Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Kaflar úr Fjárfestingahandbókinni Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Frjálst framtak hf. gefið út handbók um fjárfestingamál sem ætluð er til að auka þekkingu almennings á hinum ýmsu þáttum þessara mála hér á landi. Bókin er gefin út á vegum Fjárfestingarfélags íslands og hefur Gunnar Helgi Hálfdanarson viðskiptafræðingur ritstýrt bókinni. Morgunblaðið hefur fengið heimild höfundar og útgefanda til að birta úrdrætti úr tveimur köflum bókarinnar, sem hafa að geyma mikinn fróðleik fyrir almenning um spariskírteina- og happdrættisskulda- bréfaútgáfu ríkissjóðs. Fara þessir úrdrættir hér á eftiri Seðlabankans er fjallað um hér á eftir í sambandi við seljanleika spariskírteina. Að lokum skal gerður hér lauslegur samanburður á fjárfest- ingu í spariskírteinum miðað við fasteign annars vegar og vaxta- aukalán hins vegar. Það er álit margra að það sé mun hagkvæmara að fjárfesta í spariskírteinum en í fasteign, sérstaklega ef fjárfestir á húsnæði nú þegar. Kostir fjárfestingar í spari- skírteinum umfrám fjárfestingu í fasteignum eru auk þess eftirfar- andi: 1. Ef kaupa á fasteign þarf oft að inna af hendi mjög stífar afborganir fyrstu árin. Spariskírt- einin er hægt að kaupa eftir hendinni, þegar aðstæður leyfa, og þegar næg fjárhæð er fyrir hendi er t.d. hægt að kaupa fasteignina. Kaup á spariskírteinum jafngildir því hér að kaupa fasteign í „hlutum". 2. Ef fjárfestir þarf skyndilega á peningum að halda, getur tekið langan tíma að selja fasteign, ásamt því að oft þarf að lána hluta andvirðisins á lágum vöxtum í mörg ár. Spariskírteinin er hægt að selja eftir þörfum og í mismun- andi magni. Þetta jafngildir því að selja fasteign í „hlutum" gegn staðgreiðslu. Spariskírteinin eru yfirleitt auðseljanleg og er and- virði þeirra staðgreitt. 3. Fasteign krefst umstangs, viðhalds, greiðslu gjalda, inn- heimtu leigu o.s.frv. Öll þessi happdrættisskuldabréf ríkissjóðs Spariskírteini ríkissjóðs Algengustu verðbréfin í við- skiptum manna á meðal i dag, eru verðtryggð spariskírteini ríkis- sjóðs, sem ríkissjóður notar til að afla fjármagns í ýmis fjárfesting- arverkefni, sem Alþingi ákvarðar á hverjum tíma. Byrjað var að gefa út hin verðtryggðu spariskírteini árið 1964, og höfðu samtals 25 flokkar verið gefnir út í árslok 1977. í árslok 1977 munu tæpir 20 millj- arðar króna hafa verið útistand- andi í spariskírteinum þessum, þegar búið var að taka tillit til áfallinna vaxta og verðbóta. Spariskírteinin eru eina fjár- festingin sem veitt getur trygga vernd fyrirfram gegn verðbólg- unni. Jafnframt því hefur fjárfest- ing í þeim ekki krafist neinnar sérþekkingar né hafa þau fyrii- höfn eða áhættu í för með sér. Spariskírteinin hafa því notið mikilla vinsælda. Þar sem fram- boð verðtryggðra sparnaðarforma hefur verið mjög takmarkað, hefur eftirspurnin eftir spariskírtein- unum oft verið talsvert meiri en framboðið. 1. Arösemi spariskírteina Spariskírteinin hafa mismun- andi raunvexti en með raunvöxt- um er átt við vexti umfram verðtryggingu þá, sem byggingar- vísitalan veitir bréfunum. Eldri flokkarnir hafa hærri raunvexti en þeir, sem síðar voru gefnir út. Eðlilegt er að benda á, að hver flokkur hefur að jafnaði lægri raunvexti fyrstu 4—5 árin, á meðan bréfin eru ekki innlausnar- hæf, en eftir að innlausnartími Seðlabankans hefst, fara raun- vextir hækkandi, uns hámarks- lánstíma er náð. Eftir það njóta spariskírteinin hvorki verðbóta né vaxta og fyrnast, séu þau ekki innleyst, innan 10 ára frá því að hámarkslánstíma lýkur. Flokkarnir gefa misháa meðal- raunvexti frá 31. desember 1977, og er arðsemi hvers flokks fyrst og fremst metin út frá þeim, ef ætlunin er að eiga þau uns hámarkslánstíma er náð. Virkir vextir flokkanna fyrir tekjuskatt og útsvar sýna heildar vexti þá, sem ríkissjóður hefur skuldbundið sig til að greiða fram að áramótunum 1977/1978, þegar tekið hefur verið tillit til hækkana ábyggingarvísitölu og lengd láns- tímans. Spariskírteinin eru að jafnaði seld á verði, sem reiknað er út ársfjórðungslega samkvæmt vísi- tölu byggingarkostnaðar, þ.e. á nafnverði að viðbættum áföllrlum vöxtum og verðbótum. Ennfremur er oft reynt að áætla að hækkanir á milli útreikninga vísitölunnar, og eru skírteinin þá seld á útreiknuðu verði ásamt álagi vegna áætlaðrar hækkunar. Þetta hefur í för með sér, að hækkanir geta dreifst nokkuð jafnt allt timabilið. Það er þó háð eftir- spurninni og framboðinu á hverj- um tíma, hvort markaðsverðið er hærra eða lægra en hið útreiknaða verð. Hvernig að er farið við útreikning verðs spariskírteina með tilliti til áfallinna vaxta og verðbóta, er lýst í viðauka við kafla þennan. Um innlausnarverð atriði krefjast peninga og tíma. Fasteignir geta líka orðið fyrir tjóni, t.d. vegna bruna. Umstand í sambandi við spariskírteinin er hverfandi, og aðeins þarf að gæta að, að þau séu geymd í bruna- og þjófheldri peningahirslu, t.d. bankahólfi. 4. Að lokum gefa spariskírteinin þeim fjárfestum, sem hafa árs- tíðabundnar sveiflur í tekjuöflun, möguleika á að verðtryggja ónotað fé. Að vísu má geta þess, að við fasteignakaup er oft hægt að fá mjög ódýr lán, sem e.t.v. væri ekki hægt að fá til kaupa á spariskírt- einum, en hætt er við að eitthvað af þeim hagnaði fari forgörðum, þegar selt er síðar. Vaxtaaukainnlán standast ekki samanburð við spariskírteini rík- issjóðs, og eru vextir þeirra ákvarðaðir (31. 12. 1977) þannig að þau gefa ekki fulla verðtryggingu, nema verðbólgan fari talsvert niður fyrir það sem gerist þegar þetta er ritað 31. 12 1977). Spariskírteini gefa sjálfkrafa.fulia verðtryggingu ásamt 3—9% vöxt- um umfram verðbólgu. Spariskírt- eini eru auðseljanleg, þ.e. yfirleitt aðeins með eins dags fyrirvara, en vaxtaaukainnlán eru bundin í eitt ár. 2. Áhætta Sagt var áður, aðspariskírteini ríkissjóðs væru áhættulaus. Nú heyrast hins vegar stundum spurningar eins og: „Verða þau ekki bara eyðilögð með einu pennastriki?" „Hvað skeður ef ríkið fer á hausinn?" Þá heyrast einnig oft athugasemdir, þegar verið er að gefa út nýjan flokk eins og: „Þeir slá bara ný lán, til að borga þau, gömlu." „Hvar endar þetta allt saman?“ Ekki er rétt að vera með slíka svartsýni um framtíð spari- skírteinanna, eins og gætir í framangreindum spurningum. í fyrsta lagi eru tekjustofnar ríkis- sjóðs nú orðnir að miklu leyti verð- og gengistryggðir vegna söluskatts, vörugjalds og tolla og væntanlegs staðgreiðslukerfis skatta. í öðru lagi, þegar ríkið tekur lán, erum við að taka lán hjá sjálfum okkur til að veita okkur sjálfum lán. Ef erfiðleikar kæmu upp með að greiða skírteinin, þá eykur ríkið einungis skattheimt- una til að geta staðið í skilum. í þriðja lagi er ekkert athugavert við það, þó að nýjar innlendar lántölur komi í stað gamalla, þar sem t.d. við rekstur fyrirtækja, sem standa í miklum framkvæmd- um, teljast það mjög eðlilegar ráðstafanir. Um langtíma áhrif samkeppni ríkissjóðs við einkaatvinnurekst- urinn í landinu um sparifé al- ménnings, má hins vegar alltaf deila, og er ekki ætlunin að fjalla um þau áhirf hér. Það eru fyrst og fremst erlendar lántökur ríkis- sjóðs, sem geta verið áhyggjuefni, ef þeim fjármunum er ekki varið í arðbærar fjárfestingar. Fjárfest- ingarnar verða nefnilega að geta síðar staðið undir afborgunum og vöxtum, þar sem lánadrottnarnir eru ekki lengur við sjálf. Hvað verður, ef þjóðarbúið verður gjald- þrota, verður ekki rætt um hér, en þá er hætt við að pappírsfjármun- ir verði ótryggari en fasteignir eða aðrir fastafjármunir. 3. Seljanleiki í heild má segja, að spariskírt- eini séu mjög seljanleg. Eftirsótt- ustu flokkarnir eru frá 1968—1974, en hinir eru þó engu að síður auðseljanlegir. Nokkurrar sölu- tregðu gætir þó í tilviki flokka sem eiga ekki nema u.þ.b. eitt ár eftir þar til hámarkslánstíma er náð. Þeir flokkar geta þó engu að síður hæft þeim fjárfestum, sem aðeins þurfa að binda fé sitt í stuttan tíma. Stundum er eftirspurn lítil eftir flokkum, sem eru ekki búnir að vera á markaði nema eitt til tvö ár. Stafar það af því að margir kaupendur miða við að innlausnar- tími Seðlabankans sé ekki langt undan. I raun er slík viðmiðun óþörf, þar sem oftast er hægt að selja spariskírteinin með stuttum fyrirvara á frjálsum markaði hjá verðbréfasölum, gegn 2% þóknun af söluverði. Vert er að geta þess, að inn- lausnarverð Seðlabankans er reiknað út til eins árs í senn, þannig að þegar reiknað er nýtt verð, er það gamla orðið 1 árs gamalt (og vísitalan jafnvel orðin 14 V2 mánaða gömul, sbr. flokkur 1972—2). Hjá verðbréfasölum fylgir verðið hins vegar verðbólg- unni að viðbættum vöxtum, þannig að verðmismunur getur orðið umtalsverður (vex þegar líður frá ákvörðun nýja innlausnarverðs- ins). Aðeins á þeim tímapunkti, þegar ný vísitala og nýtt innlausn- arverð fara saman, getur verið hagkvæmara að innleysa spari- skírteinin í Seðlabankanum, þar sem greiða þarf verðbréfasölum sölulaun. Það ætti þó alltaf að vera regla hjá seljendum að kanna möguleg verð hjá verðbréfasölum, áður en þeir innleysa spariskírt- einin í Seðlabankanum. 4. Skattaleg meðhöndlun Stór hluti almennings stendur í þeirri trú, að sparifé sé skilyrðis- laust skattfrjálst, bæði með tilliti til tekjuskatts og eignaskatts. I auglýsingum þeim sem birtast, þegar sala nýrra spariskírteina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.