Þýðingi Ilulda Valtýsdóttir. Þýðing ljóðai Kristján frá Djúpa- læk. Filmusetning og umbroti Prent- stofa G. Benediktssonar. Prcntun og bandi Gröndahl & Sön Trykkery, Oslo. Þetta er meðal beztu barna- sagna sem ég hefi lesið. Höfundur er frábær sögumaður, efnið eins og streymir úr penna hans, hraðinn mikill, glettnin frábær og málið myndrænt. Þetta þarf ekki að segja þeim, er séð hafa leikgerð verksins, sem bók er það ekki síðra. Nú söguþráðinn þekkja flestir: Líf í skógi, þar sem hver hefir lifað á öðrum, hnefaréttur- inn ríkt, óttinn fært allt í fjötra. En svo skeður breytingin: félags- þroski skýtur rótum og dafnar, og ávextir hans samhjálp breytir lífi skógarins, svo að það verður vart þekkjanlegt. Efnið bæði skemmtilegt og vegvísir til þroska. Myndir eru snotrar. Þýðing Huldu er leikandi létt og afbragðs góð. Ljóð Kristjáns hafa þegar sann- að gildi sitt, bergmála í brjóstum fjöida barna á íslandi í dag. Það er gaman að heyra þau þylja ljóðin, lifa þau. Slíkum töfratökum ná ekki nema skáld af guðs náð. Það erjfristján líka. Prentun og frágangur allur góður. Hafi útgáfan þökk fyrir bók sem gaman er að rétta ungum lesendum. Frá landnámi til þéttbýlis Kristmundur Bjarnasoni SAGA DALVÍKUR I. 468 bls. Útg. Dalvíkurbær. Akureyri 1978. UPPHAF byggðar á Dalvík 1881—1900 heitir kafii í þessari bók. Hann er raunar nokkru aftar en í miðri bók. Því lætur að líkum að það, sem framar er, telst fremur forsaga en eiginleg saga þess b.vggðarlags sem ritið heitir eftir. Kristmundur skiptir þessu fyrsta bindi ritsins í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn heitir Staðhættir og landnám. Þar er getið helstu örnefna og landnám rakið sam- kvæmt fornum heimildum. Síðan er stikiað á stóru því næsti hluti heitir Sveitarhættir á 18. öld. Þá* er í Svarfaðardal á 19. öld og að lokum Á Upsastriind og Sandi þar sem áðurnefndan Dalvíkurkafla er að finna. Engum blöðum er um að fletta að hér er fleira á milli spjaldanna en saga Dalvíkur, raunar fer hér harla lítið fyrir henni í hlutfalli við annað efni. Það er saga b.vggðarinrmr þar sem Dalvík síðar reis sem Kristmundur segir hér mestanpart. Álitamál er hversu heppilegt er að tengja þannig saman sögu og forsögu. Vissulega er þægilegt fyrir þann, sem vill fræðast um þá jörð, sem hann gengur á daglega, að hafa svona allt á einum stað, en viðamikil ritverk hafa líka sína ókosti — þau geta sem sé fælt frá þá sem langar að hafa aðgang að meginatriðun- um en teljast engir lestrarhestar. Mín meining er sú að rit þetta — eða réttara sagt þessi hluti þess — sé of fyrirferðarmikill hefði þjón- að sama tilgangi þó smærri væri í sniðum. Enda kemur á daginn að höf- undur takmarkar sig ekki við neinn skeytastíl. Mörg innskot hans og athugasemdir eru skáld- skapareðlis og er . slíkt ekkert einsdæmi hjá þeim sem skrifa um Kristmundur Bjarnason. þjóðlegan fróðleik nú á dögum. Mig langar að tilfæra smádæmi. Ilinzta ferð Pólstjörnurnar heitir sérstakur kafli. Þar segir fyrst frá áhöfn sem er að búa skip sitt til veiða. Og þar stendur meðal annars:»Skipverjum þótti sem þessi fríði farkostur væri hluti af þeim sjálfum, svo fagurbúinn og sterkbyggður. Pólstjarnan hafði fært Svarfdælum ærna björg í bú, trúlega meiri miklu Öllum öðrum fleytum fyrr og síðar. Minningarn- ar hlýjuðu hákarlamönnum« (og meira í sama dúr). Svona róman- tík er góð og gild ef höfundur er að skrifa einhvers konar sögulega skáldsögu. En í byggðasögu af þessu tagi finnst mér þetta ekki eiga heima heldur beri að halda sér við staðreyndir. Enda er og sannast mála að Kristmundur útmálar ekki öðrum betur lýrískar stemmingar liðinna tíma. Hann er fyrst og fremst söguritari og vitaskuld er miklu fleira jákvætt en neikvætt um þetta rit að segja. Höfundur er þjálfaður í söguritun af þessu tagi, ritaði sögu Sauðár- króks, og veit því hversu ganga skal að heimildum á svona stað. Heimildir hefur höfundur dregið saman geysimargar. Og að vinna úr slíkum ókjörum er vitaskuld hægara sagt en gert. Hins vegar má segja að smæð byggðarlagsins auðveldi höfundi að hafa yfirsýn yfir verkið, hentara er að rekja sig frá einni heimild til annarrar í fámenni en á fjölmennari stöðum. Og þess er líka skylt að minnast að Kristmundur hefur dregið þarna saman margs konar fróðleiksmola sem gaman er að lesa hvern fyrir sig. Bókin er því skemmtileg aflestrar af slíku riti að vera. Afarmargar myndir eru prent- aðar í bókinni: gamlar manna- myndir, myndir af húsum og skipum og jafnvel af landslagi. Þeir, sem fletta svona bók, hugsa líklega sjaldnast út í það hversu mikla elju það kostar að leita uppi slík ógrynni myndaefnis. Að prenta mannamyndir frá aldamót- um eða enn eldri er oft sama sem bjarga þeim frá glötun því fyrr en varir týna þeir tölunni sem kannast við af hverjum þessar gömlu myndir eru og þá er oft stutt í að myndirnar lendi í glatkistunni. En skemmst er frá að segja að mér sýnist myndirnar í þessari bók — svo dýrmætar sem þær þó hljóta að teljast margar hverjar — Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ekki hafa prentast nógu vel. Hugsanlega er það pappírnum að kenna. Hef ég þá til samanburðar aðra byggðarsögu af svipaðri stærð sem mér barst í hendur skömmu áður þar sem líka eru birtar gamlar myndir er koma skýrar út. Útgáfa sem þessi er dýr, rándýr, og hér er verið að reisa varða sem lengi á að standa. Sparnaður á einum kostnaðarlið, eins og pappír, borgar sig ekki þegar horft er til baka. Eigi að síður ættu Dalvíkingar og Svarfdælingar að geta vel við þessa sögu sína unað., Hún er allgóð. Vonandi verður framhaldið hin eiginlega Dalvíkursaga — meira en gott, það er að segja ágætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.