Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 18
Magnús L. Sveinsson: Launþegar greiöa sjálfir endanlega niöur- greiöslurnar meö sköttum. Sigurjón Pétursson: Afstaöa sjálfstæöis- manna ruglingsleg. Björgvin Guömunds- son: Blanda mér ekki í deilur Sjálfstæöisflokks og Alþýöubandalags. Birgir ísleifur Gunnars- son: Valdhroki Björg- vins, Kristjáns og Sigur- jóns leiddi til valdníðslu. Davíö Oddsson: Björgvin, Kristján og Sigurjón ætla aö senda borgarstarfsmenn á bögglauppboö og tombólu meö féiags- legum aðgeröum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins:_ „ Vítum valdníðslu borg- arstjórnarmeirihlutans ” Eins og kunnugt er af fréttum tók borgarstjóri í samráði við forsetana í borgarstjórn nýlega ákvörðun um að laun akuli Kreidd samkvæmt skertri verð- bótavísitölu 1. des. Ifér fer á eftir fyrri hluti frásagnar af umræð- um í borgarstjórn um þetta mál. Von borgar- starfsmanna Birgir ísleifur Gunnarsson (S) kvaddi sér hljóðs vegna þessa máls á fundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld. Þar vitnaði hann í bókun sem hann og Albert Guðmundsson lögðu fram í borgarráði 28. nóvem- ber, en þar segir: „Af gefnu tilefni hefur það verið upplýst á þessum borgarráðsfundi, að borgarstjóri hefur í samráði við forseta borgar- stjórnar tekið ákvörðun um það, að útborguð laun um næstu mánaðamót skuli miðast við verð- bótavísitölu sem hækkar laun um 6,13%. Þessi ákvröðun er tekin, þrátt fyrir samþykkt borgar- stjórnar hinn 15. júní sl., að starfsfólki borgarinnar skuli greiddar fullar verðbætur sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga eins og nánar greinir í samþykkt borgarstjórnar, en fullar verðbæt- ur myndu hækka laun borgar- starfsmanna um 14,13%. Við teljum, að með þessari ákvörðun hafi aivarlega verið brotið gegn samþykkt borgarstjórnar og borg- arstjóri og forsetar því tekið sér vald, sem þeir ekki hafa. Framlagt frumvarp á Alþingi (nú samþykkt) breytir hér engu um og þótt það yrði að lögum í óbreyttu formi, myndi það ekki að okkar mati hnekkja ofangreindri samþykkt* borgarstjórnar. Borgarstjórn sjálf þarf að breyta fyrri samþykkt um þetta efni. Rétt er og að vekja ath.vgli á, að ekkert samráð hefur verið haft við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar eða önnur samtök starfsmanna borgarinnar um þetta mál. Við teljum þessa málsmeðferð með öllu óviðunandi fyrir borgarstjórn." Birgir Isleifur sagði, að mönnum væri vel í minni fullyrðingar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fyrir kosningar. Þessir tveir flokk- ar hefðu rekið kosningabaráttu sína með slagorðinu „samningana í gildi" og víst væri, að þetta hefði verið ein af orsökum sigurs flokkanna ef ekki bara eina ástæðan. Birgir ísleifur sagði öllum kunn- ugt, að eitt af fyrstu verkum hins nýja borgarstjórnarmeirihluta hafði verið að svíkja gefin loforð, því samningarnir hefðu ekki verið settir í gildi nema að einum þriðja hluta. Starfsmenn borgarinnar hefðu eygt von um, að meirihlut- inn myndi standa við gefin loforð frá 15. júni þegar fyrstu svikin fóru fram. Þá hefði verið lofað, að öllu starfsfólki yrði greiddar fullar verðbætur á laun sín í áföngum, og frá næstu áramótum yrði öllu starfsfólki greidd full og óskert laun. Mjög gróf valdníðsla forsetanna og borgarstjóra Birgir ísleifur sagði að það vekti furðu að borgarstjóri hefði þrátt fyrir fyrri samþykktir gefið fyrir- skipun um, að launaútreikningar skyldu miðast við skerta verðbóta- vísitölu, en þessa ákvörðun hefði Egill Skúli Ingibergsson tekið í samráði við forsetana Björgvin, Kristján og Sigurjón. Birgir ísleif- ur sagði það mat allra lögfróðra manna, að lög ríkisstjórnarinnar breyttu engu um samþykkt borgarstjórnar frá því í júni. Sú samþykkt stæði eftir sem áður og svik Aiþýðuflokks, Al- þýðubandalags .og Framsóknar- flokks á loforðum frá 15. júní stæðu nú eftir afhjúpuð. Birgir Isleifur sagði, að fyrir lægi álit forsætisráðherra Olafs Jóhannes- sonar um, að ákvæðið ætti ekki að skilja sem hámarkslaun. Það væri skoðun sjálfstæðismanna, að hér hefði verið framin mjög gróf valdníðsla á borgarstjórn. Nú í annað skiptið í haust hefði vald- hroki forsetanna leitt til vald- níðslu. Þá ætti borgarstjóri að skilja, að forsetar borgarstjórnar hefðu enga heimild til að ákveða annað í þessum málum en þar sem borgarstjórn hefði samþykkt. Ljóst sé, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi endanlega horfið frá slagorðinu „samningana í gildi“, þrátt fyrir bréf frá Starfsmannafélaginu. Fyrri hluti Birgir ísleifur lagði síðan fram svohljóðandi bókun frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins: „A fundi borgarráðs hinn 28. nóvem- ber sl. var upplýst, að borgarstjóri hefði í samráði við forseta borgar- stjórnar tekið ákvörðun um það að greiða ekki fullar verðbætur á laun, eins og samþykkt borgar- stjórnar frá 15. júní sl. kveður á um. Þá hefði verið lagt fram frumvarp í Alþingi, sem síðar varð að lögum. Framlagning frumvarps á Alþingi losar borgarstjórn alls ekki undan þeim skyldum sínum að framfylgja samþykktum borgarstjórnar auk þess, sem ljóst er, að efni frumvarpsins sem síðar varð að lögum hnekkir ekki samþykkt borgarstjórnar frá 15. júní sl. Má m.a. benda á, að forsætisráðherra tók af öll tví- mæli um það í umræðum á Alþingi auk þess sem lögfræðingar borgar- innar hafa látið það álit í ljós. Ekkert samráð var heldur haft við Starfsmannafélag Reykjavíkur um þessa ákvörðun, enda hefur stjórn Starfsmannafélagsins mótmælt þessari ákvörðun. Við teljum þessa málsmeðferð með öllu ólöglega og að borgar- stjóri og forseti borgarstjórnar hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Við viljum víta þessi vinnubrögð." Þá varpaði Birgir Isleifur fram eftir- farandi spuningu: Hvernig væri ráðgert að meðhöndla vísitöluþak eftir 1. janúar? Verður þak þá látið gilda um verðbætur hjá borginni? Samþykkt borgarstjórnar fylgir frumvarpinu Björgvin Guðmundsson (A) tók næst til máls og sagði, að þeir forsetarnir teldu að samþykkt borgarstjórnarmeirihlutans frá 15. júní félli alveg að lögum ríkisstjórnarinnar. Með setningu þessara laga hafi verið staðið öðru vísi að en þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar setti febrúarlögin. Þá hefðu vísitölubætur verið felldar niður bótalaust að hluta, en nú- væri ekkert fellt niður bóta- laust. Aðrar bætur komi í stað launa. Athyglisvert væri, að áður hafi verkalýðshreyfingin mótmælt lögr um sem sett voru en styddi þau nú. Verkalýðshreyfingin hefði alltf metið aðrar kjarabætur líka, aðrar en laun, því þær hefðu oft reynst betur en laun. Verðbólgan sé versti óvinur láglaunafólks. Björgvin spurði Birgi Isleif Gunnarsson hvort hann teldi, að borgin ætti að greiða 14,3% launahækkun frá 1. des. og hvað ætti borgin að greiða háa prósentu? Vegna fyrirspurnar Birgis Isleifs um vísitöluþakið vildi hann (Björgvin) vísa til fyrri ummæla sinna hér um þessi mál. (Innsk. Mbl.) Á fundi borgar- stjórnar 5. október sagði Björgvin Guðmundsson orðrétt: „Borgarstjórn samþykkti hinn 15. júní sl. að greiða öllu starfs- fólki borgarinnar fuliar verðbæt- ur á laun í áföngum. þannig að frá og með næstu áramótum yrðu greiddar óskertar verðbætur samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inga. Ekki eru uppi neinar ráðagerðir um að víkja frá þessari samþykkt borgarstjórnar þrátt fyrir bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá því í sept. sl., en þau kveða á um ákveðið hámark verðbóta." 22 ár — 29. skerðing kjarasamninga Guðmundur Þ. Jónsson (Abl.) sagði, að með þessum nýju kjara- breytingalögum ríkisstjórnarinn- ar væru kjarasamningar skertir í 29. skiptið á 22 árum. Slíkt væri vissulea ekki gleðiefni, en það væri þó ekki sama hvernig hlutirnir væru gerðir. I febrúarlögunum hefði verið meiri kjaraskerðing en nú. Bráðabirgðalögin frá maí hefðu verið til bóta, en bæði þessi lög hefðu vegið að kjörum verka- fólks. Lögin frá 30. des. væru hins vegar með öðru yfirbragði. Guð- mundur sagði, að sér hefði verið sagt, að 14% launahækkun pen- ingalauna á þremur mánuðum jafngilti 70% verðbólgu á ári. Hann kvaðst ekki efast um, að allir væru sammála um að bægja verðbólgunni frá. Aðalatriðið væri að atvinna haldist og hið sama gildi um kaupmátt láglaunafólks. Verkalýðshreyfingin á bögglauppboð og tombólu Davíð Oddsson (S) sagði, að þessir borgarfulltrúar meirihlut- ans sem nú hefðu kollsnúist gætu engan veginn haldið því fram, að samningar verkalýðsfélaganna væru í gildi eftir þessar ráðstafan- ir. Hér væri verið að draga úr launakostnaði. Allir sæju í hendi sér, að alls ekki stæði til að setja samningana í gildi. Þetta væru fimleikar meirihlutans að lofa öllu fögru en svíkja jafnharðan. Eng- inn vissi enn hverjar hinar félags- legu aðgerðir væru jafnvel ráð- herrár vissu þetta ekki. Það að fá þær yfir sig væri eins og að fara á bögglauppboð og kaupa böggla (með launum), án vitneskju hvað í þeim væri. Launþegum væri með öðrum orðum boðið á tombólu og allir vissu, að þar væru mörg núll. Borgarfulltrúi Alþýðuf%okksins Björgvin Guðmundsson talaði hér ekki í sama tón og flokksbræður hans á þingi. Þingmenn Alþýðu- flokksins hefðu samþykkt frum- varpið með hangandi hendi. Talsmaður Alþýðubandalagsins: Björgvin Guðmundsson Hér talaði Björgvin Guðmunds- son eins og hann væri talsmaður Alþýðubandalagsins. Davíð Odds- son minnti á, að þegar sólstöðu- samningarnir voru gerðir hefðu ríkisstjórnin lofað aðgerðum til handa verkalýðshreyfingunni, ef samningunum yrði haldið innan ákveðinna marka. Samningunum hefði ekki verið haldið innan ákveðinna marka, en samt hefði ríkisstjórnin gert sínar ráðstafan- ir. Davíð Oddsson vitnaði í orð Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur í blaðgrein fyrir skömmu: „Drottinn minn hvað ég er orðin leið á þessu fólki.“ Davíð sagði, að þetta væru orð hennar verkakonunnar um þessa loddara sem brygðust gjör- samlega umbjóðendum sínum launþegum. í Tímanum hefði verið frétt þar sem einn af talsmönnum Hins ísl. prentarafélags hefði sagt, að pólitíkin réði algjörlega í miðstjórn ASÍ. Það hefði svo sannarlega sannast á máli Guð- mundar Þ. Jónssonar. Einu sinni áður síðan um kosningar hefði Guðmundur Þ. Jónsson komið í ræðustól í borgar- stjórn (haldnir hafa verið 9 fundir). Þá hefði það verið til að fagna því, að samningar væru settir í gildi að hluta, en nú kæmi hann í ræðustól til að fagna, að samningar væru teknir úr gildi. Þá hefði Björgvin Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.