Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Iðnaðarráðuneytið: Sami árangur til jöfnunar næst með sælgætisg j aldinu Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá iðnaðarráðuneytinu. „Morgunblaðið birtir föstud. 15. des. s.l. viðtal við sælgætisfram- leiðanda um þá hugmynd að leggja gjald á innflutt sælgæti. Sælgætis- framleiðandinn segir, að tilgangurinn með þessari ráðstöf- un sé að komast undan þvi að greiða niður mjólkurduftið til sælgætisgerðar. Svo er ekki. í stað þess hins vegar að ríkissjóður greiði niður innlend landbúnaðarhráefni til sælgætisgerðar til að jafna sam- keppnisstöðu greinarinnar við innflutt sælgæti sem býr við mun lægra verð á landbúnaðarhráefn- um er farin sú leið að leggja sérstakt innflutningsgjald á inn- flutt sælgæti. Með þessu móti næst sami árangur til jöfnunar samkeppnisstöðu greinarinnar og í sumum tilvikum mun samkeppnis- staða hennar batna frá því sem verið hefur enda er gert ráð fyrir því að verðhlutfall innlendra landbúnaðarhráefna, óniður- greiddra, miðað við heims- markaðsverð breytist ekki veru- lega frá því sem verið hefur undanfarin misseri. Það hefur lengi verið ljóst að Islendingar yrðu í samræmi við skuldbindingar okkar gagnvart EFTA og EBE að leyfa frjálsan innflutning á sælgæti. Ymsar ástæður hafa á undanförnum árum orðið þess valdandi að af því hefur ekki orðið. Með gjaldtöku þessari er hins vegar ekkert lengur því til fyrirstöðu að svo verði. Þá er það síðast en ekki síst mikil- vægt varðandi gjaldtöku þessa að gert er ráð fyrir því að tekjum af gjaldinu verði varið til sérstakra iðnþróunaraðgerða, en tekjurnar eru áætlaðar um 450 m. kr. á ársgrundvelli. Þá má að lokum taka það fram að gjaldtaka þessi brýtur ekki í bága við ákvæði viðskiptasamn- ings okkar við EFTA og EBE.“ Hilmar Jónsson: Athugasemdir við tvo ritdóma eftir Jóhann Hjálmarsson Hr. ritstjóri. Leyfi mér að biðja um rúm í blaði þínu fyrir mótmæli gegn tveimur ritdómum eftir Jóhann Hjálmarsson. 1. í röstinni eftir Óskar Aðalstein í gagnrýni sinni um þá bók kemst Jóhann að þeirri niðurstöðu að Óskar sé rómantískur höfund- ur, sem hefði átt að endursemja áðurnefnda bók áður en hún var útgefin. Það má sjálfsagt deila um hvað sé rómantískur höfundur, hins vegar skaðar kannski ekki að geta þess að 1941 sendi Óskar frá sér Grjót og gróður, sem fjallar um lífsbaráttu verkamanns og er sú barátta síður en svo séð í rómantísku ljósi. I röstinni er framfarasaga vestfirsks kaupstað- ar. Aðalpresónurnar: Hringur, Gyðingurinn, Tóti, Steindór, Edda, Ríkey — allt verða þetta lifandi persónur í höndunum á Óskari. Hann kann sannarlega þá list að segja sögu. Mér fannst Lífsorusta eftir Óskar Aðalstein góð bók — mjög góð. Þessi bók er ekki síðri. Það kann að vera að sumum finnist hér notaðir daufir litir. Stundum er það rétt, að yfir allri frásögninni hvílir dul. Óskar Aðalsteinn er mikilvirkur höfund- ur en með þessari og öðrum bókum fyrr hefur hann skipað sér í sveit bestu skáldsagnahöfunda okkar. Eg fullyrði að I röstinni sé besta skáldsagan á markaðnum í ár við hliðina á Þeirri grunnu lukku, eftir annan Vestfirðing Þórleif Bjarnason. Ritdómur Jóhanns er klámhögg, sem enginn hittir nema sjálfan hann. 2. Stefnur og straumar eftir Heimi Pálsson Um þá bók er í fáum orðum það að segja að hér er um mesta falsrit að ræða, sem hingað til hefur út komið um íslenskar bókmenntir. Pólitískt ofstæki höfundarins er það mikið að hann telur Olgu Guðrúnu merkari höfund en Gunnar Gunnarsson. Gunnar er hvergi nefndur á nafn eins og hann hafi aldrei skrifað bækur. Sömu útreið fær Kristmann. Aftur á móti er Megasar að góðu getið. í þriðja lagi er Guðmundur Daníels- son ekki alinn umtalsverður. Hér hafa aðeins þrjú dæmi verið nefnd um endaleysur, sem alls staðar vaða uppi í bókinni. Að sjálfsögðu duga hér engin vettlingatök. Hér verða allir skrifandi menn að rísa upp og mótmæla — þeir sem ekki eru á máli hjá rauðum bókmennta- páfum. Ritdómur Jóhanns Hjálm- arssonar um þetta níðrit var vesæll eins og vænta mátti: Engin mótmæli uppi höfð, lítillega minnst á að Gunnar Gunnarsson væri ekki með. Hvað lengi ætlar Morgunblaðið að hunsa óskir lýðræðissinnaðra rithöfunda um hæfan bókmenntagagnrýnanda? Fundarsamþykkt Félags ísl. rit- höfunda er þó fyrir hendi um það mál. sérverslun konunnar sími I7445j m Laugavegi19 Reykjavik Bókin um Brendan The Brendan Voyage. eftir Tim Severin. Hutchinson of London 1978. Um þessa bók þarf ekki að fjöl.vrða: allir íslendingar sem hafa kost á því ættu að lesa hana. Flestir munu kannast við ferð Brendans. eftirlíking forns írsks húðbáts, frá írlandi til Nýfundna- lands með viðkomu í Færeyjum og á íslandi árið 1976—77, enda hafa margir efal'aust séð bátinn þegar hann kom til Reykjavíkur og kvikmyndina um ferðina sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu síðast- liðið sumar. Tim Severin, leiðangursstjóri og skipstjóri, er ekki aðeins snillingur í öllu sem snertir báta og smíð og meðferð þeirra, heldur einnig í frásagnar- listinni. Bókin The Brcndan Voyage er það sem við köllum á ensku „compulsive reading", þ.e.a.s. þegar maður er einu sinni byrjaður að lesa hana, reynist manni erfitt að leggja hana frá sér. Bókin er ekki gallalaus. Efni hennar er nógu skemmtilegt og því þurfti ekki að reyna að gera það „listrænna" eða meira spennandi með því að nota brögð skáld- skapar, eins og höfundinum hættir stundum til. Hér nægir að leyfa atburðunum að tala. Efni bókarinnar er ekki aðeins skemmtilegt, heldur einnig kemur það íslendingum mikið við. Það eru ef til vill ekki margir fræði- menn beggja vegna hafsins nú orðið sem neita enn að viðurkenna það, að norrænir menn hafi komist til Vesturheims löngu áður en Kólumbus gerði það. Aftur á móti vekur Severin nú þá spurningu, hvort írar hafi ekki farið þessa ferð eins mörgum öldum á undan Bjarna Hjörleifssyni og Leifi Eiríkssyni eins og þeir voru á undan Kólumbusi. Þetta er kannski ekki ný spurning en Severin vekur hana á mjög áberandi hátt með því að sýna fram á, að slík ferð væri alls ekki ómöguleg með þeim útbúnaði sem var til taks á fyrri öldum. Tim Severin telur latneska ritið Navigatio Sancti Brendani Abbatis (Sigling hins heilaga Brendans ábóta) vera byggt á sögulegum atburðum, en Brendan ábóti var uppi á 6. öld og bjó aðallega í Kerry, Clare og Galway í Vestur-írlandi. Fræðimenn munu að sjálfsögðu rífast um túlkun Severins á Navigatio, en ferð hans í húðbátnum Brendan er staðreynd sem er ekki hægt að neita og eitt mesta sjóafrek okkar aldar. Vonandi verður þessi sérstæða og skemmtilega bók þýdd á íslensku áður en langt um líður. Alan Boucher. Jólafötin frá Victor Hugo fást hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.