Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 63 nna á Alþingi: Friðrik Sophusson: Olafur Ragnar vill gera einkarekstur í landinu tortryggilegan Umræðum um ncfnd þing- manna til að kanna rekstur Fluííleiða ok Eimskipafélags ís- lands með tilliti til einokunarað- stöðu. var íram haldið á fundi í sameinuðu Alþingi á þriðjudag. Til máls tóku þingmennirnir Friðrik Sophusson (S). Vilhjálm- ur Iljálmarsson (F) ok Albert Guðmundsson (S). Talsverða athvgli vakti. að flutningsmaður tillögunnar, ólafur Ragnar Grímsson (Abl), var ekki viðstaddur umræðurnar, en honum sást þó bregða fyrir í dyragættinni nokkrum sinnum á meðan umræðurnar stóðu yfir. Friðrik Sophusson (S) hóf mál sitt á því að gagnrýna á hvern hátt tillaga Ólafs Ragnars er lögð fram á Alþingi. Sagði F'riðrik, að forseti sameinaðs þings hefði séð sig knúinn til þess á fyrsta fundi er fjallaði um tillöguna að gera athugasemd þess efnis, að sú rannsóknarnefnd er tillagan gerir ráð fyrir að kosin verði, sé alls ekki rannsóknarnefnd, heldur venjuleg lausanefnd í skilningi 15. greinar þingskaparlega. Þetta væri þeim mun athyglisverðara, þar sem í þingskjali því sem hér um ræddi, segir að nefndin sem gert er ráð fyrir að kosin verði, skuli hafa rétt til að krefjast skýrslugerða og vitnisburða, bæði munnlegra og skriflegra hjá hlut- aðeigandi aðilum og öðrum fyrir- tækjum, embættismönnum og ein- staklingum. Friðrik minnti á, að þingdeild- irnar einar geti kjörið rann- sóknarnefndir er hafi vald til þess að stefna til sín embættismönnum eða öðrum einstaklingum, en það geti sameinað þing ekki. Sagði hann að af þessum ástæðum virtist undirbúningi málsins vera áfátt, nema að málinu hafi aldrei verið ætlað annað hlutverk en að auglýsa sjálfan flutningsmanninn. Friðrik Sophusson sagði, að Alþingi væri í lófa lagið að snúa sér til viðkomandi ráðuneyta og afla upplýsinga um umrædd fyrir- tæki, enda eigi íslenska ríkið hlut og stjórnarmenn í báðum fyrir- tækjunum eins og allir viti. Því hefði Ólafur Ragnar getað fengið umbeðnar upplýsingar með því að bera fram fyrirspurnir til sam- göngu-, fjármála- og viðskiptaráð- herra. níða þá niður persónulega. Kvaðst hann harma það ef slíkt yrði aftur tekið upp, en margt benti til þess. Harðneskjulegar tillögur, órök- studdar fullyrðingar og allt að því ruddaleg framkoma í spurninga- þáttum í sjónvarpi benti í þessa átt. Þá sagði þingmaðurihn, að ekkert af því sem fram hefði komið í þingskjali eða ræðu Ólafs Ragnars, væri að sínum dómi næg ástæða til að Alþingi hefjist handa um rannsókn. Albert Guðmundsson (S) kom með örstutta athugasemd, og sagði hann, að þingmönhum þyrfti alls ekki að koma á óvart að tillögur um rannsóknarnefndir kæmu fram á Alþingi. En án þess að hann vildi leggja á það dóm hvort samþykkja ætti skipan slíkra nefnda, þá vildi hann minna á, að samkvæmt skattalögunum sem samþykkt voru á síðast liðnu vori, þá væri heimilt að taka til rannsóknar hin ýmsu fyrirtæki. Að lokinni athugasemd Alberts var umræðunni frestað. Friðrik Sophusson ' Þá gerði þingmaðurinn einnig að umtalsefni, að í tillögunni kæmu ærið oft fyrir orðin markaðsdrottnun og einokunaraðstaða. Mætti því ætla að flutningsmanni væri efst í huga að standa vörð um frjálsa sam- keppni í samgöngumálum þjóðar- innar. Annað kæmi þó í ljós þegar málið væri skoðað niður í kjölinn, flutningsmanni gengur það helst til að auglýsa sig í fjölmiðlum og að vinna sig í álit hjá flokksmönn- um þess flokks er hann nú heiðrar með félagsskap sínum um stundarsakir, sagði Friðrik. Þá virðist það einnig vera tilgangur Ólafs að gera einkarekstur í landinu tortryggilegan, og í fram- tíðinni vill flutningsmaður síðan þjóðnýta umrædd fyrirtæki, sagði Friðrik ennfremur. Las hann meðal annars kafla úr samtali við Ólaf Ragnar í dagblaðinu Vísi, þessari fullyrðingu til stuðnings. Þá sagði Friðrik enn fremur, að það gæti haft slæm áhrif á viðskiptaaðila þessara fyrirtækja erlendis, ef það kæmi í ljós að þjóðþing íslendinga hefði þau til sérstakrar rannsóknar. í ræðu sinni gagnrýndi Friðrik einnig málflutning flutnings- manns, þar sem hann ræddi um það er hann nefndi einokun á leiðum félaganna, og einnig vísaði hann á bug þeirri fullyrðingu að Atlantshafsflugið sé baggi á Flug- ieiðum og að það bitni á ferða- löngum til Evrópu. Þingmaðurinn ræddi einnig um hið mikla landkynningarstarf sem félögin ræktu, einkum Flugleiðir, og þann hagnað sem Islendingar hafa af því. Þá minntist hann á eignaraðild Flugleiða í ýmsum fyrirtækjum hér innanlands, svo sem flugfélögum og hótelum. Sagði hann að það væri augljós hagnaður að því fyrir viðkomandi fyrirtæki og byggðarlög að komast í samstarf við Flugleiðir, vegna þeirrar reynslu og tækni sem markaðsdeildir fyrirtækisins ráði yfir. / Varðandi Eimskipafélag ís- lands, þá sagði Friðrik, að flutningsmaður hefði farið með rangt mál, er hann sagði að félagið hefði keypt skip yfir markaðs- verði. Friðrik ræddi einnig um þá fullyrðingu Ólafs Ragnars, að Flugleiðir hefðu fest kaup á flugvél sem ekki væri sú hag- kvæmasta á markaðnum í dag, auk þess sem það hefði verið æskilegra að nota áfram þotur af sömu gerð og Loftleiðir nota nú. Sagði hann að þó þær vélar væru vissulega ágætir farkostir, þá hefðu þær ekki sama aðdráttarafl fyrir farþega og breiðþotur, auk þess sem engar siíkar þotur væru nú á markaðnum. Strax eftir hið hryggilega slys á Sri Lanka hefði það mál verið kannað, og hefði þá komið í ljós að ein vél af þessari gerð var til sölu, en um hana hafi 20 félög keppt, og að lokum hafi hún verið keypt á 12.7 milljónir bandaríkjadala, sem sé langt yfir markaðsverði. Einnig ræddi Friðrik um við- gerðarþjónustu á Keflavíkurflug- velli. Sagði hann að aðstöðuleysi þar kæmi í veg fyrir umfangs- mikla flugvirkjastarfsemi þar, en ekki samningar Flugleiða viö bandaríska flugfélagið Seaboard World. Síðan sagði Friðrik: „Spyrja má hins vegar í þessu sambandi: Hvað yrði um alla hina færu og ágætu flugvirkja, ef til fjöldauppsagna kæmi hjá Flug- leiðum vegna þess ástands sem upp kæmi hjá félaginu ef farið yrði að ráðum Ólafs Ragnars, og hætt þátttöku í Norður-Atlants- hafsfluginu?" í sambandi við fargjaldamál sagði Friðrik, að þar væri um að ræða varhugaverða röksemda- færslu hjá flutningsmanni. Hann hefði stillt upp lægsta fargjaldi til New York á móti hæsta fargjaldi til Kaupmannahafnar, og þannig fundið út að mun hagstæðara sé að fljúga til Bandaríkjanna en til Norðurlandanna. Einnig sagði • Friðrik, að þær fullyrðingar að Islendingum væri mismunað á verði flugfargjalda til Glasgow og London, væru tilhæfulausar, og nefndi hann í því sambandi hvað slíkar ferðir kostuðu. Undir lok ræðu sinnar sagði Friðrik, að flutningsmaður teldi það vera til marks um það hve sjálfsögð rannsóknin væri, og raunar einnig fyrirhuguð rann- sókn á S.Í.S., að forstjórar þessara þriggja fyrirtækja hefðu sagt að þeir hefðu ekkert að fela. Þetta taldi hann ekki vera nein rök fyrir rannsókn. Kvaðst Friðrik vita um mörg fyrirtæki, þar sem forráða- menn þeirra segðust ekki hafa neitt að fela, en ekki væri þar með séð að neitt benti til þess að rannsaka þau þrátt fyrir slikar yfirlýsingar. „Þótt háttvirtur flutningsmaður segist ekkert hafa að fela og einhver beiðist rann- sóknar á heimili hans, mundi ég ekki greiða því atkvæði nema sérstakar mjög mikilvægar ástæð- ur væru fyrir hendi,“ sagði Friðrik. „í því máli sem hér er til umfjöllunar," sagði Friðrik enn fremur, „er hægt að fá allar upplýsingar án nokkurrar rann- sóknar, enda er tillagan ekki fluttá þeim tilgangi að bæta samgöngu- mál þjóðarinnar, heldur er hún liður í niðurrifsstarfi róttæklinga í menntamannastétt." Að lokum sagði Friðrik vona að mál þetta fengi ósköp venjulega afgreiðslu í fastanefnd, er afli sér upplýsinga um þessi fyrirtæki hjá viðkomandi ráðuneytum, sem skipa menn í stjórnir og eiga að annast eftirlit með starfsemi þeirra. Það væri svo annað mál, að það mætti meta flutningsmanni, Ólafi Ragnari Grímssyni, það til vorkunnar, að hann hefði mikinn áhuga á samgöngum, þar sem hann væri nú mesti förumaður milli stjórnmálaflokka, þeirra manna er nú eiga sæti á Alþingi! Olla og Stefán J. Stefánsson, forseti Þjóð- Þjóð-ræknis- féla í Vestur- heimi. og Marjorie og Kristján T. Arnason, bæjarstjóri á Gimli. sem voru hér á ferð síðastlið- ið sumar, hafa heðið blaðið að færa öllum frændum og vinum beztu jóla- og nýárskveðj- Allt á krakkana í Karrnbæ Telpnakjólar ný sending tekin upp í dag bamabuxur meÖ axiaböndum voru aÖ koma Unglingadeild mKARNABÆR Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 28155 OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.