Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: Róbert, Ilildur og Ragnar. íslenzka kennd í skól- um og barnaheimilum Mikill fjöldi útlendiíja hefur flutzt til Svíþjóðar á undan- förnum þrjátíu árum og er nú um ein milljón af rúmum átta milljón íbúa Svíþjóðar af er- lendum uppruna. Málefni inn- flytjendanna valda Svíum áhyfíííjum og er stöðugt unnið að því að auðvelda þeim dvölina hér sem mest, ekki sízt til þess að koma í veg fyrir vandræði í þjóðfélaíiinu sem geta hlotizt af búsetu þeirra hér. Síðan 1975 hefur verið stefnt að jafnrétti Svía ojí innflytjenda, valfrelsi innfl.vtjenda til að viðhalda eij;in tunjju og menninj;u og samstarfi fólks frá ólíkum þjóðum og Svíanna sjálfra. Einn liður í starfinu við að framf.vlgja þessari stefnu er skylda sveitarfélaganna til að gefa börnum innflytjenda kost á kennslu í og á móðurmálinu ef þess er óskað. Til þess að kynnast móðurmálskennslunni örlítið hitti ég Hildi Finnsdótt- ur, kennara íslenzkra barna í Stokkhólmi, einn þriðjudags- morgun en þá daga fer hún á milli tveggja skóla, barnaheim- ilis og síns eigin heima þar sem hún tekur á móti einum nem- anda. Deginum lýkur hún með að sækja sjálf kvöldtíma í spænsku og sænsku. Farandkennari „Ég er eini Islendingurinn hér í Stokkhólmi sem hef móður- málskennslu að fullu starfi," segir Ilildur, „og reyndar hef ég tekið of mikið að mér með náminu sem er ekki mikið að vísu en það er bara svo-erfitt-að segja nei. I fyrra var ég sannkallaður farandkennari, þá kenndi ég í Stokkhólmi og keyrði auk þess langar leiðir útt fyrir borgina til að hitta nem- endur sem búa þar. Nú hef ég komið hluta kennslunnar vfir á aðra en kenni þó 35 tíma á viku og fer á milli 10 staða i Stokkhólmi og Solna sem er sérstakt sveitarfélag til að kennna 14 börnum á skólaaldri og 13 börnum á barnaheimilum. I haust byrjaði ég með þokka- lega stundaskrá en síðan hef ég bætt við mig nemendum. Þegar íslenzkir foreldrar sem hafa pínulítið samvizkubit yfir að hafa dregið börnin í burtu frá íslandi og vilja gera sem allra mest til að halda við íslenzkunni hjá þeim hafa samband við mig á ég bágt með að segja nei. Auk þess hef ég gaman af þessu.“ „Legg aðaláherzlu á staglið* Öll börn frá þriggja ára aldri sem koma frá heimilum þar sem sænska er ekki aðalmál eiga rétt á þjálfun og kennslu í móðurmálinu. Skólabörnin fá tvær stundir á viku en sum yngri börnin fá allt að átta stundum. Kennsla á móðurmálinu fer hins vegar eftir þörf og er samkomulags- atriði móðurmálskennara og aðalkennara í hverju tilviki. Nú er 30.000 börnum í grunnskóla kennd 50 ólík tungumál í Svíþjóð sem er líklega eina landið í heiminum sem býður þessa þjónustu. Nemendur Hildar á þriðju- dagsmorgnum eru fjórir. Fyrst- ur kemur Ragnar Árnason sem er í 3. bekk grunnskóla og glímir þessa dagana við ng og nk stafsetningarregluna, skrift og lestur. Hann les sömu lestrar- bók og jafnaldrar hans á Is- landi. Seinni tíma Ragnars bætist lítill gutti í hópinn sem Róbert heitir og talar lítið annað en sænsku. Hildur kennir honum íslenzk hljóð sem ekki eru til í sænsku eins og á og ó með aðstoð Ragnars þó að ætlazt sé til að hann einbeiti sér að ritæfingum. Guðmundur kemur næstur. Hann er eldri bróðir Ragnars og lærir skrift, málfræði og lestur. Síðasta tímann fyrir hádegi kennir Hildur í öðrum skóla og hittir þar Arnar Stefánsson frá Akureyri sem hefur meiri áhuga á íslandssögu en lestri í lestrar- bók sem hann hefir lesið miklu meira í en honum var sett fyrir og því kominn aftur úr með vinnubókina. „Það er alveg undir kennurun- um komið hvað börnunum er kennt. Maður verður að velja og hafna. Tíminn er naumur, og ég hef í flestum tilvikum orðið að leggja aðaláherzlu á staglið — málfræði og stafsetningu," segir Hildur. „Flestir íslenzku krakk- arnir fara heim að nokkrum árum liðnum og þurfa á staglinu að halda svo að þeir standi nokkurn veginn jafnfætis jafn- öldrum sínum þegar heim er komið. Margir kollegar mínir eiga fullt í fangi með að fá nemendur til að lesa og verða fjarska glaðir ef krakki getur stautað eða jafnvel skilið. En ég á ekki á hættu að t.d. Guðmund- ur og Ragnar fari heim og geti ekki talað við afa og ömmu.“ Ekki auðhlaupið að því að velja bækur Hildur er lærður kennari en hún segir að það sé allur gangur á með það meðal móðurmáls- kennara. Bækur fær hún frá íslenzka ríkinu en sænsku sveit- arfélögin borga póstburðar- gjöldin. „Þegar ég byrjaði kennsluna í fyrra fékk ég í arf frá fyrirrennurum mínum hing- að og þangað gamlar bækur. Ég hef ekki kennt heima í mörg ár og vissi því ekki nákvæmlega hvaða bækur eru notaðar en var svo heppin að fá aðstoð mág- konu minnar sem er skólastjóri við val bókanna sem henta minni kennslu," segir Hildur. „Ég get ekki valið bækur eftir aldri nemendanna eða hvar þeir eru staddir í skóla. Krakkar sem aldrei fyrr hafa fengið tilsögn í íslenzku hafa allt aðrar þarfir en krakkar sem eru að koma beint úr Melaskólanum. Það er auðvelt með þau sem koma til mín beint að heiman. Þau get ég látið læra það sama og jafnaldra þeirra heima en hins vegar þarf ég að finna út á hvaða stigi krakkar sem hafa verið hér lengi eru. Ég vel síðan bækur í samræmi við það. íslenzka kennd í barnaherberginu Helztu vandamál móðurmáls- kennslunnar segir Hildur vera húsnæðisskort og eilíf kennara- skipti nemenda sem eru fáir og dreifðir víða um borgina eins og íslendingar. í einu úthverfi Stokkhólms þar sem yfir 50% íbúanna eru innflytjendur hefur húsnæðisvandinn verið leystur með því að skólinn leigir eina hæð í sambýlishúsi og notar íbúðirnar sem kennsluhúsnæði. Hildur kennir þar íslenzku í barnaherbergi á sama tíma og ítalska er kennd í eldhúsi en Sígaunar hafa hjónaherbergið til umráða. Stofuna nota síðan allir í sameiningu. „Í Stokkhólmi sér mennta- deild Innflytjendastofnunarinn- ar um kennslu í skólum en félagsstofnunin sér um barna- heimilin. Ég er því ráðin hjá tveimur stofnunum í einu og sama sveitarfélaginu," segir Hildur. „Félagsstofnunin virðir ekki samning Norðurlandanna um jafnrétti íbúanna. Þar er mér greitt sem ómenntaðri manneskju en Innflytjenda- stofnunin greiðir mér hins vegar sem kennara og tekur íslenzka prófið mitt gilt. í Solna þar sem ég kenni eingöngu á bárnaheim- ilum fæ ég hins vegar full laun. Ég stend því í stríði og reyni að koma samræmi á hlutina. Helzta ástæðan til þess að fólk hættir við þessa kennslu er allt flakkið sem henni fylgir. En það eru til kennarar sem- hafa kennt við sama skólann í nokkur ár. Helzt er það við skóla þar sem heilu bekkirnir eru t.d. Finnar eða Suður-Evrópufólk.“ Þurfa að kunna móðurmálið til að geta lært annað mál Móðurmálskennsla var hafin í skólum árið 1976 en nú í ár á barnaheimilum. Hún er aðeins einn liður af mörgum í því starfi sem unnið er til að gera innflytjendum dvölina hér auð- veldari. Stór hluti næstu kyn- slóðar verða afkomendur inn- flytjenda en þeir þurfa á góðri menntun að halda eins og börn Svíanna, til þess að vera færir um að taka fullan þátt í þjóðfélaginu. „Börn innflytjenda sem nú eru orðnir unglingar eiga mörg hver hvorki heima í sænskri menningu né í menningu for- eldranna," segir Hildur. „Nú er talið sannað að barn sem nær tökum á móðurmálinu eigi auðveldara með að læra mál númer tvö. En mörg börn innflytjend'a hafa byrjað að læra sænsku áður en þau kunna móðurmálið fyllilega og ná því ekki fullu valdi á neinu máli. Á sænsku eru þessi börn kölluð „halfsprákiga" og þau eiga á hættu að verða utanvelta í þjóðfélaginu. Það er þetta vandamál fyrst og fremst sem er verið að reyna að uppræta með móðurmálskennslunni." ab Landnýt- ingartOraun- ir 1976 Komin er frá Iíala önnur áfangaskýrsla um landnýtingar- tilraunir þær á íslandi, sem oft hafa verið kenndar við Þróunar- sjóð Sameinuðu þjóðanna og FAO vegna upphaflegs fjárstuðnings frá þessum stofnunum. En árið 1976 voru tilraunirnar svo til cingöngu kostaðar af land- græðsluáætlun 1100 ára afmælis búsetu á íslandi og með aukafjár- veitingu vegna sérfræðiþjónustu og þjálfunar. Er þetta áfangaskýrsla 1976. Tveir tilraunastaðir bættust við á árinu, í Kelduhverfi og Sandá á Biskupstungnaafrétti. En aðrir tilraunastaðir eru Álftaver, , Auðkúluheiði, Hestur í Andakíls- hreppi, Hvanneyri í Andakíls- hreppi, Kálfholt í Ásahreppi og Sölvholt í Hraungerðishreppi. Til nýjunga í framkvæmd má nefna að farið var að gefa ormalyf á þriggja vikna fresti til að reyna að útiloka ormaveiki sem áhrifavald í tilraununum. Enginn munur í kopartilraun Aftast í skýrslunni er bráða- birgðayfirlit um kopartilraun, sem gerð var í sambandi við tilraunina á Hesti í samvinnu við Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði og með fjárstuðningi úr Vísindasjóði frá Alþjóða kjarnorkustofnuninni. Þar segir m.a.: „Tilraunin var gerð sumarið 1976 að Hesti í Borgar- firði til að athuga hvort vanþrif í lömbum, sem beitt er á ræktað og/eða óræktað mýrlendi, geti stafað af koparskorti. Notuð voru 84 lömb, 42 af hvoru kyni. Helmingur þeirra fékk kopar í vömb á þriggja vikna fresti. Tilraunin stóð frá byrjun júní til loka september. Enginn munur fannst milli hópa, sem rekja mætti til kopargjafarinnar." I sambandi við tilraunina á Hvanneyri var Sigurði H. Richter veitt aðstaða til að stunda sníkju- dýrarannsóknir á vegum Nordisk Kontaktorgan for Jordbrugs- forskning. Að öðru leyti var tilhögun mjög svipuð og á árinu 1975 og tilgangur og markmið að mestu þau sömu, segir í skýrsl- unni, sem er 142 síður að lengd og birtir mikið af töflum. „Listaverk Thorvald- sens myndhögg- vara,J 1. hefti komið út „Listaverk Bertels Thor- valdsens myndhöggvara," 1. hefti, er nýkomið út og eru í því myndir af sex verkum listamannsins. Offsetprent annaðist prentun, en um útgáfuna sá Helgi Vigfússon. Hann sagði að ætlunin væri að næsta hefti kæmi í febrú- ar næstkomandi og síðan hvert af öðru unz birt hafa verið öll verk Thorvaldsens. Munu skýringar verka verða í næsta heftinu. Lítið barn heffur lítið sjónsvið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.